Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. júll 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA í Trausti Eiriksson verður ekki meiri maður þótt hann fái umboðsmenn sina erlendis til að votta það skriflega að þær vélar sem hann hefur að bjóða séu að sama skapi merkilegri en aðrar vélar sem hann sjálfur beri af öðrum mönnum. Arni Gislason Þrengingar Trausta eöa upphefdin kemur að utan Trausti Eiriksson verk- fræðingur birti i Þjóðviljanum 31. mai svar til min þar sem fyrirsögnin var: „Þróun tækja- búnaðar byggir á reynslunni af þvi besta” og má i sjálfu sér lita á þetta spakmæli Trausta sem fullnægjandi svar enda fannst mér að grein hans væri að öðru leyti ekki merkilegri en svo að ekki væri ástæða til að elta ólar við hana, þó ýmsir hafi hvatt mig til þess að láta ekki mál þetta niður falla þvi ýmislegt sé enn ósagt um framgöngu Trausta við loðnuhrognasöfnun. En þegar Trausti sækir um- boðsmann sinn til Noregs til þess að reisa hróp að mér þá er ástæðulaust að sitja lengur þegjandi undir sliku. Fyrri hluti greinar Trausta gengur út á að rekja þróun mála varðandi söfnun loðnuhrogna og þó ýmislegt sé missagt i þeim fræðum þá heldur þó verk- fræðingurinn stillingu sinni að mestu. 1 siðari hluta greinar sinnar tekur Trausti sér fyrir hendur að svara þvi I minu máli sem hanri nefnir „annarlega illkvittni’^ „beinar lygar”, fjöl- margar rangfærslur”, „móður- sýkislegt skitkast” og „grát- broslegt rugl”. Hér tiðkast þvi hin breiðu spjótin. „Ad fortíd skal hyggja” Trausti segist telja það forsendu fyrir sinum árangri að reyna að nýta þaðsem til er eins og mögulegt sé. Um þetta get- um við vissulega verið sam- mála en þá kröfu verðum við þó lika'að gera að sporgöngumenn- irnir bæti einhverju nýtilegu við, þannig að árangur þeirra verði til muna betri én braut- ryðjendanna. Trausti upplýsir að hann hafi á árinu 1974 sett upp settanka á Höfn i Hornafirði. Um þá fram- kvæmd hefur litið heyrst i fjöl- miðlum. Getur verið að það sé vegna þess að sú framkvæmd hafi verið bæði dýr og gagns- laus? I byrjun árs 1973 var lokið við að setja upp settanka i Vest- mannaeyjum sem útvegsmenn og SH stóðu að. Trausti segir að það sama hafi hann gert ári siðar. Cyklóna til hrognasöfn- unar var byrjað að nota hjá SH árið 1973 En 1975 lætur Trausti smiða cyklóna i sama tilgangi. Arið 1976 smiðuðu vélstjórar I Ishúsi Hafnarfjarðar vél til þvotta og þurrkunar á hrognum. Þarna var um að ræða snjalla hugmynd sem sameinaði tvær vélar i eina og skilaði góðum af- köstum. Þegar Trausta barst þessi nýjung til eyrna flýtti hann sér að skoða vélina og teikna hana upp. Lét siðan smiða hana I vélsmiðju i Kópa- vogi og seldi til Noregs sem sitt patent. Svipaða sögu má segja um margt fleira af þvi tagi sem Trausti telur sin hugverk. Það eru áreiðanlega ekki vinnu- brögð af þessu tagi sem Einar Beneditktsson er að lofa i ljóði þvi sem Trausti vitnar til. Þjófnaðarað- dróttun 1 fyrri grein minni minntist ég á m/s Eldborgu sem landaði 1500 tn af loðnu i Reykjavik og fengust úr þvi magni 20 tn af hrognum þótt fjölmiðlar skýrðu frá þvi að úr umræddu magni hefðu fengist 120 tn. Trausti upplýsir að þessi dularfulla frétt sé komin frá skipstjóranum. Ekki skal ég draga það i efa, þótt beint liggi við að auglýsing af þessu tagi þjóni hagsmunum annarra fremur en skipstjórans á Eldborgu. En ef við skoðum þetta dæmi nokkru nánar þá landaði Eldborgin 1500 tn, af loðnu og ef gert er ráð fyrir þvi að landað sé 100 tn á klst. þá er þar um 15 tima löndum að ræða. Til löndunar á loðnu eru notuð 15-20 tn af vatni. Þetta vatn er hringkeyrt upp á sjóskilju og cyklóna og fer um borð aftur fjórum til fimm sinnum á klukkustund. Til endurnýjunar á þessu vatnsmagni eru notuð 4- 6 tn á klst. Ef gengið er út frá þvi að byrjunarvatnsmagnið sé 18 tn verður löndunarvatnið þvi samtals 93 tn. Hjá Eldborgu voru flutt til vinnslustöðva 130 tn af hrognamassa. Út úr þvi fengust 20 tn af hrognum eða 1,3% af lönduðum afla. Með öðrum orðum*, meistarinn Trausti lætur flytja hrognin ásamt öllu dælingarvatninu sem notað var við löndun upp I vinnslustað. Þegar vitnað er til þessarra undarlegu vinnu- bragða verður það i huga Trausta að þjófnaðaráburði á „þá sem að hrognasöfnun standa i Reykjavik”. Var ein- hver að tala um „annarlega ill- kvittni”.? Sprengingar Trausta Hvaða aðferð sem Trausti notar i auglýsingaherferð sinni til að ófrægja þau verk og þær vélar sem starfsmenn SH hafa lagt til i þetta brautryðjenda- starf, þá kemur alltaf að þvi sama, að þau tæki sem Trausti telur vera sin hugverk skila á engan hátt betri árangri, nema siður sé. Það fer hins vegar ekki milli mála hvað það er raun- verulega sem okkur Trausta greinir á um. Ég er fyrst og fremst að gagnrýna það aug- lýsingaskrum sem Traust h.f. hefur haft uppi kringum að- ferðir sinar, sem mestan part eru misvel lukkuð eftiröpun og þó sérstaklega þó hugmynd Trausta að setja þrengingar i löndunarslöngur og koma siðan fyrir pressu sem virkar eins og nokkurs konar tætari eða vinda. Þessi aðferð skilar meira magni af lélegum hrognum og er þvi búið að gera þessa vöru sem send" er beint á erlendan mark- að að 2. flokks vöru. Auk þess verður það hráefni sem fer til verksmiðjanna meira og minna sundurkramið. Ekki ætti að þurfa verkfræði- menntun til þess að gera sér grein fyrir þvi að hægt er að þurrvinda tusku með þvi að beita nægilegu afli. Þau visindi þekkir hver þvottakona. Til þess að snúa tuskuna i sundur og tæta hana niður i fötuna þarf uppfinningamann á borð við Trausta Eiriksson. F Odýr útbúnaður Trausti segir að við höfum reynst Sjólastöðinni illa vegna þess að ég þyldi ekki samanburð á okkar tækjum og hans. Það verður að vera mat þeirra Sjólastöðvarmanna hve illa ég hafi reynst þeim. Þegar þeir feðgar Jón Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sjólastöðvar- innar og sonur hans Haraldur komu til min til að ræða við mig um þá nýjung sem þeir kalla „verksmiðju á bilpalli” fannst mér sjálfsagt að vera þeim hjálplegur til þess að hún yrði reynd, sem lika var gert. Ég sagði þeim jafnframt að ég gæti ekki lofað þeim löndun úr þeim skipum sem melduð væru til okkar gegnum loðnunefnd. Ef þeir feðgar telja að hér sé ekki rétt með farið þá vonastég til að þeir gefi yfirlýsingu þar um Um þetta segir Trausti orðrétt: „Neitaði hann Sjólastöðinni um að taka frá henni loðnu vegna þess að Sjólastöðin var með tæki frá Traust h.f. sem gáfu miklu betri árangur en hans tæki geta nokkurn tima gefið”. Með orðfæri verkfræðingsins sjálfs myndi þetta liklega kall- ast „mððursýkislegt skitkast”. 1 lok loðnuvertiðar var engin ioðna melduð til Lýsi og Mjöl h.f. enda ekkert þróarrými til. Um það vissu bæði Sjóla- stöðvarmenn og loðnunefnd. Þau skip sem komu i lok vertiðar til Sjólastöðvarinnar i Hafnarfirði áttu visa löndun á Kletti i Reykjavik og hefðu þvi getað komið afla sinum i vinnslu þar. Það er þvi óskiljanleg ráð- stöfun að senda skipin til Hafnarfjarðar til löndunar og keyra siðan hráefnið út á tún i Garðahverfi til ætis fyrir varg- fugl. Þegar ég ræddi verð á tækjum Trausts hf. kaus Trausti að mis- skilja orð min á svo barnalegan hátt að ástæða er til að skoða þann málftlutning nánar. í grein minni frá 18. mai sagði ég orðrétt: „Hitt geta flestir gert sér i hugarlund að eitthvað kostar sá útbúnaður sem Traust h.f. seldi Sjólastöðinni og til við- bótar það hráefni sem keyrt var á túnin, Giskað hefur verið á 60- 70 milljónir”. Þegar Trausti hefur lesið þessa málsgrein kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu: „Giskar hann (A.G.) enn á að verðmæti þessarar loönu sé 60- 70 milljónir”. Hér slær Trausti þvi sem sé sjálfur föstu að tækjabúnaður hans sé ókeypis og ekki ætla ég að stæla við hann um það. Hann hlýtur sjálfur gerst að vita hvers virði tæki hans eru. En umræður á þessu útúrsnúningaplani eru ekki þess virði að tima sé varið til þeirra enda skal nú þessu spjalli lokið af minni hálfu nema sér- stakt tilefni gefist til annars. En að lokum get ég tekið undir þá frómu ósk Trausta Eirikssonar að samstarf Trausts H.f. við viðskiptavini sina megi i fram- tiðinni verða þannig að allir njóti góðs af. Stefán þáttur Jónssonar Eitthvað hafa þessar orða- hnippingar okkar Trausta Eirikssonar komið illa við Stefán nokkurn Jónsson, sem situr i Osló og hefur af þvi at- vinnu m.a. að selja tæki og vélar frá Traust h.f. Þann 22. júni birtir Þjóðviljinn 2 myndir af Stefáni þessum. Á baksiöu er mynd af brosandi Stefáni enda erhann þar að segja tiðindi sem honum eru vafalaust gleðiefni. Þar segir hann lesendum frá þvi að R.F. hafi staðið fyrir til- raunavinnslu á kolmunna undir umsjón Trausta Magnússonar. Norðmenn munu hagnýta sér þennan markað og muni áður- nefndurTrausti koma til Noregs á vegum Stefáns Jónssonar til þess m.a. að sjá um breytingar á þurrkurum þannig að árangur þessara rannsókna hinnar islensku rannsóknarstofnunar nýtist Norðmönnum sem best. A sjöundu siðu Þjóðviljans getur að lita byrstan og þungbúinn Stefán en þar segir hann sinar farir ekki sléttar af Islandsferð 1976. Hingað leitaði Stefán þá til að fá keypt tæki til hrognasöfn- unar. Rataði hann i hinar mestu raunir i þessari reisu sinni, þvi að honum settist versta illþýði. Árni Gislason, Jens Óli Ey- steinsson og Gisli Friðbjarnar- son reyndu að lokka hann til þess að kaupa af sér ónothæft véladrasl sem þeir botnuðu sjálfir hvorki upp né niður i og vildu fá fyrir stórfé. Meira að segja gekk Gisli Fiðbjarnarson svo langt að bjóða sölumannin- um að horfa á vonda biómynd. Frá þessari óhelgu þrenningu slapp þó Stefán og telur það sitt lán i dag að hafa náð öruggri höfn hjá Traust h.f. Þaðan send- ir hann svo þremenningunum tóninn. Þarna er komin ljót saga og ljótari væri hún sonn. En i þessu hugverki Stefáns er harla litinn sannleika að finna. Ég hefi aldrei haldið þvi fram eða litið á mig sem upp- finningarmann að þessum tækj- um enda verið óspar á að veita upplýsingar um þau hverjum þeim sem eftir þvi hefur leitað. Þar með taldir þeir fóstbræður Stefán Jónsson og Trausti Eiriksson. Jens Óli Eysteinsson eða Neptúnus h.f. lét smiða vélar til vinnslu á grásleppu- hrognum og var það mitt verk að segja til um smfði þeirra. Þessar vélar seldi Neptúnus h.f. víða hér heima, einnig lét hann smiða cyklóna fyrir loðnuhrogn og seldi hér innanlands. Enginn annar aðili hefur fengið mitt leyfi til þess að láta smiða og selja þessi tæki, hvorki nefndur Gisli Friðbjarnarson né greinarhöfundur Stefán Jónsson þó hann hafi oftsinnis leitað eftir þvi að fá að selja umrædd tæki milliliðalaust. Slikum tilmæium hefur æfinlega verið visað til Jens Óla Eysteinssonar eða Neptúnusar h.f. Hvernig sam- vinna þessara höfðingja var veit ég ekki en i það eina skipti sem fundum okkar þriggja bar saman inn á Hótel Sögu (og S.J. minnist á) fór það ekki fram hjá viðstöddum að þar töluðust við tveir fjáraflamenn sem báðir ætluðu sér riflegan skammt af hugsanlegum ágóða enda leyst- ist þessi fundur upp og fór hvor i sina áttina og hefi ég hvorugan þeirra siðan séð.Þó S.J. segi að ekki hafi orðið af sölu vegna vanþekkingar seljanda var það min skoðun að ósamkomulag um prdsentur og gróða hafi valdið þvi að þessir tveir höfð- ingjar skildu i styttingi. Stefán Jónsson heldur þvi fram að Jens óli framleiði nú i Kanada eftirlikingu á cyklónum Trausta. Þó ég skilji mæta vel harm umboðsmannsins sem missir þarna spón úr sinum aski þá vil ég þó ekki láti blanda mér i þessar deilur um vafasaman höfundarrétt Trausta Eiriks- sonar. Eitt atriði ennþá væri ef til vill rétt að nefna i þessum sam- setningi S.J. Hann segir að Norður-Kóreumenn selji 4 til 6. þús, tonn af hrognum til Japans og þeir séu þvi helstu keppi- nautar okkar á þessu sviði um markaðinn þar. Samkeppni þeirra ætti þvi fyrst og fremst að vera okkur hvatning til að vanda vöruna sem best, jafnvel þó að hér sé ekki um loðnuhrogn að ræða sem S.J. þó gefur i skyn, á loðnuhrognamarkaðin- um eru tslendingar lang stærst- ir sjö sinnum stærri en Kanada- menn sem koma næstir. Upphefð Trausta kemur að utan Að lokum gefur Stefán Jóns- son Trausta svohljóðandi sið- ferðisvottorð „Trausti Eiriks- son hefur hvorki sýnt peninga- græðgi eða farið með ósannindi i okkar samvinnu eins og honum er borið á brýni I þessari grein . Á.G.”. Nú er þar fyrst til máls að taka um þessa yfirlýsingu að ég hefi aldrei með einu orði dregið i efa að samvinna þeirra Stefáns og Trausta sé með ólikindum góð. Bæði eiga þeir vafalaust allvel skap saman og svo hitt að sameiginlegur gróði tengir menn traustum böndum. Kæmu til min tveir menn sem báðir væru að selja þvottaefni myndi hvor um sig vafalaust telja sitt þvottaefni öllum öðrum betra. Slikt skrum er duglegra sölu- manna háttur. Stefán Jónsson er vafalaust duglegur sölu- maður sinnar vöru. Hins vegar verður ekki Trausti Eiriksson meiri maður hvorki i minum augum né annarra, þótt hann fái umboðsmenn sina erlendis til að votta það skriflega að þær vélar sem hann hefur að bjóða séu að sama skapi merkilegri en aðrar vélar sem hann sjálfur beri af öðrum mönnum. Innflytjendum veitt skuldavidurkenning Fjármálaráðuneytiö hefur sent öllum tollstjórum á landinu bréf þar sem tilkynnt er að frá og með 1. júli s.I. sé tollstjórum heimilað að taka við skuldaviðurkenningu vegna tolla á reiðhjólum. Þessar upplýsingar veitti Hösk- uldur Jónsson ráðuneytisstjóri I fjármálaráðuneytinu blaðinu sfð- degis I gær, er hann var inntur eftir þvi hvort einhverrar ákvörð- unar væri að vænta frá ráðuneyt- inu vegna samþykktar rikis- stjórnarinnar um að fella niður tolla af reiðhjólum. Þar sem lagaheimild þarf til að leggja á toll og afnema hann, þá var gripiö til bess ráðs að veita tollstjórum heimild til að láta inn- flýtjendur reiðhjóla greiða 80% tollinn með skuldaviöurkenningu sem siðan verður felld úr gildi þegar lögin eru komin. Höskuldur sagði hins vegar að ákvörðunin næði aðeins til tollsins, en ekki til vörugjalds eða annarra skatta af hjólunum. Þá nær afnám tollsins ekki til varahluta I reiðhjól. Aöspurður hvað tekjutap rikis- sjóðs yrði mikið vegna þessara ráðstafana sagði Höskuldur að erfitt væri að gera sér grein fyrir þvi. —Þig

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.