Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júll 1979 Hér má sjá Jónlnu Stefánsdóttur viö rannsóknir á lagmeti. Aöstaöa til gerlafræöilegra rannsókna er allgóö á stofnuninni og hér má sjá Sólveigu ólafsdóttur viö störf sin. Matvælarannsóknir rlkisins annast einnig eftirlit meö drykkjarvatni og sundlauga vatni og hér er Guölaugur Hannesson aö mæla klórmagn I sýni frá Sundlaug Vesturbæjar. Efnafræöistofan, sem nú er geymsla, kaffistofa og skrifstofa, þar sem engar fjárveitingar hafa fengist til tækjakaupa. Engin aðstaða er til efnagreininga Það var nóg að gera hjá Matvæiarannsóknum rikisins þegar blaðamenn Þjóðviljans litu þar inn í fyrradag. Fyrir lágu tugir sýna af niöursuðuvöru og lagmeti sem hei Ibrigðiseftirlit Reykjavikurborgar hefur safnað undanfarna dagay í framhaldi af beiðni Heil-. brigðiseftirlits rikisins um úttekt á slíku vörufram- boði hér. ÚBÚÐ ÓSKAST Skólastjórahjón utan af landi óska að taka 3ja til 4ra herb. ibúð i Reykjavik á leigu næsta vetur. Upplýsingar i sima 93-2698 eftir kl. 17 eða i sima 25406. Blaðberar óskast í Afleysingar: Kaplaskjólsvegur • (8. — 22. júli) Norðurmýri (8. — 14. júli) Hjónagarðar (frá 10. júli) /r/ðmu/M Siðumúla 6, sími 813 & Auglýsið í Þjóðviljanum DWDVIUINN Fregnir Neytendasamtakanna af skemmdu niðurlögðu lagmeti i siðustu viku hafa heldur betur vakið umræðu um matvælaeftirlit i landinu en i könnun samtakanna kom i ljós að á markaðnum er gamalt og skemmt lagmeti sem bæði er óneysluhæft og ósöluhæft. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar hefur nú safnað talsverðu magni af innlendum og erlendum dósa- mat af þessu tagi og sagði Þór- hallur Halldórsson forstöðu- maður þess i samtali við Þjóðvilj- ann að sýnin væru tekin úr 5 stór- verslunum, sem liklegar þættu til að hafa mikið úrval af þessum vörum. Sýnin eru send til Matvæla- rannsókna rikisins sem er þjón- ustustofnun fyrir heilbrigöis- nefndir sveitarfélaganna og ann- ast á gerlafræöilegar og efna- fræðilegar rannsóknir á matvæl- um fyrir þær. Guölaugur Hannesson forstöðu- maður Matvælarannsóknanna sagði að þar væri þó einungis að- staða til að framkvæma gerla- fræðilegt eftirlit svo og þyngdar- mælingar, en engin efnafræði- stofa né tæki til efnagreiningar eru til á stofnuninni, sem þó hefur starfað i hartnær tvö ár. 1 hús- rými þvi sem rannsóknarstofan á að vera i standa nú himinháir1 staflar af kössum, auk þess sem skrifstofa stofnunarinnar og kaffistofa starfsfólks er hýst þar. Sagði Guðlaugur að stofnunin gæti engan veginn annast hlut- verk sitt sem skyldi við þessar aðstæður en fjárveitingar til tækjakaupa hafa ekki fengist. Alda Möller matvælaverk- fræðingur á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins annast efnafræði- legan • hluta rannsóknanna og sagði Guðlaugur að góð samvinna væri milli þessara aðila, þó auð- vitað væri æskilegt að stofnuninni væri gert kleift að rækja hlutverk sitt að fullu. —AI Rannsóknar- stofan er jafnframt skrifstofa, kaffístofa og geymsla

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.