Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 13
Föstudagur 6. jlill 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Þetta er mynd af einu islensku járnbrautinni. Eimvagninn er nú varöveittur I Arbæjarsafni, en járn- brautin var notuð til að flytja grjót úr öskjuhlið til hafnarinnar er hafnargaröurinn var byggður árið 1913. Járnbrautir á Einkar athyglisverður þáttur er á dagskrá hljóðvarpsins i kvöld sem nefnist „Af hverju eru ekki járnbrautir á íslandi?” Stjórn- andi þáttarins er ölafur Geirsson blaðamaður á Dagblaðinu. Er Þjóðviljinn hafði samband viö Ölaf var hann ekki búinn að full- vinna þáttinn og gat þar af leiö- andi ekki gefið upplýsingar um hann i smáatriöum. Hins vegar ma búast við að Ólafur leiti skýringa á þvi af hverju járn- brautir eru ekki til staðar á tslandi. Kemur þar mqrgt til greina, svo sem þaö að þéttbýlis- myndun og iðnvæöing átti sér stað á íslandi miklu siðar en i en i íslandi öðrum löndum, slæmur efnahag- ur þjóöarinnar, tilkoma bifreiðar samfara iðnvæöingu sem járn- brautin gat ekki keppt við. Járnbraut hefur þó veriö notuð i Reykjavik, en það var þegar hafnargarðurinn var byggður 1913. „Plötukóserí” Jónas Jónasson Eplamauk heitir þáttur Jónas- ar Jónassonar sem hverjum hlustanda ætti að vera hoilur til hlustunar rétt fyrir svefninn á fóstudagskvöldum. Þessi þáttur hóf göngu sina fyrir um mánuði og er 5. þátturinn I hljóðvarpinu i kvöld kl. 22.50. 1 þessum þáttum spilar Jónas gömul og vinsæl lög, sem ættu að rifja upp góðar minningar hjá mörgum sem ekki hafa alist upp við graöhestamúsik vorra tima. Að sögn Jónasar gengur þessi þáttur annars undir nafninu „plötukóseri” innanhúss á Skúla- götunni. A milli hinna ljúfu laga spjallar Jónas svo viö hlustendur um nánast allt og ekkertaðeigin sögn. Ráðgerterað þátturinn verði á dagskrá út sumarið. ...... .......... ..................-- 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. ii 8.00 Fréttir. 1 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagb.l. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.05 Morgunstund barnanna. Heiðdis Norðfjörö heldur áfram aö lesa „Halla og ■ Kalla, Palla og Möggu Lenu” eftir Magneu frá Kleifum (13) • 9.20 Tónléikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. ■ 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Tónleikar. 11.00 Morguntónleikar. Kyung-Wha Chung og ■ Konunglega filharmomu- sveitin i Lundúnum leika Fiðlukonsert nr. 1 i g-moll ■ eftir Max Bruch, Rudolf Kempe stj. / Sinfóniuhljóm- sveitin i Prag leikur Sin- fóniu nr. 3 I Es-dúr eftir * Antonin Dvorak, Václav Smetácek stjórnar. I 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- ■ fregnir. Tilkynningar. Viö L vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan. „Kapp- hlaupið” eftir Kare Holt. Sigurður Gunnarsson les þýðingu sina (23) 15.00 Miðdegistónleikar. Francois Daneels, Clovis Lienard, Ellie Apper, Jean Cunche og Belgiska rikis- hljómsveitin leika Diverti- mento fyrir saxófónkvartett og hljómsveit eftir Jean Ab- sil, Daniel Sternefeld stj. Benny Goodman og strengjasveit Columbiu-sin- fóniuhljómsveitarinnar leika Klarinettukonsert eftir Aaron Copland, höf- undurinn stj. 15.40 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn. Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Litli barnatlminn Sigrið- ur Eyþórsdóttir sér um tim- ann. Hallveig Thorlacius segir frá dvöl sinni i Grúsiu og les tvær þarlendar þjóð- sögur. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Leikið á tvö pianó. 20.00 Púkk. Sigrún Valbergs- dóttir og Karl Agúst Úlfsson stjórna þætti fyrir unglinga. 20.40 Af hverju eru ekki járn- brautir á lslandi? Ýmsar vangaveltur um sam- göngur. Umsjón Ölafur Geirsson. 21.10 Einsöngur.Aksel Schiötz syngur lög eftir Weyse,Her- mann D. Koppel leikur á pianó. 21.40 Plokkað á bassa.Guðrún Guðlaugsdóttir ræöir við Arna Egilsson kontrabassa- leikara. 22.05 Kvöldsagan. „Grand Babylon hótelið” eftir Arnokt Bennett. Þorsteinn Hannesson les þýöingu sina (7) 22.30 _ Veöurfregnir. Fréttir. 22.50 Eplamauk. Létt spjall Jónasar Jónassonar og lög á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. Unglingaþátturinn Púkk i kvöld Unglinga- leikhús Unglingaþátturinn „Púkk” er á dagskrá hljóðvarps i kvöld kl. 20. 1 þættinum verður fjallað um unglingaleikhús. Jón Viðar Jóns- son leikhúsfræðingur mun flytja pistil sem fjallar almennt um slik leikhús, en auk þess verður rætt við Stefán Baldursson sem hefur leikstýrt eina unglingaleikritinu sem sett hefur verið á sviö hér á landi, þ.e. Grænjöxlum. Þá mun verða rætt við Jórunni Sigurðar- dóttur leikkonu, en hún hefur starfað meö unglingaleikhópum i Þýskalandi. 1 „Púkki” verður flutt tónlist, eftir óskum hlust- enda, en mikill fjöldi bréfa berst þættinum frá áheyrendum. Jafn- framt veröur flutt tónlist úr leik- ritinu Grænjöxlum, auk þýskrar og sænskrar tónlistar. 1 hverjum þætt eru svo veitt plötuverðlaun. Þá má geta þess að flutt verður stutt viötal við sigurvegarann úr Þöngulhausakeppninni. Ofangreindar upplýsingar veitti Karl Agúst Úlfsson annar stjórnandi þáttarins, en auk hans annast Sigrún Valbergsdóttir stjórnina. Stefán Baldursson Jón Viðar Jónsson PETUR OG VELMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórsson -EG H£L0 PE> B& veR&l P)£> K/RRR y£>UR \1ÍD, UeRRfí. NEPOB'NPUR.RlR. HfifP) NRFNlLG'CrF) NOTfíS> WNN EINSKOMfíR'VLRfíUNfíöVR' VL fíS> P/RÖFfí NVjflR HU&rOVNDlR OG UPP- -FlNNIN&fíR. ÞflÐ ERU R0JÖG FRlR SEFF \JlTft VL FULLNUCTU HVfíP Hfl/VA/ l/Vfyl HELDUR! Þft MOTO/vH \JI£> HfíNN ' t>fíf> FR FNGINN FiNNfíR NéLroqNNSbFROKK u R INNfíN SElLlNG-F)R. S.ÆRIÐ HÖFuPlÐÍ V/£) E'VRjum STRF)X! Umsjón: Helgi ólafsson Um blindskák Eitt af mörgum fyrirbrigö- um skákarinnar er hin svo- kallaða blindskák, en það er sútegund skákar þegar tefl- andinn hefur ekkert taflborö og menn fyrir framan sig en þylur þess i stað upp fyrir andstæðing sinum eða and- stæðingum alla þá leiki sem honum koma til hugar á inn byggöu taflborði heilans. Elstu sagnir um skák greina frá mönnum sem lögðu blindskák fyrir sig og þá jafnvel um menn sem tefldu fleiri en eina I einu. 1 aug- lýsingaskyni — væntanlega — hafa menn sifellt verið að gera tilraun til að bæta heimsmetiö, en núverandi heimsmethafier Ungverji að nafni Flesch sem samtimis tefldi 56 skákir. Hvernig slikter hægt er ofaukiö skiln- ingi manna, nema til hafi komið aöstoð viö teflandann áeinneðaannanhátt. Gömlu meistararnir s.s. Paul Morphy, Aljékin voru mjög slyngir i þessari iþrótt. Morphy tefldi aö visu aldrei við fleiri en 8 i einu en Aljékin átti hinsvegar lengi vel heimsmetið i greininni. Það er einkar athyglisvert aö Sovétmenn lita blindskák hornauga og sovésk lög banna þá iðju með öllu enda til ótal margar sagnir um menn sem farið hafa yfirum á þessari iðju. Litum á eitt dæmi úr einni af blindskák- um Aljékins, skák sem hann . tefldi hér heima á Islandi ár- ið 1931. Andstæðingur hans, sem einnig er blindandi var löngum talinn snjallastur Islendinga 1 þessari grein skákar: Hvítt: Aljékln Svart: Asmundur Asgeirs- son Frönsk vörn 1. e4 e6 6. Rf3 0-0 2. d4 d5 7. Bd3 He8 3. Rc3 Rf6 8. e5 Be7 4. Bg5 Be7 9. h4! 5. Bxf6 Bxf6 (Markmið þessa snarpa leiks er augljóst. Hvitur hyggst fórna á h7. Leiki hvlt- ur 9. - h6 gefur Aljékin upp i .skýringum sinum (!) fram- haldiö 10. Re2 c5 11. c3 með betri stöðu á hvitt.) 9. .. c5 10. Bxh7+! Kxh7 11. Rg5+ Kg8 12. Dh5 Bxg5 13. hxg5 Kf8 14. g6! (En ekki 14. Dh8+ Ke7 15. Dxg7 Hg8 16. Df6+ Ke8 og svartur sleppur.) 14. .. Ke7 15. gxf7 Hf8 16. 0-0-0 a6 (Hótunin var 17. Rb5.) 17. dxc5 Rd7 Framhald á blaðsiðu 14. Haukur efstur Þegar nlu umferöum af tlu var lokið á World Open skák- mótinu f Bandarikjunum, var Haukur Angantýsson I efsta sæti með 7,5 vinninga ásamt þeim MUes, Georgiu og Bisuquir. Haukur gerði jafntefli við Miles I 9. umferð. Margeir Pétursson var meö 7 vinninga og Sævar Bjarnason 5,5 vinninga. 1 siðustu umferð teflir Haukur annaðhvort við Georghiu eða Bisuquir og á hann þvi góða möguleika á að verma efsta sætið áfram og endurtaka með þvi afrek Ingvars Ásmundssonar frá þvi i fyrra, en þá vann hann einmitt þetta sama mót.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.