Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. júli 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 TmÖrGUNBLAÐIÐ UPPLÝSIR: ■ INorska olían jekki ódýrari ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i i ■ I ■ I i ■ I i Breytist nú tónninn i olíuskrifum þess? Morgunblaðiö hefur i gær eftir framkvæmdastjóra Norsk Olje, Norol, að ekki komi til greina að selja ódýra oliu til islendinga. Sú olia sem Norðmenn séu tilbúnir að selja hingað yrði ella seld á markaðinum i Rotterdam, og tslendingar verði að greiða sama verð fyrir hana og fæst þar. Blaðið hefur ennfremur eft- ir mönnum sem það titlar „oliusérfræöinga” að hafi Is- lendingar haldið að unnt væri að kaupa einstaka oliufarma frá Noregi væri það mikill misskilningur. Þess má geta lesendum Þjóðviljans til upplýsinga, að fyrirtækið Norsk Olje hefur þá sérstöðu i Noregi að vera ekki i eigu hinna alþjóölegu oliuauðhringa, heldur á norska rikið það. 1 sambandi við þessa merkilegu frétt Morgunblaðs- ins skal minnt á að blaðið hef- ur að undanförnu sent rikis- stjórninni og þó sérstaklega Svavari Gestssyni viðskipta- ráðherra hverja breiðsiðuna á fætur annarri fyrir að kaupa ekki hina „ódýru oliu Norð- manna”. Kn með frétt sinni i gærhefur Morgunblaðið sjálft kippt öllum stoðum undan þessum ásökunum, þar sem oliufélag i eigu norskra stjórnvalda lýsir þvi blákalt yfir að olia fáist ekki frá Nor- egi nema I mjög litlum mæli og sú olia verði á sama verði og gerist i Rotterdam. Kannski tónninn i oliuskrif- um Morgunblaðsins breytist við þessar upplýsingar. — ÖS Veldur vetrar- runingunim íjárdauöanum? Nýtt fyrir mig, segir Stefán Aöalsteinsson „Mér finnst þetta nokkuð und- arlegar fréttir,” sagði Stefán Að- alsteinsson hjá Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins er Þjóðviljinn leitaði upplýsinga hjá honum um hvort miklar fregnir hefðu borist af fjárdauða I vor og sumar, vegna þess að fé hefði veriö rúið I vetur, en skýrt var frá I VIsi að mikill fjárdauði væri I Fljótunum sem afleiðing af vetrarrúningum. „Það er ekki óalgengt að fé sem rúið er að vori og siðan sleppt út i miklar rigningar drep- ist, en að fé falli, sem rúið er að vetri hef ég ekki heyrt um áður,” bættiStefán við. „Við ráðleggjum bændum og leggjum á þaö mikla áherslu að ef bændur ætla að rýja Árnað heilla Fertugur er i dag Bjarni Jónas- son, Hátúni 10 A. Bjarni er einn þeirra sem af stakri samvisku- semi koma blöðunum til viðtak- enda sinna; sjálfur hefur hann fimm dagblöð á sinum snærum og þá Þjóðviljann um margra ára bil. Viö óskum Bjarna til ham- ingju meö daginn. fé að vetri þá verða að vera til staðar góð hús og nægilegar birgðir af heyjum fram á sumar- -mánuði, ef ekki er hægt aö hafa fé útivið vegna sumarkulda.” Stefán sagði að lokum að hon- um hefðu ekki borist neinar frek- ari fregnir um fjárdauða vegna vetrarrúnings og hefði hann reyndar ekki heyrt um þetta fyrr en hann las um málið i Visi. — Þig Staða fram- kvæmdastjóra Æskulýðsráðs auglýst A fundi Æskulýðsráös s.l. mánudag lagði Hinrik Bjarnason, sem skipaður hefur verið for- stöðumaður Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins fram upp- sögn sina sem framkvæmdastjóri ráðsins, en þvl starfi hefur hann gegnt I 8 ár. Lætur hann af störf- um 1. september n.k. og hefur staðan verið auglýst laus til um- sóknar. Nýja heimilið við Dalbraut. Ljósm. Leifur. Dalbrautin tekin I notkun I haust 283 umsóknir um 64 íbúðir Unnið er að frágangi skipulags og teikninga af næsta áfanga i byggingum fyrir aldraða og er .það heimili sem reist verður við Droplaugarstig, en hann liggur milli Heilsuverndar- stöðvarinnar og Snorra- brautar. Þar mun væntanlega verða fremur um hjúkrunar- heimili að ræða en ibúðir. 239 sóttu um 46 einstaklings- ibúðir og 44 um 18 hjónaibúðir sem á næstu mánuðum verður út- hlutað i nýju heimili fyrir aldraða við Dalbraut. Að sögn húsnæðismálafulltrúa borgarinnar má þó búast við að fleiri bætist i þennan stóra hóp umsækjenda þar sem ekki hefur enn verið farið yfir þær umsóknir sem borist höfðu, áður en auglýst var eftir umsóknum. Aætlað er að unnt verði að taka húsið i notkun 1. október n.k., en það kann þó að dragast þar sem farmannaverkfallið hindraði að- flutninga á efni i innrétt- ingar. Húsið við Dalbraut er glæsilegt og verður vel búið. Þar verður fullkomið mötuneyti og sólarhringsvakt og verður þjónusta þvi talsvert meiri i þessu nýjasta heimili en t.d. við Lönguhlið og i Furugerði þar sem aðeins er framreiddur hádegis- verður. Félagsmálaráð mun væntan- lega úthluta ibúðunum i ágúst- mánuði, og við þá úthlutun verður tekið tillit til aldurs fólks og heilsufars auk félagslegra aðstæðna þess, svo sem nú- verandi húsnæðis. —AI Finnar taka við Víetnömum 4/7 — Finnska stjórnin tilkynnti i kvöld að hún hefði ákveðið að taka á móti vietnömskum flótta- mönnum, en ekki var tekið fram i tilkynningunni hve margir þeir yröu. Nýtt útibú á Svalbarðseyri Samvinnubankinn hefur yfirtekið starfssemi Sparisjóðs Svalbarðsstrandar og Innlánsdeildar Kaupfélags Svalbarðseyrar og opnað nýtt útibú á Svalbarðseyri. Útibúið mun annast öll almenn bankaviðskipti og trygginga- þjónustu fyrir Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagið Andvöku. Afgreiðslutími: Mánud. - föstud. kl. 9.15 - 12.00 og 13.00 - 16.00. aaaiaiiaaninimim »B|S Savnvinnubankifin "1 1 !■""................. t.....inr----1 Samvinnubankinn útibú Svalbarðseyri, sími 96-21338. — AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.