Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. júnl 1979 WÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Um helgina
Þrjár konur
í Nýja bíói
Leikfanga-
sýning
í Hagaskóla
Sýning á leikföngum fyrir börn
á aldrinum til 7 ára veröur opnuö
I Hagaskóla mánudaginn 4. júni
og er hún haldin i tilefhi barna-
árs.
Fóstrufélag Islands stendur aö
sýningu þessari, en fóstrur hafa
mikinn áhuga á aö sýna og kynna
fólki góö og heppileg leikfóng
fyrir börn. Þykir fóstrum ástæöa
til aö gefa fólki kost á aö kynnast
æskilegum leikföngum, þar sem
mikiö er af miöurheppilegum
leikföngum á markaönum. En
öllum ætti aö vera ljóst, aö góö
leikföng hafa mikiö gildi fyrir
þroska.
Leikfangasýningin veröur opin
til sunnudagskvöldsins 10. júni og
verður hún opin almenningi dag-
lega frá klukkan þrjú til tiu e.h.
Siðar er fyrirhugaö aö fara meö
sýninguna til Akureyrar og Egil-
staöa. Aögangur aö sýningunni er
ókeypis. Efnt veröur til leik-
fangahappdrættis S sýningunni i
Reykjavik.
Fjórtán aðilar hafa lánað leik-
föng til sýningarinnar.
Þór Elís Pálsson
Gerning í
Suðurgötu 7
I dag, annan júnl, mun Þór Elts
Pálsson framkvæma gerning
(performance) sem veröur síöan
fram haldiö næstu daga til 9. júni
ásamt tilteknu umhverfi.
Gerningur þessi ber yfirskriftina
„Hvaö er list?” og byggist á um-
ræöu um þetta afar viökvæma og
ginnhelga orö list. Gerningurinn
fer fram I Galleri Suöurgötu 7.
Hvltasunnumynd Nýja biós er
Þrjár konúr eftir Robert Altman.
Mynd þessi hefur hlotið góða
dóma og er henni lýst sem mjög
frumstæðri sálfræðilegri hroll-
vekju.
Þrjár aöalpersónurnar erukon-
ur. Tvær þeirra vinna á hæli fyrir
gamalt fólk. Þær eru mjög ólikar
og kemur til dramattskra
árekstra milli þeirra sem þróast
á þann vega aö þær eins og skipta
um hlutverk — önnur veröur
einskonar móöir hinnar og þær
fara aö búa saman meö þriöju
konunni, listamanni aö starfi,
konu sem er dæmigerö utan-
garösmanneskja.
Er þá fæst sagt um þessa sál-
Kammer-
kvintett
í heimsókn
Um helgina heldur
sænsk-islenskur kvintett, Malmö
kam markvintett, tónieika á
Norðurlandi. A laugardag verður
hann á Húsavík og leikur þar i
kirkjunni ki. 17, en á annan I
hvitasunnu verða tónleikar i
Sigluf jarðarkirkju. Miðviku-
daginn 6. júni spilar kvartettinn i
Alþýðuhúsinu á tsafirði en heldur
siðan suður og veröur með tón-
leika I Austurbæjarbiói 8. júni kl.
19.15,Tónlistarfélagiðí Reykjavík
annast undirbúning tónleikanna.
A efnisskrá eru verk eftir inn-
lenda og erlenda höfunda. Frum-
flutt verður Notturno eftir Jónas
Tómasson, sem hann samdi sér-
staklega fyrir kvintettinn, þá
veröur flutt sónata eftir Rossini
og Silungakvintettinn eftir Schu-
bert. Efnisskráin verður hin
sama á öllum tónleikunum.
Fyrirhugaðir eru tónleikar i
Á annan I hvitasunnu kl. 1.30
fara fram á Víðivöllum hinar ár-
legu kappreiðar hestamannafé-
lagsins Fáks. A Viðivöllum er nú
góð aðstaða fyrir áhorfendur,
falleg grasbrekka á móts við
mark hlaupabrautar, veitingasala
og hreiniætisaðstaða, sem telja
má til fyrirmyndar, þá er hring-
völlurinn þarna sá besti sem völ
er á, og er fjöldi hesta skráður til
keppni.
1 aðalatriðum er dagskráin
þannig: Fyrst verður sýning á
eldrigæöingum,sem sigraöhafa I
gæðingakeppnum hjá félaginu.
Verðlaunaafhending til ung-
linga. Knapar með hesta sina
koma fram fyrir dómpall, taka á
Sissy Spacek og Sheiley Duvail
fara með stærstu hlutverkin i
Þrem konum.
könnunarmynd 'Altmans sem
hefur orö á sér fyrir að kunna aö
„ögra” áhorfendum.
Malmö kammerkvintett
Skálholtskirkju laugardaginn 9.
júní kl. 16 og veröa þá frumflutt
tvö verk sem samin hafa veriö
fyrir kvintettinn eftir Sven-Erik
Johansen og Jónas Tómasson.
Malmö kammer kvintettskipa
Islendingarnir Ingvar Jónasson
vlóluleikari, Einar Grétar Svein-
björnsson fiöluleikari og Svíarnir
Kristina Mártenson kontrabassa-
leikari,eGuido Vecchi sellöleikari
og Janake Larson pianóleikari.
móti viðurkenningum og sýna
hæfileika hestanna.
Gæðingakeppni — A-flokkur —
alhliða hestar. Skráðir eru 13
hestar i þessum flokki, margir
þeirra eru velþekktir frá fyrri tið
og frá sýningunni á Melavellinum
um daginn, aðrir eru nýliöar og
aldurinn frá 6 vetra upp I 21.
Gæöingakeppni — B-flokkur —
klárhestar meö tölti. Þar eru
skráðir 23 hestar og margir
þeirra áberandi gæðingar.
Keppt verður i 250 metra skeiði
I fimm riðlum, 19 hestar keppa i
800 metra brokki I tveim riöium,
tiu hestar keppa I 800 metra
hlaupi og keppt er i 350 metra
stökki i þrem riðlum. Veðbanki
verður starfræktur.
Jónas í Norræna húsinu
Sýning Jónasar Guðmundss,,, stýrimanns, rithöfundar, málara og
gagnrýnanda i Norræna húsinu hefur hlotiö góöa aösókn — um siöustu
helgi sóttu hana á þriðja þúsund manns. Sýningunni er fram haldið um
helgina og lýkur henni á þriðjudaginn.
Hvítasunnukappreiðar Fáks
IÐNSKÓLINN I REYKIAVÍK
Móttaka umsókna og upplýsinga um
námsframboð skólans fer fram i
Miðbæjarskólanum, Frikirkjuvegi 1,
dagana 5. og 6, júni.
Umsóknum nýnema skal fylgja ljósrit af
prófskirteini.
1. SAMNINGSBUNDIÐ IÐNNÁM
nemendur sýni námssamning.
2. VERKNÁMSSKÓLI IÐNAÐARINS:
1. og 2. bekkur fra mha ldsdeildir:
Bókagerðardeild Offsetiðnir
Prentiðnir
Bókband
Fataiðndeild
Hársnyrtideild
Málmiðnadeild
Rafiðnadeild
Sterkstraumur:
Rafvélav.rafv.
Veikstraumur:
Tréiðnadeild
Kjólasaumur
Klæðskurður
Hárgreiðsla
Hárskurður
Bifvélavirkjun
Bifreiðasmiði
Rennismiði
Vélvirkjun
Rafvélavirkjun
Rafvirkjun
Útvarpsvirkjun
Skrifv. útvarpsv.
Húsasmiði
Húsgagnasmiði
3. TÆKNITEIKNUN.
4. MEISTARASKÓLI.
Húsasmiði, múrun og pipulögn.
5. FORNÁM, fyrir iðnnám.
Skólastjóri
KópavogskaupstaAur □
Sýning á miðbæjarskipulagi
að Hamraborg 1 verður framlengd til
fimmtudags 7. júni (lokað hvitasunnu-
dag). Framhald borgarafundar um
miðbæjarskipulagið verður i Vighólaskóla
þriðjudaginn 5. júni kl. 20.30.
Bæjarstjóri.
Frá Tónlistarskólanum
á Akranesi
Staða skólastjóra hjá Tónlistarskóla
Akraness er laus til umsóknar.
Umsóknarfrestur er ákveðinn til 20. júni
n.k. Nánari upplýsingar gefur formaður
skölanefndar Haukur Sigurðsson i sima
93-1211 eða 93-2459 frá 11. júni n.k.
Skólanefndin.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR
KOMIÐ Á KAPPREIÐAR FÁKS
2. hvítasunnudag, sem hefst kl. 13.30
HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR