Þjóðviljinn - 02.06.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júnl 1979 5infóniuhIjómsuEif íslands BEETHOVEN-tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 7. júni 1979 kl. 20.30 og laugardaginn 9. júni 1979 kl. 15.00 Verkefni: Beethoven — Sinfónia nr. 9 Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Kór: Söngsveitin Filharmónia Einsöngvarar: Sieglinde Kahmann, Ruth Magnússon.Sigurður Björnsson og Guðmundur Jónsson Aðgöngumiðar i bókaverslunum Lárusar Blöndai og Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. ✓ Islenska Járnblendifélagið hf. að Grundartanga auglýsir stöðu RAFMAGNSFRÆÐINGS tæknifræðings með háspennuréttindi. Upplýsingar gefur Guðlaugur Hjörleifs- son staðarverkfræðingur i sima 93-2644 kl. 7.30—9.30 að morgni. Félagið hyggst enn fremur á næstunni ráða VERKFRÆÐING EÐA TÆKNIFRÆÐING sem aðstoðarmann framleiðslustjóra við ofnrekstur. Leitað er eftir manni með góða þekkingu á einhverju sviði verk- fræði/tæknifræði, sem er reiðubúinn til að fást við ný verkefni og hefur að baki staðgóða starfsreynslu. Upplýsingar gef- ur össur Kristinsson i sima 93-2644 kl. 7.30—9.30 að morgni. Búseta i nágrenni verksmiðjunnar er óhjákvæmileg til að geta sinnt þessum störfum. Umsóknir skulu sendar félaginu að Grundartanga, póstnúmer 301 Akranes, fyrir 30. júni 1979, með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Grundartanga 31. mai 1979. !*■ Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar DAGV,STUN BARNA' -RNHAGA 8 SIMI 27277 Stöður forstöðumanna ^ Frá 1. ágúst n.k. eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar: Staða forstöðumanns Dagheimilisins Laufásborgar, Skóladagheimilisins Skála og Skóladagheimilisins við Dyngjuveg. Einnig er laus vegna orlofs staða forstöðu- manns Dagheimilisins Suðurborgar, timabilið 1. september 1979 til 1. septem- ber 1980. Fóstrumenntun áskilin. Laun samkvæmt kjarasamningi borgarstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 21. júni. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistun- 8, en þar eru veittar nánari _______________________J ar, Fornhaga ^upplýsingar. Búðardalur. Gísli Gunnlaugsson: Ávíðog dreif úr Dölum Tiðarfar i vetur hefur verið fremur umhleypingasamt. Desembermánuður var hlýr og snjóalaus eða með eindæmum góður. Hiti komst þann mánuð i 10 stig á C. Janúar var aftur algjör andstæða, kaldur og snjóasamur. Febrúarmánuður skipti sér. Fyrri hlutinn fylgdi janúar i tið- arfari. en seinni hlutinn desember. I mars sáust flestar tegundir tiðarfars. Snjór hefur þó ekki verið til trafala i vetur að neinu marki. óveðursaf leiðingar Fárviðri hafa ekki gengið hér að undantekinni aðfaranótt 5. janúar. Þá hvessti af suðvestri með snjókomu og mikilli isingu. Rafmagns- og simalinur slitnuðu og staurar brotnuðu. Rafmagns- laust varð á 80 til 90 bæjum i þrjá sólarhringa i þrem syðstu hrepp- um sýslunnar. Þar sem óviða eru fullnægjandi upphitunartæki i rafmagnsleysi skapaðist alvar- legt ástand, einkum þar sem ung börn og gamalmenni voru. Held- ur fannst okkur Dalamönnum fjölmiðlar gera þessu ástandi litil skil. Enda virðist allt snúast um suðvesturhorn landsins. Annað hvort eru ibúar nefndra svæða mjög aumir þegar eitthvað bjátar á eða fréttamenn hlutdrægir. Atvinnuástand Atvinnuleysi hefur verið með mesta móti i Búðardal i vetur. Ekki er laust við að uggur sé i mönnum i þeim efnum og nú virð- ist vera framundan bein stefna i þá átt, að draga verulega úr framleiðslu landbúnaðarafurða, en einmitt sú framleiðsla hefur verið lifæð Búðardals frá upphafi byggðar þar. Svo er með fleiri staði á landinu. Við Dalamenn erum þvi alfarið á móti þeim mikla niðucskurði i landbúnaði, sem stefnt er að, og kratahjörðin hefur barist fyrir. Boðskap krata er að finna i Vilmundarspjalli, Sighvatar- kapitula og er Eiðsvalsinn á þessa leið: Bændur skulu lagðir niður. Niðurlagningarverksmiðju i hvert hérað, takk. Miklar byggingaframkvæmdir voru i héraðinu sl. sumar en þær framkvæmdir nýtast ekki til vetr- arverkefna iðnaðarmanna nema að litlu leyti. Atvinna iðnaðar- manna hefur þvi verið af skorn- um skammti i vetur. Ekki liggur enn fyrir hversu miklar fram- kvæmdir verða á sumri kom- anda. Bónleiðir til búðar Atvinnumál hafa þvi verið efst á baugi hjá okkur. Sótt var um leyfi til sjávarútvegsráðuneytis- ins um skelfiskvinnslu en var synjað. Við létum ekki við svo bú- ið standa en gerðum út sendi- nefnd á fund þingmanna Vestur- lands, ef verða mætti til að leið- rétta okkar mál. Þingmenn tóku okkur mjög vel og voru fjölmenn- irmjög (allir mættu nema Jónas, sem var veikur). Þrátt fýrir það gátu þeir ekki bænheyrt okkur. Við afhentum þeim töflur og báð- um þá að lesa vel en þær sýndu þann mikla launamismun undan- farinna ára, er á sér stað á Vesturlandi milli héraða og þétt- býlisstaða. Taflan sýnir svo ekki verður um villst feiknalegt misræmi inn- an kjördæmisins um árabil. Ekki minnist ég þess, að þingmenn okkar hafi veitt aðstoð i lagfær- ingarátt i þessum efnum undan- Gisli Gunnlaugsson. farin ár. Ef til vill ekki vitað um tekjumisréttið. Leirvinnsla Dalamenn hafa löngum haft áhuga á að nýta þann leir, sem hér er undir fótum okkar og mikið magn er af og er mörgum til leið- inda. Leirinn hefur verið rann- sakaður i yfir 20 ár og gerðar um hann margar . skýrslur, fram- haldssögur og skruddur i metra- vis, en litill árangur. Atvinnumálanefnd Laxárdals- hrepps gekkstfyrir fundi 13. mars s.l. um leirinn. A fundinum mættu þeir Reynir Hugason frá Rann- sóknarráði, Hörður Jónsson og Gylfi Þór Sigmundsson frá Iðn- tæknistofnun, Ingimundur Sigur- pálsson frá Framkvæmdastofnun og Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Þessir ágætu gestir kynntu okkur þær rannsóknir, sem fram höfðu farið undanfarið á Búðardalsleir og hvaða möguleikar væru á leir- vinnslu. Þá voru sýndar myndir af leirvinnslu i Bretlandi. 1 fundarlok var kosin þriggja manna framkvæmdanefnd til að vinna að undirbúningi stofnunar áhugamannafélags um leir- vinnslu i Búðardal. Um 50 manns sóttu fundinn, sem sýnir áhuga heimamanna á málinu. Nú bara vonum við að þarna sé ekki um tóman leirburð að ræða varðandi þær upplýsingar sem við höfum. Heilsugæslumál Af heilsugæslumálum er það að segja, að tekin var i notkun i Búð- ardal ný heilsugæslustöð i haust. Fullkomin sjúkrabifreið hefur verið keypt og var hún tekin i notkun i febrúar s.l. Rauðakross- deild Búðardalslæknishéraðs er eigandi bifreiðarinnar að 40% hluta og tekur þátt i rekstri henn- ar i sama hlutfalli. Til að fjár- magna sinn hluta af kaupverði bifreiðarinnar gekkst Rauða- krossdeildin fyrir fjársöfnun á heilsugæslusvæðinu, þ.e. Dala- sýsla auk Gufudalssveitar, Reyk- hólasveitar og Geiradals i Aust- ur-Barðastrandarsýslu. Mjög góö þátttaka varlsöfnuninni, rúmar 2 millj. kr. söfnuðust. Geri aðrir betur. Björgunarsveit Björgunarsveitin Osk i Búðar- dal var stofnuð sl. vetur og hefur hún starfað af miklum áhuga. Meðal annars stóð sveitin fyrir fjársöfnun i Dalasýslu fyrr i vet- ur. Samtals söfnuðust 680 þús. kr. Fjármunum þessum var varið til tækjakaupa, sem sé neyðarblysa og talstöðva. Menningar-/ félags- og skemmtanalíf er hér alltaf nokkuð fjölbreytt og rennur eftir hefðbundnum far- vegi á veturna. Að þorrablótum standa flestir hreppar sýslunnar. Vel er til þeirra vandað og allt skemmtiefni heimaunnið. Þetta eru taldar einar bestu skemmtan- ir ársins. Leiklistarnámskeið var i vetur ávegum Leikklúbbs Laxdæla, en nú standa yfir æfingar á Sauma- stofu Kjartans Ragnarssonar, (sýnd á Jörfagleðinni, innsk, Landpósts). Það var vel til fundið hjá Leikfélagsfólki að koma upp Saumastofunni, einmitt i atvinnu- leysi kvenna hér, en flestir leikar- arnir I stykkinu eru konur. Arshátið Búðardalsskóla er lokið og þótti takast mjög vel. Tónlistarskóli Dalasýslu starf- ar með miklum blóma. Nemend- ur skólans i vetur eru 76. Tónlist- aráhugi fer vaxandi. Starfandi er ágæt lúðrasveit barna og ungl- inga. Þá er starfandi hér söngkór. Veg og vanda af þessu tónlistar- og sönglifi hefur skólastjóri Tón- listarskólans, Ómar Óskarsson. Þá starfa i Búðardal Bridge- klúbbur, ungmennafélag, Starfs- mannafélag Kaupfélagsins, kvenfélag, verkalýðsfélag og skátafélag. I vetur stóð yfir skólaskák- keppni á vegum Skáksambands Islands. Þátttaka var mjög góð. Bjartsýnir með fyrirvara Flestir una vel við sitt hér, þrátt fyrir lágar tekjur. Lifs- gæðakapphlaupið um gerviþarf- irnar er efalitið mun minna hér en viðast hvar annarsstaðar. Kynslóðabilið svokallaða er óþekkt fyrirbæri. Ungir sem aldnir vinna saman i sátt og sam- lyndi. Þótt ýmsar blikur séu á lofti lit- um við Dalamenn björtum aug- um til framtiðarinnar. Þó með þeim fyrirvara, að vinstri stjórn verði áfram við völd i landinu. Mismunur á brúttótekjum i Dalasýslu og annarra framteljenda á Vesturlandi. Meðaltalstölur 1975 Mism. 1976 Mism. 1977 Mism. Nafn. Tekjur % Tekjur % Tekjur % Dalasýsla 823.785 1057.000 1620.000 Vesturland .... . 1068.714 29.7 1398.000 32.3 2048.000 26.4 Akranes .1184.392 43.8 1597.000 51.0 2279.000 40.7 Borgarfj.s . 915.722 11.2 1177.000 11.4 1799.000 11.0 Mýrasýsla .... . 1002.807 21.7 1301.000 23.0 1897.000 17.0 Borgarnes .... 1505.000 42.4 2148.000 32.6 Snæfellsn.s ... .1114.114 35.2 1423.000 34.6 2105.000 29.9 Ólafsvik 1728.000 63.5 2495.000 54.0 Stykkishólmur 1425.000 34.8 2046.000 26.3 (Heim.: Vesturlandsblaðið). GIsli Gunnlaugsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.