Þjóðviljinn - 14.07.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júll 1979. Götín í kerfínu Níu mánaða ráðning hjá ríki og bæ Þegar samið er um kaup og kjör við atvinnurekendur eða riki og sveitafélög gerist það oft að ýmsir smáhópar yerða út undan og gleymast vegna þess að þeir eiga enga fulltrúa i samninga- nefndum, eða þá að smá göt myndast í kerfinu semerfitter aö sjá við.Þannig erutil hópar innan stórra stéttarfélaga sem ekki njóta félagslegra réttinda og eru settir út á guð og gaddinn ef eitt- hvað bjátar á. Hjá riki og bæjarfélögum er til fyrirbæri sem nefaist 9 mánaða ráðning. HUn felur i' sér að fólk er ráðið til vinnu á haustin, en siðan sagt upp á vorin. Þetta viðgengst i skólum landsins og bitnar á ræstingakonum, riturum, gangavörðum, kaffikonum og baðvörðum. Þessir hópar tilheyra mismun- andi stéttafélögum, starfsmanna- félögum rikis og bæja og verka- lýðsfélögum eins og Framsókn i Reykjavik ogEininguá Akureyri. Njóta ekki félags- legra réttinda Afleiðing þessarar ráðningar er sú að þetta fólk nýtur ekki ýmissa félagslegra réttinda eins og veik- indafris yfir sumarið, fæðingar- orlofs eða atvinnuleysisbóta. Það sem er þó hróplegast er að það vinnur við hlið kennara og annars starfsfólks i skólum sem er fast- ráðið og fær laun allt árið. Þessi réttindaskerðing gildir ekki um alla, þvi nokkur stéttafé- lög hafa reynt að fylla upp i göt- in. Starfsmannafélag rikisstofn- ana hefur tryggt hag sinna fé- lagsmanna, eftir að ung konakom að máli við félagið fyrir tveimur árum og sagði sinar farir ekki sléttar. Hún hafði unnið sem starfsmaður i Hliðaskóla við að leiðbeina fötluðum börnum og var sagt upp um vorið samkvæmt 9 mánaða ráðningunni. Þá átti hún von á barni og stóö uppi án fæð- ingarorlofs og launa yfir sumar- ið, enda þótt hún heföi unnið hjá rikinu árum saman. Eftir að þetta dæmi kom upp var samið um að tryggja hag starfsmanna rikisins, en ekki hafa náðst sömu réttarbætur fyrir bæjarstarfs- menn og ræstingakonur i skólun- Þrír mánuðir án launa Þjóðviljinn haföi samband við skrifstofu Framsóknar-i Reykja- vik og spurðist fyrir um stöðu kvenna sem vinna við ræstingar og kaffið. Þar var staðfest að konurnar eru ráðnar til 9 mánaða og munu vera 400-500 konur sem i hlut eiga. Þær þurfa þó ekki að sækja um vinnu á hverju ári eins og áður tfðkaðist, heldur eru þær ráðnar sjálfkrafa. Einnig er þeim boðið upp á að vinna viö hreingerningar i einn mánuð, þannig að það eru tveir til þrir mánuðir sem þær eru án launa. En — i flestum tilfellum vinna þær ekki nógu mikið til aö njóta atvinnuleysisbóta og þær fá ekki fæðingarorlof. Þetta er ekki jafnrétti Þá ræddi blaðamaður við ræst- ingakonu i' Vogaskóla og spuröi hana hvort þær væru ánægðar með þessi kjör. — Auðvitað erum við ekki alls kostar ánægðar- sérstaklega get- ur orðið bagalegt að njóta ekki fæðingarorlofs, sem allar konur eiga skilyrðislaust rétt á. í okkar hópieru flestarorönar fullorönar, og o kkur veitirekki affriii' tvo til þrjá mánuði. Auk þess eiga flest- ar maka sem vinna lika fyrir heimilinu og þvi verður ekki bjargarþurrð þó aö við fáum ekki laun um tlma, hins vegar er það ekki jafnrétti að aðrar stettir skuli fá laun allt árið, en við ekki. Þaöerunokkrar konursem vinna viðræstingar sem sjá einar fyrir heimili og börnum, en þær hafa aðra vinnu meðfram, þvi það lifir enginn á ræstingum einum saman þó að þær séu tiltölulega vel borg- aðar. — Hafið þið ekki barist fyrir fastráðningu? — Ekki get ég sagt það. Það hefur verið rætt um það, en kon- urnar voru flestar á móti þvi. Þær vilja vera lausar og hafa fri og voru hræddar um aö þess yrði krafist að þær ynnu allt árið. Svo hefur Reykjavikurborg verið liö- leg við þær konur sem mega ekki viðtekjutapi; þærhafa fengist við gæslu á leikvöllujuim á sumrin og fleira sem til fellur. Akureyri: Þar fá þær bœtur Til að kanna ástandiö i öörum bæjarfélögum hringdi blaðamað- ur til Akureyrarog ræddi við Karl Jörundsson launa- og skólamála- fulltrúa bæjarins. Hann sagöi að sama gilti hjá þeim nyrðra og annars staðar, nemahvað þar hafa konurnar það stór verk, að þau nægja til að þær öðlist rétt til atvinnuleysisbóta þann tima sem þær vinna ekki við ræstingar. Karl sagði að i samn- ingum Einingar væri ákvæði sem tryggði þeim veikindafri fram- yfir þann tima sem þær vinna i skólunum. A Akureyrieruum þaö bil 50 ræstingakonur i skólunum, og sagði Karlað þau vottorðsem hanngæfi útá hverjuárisýndu að konurnar nytu bóta og að þær notfærðu sér þær ef þær fengju ekki aðra vinnu. Ár eftir ár sami leikurinn Þá eru það karlmennirnir og þeirra kjör. 1 öllum skólum borg- arinnar eru dyra-, ganga- og bað- veröir sem heyra til þessum hóp sem er sagt upp á hverju vori. Þjóðviljinn rasddi viö Halldór Guðnason dyravörð i Árbæjar- skóla um aðstöðu þeirra. — Hvað hefurðu unnið lengi sem dyravörður? — Ég er búinn að vinna sam- tals 12 ár i Arbæjarskóla, og ár eftir ár endurtekur sig sami leik- urinn, manni er kastaö út eftir 9 mánuði. Það þýðir að ég fæ engin laun i þrjá mánuði. — Hvernig hafið þið brugðist við þessu hingað til? — Við höfum yfirleitt fengið ikkur vinnu þennan tima, en nú i ír bregður svo viö að ég hef enga vinnu fengið. Það kemur sér afar illa, þvi' ég er að greiða af ibúð og poli alls ekki að vera tekjulaus >vona lengi. — Fáið þið ekki neina aðstoð, :.d. atvinnuleysisbætur? Nei hreint ekkineitt. Það er nú ;vona, það er mikið af fullorönu 'ólki i þessum störfum og það þorir ekki að mótmæla eða berj- ist af ótta við að vera sagt upp. Ákveðin tregða hjá fólkinu Hjá Starfsmannafélagi Reykja- vikurborgar fengust þær upplýs- ingar að verið væri að vinna að málum þessa hópssem er um 200 manns og vonandi tækist að tryggja réttindi þeirra á næst- unni. Það væri stefna félagsina að allt fólk yrði fastráðið og fengi laun allt árið. Það gætti ákveö- innar tregðu hjá starfsfólkinu sjálfu, þvi margir vildu halda fri- inu. Enn var könnun blaðsins haldið áfram, og hjá fræösluskrifstofu Reykjavikur svaraöi Hafdís Gisladóttír þvi til, að reynt væri að aðstoða alla þá starfsmenn borgarinnar sem vildu fá vinnu yfirsumarið, þeir fengju starf við afleysingar i sundlaugunum og á leikvöllunum, en i sumar hefði gengið heldur erfiðlega aö útvega vinnu m.a. vegna lokunar Sund- hallarinnar og sparnaðar hjá borginni. Það er þvi ljost eftir viðræður við fjölmarga aðila, aö ákveðinn hópur fólkssem vinnur hjá borg- inni nýtur takmarkaðra réttinda, en svo virðist sem bæjarfélögin úti á landi hafi séð við þessum leka. Þegar kreppir að eins og nú, koma götin i kerfinu i ljós. Enda þótt margir taki þvi fegins hendi að eiga fri' yfir sumarið, þá ættu allir launþegar að njóta fullra réttinda og fá laun allt árið. Það er réttlætiskrafa. — ká um. t skólum borgarinnar vinna milli 400 og 500 konur við að þrifa ganga og stiga sem þennan. Myndin er úr Austurbæjarskólanum. 1 öllum skólum borgarinnar vinna gangaverðir, bað- og dyraverðir ásamt ræstingakonum niu mánuði á ári — og er sagt upp á hverju vori. Myndin er tekin utan við Austurbæjarskólann. abriel Höggdeyfar eru gæöavörur G .S • varahlutir Armúla 24 Sími 3-65-10 \ — Reykjavík tí J Hrafnlsta Revkjavík Hjúkrunardeildarstjóri óskast frá 1. októ- ber, einnig vantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á ýmsar vaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 38440 og 35262. Blaðberabíó Hafnarbió, laugardaginn 14. júli kl. 13.00 DRAUGASAGA Spennandi mynd um ævintýri á gömlum búgarði Aðalhlutverk: Harry Andrews íslenskur texti. Blikkiðjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.