Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 17
Laugardagur 14. júU 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 ímeánmmém Pewgeot 504 Diesel eyðir aðeins um 7 litrun aff dieseloliu ó 100 kilómetrum. Jafnframt er hann traustbyggður, Jjf heffur frábœra aksturshœffni og haeffir vel JgF islenskum staðháttwm. jÆíjS* w/ Vagnhöffta 7 * Rayk|avik • Simi 8-57-11 Hluti fundargesta á stjórnarfundinum meö Ragnari Arnalds i Þorlákshöfn. Ljósm. Leifur. Frá stjórnmálafundi Ragnars Arnalds á Þorlákshöfn Ríkisstjórnin hefur náö megininarkmiöum sínurn Ragnar Arnalds mennta- og samgöngumálaráðherra hélt al- mennan stjórnmálafund i Þor- lákshöfn s.l. miðvikudagskvöld þar sem hann ræddi um stjórn- málaviðhorfin, vandamál rikis- stjórnarinnar og orkukreppuna. Jafnframt vék hann að sam- göngumáium og áformum þar að lútandi fyrir Suðurlandskjördæmi m.a. áætlun um lagningu bundins slitlags á Þoriáskshafnar- og Þrengslaveg. A fundinum voru nokkrir tugir manna og urðu um- ræður nokkuð fjörugar á köflum. Blaðamaður Þjóðviljans var staddurá fundinum, ogfer hér á eftir stutt lvsing á þvi helsta sem þar kom fram. Eftir að Garðar Sigurðsson alþingismaður Alþýðubandalags- ins i Suðurlandskjördæmi hafði sett fundinn, en hann var jafn- framt fundarstjóri, tók Ragnar Arnalds til máls. Ríkisstjórnin ekki ástsæl Ragnar hófmálsittá þeim orð- um aðhann yrði að viðurkenna að þessi rikisstjórn væri ekki sér- stakiega ástsæl umfram aðrar rikisstjórnir. Stafaöi það af þvi að ágreiningur stjórnarflokkanna hefði veriö mjög opinber i vetur, sérstaklega varðandi deilurnar og átökin um efnahagsmálin og taldi Ragnar að þá hefði lif rikis- stjórnarinnar hangið á bláþræði frá degi til dags. Ráðherrann vék i framhaldi af þessu aö stjórnar- þátttöku Alþýðubandalagsins i rikisstjórninni og sagði, aðAlþýðu- bandalagsmenn heföu aldrei veriö neitt sérstaklega ginn- keyptir fyrir þátttöku i henni. Hins vegar hefði þaö verið á- byrgðarhluti að skorast undan þátttöku eftir hinn mikla kosningasigur og var ætlast til þess af verkalýðshreyfingunni að flokkurinn tæki þátt i samvinnu við aðra flokka til að vinna bug á þeim mikla vanda, sem steðjaði að landi og þjóð á þessum tima. Meginmarkmiðin hafa náðst Ragnar vék siðan að þeim markmiðum sem þessi rikis- stjórn hefði sett sér, þ.e. að tryggja óskert lifskjör, halda fullri atvinnu og draga úr verð- bólgu. Ráöherann taldi að fyrstu tveimur markmiöunum hefði verið i meginatriðum náð, tekist hefðiaðhaldakaupmættilauna ó- skertum vegna aögerða rikis- stjórnarinnar. Þá hefðu aðgerðir hennar leitt tilþess aðkomið haföi verið i veg fyrir atvinnuleysi, en stefnt hafði i stórfellda rekstrar- stöðvun framleiðslufyrirtækja i fiskvinnslu á siðasta sumri. Varðandi verðbólguna rakti ráðherrann þróun hennar i máli og myndum (linuritum) og sýndi fram á að meðalverðbólgan á timabilinu feb. 1978 til ágúst 1978 hefði verið 54%. A timabilinu april til nóv. 1978 hefði verðbólg- an verið 40% og á timabilinu á- gúst 1978 til febrúar 1979 hefði verðbólgan verið komin niður i 24%. Núna hefðu siðan komið til hinar stórfelldu veröhækkanir á oliu og verðbólguáhrif þeirra myndu nú rýra mjög þann árang- ur sem rikisstjórnin hefði náð i baráttu sinni viö verðbólguna á fyrstu starfsmánuöum sínum. I lok umfjöllunar sinnar um efnahagsmál rakti ráðherr- ann það hvernig oliuhækkan- irnar hefðu verið til komn- ar og hvaða áhrif þær myndu hafa á þjóðarbú og afkomu. t tengslum við það lagði ráðherrann rika áherslu á aö tslendingar myndu gera stórátak til að nýta innlenda orkugjafa og hefja framleiðslu á innlendu elds- neyti s.s. vetni. Taidi Ragnar Arnalds að viðættum ekki að hika við að taka erlend lán til þeirra framkvæmda. I framhaldi af þvi vék Ragnar Arnalds að fjármunamyndun i þjóöfélaginu á undanförnum ár- um ogsýndi hvernig dregið hefði úr fjárfestingum á rikisstjórnar- dögum Geirs Hallgrlmssonar, sérstaklega á sviöi dagvistunar- og skólamála. Hins vegar væri nú þeirri óheilaþróun snúið við og heföi hann beitt sér fyrir þvl að stórauka framlag til byggingu dagvistunarstofnana. Stórt átak i vegamálum framundan Ragnar Arnalds hóf nú umræð- ur um samgöngumál. Þar bar hann saman framkvæmdir I þeim efnum á vinstri stjórnar árum og hægri stjórnarárum. Vandi þess- arar rikisstjórnar væri sá I þess- um efnum, að I ár væri verið að framkvæma vegaáætlun sem samþykkt varárið 1977, en þá var stórfelldur niðurskurður til vega- mála. Hins vegar yrði nú mikil breyting á og myndi hann auka það fé til muna sem varið yrði til vegamála. I sambandi við vegamál i Suðurlandskjördæmi þá sagði Ragnar það vera sína skoðun að mikilvægara væri aö verja þvl fé sem vegageröin vildi verja til að setja bundið slitlag á Biskups- tungnaveg i framkvæmdir við Þorlákshafnar- og Þrengslaveg. Hins vegar sagði hann að á árinu 1981 yrði hafin lagning bundins slitlags á þessa vegi samkvæmt áætlun, en hann myndi reyna að beita sér fyrir þvi, aö þeim fram- kvæmdum yrði flýtt, þannig aö þær gætu hafist á næsta ári. Rikisstjórnin gagnrýnd Eftir að ráðherrann hafði lokið máli si'nu hófust almennar um- ræður. Axel Guðmundsson gagn- rýndi rlkisstjórnina fýrir aö hafa ráðist á þá lægst launuðu með hækkun á opinberri þjónustu og sagði að lifskjör heföu versnað undir þessari stjórn. Þá taldi hann að flýta þyrfti lagningu varanlegs slitlags á Þorláks- hafriar- og Þrengslaveg. Guömundur Sigurðsson sagði það skoöun slna að taka þyrfti erlend lán til aö fjármagna lagn- ingu varanlegs slitlags á Þorláks- hafnarveg og Þrengslaveg. Varpaði hann þeirri fyrirspurn til Ragnars hvort hann væri ekki sammála því. Ragnar Arnalds tók nú aftur til máls og svaraði fyrirspurnum og gagnrýni. Á fundinum kom fram fjöldi fyrirspurna sem ekki er hægt að gera öllum skil hér. M.a. kom fram fyrirspurn um snjómokstur á Hellisheiði, bilferju milli Islands, Skotlands og Norður- landa, sem hefði endastöð I Þor- lákshöfn, niðurskurður i mennta- kerfinu, um farmannaverkfallið ogum kauphækkanir flugmanna. Suðurströndin hafi for- gangsrétt Baldur Óskarsson tók næst til máls. Baldur taldi það mjög brýnt hagsmunamál að lagt yrði varanlegt slitlag á Þorláks- hafnarveg og Þrengslaveg sem fyrst, og kvað það almenna kröfu og mjög brýnt hagsmunamál Þorlákshafnarbúa og Vest- mannaeyinga. Baldursagöi siöan aö atvinnumálin væru mjög ofar- lega i hugum þessa fólks, sem byggi sjávarþorpin viö suður- ströndina. Sjórinn væriekki ótak- mörkuö auölind, og myndi vafa- laust koma að þvi að veiöar yrðu skammtaðar. 1 þvi sambandi yrði fólk á þessi svæði að sitja í fyrir- Framhald á 22. slðu. TOYOTA 5000 km. öryggi Þótt kannanir víða um heim sýni að TOYOTA er sá bíll sem hvaó minnsta bilanatíðni hefur — er reglubundið eftirlit á 5000 km. fresti skynsamlegt. í fyrsta lagi til að koma í veg fyrir óvænta bilun, — og í öðru lagi, sem mjög gott atriði að benda á við endursölu. Toyota eigendur, pantið því tíma fyrir reglu- bundió eftirlit. Það tekur stuttan tíma og kostar ekki mikið. wTOYOTA’ UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 Söludeild -Varahlutir-Viögeröarþjónusta allt á einum stað T oyota öryggi Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á |eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. ! Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613. SVARID VID OLÍUKREPPUNNI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.