Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 2
2 StPA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júll 1979 Bandalag hægri flokka í Portúgal Afsegja stjórnarsamstarf við Sósíalistaflokkinn 5/7 — Þrir meira eða minna hægrisinnaðir portúgalskir stjórnmálalflokkar tilkynntu i dag, að þeir hefðu komist að sam- komulagi um aö vinna saman i baráttunni fyrir næstu þingkosn- ingar. Flokkar þessir eru mið- demókratar, en svo nefnist helsti ihaldsflokkur Portúgals, sósial- demókratar, sem þrátt fyrir nafnið eru i Reuters-frétt sagðir til hægri við miðju og svokallaður Aiþýðuflokkur konungssinna, sem einkum berst fyrir þvi aö endurreisa konungdæmi i Portú- gal. Stjórnarkreppa er nú i Portúgal eftir að utanþingsstjórn Carlos Mota Pinto varð að segja af sér, en afsögnin mun einkum hafa stafað af þvi að honum samdi ekki við vinstriflokkana, Sósial- istaflokkinn og Kommúnista- flokkinn. Þessir flokkar hafa til samans meirihluta i þinginu. Hægriflokkarnir þrir segja bandalag sitt til þess ætlað aö hnekkja þingmeirihluta vinstri- flokkanna og að sögn talsmanna flokkanna þriggja er þaö af og frá að þeir gangi til stjórnarsam- starfs við Sösialistaflokkinn. Samstarfið nær þó ekki lengra en svo, að hægriflokkarnir þrir munu bjóða fram hver i sinu lagi i næstu þingkosningum, en hins- Soares (til vinstri) og C'unhal, leiðtogar Sósialistaflokksins og Kommúnistaflokksins; — hægri- flokkarnir hyggjast hnekkja þingmeirihluta þeirra. vegar hafa þeir oröið sammála um að sameinast um einn fram- bjóðanda I næstu forsetakosning- um, sem eiga að fara fram 1981. Miðdemókratar hafa 41 þing- mann og sósialdemókratar 36 af 263 alls i núverandi þingi. Hinn konungssinnaði Alþýöuflokkur er hinsvegar fylgislitill og á engan fulltrúa á þingi. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar; einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070. Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Elsku litli sonur okkar og bóöir Heimir Snær Úthaga 11, Selfossi lést á Barnaspitala Hringsins 4. júli Lilja Hannibalsdóttir Halldór Hafsteinsson og systkini hins látna Hjartkær sonur okkar Guðmundur Jón Þórðarson Reykjaborg, Mosfellssveit, lést af slysförum 4. júli. Fyrir hönd unnustu og systkina og annarra vandamanna- Freyja Norödaht Þórður Guðmundsson Sandinistar á farartækjum, sem þeir hafa tekið herfangi frá hersveit- um Somoza. Sandinistar í mikilli sókn Liðsforingjar Somoza segja hann enn studdan af USA 5/7 — Hersveitir Somoza virðast nú viöast hvar fara halloka I bar- dögunum i Nicaragua en ekkert lát virðist ennþá á hörkunni i bardögunum. Fréttamaður Reut- ers i Managua hefur eftir heim- ildarmönnum viösvegar um land að Sandinistar sæki nú fram á öll- um vigstöðvum og muni vera að búa sig undir nýja sókn til höfuö- borgarinnar. Sandinistar halda áfram að styrkja aðstöðu sina i noröurhluta landsins, sem mun að mestu leyti þegar á þeirra valdi, og tóku ný- verið bæinn Santo Tomas, sem er i norðvesturhéruðunum skammt frá landamærum Hondúras. Sið- ustu þrjá dagana hafa hersveitir Somoza gert örvæntingarfull á- hlaup i þvi skyni að stöðva sókn Sandinista bæöi fyrir sunnan og norðan höfuðborgina, en þær at- lögur virðast hafa mistekist til þessa. Sókn, sem Somoza hafði boðaö og sagði að ætlað væri aö hrekja skæruliðana i suðurhéruð- unum suður yfir landamærin inn I Kostariku, viröist til dæmis ekk- íram ert hafa komist I ganginn ennþá. Flugvélar Somoza vörpuðu i gær sprengjum á bæi rétt við kosta- rikönsku landamærin. 1 San José, höfuöborg Kosta- riku, komu i gær fram á blaða- mannafundi fimm liðhlaupar úr „þjóðvarðarliöi” Somoza, þeirra á meðal tveir ofurstar. Fóru þeir höröum orðum um Somoza stjórnina fyrir sprengjuárásir hennar á óbreytta borgara. Þeir staöfestu þær fullyrðingar Sand- inista að E1 Salvador og Gúate- mala létu Somoza i té vopn og skotfæri og væru riki þessi til þess knúin af Bandarikjunum. Að sögn talsmanns Somoza - stjórnarinnar er nú William Bowder, sendimaður Bandarikja- stjórnar, i Kostariku og ræöir við fulltrúa Sandinista, aö likindum i þvi skyni að fá þá til að sættast á vopnahlé með þeim kostum, að stuðningsmenn Somoza haldi að einhverju leyti völdum og itökum i Nicaragua, jafnvel þótt höfuö- paurinn sjálfur hverfi af sjónar- sviðinu. Komeiní gegn vinstrisinnum 5/7 — Atök aukast nú i Iran milli Komeinis erkiklerks og stuðn- ingsmanna hans annarsvegar en hinsvegar skæruliðasamtakanna Múdjahedin.semað sögn eru bæöi vinstrisinnuö og trúarlega þenkj- andi. Skæruliðar Múdjahedin gengu vel fram i bardögunum i Teheran i febrúar, þegar keisara- stjórninni var steypt. Nú hefur einn af forustumönn- um Múdjahedin, Mohammed Resa Saddati að nafni, verið handtekinn og saka núverandi yfirvöld hann um njósnir fyrir So- vétrikin. Félagar hans neita að hann sé sekur og segja að hanp hafi einungis haft samband viö sovéska sendiráðiö i Teheran að skipun ráðamanna byltingarinn- ar, i þeim tilgangi að fá hjá sendi- ráðinu lista yfir njósnara banda- risku leyniþjónustunnar CIA i borginni, en ekki kemur fram i fréttinni hvort hann haföi erindi sem erfiði. Félagar Saddatis segja einnig aö hann hafi sætt pyndingum i fangelsinu. Geysif jölmennir mótmæla- fundir voru i gær haldnir I Teheran til stuönings Saddati og Múdjahedin. I dag voru þrir Mú- djahedin-félagar handteknir af Komeini-varðliðum I hinni helgu borg Kún, og eru þeir sakaðir um að hafa varpað sprengju á æf- ingasvæöi Islamskra byltingar- varðliða, en svo eru varðliðar Ko- Talleghani, hinn frjálslyndi trú- arleiðtogi i Teheran — býöur hann Komeini byrginn? meinis nefndir. Æstur mannfjöldi réðist á aðalstöðvar Múdjahedin i Kúm og braut þar allt og braml- aði. Makmúd Talleghani ajatolla, sem er sagður heldur frjálslyndur og vinstrisinnaur, tekur aö nokkru svari Múdjahedin, enda eru synir hans þar meöal liðs- manna. Hann hefur aðsetur i Teheran. Átök þessi eru talin merki um vaxandi spennu milli Komeinis og vinstrisinna. Lögvernd gegn tölvum 3/7 — Svissneska stjórnin til- kynnti i dag að hún hyggðist innleiöa ný lög, sem heimil- uðu þarlendum rikisborgur- um að ganga úr skugga um, hvaða upplýsingar um þá væru i vörslu yfirvalda. Sagði talsmaður dómsmála- ráðuneytisins að samkvæmt þessum fyrirhuguðu lögum mættu menn leiðrétta allt það, sem ranghermt kynni að vera i skýrslum yfirvalda um þá, og taka burt ónauð- synleg atriði. Talsmaðurinn sagði enn- fremur að sívaxandi fjöldi tölvubanka gerði slik lög nauðsynleg. Að sögn tals- manna ráöuneytisins eru svipuð lög um friöhelgi einkalifs manna gagnvart yfirvöldum þegar I gildi i Bandarikjunum, Sviþjóð, Kanada og sumum fylkja Vestur-Þýskalands. Hjálp til nicaragiskra flóttamanna 5/7 — Alþjóðleg kaþólsk hjálparstofnun, Caritas Int- ernationalis, hefur sent hjálp að verðmæti 1.5 miljón doll- ara til þess að sjá um 60.000 flóttamönnum i Nicaragua fyrir fæði, fötum og þaki yfir höfuöið til bráðabirgða. Auk þess hefur Caritas sent 300.000 dollara aðstoð til nic- aragiskra flóttamanna I Hondúras og Kostariku, grannrikjum Nicaragua. Tjöruborgar- klerkur kviðinn út af ETA 5/7 — Ferðaskrifstofa prestsins i Tjæreborg, ein sú stærsta i Danmörku, gaf I dag viðskiptavinum sinum, þeim sem pantað hafa ferðir til meginlands Spánar, kost á að taka i staðinn ferðir til ýmissa annarra landa og staða, svo sem Grikklands, ttaliu, Mallorca og Ibiza. Er þetta gert vegna óttans viö sprengingar Eta. Skæruliðar sleppa bankamönnum 5/7 — Tveir Bretar, báðir starfsmenn Lloyds Bank Int- ernational, voru látnir lausir á mánudaginn eftir sjö mán- aða fangavist hjá vinstri- sinnuðum skæruliðum i E1 Salvador. Slepptu skærulið- arnir þeim eftir að bankinn haföi greitt fyrir þá lausnar- gjald, sem krafist var. Þeir segjast hafa sætt ágætri meðferð i fangavistinni, meira að segja fengið uppá- haldsviskiið sitt og mikla lesningu til að drepa timann. Kristileg kvenna- ráðstefna vill fóstureyðingar 5/7 — Kristnar konur frá 31 landi skoruöu I dag á kirkjur heimsins að vinna að þvi að fóstureyðingar yrðu lögum samkvæmt algerlega frjálsar. Var þetta samþykkt á kvenna- ráöstefnu á vegum Heims- kirkjuráðsins, sem nærri 300 kirkjufélög eiga aðild aö. Ráöstefnan hafði mannrétt- indi til umfjöllunar, og i sam- þykktinni segir að hver kona ætti að hafa rétt á aö ákveða sjálf á „eigin siðferöilegum, siðfræðilegum, trúarlegum og/eða efnahagslegum grund- velli” hvort hún léti eyöa fóstri eða ekki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.