Þjóðviljinn - 14.07.1979, Qupperneq 9
Laugardagur 14. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Hvernig má
sporna við
EINKA-
BÍLISMANUM?
Fimmtungur þess dýr-
mæta gjaldeyris sem
landsmenn láta renna í
olfuhítina á þessu ári er
goldinn fyrir bensín. Rúm-
lega þrettán miljarðar
króna. Fyrir það er áætlað
að landinn fái 102 þús. tonn
af bensíni. Bróðurpartur-
inn af þvi er gleyptur af
blikkbeljunni, einkabíln-
um.
Á þessu ári eru 77 þús.
fólksbílar í landinu. Næsta
ár verða þeir yfir 81 þús.
talsins. Árið 1985 verða
þeir um 100 þús. Óðfluga
nálgumst við það mark að
eiga eina fólksbifreið fyrir
hverja tvo íbúa.
Einkabílisminn
vex
Þaö er margt i nútimanum sem
stuölar að fjölgun bila, og sifellt
vex fjöldi hinna svokölluðu
„tveggja bila fjiflskyldna”.
þessa liggja ýmsar örsakir.
Til
Aukin velmegun a stóran patt í
vaxandi bilaeign. Dreifing byggð-
ar og auknar fjarlægðir milli
heimilis og vinnustaða kalla á
fleiribila. Siðast en ekki sist eiga
lélegar almenningssamgöngur
stóra sök á vexti einkabilismans.
Fleiri minni háttar ástæður má
tina til. Vegakerfið er betra en
áður, fjöldi þeirra sem taka bil-
próf vex jafnt og þétt og allt hvet-
ur þetta til aukinnar bilanotkun-
ar. Þá má nefna að viðleitni kon-
unnar til að brjóta af sér ok karla-
samfélagsins hefur leitt til auk-
innar þátttöku þeirra i atvinnulif-
inu, en það hefur svo skapað fleiri
„tveggja bila fjölskyldur” og
stuðlaö á annan hátt að þvi að ýta
bilaeigninni upp á við.
Blaöauki
um orku-
sparnað
Manngjöld —
fjárútlát
Hugsar nokkur um það, hversu
mikill gjaldeyrir er goldinn fyrir
alla þessa bila? Eða hve stór hluti
af útflutningstekjum Islendinga
fer i kaup á eldsneyti sem einka-
billinn svelgir?
Lætur nokkur hugann reika til
þeirra sem árlega verða fyrir
timabundnum áföllum, örkuml-
ast eða deyja fyrir aldur fram
vegna slysa sem einkabillinn
veldur?
Nei, sennilega láta fáir sig
varða hugsanir af þvi tæi, þegar
þeir þjóta milli staða I flosmjúku
sæti undir stýri einkabilsins.
Úrræði
Hinn svokallaöi einkabilismi á
stóran þátt i þeirri sjálfheldu sem
oliuverðshækkanirnar eru að
koma Islendingum i. Við getum
þó notað ýmis ráð til að sporna
við óheillaþróuninni, losa okkur
sem mest viö einkabilinn og
spara um leið dýrmætt eldsneyti
sem senn gengur til þurröar.
1. Við getum reynt að ganga sem
mest milli vinnu og heimilis.
Þaö er heilsusamlegt auk þess
sem það sparar okkur fé og
landsmönnum gjaldeyri.
2. Viö getum hjólað.
3. Viö getum reynt aö samnýta
betur einkabilana.
A hverjum degi streyma þús-
undir manna úr úthverfunum
inn I bæinn til vinnu. Nokkrum
timum seinna fer þetta sama
fólk heim aftur. Þetta endur-
tekur sig á hverjum degi, árið
um kring. Flestir aka einir i bil
sinum, og að meðaltali mun um
1,35 einstaklingur vera i bil
Hversvegna ekki að slá sér
saman við nágrannana og
skiptast á aö fara á bilnum til
og frá vinnu? Eða vinnufélag
ana ef þeir búa ekki langt frá?
Fyrir utan hinn geysilega
orkusparnað sem af sllku hlyt-
ist yrði þetta fyrirkomulag lika
miklu skemmtilegra.
4. Við getum lika reynt að hafa
bilinn alltaf i þannig ástandi að
eldsneytiseyðsla sé i lágmarki
Agætar ráðleggingar um það er
að finna hér i blaðinu.
5. Við getum reynt aö nýta al
menningsvagnana miklu beturi
en við gerum i dag. I þvi felst
langmesti orkusparnaöurinn
Þetta er það atriði sem allir
verða að reyna að bæta I fram
tiðinni, og knýja á um bætur á
strætisvagnakerfinu og teng
ingu þess við nágrannabyggð
arlögin.
— ÖS
Blaðaukar
Þjóðviljans um
orkusparnað
Á tímum olíuskorts og sívaxandi oliu-
verðs ríður á miklu, að menn fari sparlega
með þennan dýrmæta orkugjafa. Takist
landsmönnum ekki að minnka notkunina
verulega, er hætt við að alþýða manna sæti
verulegum búsif jum, þegar skortsins verð-
ur vart fyrir alvöru.
En hvernig má spara orku og olíu?
Til þess eru ýmsar leiðir, sem hver og
einn getur viðhaft. Til að benda mönnum á
handhægar sparnaðaraðferðir hefur Þjóð-
viljinn ákveðið að gefa út nokkra blaðauka
um orkusparnað.
Þessi blaðauki er hinn fyrsti. Sviðsljós-
inu er beint að bílanotkuninni, og hvernig
hægt er að spara í rekstri bíla. Jaf nf ramt er
getið ýmissa nýjunga sem munu í framtíð-
inni draga verulega úr bensinnotkun bíla
hér og annars staðar í heiminum.
Á næstunni mun Þjóðviljinn svo gefa út
fleiri blaðauka, sem munu f jalla um orku-
og olíusparnað í híbýlum manna og at-
vinnuvegum landsmanna. —öS