Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 16
MOBVIUINN Föstudagur 6. júH 1979 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 LAUFÁSBORGARMÁLIÐ: Gróöur yin í V estur- bænum Að baki verkamannabústað- anna við Hringbraut og Hofs- valiagötu er stór auð Ióð sem hingað til hefur verið litið notuð nema sem fótboltavöllur og „róló”. Þarna er skjól fyrir vindum, gróðursælir garðar blasa við og þar mætti skapa hið ákjósanlegasta útivistar- svæði. Það var einmitt það sem Pétri Péturssyni datt i hug, en hann átti heima á þessum slóðum sem ungur maður. Hann viðraði hugmyndina við félaga sina i Ibúasamtökum Vesturbæjar sem tóku henni vel og fengu franskan garðarkitekt til að gera tillögu að skipulagi lóðar- innar. 1 gær boðuðu þeir Pétur Pétursson þulur, Magnús Skúla- Hér vilja tbúasamtök Vesturbæjar skipuleggja garð. Magnús Skúlason, Stanislas Bohic og Pétur Pétursson kynntu I gær tillögu að útivistarsvæði á lóðinni bak við verkamannabústaðina við Hring- braut. son arkitekt og Stanislas Bohic arkitekt blaðamenn á sinn fund i garðinum að baki verkamanna- bústaðanna. Þar á vegg hékk tillagan sem felur i sér, að gangstigar verði lagðir um lóð- ina, tré og runnar gróðursett, komið fyrir bekkjum, tjörn með heitu vatni til að sulla i og fleira það sem verða má ungum sem öldnum til gleði á góðum dög- um. Tillagan var lögð fyrir aðal- fund ibúa verkamannabústað- anna sem tóku heldur vel i hana, en hafa áhyggjur af kostnaðin- um. íbúar á svæðinu eru margir við aldur og hafa þvi ekki bol- magn til að standa undir kostn- aðinum. Það er þvi hugmynd Ibúa- samtakanna að leita til borgar- innar um efnivið eða vinriu og til ibúa hverfisins að þeir leggi eitthvað af mörkum til að koma verkinu i framkvæmd auk þess sem ætlunin er að fá bygginga- nefnd verkamannabústaða til þátttöku. Hugmyndin að baki tillögunn- ar er að skapa útivistarsvæði sem standi öllum ibúum borgar- innar opið, þar veröi hægt að halda tónleika og aörar sam- komur, til að auðga lifið i borg- inni. Pétur Pétursson minnti á að þegar verið var að ræða um byggingu verkamannabústað- anna á alþingi rétt upp úr 1930 var slfkt kallað tilfinninga væl af rikjandi stétt; vonandi væri betra að eiga við yfirvöld nú. —Ká. Frestað í borgarstjóm Borgarstjórn frestaði I gær- kvöldi eftir tveggja tlma umræð- ur staðfestingu á ákvörðun fé- lagsmálaráðs um ráðningu Elin- ar Torfadóttur sem forstöðu- manns Laufásborgar. Tillögu- maður um frestun var Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir. Mun endanleg af- greiðsla þessa máls ráðast I borg- arráði næstu daga þar sem borg- arstjórn hefur nú tekið sér sum- arfri. Umræðurnar fjölluðu ekki nema að litlu leyti um hæfni um- sækjenda og var það mál allra sem til máls tóku að bæði Elin og Dröfn Ölafsdóttir væru vel að stöðu þessari komnar. Hins vegar greindi menn á um afgreiðslu málsins i borgarkerfinu og sér- staklega það hvort auglýsa hefði átt stöðuna eða hvort Dröfn heföi þegar verið ráðin i hana, þegar hún var auglýst. Markús örn Antornsson deildi hart á þá afstöðu meirihluta fé- lagasmálráðs að neita frestun málsins en Gerður Steinþórsdótt- ir formaður ráðsins sagði að öll gögn hefðu legið frammi, mikill meirihluti hefði verið fyrir ráðn- ingu Elinar Torfadóttur, sökum langrar starfsreynslu hennar og félagsmálastjóri hefði lagt á- herslu á að málinu yrði hraðað. Þá var á borgarstjórnarfundin- um lesin greinargerð borgarlög- manns um afskipti hans af mál- inu, svo og greinargerð Bergs Felixsonar forstöðumanns dag- vistarheimilanna sem falið var að leita álits lögmannsins á þvi hvort auglýsa bæri stöðuna. Bar þess- um greinargerðum ekki saman, þar sem borgarlögmaður kveðst hafa bent á að leita mætti eftir þvi til borgarráðs að það veitti stöð- una án auglýsingar, en megin- reglan væri þó að auglýsa bæri stöðuna. I fundargerðum og greinargerð Bergs kemur hins- vegar eingöngu fram það álit borgarlögmanns að auglýsa beri stöðuna og á þvi byggðist sú á- kvörðun dagvistarnefndar. Markús örn Antonsson sagði að vegna þess sem á undan væri gengið bæri borginni siðferðileg skylda til aö veita Dröfn ólafs- dóttur stöðuna, en Gerður Stein- þórsdóttir lagði áherslu á að ráðning Drafnar væri hvergi bókuð og hún hefði enga skriflega tilkynningu fengiö um að hún hefði verið ráðin. Gerður sagði að það væri sama hvernig menn skildu umræður i nefndum eða túlkuðu þær, starfsmannaráðning hefði ekki farið fram nema hún væri bókuð og samþykkt og ætti nýráðinn starfsmaður þá að fá pappira upp á ráðningu sina. ---AI r L IJstamaður Bram van Velde: Gefur Lista- safni íslands 65 grafíkverk 1 fyrra komu skilaboð frá hollenska listamanninum Bram van Velde um að hann hefði hug á að bjóða Listasafni tslands 50 grafisk verk eftir sig. Listamað- urinn, sem lengst af hefur veriö búsettur i Paris er einn af fremstu núlifandi listmálurum og var gjöf hans þegin með þökkum. Þegar allt kom til alls urðu verkin 65 að tölu og verður sýning á þeim opnuð af Ólafi Jó- hannessyni forsætisráðherra á sunnudaginn kemur. Meöal við- staddra verða listamaðurinn sjálfur og forseti tslands. Bram van Velde er fæddur ár- iö 1895 og hefur veriö talinn standa nærri svokölluðum Coprahóp og hafa m.a. skrifað i sýningarskrár hans þeir Asger Jörn og Alechinsky. Irska leik- ritaskáldið Samuel Beckett er náinn vinur van Velde og hefur oft skrifað um hann. A einum stað segir hann að Bram van Velde hafi oröiö fyrstur til að seilast eftir þvi sem aldrei verð- ur höndlað, fyrstur til aö viður- kenna þá staðreynd að það að verða listamaður er að mistak- ast eins og enginn annar þorir að leyfa sér. Myndirnar sem van Velde Bram van Velde er einn af þekktustu núlifandi myndlistarmönnum. Hann verður sjálfur viðstaddur er sýning á listaverkagjöf hans verður opnuð á sunnudag. hefur gefið Listasafni Islands eru allar lithografia. Listamað- urinn kemur hingað ásamt fjór- um vinum sinum þ.á m. Jacqu- es Putman, sem manna mest hefur starfað aö þvi að kynna hann. Sýningin verður opin til 29. júli frá 13.30 — 22 daglega. —GFr Kvöldsími 81348 Gleðitíðindi fyrir barstyðjendur: Miðviku- dagar ekki lengur þurrir Með þessari breytingu á reglu- gerð er stefnt að meira frjálsræði en þó með það fyrir augum að á- fengisdrykkja aukist ekki, sagði Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra á blaðamanna- fundi sem hann boðaði f gær um , rýmkaðar reglur á opnunartim- um veitingahúsa. Mörg nýmæli eru f hinni nýju reglugerð sem tekur gildi mánudaginn 16. júli n.k. enþaösem mestum tfðindum sætir er þó að hér eftir verða mið- vikudagar ekki þurrir lengur heldur verðurheimilt að selja vin á þeim sem aðra virka daga. Dansleikir og önnur samkvæmi mega nú standa til kl. 3 á föstu- dögum og laugardögum og á kvöldum fyrir alla almenna fri- daga. Aðra daga er heimilt aö hafa opiö til kl. 1 eftir miðnætti eins og áður hefur verið. Hingað til hefur aðeins verið heimilt að hafa opið til kl. 2 á laugardögum. Bari má nú opna klukkan 18 að kvöldi I stað 19 áður, en áfengis- Framhald á blaösiðu 14. Hækkun á unnum kjötvörum Verðlagsnefnd samþykkti ný- lega á fundi sinum hækkun á unn- um kjötvörum. Nemur hækkunin 16-22% eftir tegundum. Rikis- stjórnin hefur þegar staðfest hækkunina sem kemur i kjölfar hækkunar á landbúnaðarvörum. Fregnir hafa borist af miklum hækkunum á kaffi á heimsmark- aöi, en ennþá hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um hækkun hér. Að sögn Björgvins Guömunds- sonar form. verðlagsnefndar, verður sennilega rætt um kaffið á næsta fundi nefndarinnar á mið- vikudag, en litið hef ur verið keypt af baunum á þessu hækkaða verði. — ká Vinnumiðlun Flug- leióa tekin til starfa: Allmargir hqfafengið starf Vinnumiölun Flugleiða sem ákveðið var að stofna vegna þess stóra hóps sem félagið sagði upp um daginn er nú tekin. tQ starfa, og að sögn Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa hafa allmargir af þeim sem sagt var upp þegar fengið starf. Ýmis fyrirtæki hafa leitaö hóf- anna hjá Vinnumiöluninni vegna þess að hér er yfirleitt um mjög góða starfekrafta að ræöa og sagði Sveinn að Flugleiöum væri þökk á þvl að fleiri fyrirtæki sem vantaði starfsfólk heföi samband. Vinnumiðlunin er rekin á stjórn- unarsviði Flugleiða og veitir henni forstöðu Grétar Br. Kristjánsson lögfræðingur. — GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.