Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 21
Laugardagur 2. júní 1979 JWÖÐVILJINN — SÍÐA 21 Niðurskurður hjá Flugleiðum Fækkað umlO% ívissum deildum Flugleiðir hafa hafið töluverðan niðurskurð á starfs- mannaf jölda á skrif- stofum fyrir- tækisins. Ráðgert er að fækka um 10% í vissum deildum. I fréttatilkynningu sem Flugleiöir hafa sent frá sér um þennan niöurskurö segir, aövegna hins stórfellda taps sem varö á rekstri félagsins á siöasta ári og aö litlitið sé ekki betra fyir þetta áriö þá sé nauðsynlegt aö hefja viö- námsaögeröir, en rekstrar- kostnaöur hefur aukist mikiö á sama tima og fargjöld hafa fariö lækkandi. Þjóöviljinn haföi samband viö Svein Sæmundsson blaöafulltnia Flugleiöa og grennslaöist um hjá honum hve mörgum yrði sagt upp nú, og i hvers konar störfum þetta fólk væri. Sveinn sagði, aö aö áætlaö væri að segja upp 10% af starfsliöi ívissum deildum á skrifstofunum. Auk þess yrði ekki ráðið i þær stööur sem losnuöu af öörum or- sökum. 1 fyrstu lotu yröi sagt upp um 18-20 manns, en útilokað væri aö segja til um á þessu stigi málsins, hver heildarfjöldinn yrði. -þig Sumarspila- mennska Fyrsta spilakvöld TBK i sumar var 31. mai sl. 42 pör mættu til leiks og voru spilaðir þrir riðlar. úrslit voru sem hér segir: A-riðill (16 para) 1. Þorgeir Eyjólfsson & Guðmundur P. Arnarson: 244 2. Eirikur Helgason & Sigurjón Helgason: 237 3. Baldur & Zophonias: 236 Meðalskor: 210 B-riöill (12 para) 1. Páll Valdimarsson & ValurSigurðsson: 205 2. Sigfús Arnarson & GisliSteingrimsson: 200 3. Rafn Kristjánsson & Þorsteinn Kristjánss.: 189 Meðalskor: 165 C-riöill (14 para) 1. Guðlaugur Nielsen & GisliTryggvason: 193 2. Gissur Ingólfsson & Guömundur Hermannsson: 192 3. Orwille Utley & Ingvar Hauksson: 180 Meöalskor: 156 Næst veröur spilaö 1 Domus Medica fimmtudag- inn 7. júni kl. 19.30. Spilarar eru beðnir um að mæta timanlega. „Eigum viö aö dansa” nefnist þáttur sem sýndur veröur f kvöid kl. 20.55. Þaö eru nemendur úr Dansskóla Heiöars Astvaldssonar sem sýna. Islendingar í Vesturheimi A sunnudagskvöldið verður sýnd mynd um Nýja ísland kl. 20.35. Þetta er kanadísk heimildamynd um landnám Islendinga í Vesturheimi fyrir einni öld og sögu þeirra þar. Um 15 þús. Islendingar fluttu vestur um haf á sfðasta fjóröungi nitjándu aldar og settust aö i Winnipeg og nágrenni. A undan myndinni flytur Bergsteinn Jónsson sagnfr. for- máisorð, en hann hefur safnaö heimildum og kannað sögu Vesturfaranna islensku. Alþýðutónlist —nú er það poppið Fimmtándi þátturinn um alþýöutónlistina veröur á sunnu- dagskvöldiö kl. 21.35. Aö þessu sinni er þaö poppiö sem fjallaö er um og koma fram ýmsar þekktar hljómsveitir. Þeirra á meöal eru gömlu og góöu Rolling Stones sem eru aö veröa hálfgerðir öldungar i poppinu en halda þó alltaf sinu. Þá má nefna Pink Floyd, Who, Procol Harum, Manfred Mann o.fl. Kvikmynd kvöldsins: Aldrei að gefa eftir Laugardagskvikmyndin er Aldrei að gefa eftir (Sometimes A Great Notion) frá árinu 1972. Það eru engar smá- stjörnur sem að myndinni standa. Paul Newman leikstýrir og leikur aðal- hlutverkið ásamt þeim Henry Fonda og Lee Remick. Myndin segir frá atburðum sem gerast i Oregonfylki. Skógar- höggsmenn eru i verkfalli, en Lee Remick i hlutverki sinu i laugardagsmynd sjónvarpsins. Stamperfjölskyldan, sem á nytja- skóg, er staöráöin i aö fleyta timbri sinu til sögunarmyllunnar, hvað sem þaö kostar. Þarna er fjallaö um átök og verkalýösbaráttu og á kannski vel viö á þessum verkfallstimum. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Keflavikur, Njarðvikur, Grindavíkur og Gullbringusýslu Föstudaginn þriöjudaginn miövikudaginn fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriöjudaginn miöv ikudaginn fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriöjudaginn miövikudaginn fimmtudaginn föstudaginn mánudaginn þriöjudaginn miðvikudaginn fimmtudaginn föstudaginn 1. júni 5. júni 6. júnf 7. júni 8. júni 11. júni 12. júnl 13. júni 14. júnl 15. júnl 18. júnl 19. júnl 20. júni 21. júnl 22. júnl 25. júni 26. júnl 27. júnl 28. júnl 29. júni Ö-2026—Ö-2100 0-2101—Ö-2175 Ö-2176—Ö-2250 Ö-2251—Ö-2325 Ö-2326—Ö-2400 Ö-2401—Ö-2475 Ö-2476—Ö-2550 0-2551—0-2625 0-2626—0,2700 0-2701—0-2775 Ö-2776—Ö-2850 0-2851—0-2925 Ö-2926—Ö-3000 0-3001—0-3075 0-3076—0-3150 0-3151—0-3225 O-3226—O-3300 0-3301—0-3375 Ö-3376—Ö-3450 0-3451—0-3525 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar að Iðavöllum 4 i Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrr- greindum dögum milli kl. 8.45-12.00 og 13.00-16.30. A sama stað og tima fer fram aðalskoðun annarra skráningarskyldra ökutækja s.s. bilhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur fyrir árið 1979 sé greiddur og lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé i gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Vakin er athygli á, að engin aðalskoðun fer fram i júlimánuði og hefst ekki aftur fyrr en 7. ágúst. Hins vegar verða nauð- synlegar umskráningar afgreiddar á þeim tima. Bæjarfógetinn i Keflavik, Njarðvík og Grindavik. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Jón Eysteinsson. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 1. þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir van- goldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjalda, sem féllu i gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. mai og 1. júni 1979. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðsl- um framangreindra gjalda, ásamt drátt- arvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, verði tilskildar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tima. Reykjavik 1. júni 1979. Borgarfógetaembættið. PETUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.