Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júli 1979. MÖÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis CJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir úmsjónarmaður Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þorrtióösson Augiýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. Iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Kristín Pétursdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavlk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Hvers konar niðurskurður? • Morgunblaðið skrifar á dögunum leiðara um þá skerðingu kjara sem af olíukreppu og hækkun olíuverðs leiðir. Nú hef ur blaðiðgef ist upp á því að pata í óðagoti í ýmsar áttir og þykjast hafa fundið þef af ódýrri olíu — svo rækilega hefur það hjal verið rekið ofan i leiðara- höfunda blaðsins. Nú er komið annað hljóð í strokkinn: Niðurskurður er eina leiðin, segir strax í fyrirsögn leið- arans. Sú stefna sem blaðið kýs nú að halda fram er orðuð með svofelldum hætti: „Olíuhækkunin veldur svo mikilli útgjaldaaukningu hjá hverri fjölskyldu í landinu að nauðsynlegt er að draga úr öðrum útgjöldum f jölskyld- unnar til að hún geti staðið undir þessum nýju útgjöld- um. Þau útgjöld sem við viljum nú draga úr eru hin sam- eiginlegu útgjöld". Með öðrum orðum — það á að draga saman seglin i ríkisbúskapnum eins og það heitir, draga úr þjónustu við almenning. • Nú er það svo, að allir geta sameinast í því að vilja leita uppi eyðslu sem kalla má óþarfa eða hæpna, bruðl með f jármuni og þar f ram eftir götum, reyna að spara, hagræða rekstri hjá opinberum stofnunum og fyrirtækj- um — og þar fram eftir götum. (Morgunblaðið setur reyndar upp víðsýnisbros í leiðinni og notar tækif ærið til að hrósa menntamálaráðherra fyrir hans sparnaðarráð- stafanir.) • Engu að síður er málf lutningur blaðsins mestan part afskaplega ódýrt lýðsskrum — sem í leiðinni tengist við þann háska sem menn gjarna kenna við Glistrup hinn danska. • Morgunblaðið veit það ekki síður en aðrir að olíuvand- inn er miklu stærri en svo, að hægt sé að ráða við hann með niðurskurðaraðferðum. Blaðið veit ofurvel að gíf- urlega stór hluti opinbers kostnaðar og útgjalda er fyrir- fram bundinn — í launum, í lögbundnum framlögum — og aðóhugsandi er aðskapa pólitískan meirihlutavilja til að gjörbreyta því kerf i öllu. Blaðið veit ofurvel að ekki einu sinni þingmenn Sjálfstæðisf lokksins væru til viðtals um stórfelldan niðurskurð sem skerti verulega framlög til heilbrigðismála eða skóla eða samgangna eða til elli- lífeyrisþega. Réttara sagt: Þeir væru kannski hlynntir slíkum niðurskurði persónulega, en þeir myndu ekki þora að kannast við það, því að fáir eru þeir sem vilja fremja pólitíska kviðristu fyrir opnum tjöldum. • Það er því mjög ábyrgðarlaust hjal hjá Morgunblað- inu að láta sem að hægt sé að tryggja Jóni og Siggu ó- breytta einkaneyslu með því að skera niður samneysl- una, en það er kjarni þess boðskapar sem fólst í fyrr- greindum orðum blaðsins. Það sem er háskalegt í mál- f lutningnum er svo það, að blaðið reynir að beita áhrif- um sínum til að leiða athygli fólks frá jafn raunveruleg- um vanda og olíukreppan er og telja því trú um að það verði eingöngu þjónustu ríkisins við þegnana að kenna ef að menn verða að breyta einkaneyslu sinni vegna þessarar kreppu. • Þetta er um leið liður í þeirri herferð sem ungtyrkir Sjálfstæðisf lokksins hafa að undanförnu farið gegn vel- ferðarríkinu og því félagslega öryggi sem hefur verið höf uðkostur þess fyrirbæris. óvart hef ur blaðið leitt at- hyglina mjög greinilega að pólitísku, stéttarlegu inntaki kreppuráðstafana. Það verður að sjálfsögðu seint til vinsælda að standa að kreppuráðstöfunum, og verða ýmsirti! aðgagnrýna verkalýðsf lokka fyrir það á þeirri forsendu að það sé ekki í þeirra verkahring að bjarga auðvaldinu. En stef na þeirra Morgunblaðsmanna hlýtur að beina til sömu gagnrýnenda þeirri spurningu, hvort það sé ekki skylda slikra f lokka að gera allt sem unnt er og neyta þá stjórnaraðstöðu til að hrinda þeim árásum á samneyslu og félagslegt öryggi alþýðu, sem hægrisinnar vilja nota kreppuna til. Hvað gerir það til? Fróöleg saga sem lýtur aö fjölmiölun, upplýsingastriöi og fleiri hlutum merkilegum, var okkur sögö og heimildarmaöur krossaöi sig I bak og fyrir og sór aö hún væri sönn. Sagan segir, aö nokkrir Heim- dellingar hafi veriö á fundi saman og rætt meöal annars skrif Morgunblaösins um olíu- málin. Þeir voru ekki vel hress- ir yfir þeim skrifum. Þeir töldu að alltof margar staöhæfingar heföu veriö reknar ofan i blaö sitt elskulegt um þetta mál, og höföu af þvi áhyggjur að þetta mundi leiöa til álitshnekkis. A fundinum var staddur einn Morgunblaðsmaöur og var hvergi banginn. Hann sagði að þetta geröi ekki mikiö til. Aðalatriðiö er, sagöi hann, aö lesendur blaösins fá hvort eö er ekki önnur viöhorf en þessi til aö melta. Frekari athugasemdir eru óþarfar. Afstœðiskenning ~ Það er lika fróölegt og upplýs- andi aö fylgjast meö þvi, hvern- ig Morgunblaðið skrifar um ein- staka ráðherra Alþýöubanda- lagsins. Einn daginn rýkur blaðiö til dæmis upp meö óhljóðum og er Ragnar Arnalds oröinn verstur manna vegna þess að hann hafi látiö fram fara nokkurn sparnaö i skólakerfinu. Blaöinu fannst að þarna væri vegið að blessuö- um börnunum, sem eiga allt hiö besta skiliö. Fáum dögum sföar hefur blaöiö fundið þaö út af hyggju- viti sinu, að niöurskuröur hjá þvi opinbera sé lausn alls vanda (sjá leiðarann hér viö hliöina). Og þar meö er sá sami bersynd- ugi menntamálaráöherra orö- inn jákvæö persóna, munar minnstu aö hann fái rós i hnappagatið. Nokkuð gott Ýmisleg hliöstæö dæmi mætti rekja af skrifum blaösins um Svavar Gestsson. Nema hvaö Svavar veröur fantur, fúlmenni og handbendi Rússa hvaö sem hann segir eöa gerir: hvort hann talar viö Rússa um olíu- mál eöa ekki, hvort þeir eru samningafúsir eöa setja upp þverúöa rkryppuna. Enginn gerir svo Mogga llki. Sem betur fer. Enginn gerir svo öllum lfki segir aöalpersónan i austur- lenskri sögu. Hann haföi á vixl veriö kallaöur niskur, makráö- ur, dýraplagari eöa sonarnið- ingur allt eftir þvi hvort hann gekk á undan asna sinum, tvi- mennti á honum meö syni sin- um, sat asnann einn sjálfur eöa lét son sinn bera asnann með sér á leið til markaðar. Viö getum hinsvegar komist að þeirri niöurstööu aö enginn ráöherra Alþýðubandalagsins geti gert svo Morgunblaðinu liki. Þaö er út af fyrir sig nokkuö gott. Sœly ó hve sœl... Manni finnst á islenskum fjölmiölum um þessar mundir, aö þeim finnist fátt um fina drætti i þjóölifinu. Tónninn i umræöunni mætti draga saman með þeim fleygu oröum: illt er þaö allt og bölvaö, skitt veri með þaö og svei þvi. Og svo er þessi andskotans kuldi. Og þessi djöfuls rigning. Tilbreyting má þaö heita, aö heyra lof og pris um tilveruna, en til að svo megi verða, neyö- umst við til aö fara yfir pollinn. Viö flettum upp í ársfjóröungs- ritinu Islenski Kanadamaöur- inn, sem kemur út á ensku þar vestra og finnum aö vestur- heimsk sjálfumgleði getur veriö söm viö sig, þótt öld sé liöin frá þvi að Amerikuagentar hvöttu menn til landflótta sem mest þeir máttu. Greinarkorn það sem viö höfum i huga heitir „Lof um veturinn i Manitoba.”: „Veturinn i Manitoba leiöir engar skelfingar yfir ibúa fylk- isins. Þeir búa i hlýjum húsum og labba sig inn i hlýja bila. Yfir hverju eru menn að kvarta? Ekkert getur veriö meira hressandi eöa kætandi en að moka snjó á köldum og björtum sólskinsdegi, eöa viö fullt tungl aö kvöldi. Loftiö er sem finasta fransmannavin sem rennur svo ánægjulega um þig allan. Þaö er sem hvislaö sé lágum rómi: En sá unaöur aö vera til. „O aö vera i Manitoba á vetrartiö”... A slikum timum finnst okkur aö viö ökum um á Cadillacskýi. Mikiö kennir okkur I brjósti um ykkur, aumingjarnir, sem búiö annarsstaöar. Þið vitiö ekki af hverju þið missið-”. Þaö skal tekiö fram, að þetta er bersýnilega skrifað i fullri alvöru. The Icelandic Canadian er ekkert gamanblað. Við mælum sérstaklega meö Kádil- jákskýinu — það er alveg óborganlegt á þessum merku orkumálatimum. -áb THE ICELANDIC CANADIAN A quartcrly publishcd by The Icclandlc Canadian, WinnipcK, Manitoha MAGAZINE BOARD:—-------------- EDITORS: Wilhclm Winnipcg R3G IG9;/I (775-6123); Anlius ls| Maraldur Bessason, 31 R3M 3P2; NelsonGerr] 8 - 796 Wolseley Ave! R3T 3NI; Anna Martei Joan Parr, 102 Qucenstol 2M4; Gissur Eliasson, 8r SECRETARY OFTHE BUSINESS AND ADVEl R3G 2Y7. Editorial and ncws corrc! concemed. Subscríptions REPRESENTATIVE IN l< Subscríption rate, $8.(X) _ Gift Subscríptions. Thrce or .,CS OV V7 Wolscky Avc.. ,N VRS'®1' „ INT' R ,„rots fot Vinnipcg R3G 2J7 OO ltlT. ;n VG IJ5; Profcssor • 'TVieY - Vn St.. Winnipeg TV-p íAan'l° r .Wp OtOV'nCe‘ VJV\at's ImcGunnarsson. ‘n . „nc ot ** „,Anú cats- wg \Fort Richmond the dett'xen p \nV> ^^-.vúng, can Vpeg R3C 3H3; lhe Ligo«ling . coW, c'c". en *e 1 \ W“’n'PC8, the Úncs * ••Whal úxkurcyn saYvn6' a\tvS ViV-e p\easat SV\U ecsias% *er'neto»t'i ntly iW0U6h ^ere s srw" vo,c';..., ) "e •OígJÍ be «> I Ógn er gott aö vera til. Dagvistarstofnanir fyrir 85-90 börn Borgarráö samþykkti nýlega nægja þörfinni. Hann sagöi aö vegna sumarleyfa en ljóst væri aö aö taka tveimur tilboðum i erfitt væri aö segja til um hversu þörf fyrir dagheimilispláss væri byggingar leikskóla og dagheim- mörg börn væru á biölistum núna nú einna mest I gamla bænum. ilis viö Fálkabakka og Iðufell I þar sem mikil hreyfing væri .ká Breiöholti. Lægstu tilboðin komu frá óöni M. Jónssyni i dagheimiliö við Fálkabakka 148,8 miljónir kr. og frá Byggingafélaginu Einingu 143,6 miljónir i leikskólann við Iöufell. Framkvæmdir munu hefjast fijótlega, en á þessum dagvistar- stofnunum veröur pláss fyrir 85- 90 börn. Aö sögn Bergs Felixsonar hjá dagvistunardeild borgarinnar eru nú 526 leikskólapláss og 169 dag- heimilispláss i Breiðholtinu, en það dugar hvergi nærri til ab full- íslenskir tónleikar í Tívolí Siöast liðið fimmtudagskvöld voru islenskir tónleikar i Tónleikahöllinni i TIvoli i Kaup- mannahöfn. Þar léku þau Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Halldór Haraldsson pianó- leikari islensk og erlend verk. A dagskránni voru nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson tileinkaö Guðnýju, konserteftir Jón Nordal tónverk eftir danska tónskáldiö Carl Nielsen, Kreutzersónatan eftir Beethoven og Tzigane eftir Ravel. Margir Islendingar lögðu leið sina í Tónleikahöllina þetta kvöld, þar var margt um manninn og tónlistinni vel tekið. Ferðalangur sem staddur var þarna þetta kvöld sagði, að það hefði glatt sitt hjarta að hlusta á þau Guðnýju og Halldór og kvöldiöheföi verið þeim tilsóma. —ká

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.