Þjóðviljinn - 14.07.1979, Side 14

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Side 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júli 1979. Electra van 600 — bill af þeirri gerð sem Háskólinn fær vænt- aniega i haust. Skammt ífjöldaframleiöslu RAF- BÍLA Rœtt viö GISLA JÓNSSON prófessor Olían er á hverfanda hveli. Hvarvetna í heiminum berjast vísindamenn við að þróa upp farkosti, sem eru ekki háðir afurðum jarðolíunnar. Einn þeirra val- kosta sem mun áreiðanlega koma að miklu leyti í stað bensínknúinna ökutækja er rafbíllinn. Þrátt fyrir að hann ætti að höfða helst til þjóða einsog Islendinga sem hafa greiðan aðgang að mikilli og ódýrri raforku, höfum við sinnt rafbílnum skammarlega lítið. Hvað eftir annað hafa ráðamenn skellt skollaeyrum við óskum visindamanna um f járstyrk til að gera tilraun- ir með rafbíla á islandi. Olíukreppan hefur þó svipt hulunni frá sjónum margra, og nú hillir undir fyrsta islenska rafbílinn. Sá maður sem má með sanni kalla föður íslenska rafbílsins er Gísli Jónsson prófessor við Háskólann. Hann hefur verið eljusamur við að kynna þetta ný- stárlega farartæki í ræðu og riti. Þjóðviljinn tók hann því tali á dögunum og fræddist um þessa merku nýj- ung. Ð Karomr yyiuyiu vcroa — Hvernig hefur þér gengiO aO fá aOstoO stjórnvalda til kaupa á rafbilnum? .J'remur illa” segir Gisli. „Égheflengi baristfyrir þvi að Háskólanum væri gert kleift að kaupa rafbil með þvi að opinber gjöld af honum yrðu felld niður. En það var ekki fyrr en f þess- um mánuði, þegar rikisstjórnin ræddi orkusparnað lands- manna, að niðurfellingin fékkst. Iðnaðarráðherra tilkynnti mér þetta sjálfur og ég varð að von- um glaður við.” Sem dæmi um, hve miklu nið- urfellingin munar I peningum, má segja að billinn kosti nú Há- skólann um 3 miljónir en hefði kostað um 10 miljónir með öll- um gjöldum. — Hvaða tegund hyggstu þá kaupa, og hvenær er von á bíln- um til landsins? „Rafbillinn verður af tegund- inni Electra van 600. Billinn er raunar japanskur að uppruna, en drifbúnaðurinn er hannaðar af bandarískum aðilum og það- an verður billinn keyptur. Astæðan fyrir þvi að ég vel þessa tegund er einfaldlega sú, að hún er ódýr og hefur þar aö auki reynst mjög vel. Til dæmis má nefna, að bandariska orku- málaráðuneytið hefur sett upp ákveðinn staðal fyrir rafbila, og sú tegund sem ég hyggst kaupa uppfyllir skilyröi ráðuneytisins. Tegundin hefur llka almennt fengið góðadóma erlendis. Raf- veitan á Long Island i Banda- rikjunum fékk sér til reynslu 12 bila meö þeim árangri að hún hefur nú keypt 40 til viðbótar, þar á meðal Electra van 600. — Eru rafknúnir bilar viöa i notkun erlendis? „1 Bretlandi eru þegar um 60 þús. rafbllar. enda eru Bretar lengst komnir i raunverulegri notkun. I Bandarikjunum fjölg- ar þeim sifellt, þó mest sé þaö i tilraunaskyni. Til dæmis keypti bandariska póstþjónustan 350 bíla fyrir nokkrum árum og reynslan var svo ágæt af þeim, að þeir áforma að kaupa 5000 blla i viöbót. Japanir hafa lika tekið einhverja i notkun, og leggja mikla áherslu á þróun rafbilanna. I Danmörku hafa verið keyptir tiu rafbilar á vegum rafveitusambandsins þar. Það má þvi segja, að vegur rafknúinna bifreiða sé hvar- vetna að aukast.” — Hverjir eru helstu kostirnir við rafknúnar bifreiðir? „Fyrir Islendinga er ómetan- legur kostur að rafbilar ganga fy rir innlendri orku. Við munum ekki þurfa að afla gjaldeyris til eldsneytiskaupa og sú innlenda raforka sem viö getum nytt til að knýja þá, gengur ekki til þurrðar. Aðþvileytimunum við losna af klafa sihækkandi oliu, sem þar aö auki veröur senn uppurin. Að ööru leyti felast kostir rafbflanna einkum i eftir- farandi: Þeir menga ekki umhverfið með ýmsum óæskilegum efnum, einsog bensinbllarn- ir. Af þeim stafar nánast enginn hávaöi. Drunurnar frá um- ferðaæðum stórborganna munu þvi hverfa með til- komu rafbilanna. Viðhald á þeim er miklu minna en á bensinbllum. Slðast en ekki sist endast þeir allt að 100% lengur en aðrir bilar. Það sparar auð- vitað gifurleg verðmæti.” — En ókostitnir? „Okostirnir eru helstir þeir, að akstursviðið á hverri hleðslu er of litið ennþá. Rafknúnir bil- ar I dag komast yfirleitt ekki nema 50-100 kilómetra á hverri hleðslu. A hitt ber þó að lita, að i dag eru flestir rafbilar bensinbilar, sem hafa verið umbyggðir til rafnýtingar. Hins vegar er verið að prófa bila sem eru sérhannaðir fyrir rafnotkun, en þeir eru ekki komnir á markað. Sumir þeirra eru með nýja rafgeyma, i stað blýgeymisins, sem er notaður i dag, t.d. nikkel-járngeyma og nikkel-sinkgeyma. Þannig geymar munu örugglega lengja akstursviöið allverulega, þann- ig að það er stutt i að hægt verði að fá rafbila, sem geta ekið 100- 200 km. Einnig má minnast á sérstök svinghjól, sem ég kýs að kalla orkuhjólá islenskunni. Þau taka upp orkuna sem fer I hemlun og skila henni aftur viö hröðun bllsins. En þetta er nokkuð mik- il orka, einkum i innanbæjar- akstri, þarsem sifellt er verið að tiemla og hægja á. Orkuhjólið veldur þvi, að útaf rafgeymun- um þarf einungis að taka grunn- jrkuna, sem gefur miklu betri nýtingu á rafgeymunum. Stærð hjólsins er ekki nema á við með- alkúplingu, en það getur hins vegar aukiö aksturssviöiö um fjórðung.” — Telurðu að rafbilar verði fyrst og fremst notaöir i innan- bæjarakstri? „Það hygg ég að verði hlut- skipti þeirra i fyrirsjáanlegri framtið. Þó er verið að gera til- raunir með heita rafgeyma, sem ganga við 350-450 gráður C ogmeð þeim verðurhægtað aka 300-400km á einni hleðslu. Þeir verða tilbúnir innan ekki mjög langs tima. Þá er vert að geta þess aö Japanir hafa byggt til- raunabila, sem komast um 500 km leiöáeinnihleðslumiðaðviö jafnan 40 km hraða á klst. I innanbæjarakstri komast þeir um 250kilómetra, þannig að það er hugsanlegt að i framtiðinni veröi notkun rafbila ekki ein- ungis bundin við borgir.” — Hvernig yrði hleðslu geym- anna á rafbilnum háttað? „Einkabílar, sem ækju ekki nema 100-200 km á dag yröu ein- faldlega hlaðnir á nóttunni. Bilar sem ækju hins vegar lengri vegalengd á degi hverj- um, t.d. almenningsvagnar, þyrftu að koma viö á þjónustu- stöð og fá skipt um geymasett. Það tæki aðeins nokkrar minút- ur.” — Hversu hratt munu þeir geta farið? „Elektra van 600, sú tegund sem ég hef aúgastað á, getur farið upp i 90 km/klst i skamm- an tíma, en sá hraði sem húh getur haldiö að staðaldri er 60 km, sem er alveg nóg I innah- bæjarakstri.” I — Er langt i það að rafbílar verði fjöldaframleiddir? & „Það hygg ég ekki. Mjög stój- stórfyrirtæki eru með rafbil já tilraunastigi og senn verður hann kominn á framleiðslustig. Mikil áhersla er lögð á rafbila'.i Bandarikjunum, og þar eru til sérstök lög um þróun og til- raunanotkun rafknúinna bif- reiða. Samkvæmt þeim á orku- málaráðuneytið þar i landi að láta prófa hvorki meira né minna en 10 þús rafbila á næstu árum. Og stóru fram- leiðendurnir bæöi i Japan og Bandarikjunum eru að fara af stað með rafbilana, þannig að innan skamms verður að likind- um hægt að kaupa sér rafknúinn bfl I bilaverslunum á svipuðu verði og benslnbila.” — Munu rafbilarnir koma al- gerlega I stað oliuknúinna bíla i framtiðinni? „Nei. Ég held að rafmagns- bilar verði fyrst og fremst not- aöir innan borganna. En farar- tæki knúin öðru eldsneyti t.d. metanóli eða vetni muni i fram- tíöinni sjá um alla aðra flutninga. Um það erum við prófessor Bragi Arnason sem hefur mikið athugaö vetni sem eldsneyti, algerlega sammála.” — Hvernig hyggstu reyna raf- bílinn hér á landi? „Það þarf að aka honum við islenskar aðstæður eins og hverjum öðrum einkabíl 11-2 ár og sjá hvernig gengur. Hins vegar þurfum við aö reyna fleiri en einn bil, og til dæmis þarf eitthvert fyrirtækið að fá sér slikan bil til sinna nota, til aö hægt sé að kanna hvernig raf- bílar falla að slikri notkun. Mér finnst til dæmis ekki fráleitt að Reykjavikurborg kaupieinn eöa fleiri bila til reynslu. Borgarstjórn Reykjavikur samþykkti á sínum tima, að kannaðir yrðu möguleikar borgarinnar á að nota rafbila i staö bensinbila. Þvi miður var svo illa að þeirri athugun staðið, aö hún gat ekki gefið visbend- ingu um hagkvæmni rafbíla umfram bensinbila. Ég sendi raunar ýtarlega umsögn um at- hugunina til borgarstjórans. Aö minu viti er full ástæða fyrir Reykjavikurborg að taka máliö upp að nýju.” —ÖS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.