Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.07.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. júll 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslasson Frá Seyöisfiröi Lokauppgjör frá Vopnafirði og Seyðisfirði Afli •Austf.iarða’báta á siöustui vertið var nokkuð góður miðað' við i fyrra þegar tekið er tillit til þorskveiðibannsins um páskana og gæftaleysis seinni part febrú- armánaðar. Samkvæmt bráðabirgðatölum er afli sem kom á land á Aust- fjörðum fjóra fyrstu mánuði árs- ins áætlaður 17.320 lestir á móti 13.804 lestum á sama tima i fyrra, eða aflaaukning um rúmlega 25%. I þessum þætti verða gefnar upp aflatölur frá Vopnafirði og Seyðisfirði. A Vopnafirði varð heildaraflinn nokkuð meiri i ár en á siðustu vertið þar á undan,en á Seyðis- firði var landað nokkuð minni afla á þessari vertið en oftast áður og ber að rekja það til lagfæringa sem gerðar voru á hraðfrystihúsi þeirra Seyð- firðinga i janúar, en þá var aðeins 10 tonnum af bolfiski landað á Seyöisfirði. A Vopnafirði landaði skuttogari heimamanna Brettingur NS 50 nokkuð reglulega þennan tima eða alls 11 sinnum og alls rúm- lega 900 tonnum. Fáir bátar lögðu upp á Vopna- firði en tvo fyrstu mánuðina land- aði Alda RE alls 10 sinnum en Alda gerði út á linuveiðar. 1 mai og april Iönduðu nokkrír bátar á annað hundrað tonnum. Annars varð aflaskiptingin þessi svo best verður séð. Linu og netabátar róðrar ' afli Alda RE 10 17.81 Þerna NS 10 57.21 Fiskanes NS 10 36,81 Rita NS 4 8,31 Skuttogarinn Veiöif. afli Brettingur NS 50 11 941,51 Heildaraflinn á vert. 1978 — 1.1471 1979 — 1.233t Frá Seyðisfirði eru geröir út‘ tveir togarar þeir Gullberg og Gullver. Gullberg hefur aflað vél það sem af er árinu; báðir togar- arnir hafa landað tvisvar erlendis þe. i janúar og febrúar þegar frystihúsið á Seyðisfirði var lokað. Gullberg landaði i bæði skiptin i Bretlandi (Grimsby og Hull) alls 203 lestum. Gullver landaöi hins vegar i Grimsby og i Færeyjum alls 199,4 Litil sem engin bátaútgerð hef- ur verið frá Seyðisfirði þennan tima en tveir linubátar Iönduðu alls 9,7 tonnum i janúar eftir 7 róðra. Þá landaði einnig togbáturinn Ólafur Magnússon EA 250 tvisvar i mars og april. Annars varð aflinn þessi hjá skipunum. Togbátar veiöif. afli Ólafur Magnuss. EA 2 181.81 Skuttogarar veiöif. afli Gullberg NS 11 9 948.91 Gullver NS 12 9 772.41 Heildaraflinn á vertiðinni 1978 — 2.222 t 1979 —1.7791 Við losnuðum seint við ísinn Rætt við Sigurð Jónsson á Vopnafirði „Það er sæmilegur reitingur hjá bátunum núna, en annars hef- ur þetta verið hálflélegt upp á sið- kastiö” sagði Siguröur Jónsson i Hraðfrystihúsinu Tanga á Vopna- firöi i samtali við Þjóöviljann i vikunni. „Brettingur landaöi hérna i gær 110 tonnurú af ágætis fiski mest megnis þorski held ég, annars hef ég ekki séð matið ennþá. t siðasta túr var togarinn á skrapi, en fór siöan i smávegis botnhreinsun inn til Akureyrar. Hjá bátunum hefur þetta verið upp og ofan. Tveir af stærri bæatunum fóru á vertið fyrir sunnan i vetur þegar Isinn hamlaði mestalla veiði héðan. Smærri trillur sátu allar fastar en upp á siðkastiö hefur aukist dálitið af þeim hérna, en núna eru þær að ljúka grásleppuvertiðinni og það hefur bara gengið ágæt- lega hjá þeim þrátt fyrir erfið- leikana I vor. Annars bjargaði það miklu hér hjá okkur, að togarinn náöi alltaf að komast I gegnum isinn, enda var isinn meira á reki hér i firðin- um en td. hérna I næstu fjörðum þar sem hann sat alveg landfast- ur fram eftir öllu. Það var nú samt eins og viö ætluðum aldrei að losna viö isinn, hann lónaöi hér i firðinum fram og aftur undan norðanáttinni og hélst alveg fram undir maibyrjun. Agætis atvinnuástand er hérna hjá okkur núna, Það vinna um 140 manns hérna á Tanganum. Það bjargaði þessu i vor að það kom ágætis aflahrota strax og bátarn- ir gátu haldið til veiöa eftir aö is- inn hvarf. Þaö fylgir oft mikill fiskur Isröndinni, svo var einnig núna, en það dró fljótt úr fiskin- um og hefur það verið lélegt upp á siðkastið, en eitthvaö held ég að þaö sé að rofa til eins og áður sagði. Um veörið er ekkert gott að segja, alltaf sami kuldinn úthag- inn ekki orðinn grænn ennþá og slæmt hljóö I bændum,” sagöi Sigurður að lokum. -lg Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands: Óviðunandi með öllu að leggja 1,2 milj. verðjöfnunargjald á meðalbónda Sláturfélag Suðurlands hélt aðalfund sinn þann 21. júni, að Hótel Sögu I Reykjavik. Fundinn sóttu 85 fulltrúar úr 43 deildum félagssvæðisins, sem er frá Hvitá i Borgarfirði að Skeiðarársandi i austri. A fundinum var að vanda lögð fram vönduð ársskýrsla fyrir s.l. ár og formaður, Gisli Andrésson og Jón H. Bergs forstjóri fluttu yfirlit og skýrslur um starfsemi Sláturfélagsins. Fyrirtækið rak 7 sláturhús og 5 frystihús á félags- svæðinu, ennfremur kjötvinnslu- stöðvar sútunarverksmiöju, 9 smásöluverslanir og vörumiðstöð fyrir ýmsar neysluvörur, sem keyptar eru frá öðrum innlendum og erlendum framleiðendum. Heildarsala Heildarsala fyrirtækisins nam á s.l. ári 11.028 miljónum og hafði aukistum 60% frá fyrra ári. Mest var aukningin i sútunar- Verksmiðju S.S., rúmlega 71%. Útflutningsverðmæti sútunarverksmiðjunnar var á s.l. ári um 440 miljónir, en innan- landssala sútaðra skinna um 60 milj. Helstu kostnaðarliðir í rekstri S.S. Vöru-og hráefnisnotkun,.......... Greiddlaun, ..................... Annar rekstrarkostnaður,.......... Vaxtagjöld,....................... Opinbergjöld,..................... Afskr. bygginga, véla og tækja,... Auk ofangreindra launa til starfsliðs greiddi Sláturfélagið rúmlega 210 milj. til ýmissa verk- taka vegna viðhaldsvinnu og nýrra framkvæmda. Skömmu fyrir aðalfundinn var lokið greiðslu fyrir innlagðar sauðfjárafurðir á sl. hausti, miðað við haustverðlags- grundvöll, þótt verulegur hluti afurðanna sé óseldur enn, en þvi miður að frádregnu útflutnings- verðjöfnunargjaldi. Nýjar áætlanir Nýjar áætlanir um framleiðslu og sölu búvara hafa verið kr. 7.557 milj. kr. 1.498 milj. kr. 1.173 milj. kr. 499milj. kr. 129milj. kr. 103milj. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979 Eigulegtista rit Okkur hefur borist Sjómanna- dagsblað Vestmannaeyja 1979. Ritstjóri þess og ábyrgðar- maður er Sigurgeir Jónsson. Ritið hefst með sönglaginu Sjómenn Islands, eftir Mariu Thorsteinson en ljóðið er eftir Jón Magnússon. Lagið er tileinkaö Sjómannadeginum I Vestmanna- eyjum 1979. Þá kemur skemmti- leg grein og fróöleg eftir Sigurgeir Jónsson er hann nefnir Þætti úr Norðursjó, en á þeim slóðum stundaöi Sigurgeir veiðar i tvö sumur. Sagt er frá Matstöðinni viö Skildingaveg en sú fiskmats- stöð tók til starfa i april á s.l. ári. Þegar við fundum „Klöppina” nefnist frásögn Eyjólfs Gislasonar frá Bessa- stööum af róðri, sem hann fór i frá Eyjum fyrir 52 árum, en Eyjólfur er nú 82 ára. Birt er ávarp, sem Friðrik Ásmundsson, skólastjóri Stýrimannaskólans I Vestmannaeyjum flutti á 40 ára afmælisfagnaði Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Veröandi hinn 27. des. s.l. Sagt er frá Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem varö 40 ára þann 22. mars s.l. Frásögn er af „Menningar- degi sjómanna og fiskvinnslu- fólks”, sem haldinn var i Vestmannaeyjum fyrir ári slðan, að tilstuðlan Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Arni Guðmundsson frá Eiðum ritar greinlna Þegar Surtsey reis úr sæ. Vigfús frá Glslakoti segir frá Furðulegri björgun, sem ekki verður skýrð „með þvi, sem kallað er hin kalda skyn- semi”. Jón Einarsson skrifar um Siöasta mótornámskeið Fiski- félagsins I Vestmanna- eyjum. Kristján Jóhannsson, kennari, segir frá starfi Stýri- mannaskólans skólaárið 1977- 1978. Þá er sagt frá Sjómanna- deginum I Vestmannaeyjum 1978. Minnst er, i stuttum ævi- ágripum, 24 Vestmannaeyinga, sem látist hafa á timabilinu frá 21. mai 1978 til 19. mai 1979. Birt eru yfirlit um vöruflutninga um Vestmannaeyjahöfn á árinu 1978, eftir Sigurö Jónsson og um ver- tiðina i Vestmannaeyjum 1979. Hilmar Rósmundsson skrifar Nokkrar hugleiðingar um vetrarvertið 1979 og fram- tiðina. Einstakur mórall um borð, nefnist rabb við Ægi Sigurðsson, matsvein á Þórunni Sveinsdóttur. Kári Einarsson ritar um Neðansjávarlagnir við Vestmannaeyjar. Mikill fjöldi myndaer i ritinu sem prentað er á ágætan pappir og mjög vandað að allri gerð. Sjómannadagsblað Vestmannaeyja er til sölu i Sjó- búðinni við Grandagarð og Bæjarnesti viö Miklubraut. —mhg tsleifur Ve 63, sem Sigurgeir Jónsson var á tvö sumur I Noröursjónum. gerðar. Nú er gert ráð fyrir 1,3% aukningu á innvegnu mjólkur- magni. Heildarútflutningsbóta- þörfin er um 5,8 miljarðar á sauðfjársviðinu og 3,5 miljarðar á nautgripaafurðir. Vöntun er áætluð 3,8 miljarðar alls. Tekið verður eftirfarandi verðjöfnunar- gjald: dilkakjöt 190 kr. pr. kg., kjöt af fullorðnu 90 kr, pr. kg. Verðmiðlunargjald á mjólk verði kr. 10 á hvern innveginn ltr. mjólkur, skv. ákvörðun Framleiðsluráðs landbúnaðarins og er þessu jafnað á alla fram leiðendur sauðfjárafurða og mjólkur, án tillits til hvernig sala hefur gengið hjá einstökum afurðasölufélögum. Þessi skattur verður mjög þungbær ef ekki verða gerðar aðrar ráð- stafanir. Nokkrar umræður hafa orðið um slátrunar-, frystingar- og heildsöludreifingar kostnað. Komið hefur fram, að þessi kostnaður hefur haldist hlutfallslega litið breyttur I ára- tugi, um 20% af heildsöluverði, þrátt fyrir sífellt auknar kröfur, og er þetta hagstæðara en i öðrum atvinnugreinum, svo sem sjávar- útvegi og fiskiðnaði. Þar er kostnaðarhlutfallið um 50% vegna launa og annars rekstar- kostnaðar. Bændum sýnd óvirðing Aöalfundur Sláturfélagsins samþykkti að mótmæla harðlega þeirri óvirðingu, sem alþingis- menn sýndu bændastéttinni I vor, er þeir með fjarvist sinni komu I veg fyrir að Framleiðsluráö landbúnaðarins fengi lántöku- heimild til þess að létta bændum aðlögun að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum i land- búnaði. Fundurinn telur óvið- unandiþað verðjöfnunargjald, 1,2 milj. á meðalbónda, sem stéttin er þar með dæmd til að bera og trúa þvi ekki, að það sé raunveru- legur vilji Alþingis, að bændur beri þaö einir. Þvi skorar fundur- inn á Alþingi og rikisstjórn að útvega fé, svo þessu gjaldi verði létt af bændastéttinni. I Sláturhúsum S.S. var á sl. ári slátraö 182 þús. fjár, 8.800 naut- gripum, 3.200 svínum og 1.620 hrossum. • Kjötvinnsla félagsins fram- leiddi og seldi kjötvörur fyrir 2.016 milj. kr. og nam aukningin 61% frá f.á. Nýbyggingar — Kjötmjölsverksmiðja Helstu nýbyggingar á 'sl. ári voru, að lokið var við frysti- geymslur S.S. á Hvolsvelli, þar sem hægt er að geyma um 90 þús, skrokka af kindakjöti, og einnig var lokiö endurbyggingu frysti- húss S.S. að Kirkjubæjarklaustri. Þá skýrði stjórnarformaður frá þvi, að ákveðið væri að hefja i sumar byggingu kjötmjöls- verksmiöju til að nýta fitu, bein og annan úrgang frá vinnslu- stöðvum Sláturfélagsins. Veröur verksmiðjan reist á eignarlóð S.S. á Selfossi, vestan ölfusár, og er ■vonast til að verksmiðjan geti hafið störf á næsta vori. Kostn- aður er áætlaður um 200 milj. kr. Kosningar A aöalfundinum höfðu lokið kjörtima sinum formaður félags- ins GIsli Andrésson, Hálsi og varaformaöur Jón Egilsson, Selalæk, og voru báöir endur- kjörnir til 3ja ára. Varastjórnar- menn voru endurkjörnir Magnús Jónasson, Stardal og Siguröur Jónsson, Kastala- brekku. Aðrir I stjórn eru: Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar- klaustri, Helgi Jóhannsson, Núpum og Sigurður Sigurðsson, Stóra-Lambhaga. í fundarlok flutti Ólafur E. Stefánsson, nautgripsræktar- ráðunautur erindi um holda- nautastöðina i Hrisey og árangur, sem þegar er orðinn þar. Er búist við, að holdanautakjöts- framleiösla um allt land geti haf- ist með stofninum frá Hrisey á næsta ári.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.