Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 1
Jan Mayen málið: UOBVIUINN Föstudagur 6. júli 1979 —151. tbl. 44. árg. Viðræðum er nú lokið Borgarstjórn: Sjöfn flutti tillögu fyrir íhaldið Nú er hafin afmælisveislan I Neskaupstað og bærinn kominn f hátfðabúning, sem ungir og gamlir bæjar- búar hafa unnið viO aO gera honum undanfarna daga og vikur. BúiO er aO pússa, mála og snurfusa mannvirki og náttúru og þarna eru þær stöllur Erla Jónsdóttir (til vinstri) og Petrún Jónsdóttir aö ijúka viö aö mála hvftu strikin á aOalgötuna i fyrradag. — Ljósm. Ólöf Þorvaldsdóttir L- Utanrikismálanefnd villflmd_ með utanríkisráðherra Benedikt veikur Nefndarmenn hafa ekki fariö fram á fund án hans,þannig að ég bið átekta - segir Einar Ágústsson J Sjöfn Sigurbjörnsdóttir gekk i liömeö Birgi og co einu sinni sem oftar í borgarstjórn í gær og felldi tillögu meirihlutans um aö enn um hriö skyldu gilda óbreyttar regiur um starfslok borgarstarfs- manna þegar þeir ná sjötugs- aldri, en sérstök nefnd vinnur nú aö endurskoöun þeirra reglna. Sjálfstæöisflokksmenn f borg- arráöi lögöu fyrir skemmstu til aþ ákvæöi þetta yrði fellt niöur þar til nefndin lyki störfum, en borg- arráösmann meirihlutans töldu nauösynlegt aö láta eitt yfir alla ganga meöan nýjar reglur væru ekki tilbúnar. Birgir Isleifur upp- lýsti á fundinum aö málatilbún- aöur þeirra nú væri vegna þriggja starfsmanna.sem ekkiheföu hætt um siðustu áramót en starfs- mönnum er heimilt aö vinna til áramóta eftir sjötugt Sigurjón Pétursson sagöist á hinn bóginn ekki sjá neitt réttlæti i þvi aö heimila þessum mönnum að gegna embættum sinum á- fram, meöan 5—10 aörir heföu veriö látnir hætta um siöustu ára- mót. Reglurnar væru einmitt til þess settar aö eitt mætti yfir alla ganga og forstööumenn stofnana væru ekki settir i þann vanda aö gera upp á milli starfsmanna 1 umræöum kom fram aö skv. reglunum mega allir starfsmenn sem veröa sjötugir á árinu starfa áfram til áramóta, óski þeir þess, og ætlast er tíl þess aö þá hafi nefndin lokiö störfum og lagt fram tillögur um breytingar. Borgarfulltrúar voru á einu máli um að rýmka ætti þessar reglur. Sjöfn hjó á hnútinn, sem fyrr segir og myndaöi rétt einu sinni nýjan meirihluta i borgarstjórn meö þvi aö endurflytja tillögu i- haldsins. Þess má geta að flokks- bróöir hennar, Björgvin Guö- mundsson sat hjá viö afgreiösl- una en aörir borgarfulltrúar „meirihlutans” greiddu atkvæöi gegn tillögu Sjafnar. —AI Utanríkismá lanefnd hefur ekki verið kölluð saman vegna veikinda Benedikts Gröndal/ utan- ríkisráðherra. Formaður nef ndarinnar, Einar Ágústsson,fór þess á leit að utanrikisráðherra kæmi á fund nefndar- innar. Einar hefur áður látið í Ijós andstöðu sína við ákvörðun Benedikts um ótakmarkaðar út- gönguheimildir her- mannanna. Þjóöviljinn haföi í gær sam- band við nokkra utanrikismála- nefndarmenn og spuröi um af- stööu þeirra til þess aö utan- rikismálanefnd ályktaöi um máliö: Alveg hissa Ég heföi talið þaö mjög eöli- legt að ráöherra bæri svona á- kvöröun undir nefndina og er satt aö segja hissa á honum aö taka svona stóra ákvöröun á sitt eindæmi, einkum ef rétt er aö hann hafi ekki boriö þetta undir rikisstjórmna. Um ákvörðunina sjálfa er það aö segja aö ég tel varhugavert að breyta i skyndingu fyrir- komulagi sem lengi hefur gilt og gefið nokkuð góöa raun. Ég hef alltaf talið aö varnarliöiö ætti aö vera sem mest út af fyrir sig —• sagði Friöjón Þóröarson, annar tveggja fulltrúa Sjálfstæöis- flokksins i nefndinni. Hinn fulltrúinn, Ragnhildur Helgadóttir.sagöisthafa fengiö af þvi fréttir aö utanrikismála- nefnd yröi ekki kölluð saman vegna veikinda ráöherra. Einar bað Ég hef fariö fram á þaö viö ráöherra i gegnum utanríkis- ráðuneytiö aö hann komi á fund nefndarinnar, en hann mun vera veikur — sagöi Einar Á- Ég er alveg hissa á Benedikt.— Friöjón Þóröarson gústsson, formaöur utanrikis- málanefndar. — Nefndarmenn hafa ekki fariö fram á fund án hans, þannig aö ég biö átekta. eng 1 Pi ónas Arnason: Ekki er eftir neinu að bíða ■ I með að haldafund í utanríkismálanefnd I ia| I er — Þaö er ekki eftir neinu aö bföa meö aö utanrikismála- nefnd segi álit sitt á ákvöröun Benediktsýsagöi Jónas Arnason, annar fulltrúi Alþýöubanda- lagsins I utanrlkismálanefnd, er Þjóöviljinn bar undir hann þau ummæli Einars Agústs- sonar aö hann byöi átekta þar sem enginn nefndarmanna heföi fariö fram á fund án utanrlkis- ráöherra. — Viö getum siöan rætt viö Benedikt, enda liggur röksemd hans fyrir ákvöröuninni beint fyrir. Hans aöalröksemd er aö bandariskir blaöamenn hafa sagt aö þaö sé ekki vel gott aö loka herinn svona inni. Þaö er nú beysinn utanrikisráöherra sem lætur amerlska blaöamenn segja sér fyrir verkum. Vonandi lætur hann ekki norska blaða- menn segja sér fyrir verkum I Jan Maven málinu. Þú mátt bæta þvi viö aö ég hef veriö á ferö um Snæfellsnes undanfarna daga og hitt þar allra flokka fólk og þaö er allt alveg gáttaö. eng. J Viöræöum tslendinga viö Norömenn um framtlöarskipan lögsögunnar viö Jan Mayen er nú lokiö I bili. i fyrradag barst beiöni frá Knud Frydenlund utanrikisráöherra Noregs um aö islendingarlétu óátaldar ein- hliöa aögeröir Norömanna gegn nýjum veiöiþjóöum á Jan May- en svæöinu utan efnahagslög- sögu tslands. Þessari málaleit- an var umsvifalaust hafnaö. t gærmorgun barst siöan skeyti frá Frydenlund þess efnis aö af hálfu Norömanna væri viöræö- unum lokiö, en jafnframt tekiö fram aö Norömenn væru mjög óánægöir meö þessi málalok. Þjóöviljinn haföi i gærkvöldi samband viö Ólaf Ragnar Grimsson sem sat I viöræöu- nefndinni við Norömenn fyrir hönd Alþýðubandalagsins og innti hann eftir áliti hans á þess- um málalokum. Ólafur sagði aö fyrir sitt leyti þá væri hans mat það aö Norömenn myndu standa viö samkomulagiö frá siöustu helgi, þ.e. aö hefja ekki veiðar á svæöinu fyrir utan islensku efnahagslögsöguna fyrr en 23. júli og veiða ekki meir en 90 þúsund tonn af loönu. Ég hef heldur ekki neina trú á þvi aö Norðmenn færi út I 200 milur viö Jan Mayen. Slik aðgerö myndi mælast mjög illa fyrir I Noregi, þvi ég hef þá vissu að sjónar- miðum Islendinga hafi vaxiö fylgi meöan á.viöræðunum stóö þar sem viö sýndum slika sam- stöðu sem raun bar vitni. Þá hefur þeirri skoðun vaxiö fylgi i Noregi, að Islendingar og Norö- menn hafi sameiginlega lögsögu við Jan Mayen, en viö höfum lagt þetta til. —Þig ✓ Olafur Ragnar: Ummæli Benedikts skaða okkar málstað t málgagni norska verka- mannaflokksins Aftenposten eru þau ummæli höfö eftir Benedikt Gröndal aö tslendingar geti sætt sig viö aö Norömenn fari meö stjórn loönuveiöa viö Jan Mayen utan Efnahagslögsögu tslands, og láti þá nokkurs konar lögsögu Norömanna þar óátalda. Þjóúviljinn reyndi aö hafa uppi á Benedikt Gröndal til aö bera þessa frétt undir hann en tókst ekki. Blaöið haföi þá sam- band viö Ólaf Ragnar Grimsson sem sæti átti i viöræöunefnd Islendinga, og innti eftir áliti hans á þessum ummælum. Mér koma þessi ummæli mjög á óvart, sagöi ólafur Ragnar, og ég trúi þvi hreinlega ekki aö Benedikt Gröndalhafi látiö hafa þetta eftir sér. Séu þessi um- mæli rétt, þá er þetta beinlinis skaðlegt málstaö okkar og öllu þvi sem við höfum barist fyrir i málinu eftir alla þá samstööu, sem náöst hefur meöal islenskra stjórnmálamanna um stefnu íslendinga i Jan Mayen málinu. Þetta kemur sér einnig illa fyrir okkar málstað i Noregi þar sem samúðin meö okkur vex dag frá degi. Þessi ummæli eru alröng og þá kröfu veröur aö gera til Benedikts aö hann leiö- rétti þau umsvifalaust bæöi hér heima og erlendis. Ef það verö- ur ekki gert þá munu þau vekja upp svipaöar deiiur og voru hér i vetur eftir að Benedikt lét þau orö falla i Noregi aö Islendingar gætu sætt sig viö norska 200 milna efnahagslögsögu viö Jan Mayen. —Þig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.