Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 14.07.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. júll 1979. I DAG M.A. „Konunni er kennt ad hún sé betur komin i forsjá annarra” — segir Svava Jakobsdóttir, alþingisma&ur og rithöfundur I Heigarblaösviötalinu. Svava segir meöal annars: „Þaö var „Blýhólkurinn” sem geröi mig aö Alþýöubandalagskonu”. ^Það halda allir að maður sé kúlturkommi’ — ef fulloröinn maöur sést á reiöhjóli”, segir Helgi Skúli Kjartansson, stjórnarmaöur i Félagi áhugamanna um hjól- reiöar, i vi&tali viö Helgarblaöiö. Kvikmyndagerð i Borgarfirði Helgarblaösmenn brug&u sér i Borgarfjöröinn i vikunni til aö fylgjast meö kvikmyndatökum, en þar er nú veriö a& kvik- mynda Óöal feðranna. ,,Eg er meiri Islendingur en Skoti” — segir Mik Magnússon, blaöafulltrúi, m.a. Iléttu spjalli viö Helgarblaöiö. Er Wings hljómsveit áratugarins? Kristján Róbert Kristjánsson fjallar um hijómsveit bitils- ins sifrjóa, Paul McCartneys. p»t komin l Ræktaðu garðinn þinn Handbók um trjárækt eftir Hákon Bjarnason bækur Hákon Bjarnason hefur um áratugaskeið staöið i fylkingar- brjósti íslenskra skógræktar- manna. t fyrstu var sú fylking fá- liðuð en hún hefur stöðugt fariö stækkandi og vaxið ásmegin með ári hverju. Hefur þar mestu um valdið óþrjótandi elja og dugnaö- ur Hákonar við að boða þjóðinni, i orði og verki, trú á möguleika skógræktar á tslandi. Þvi er ekki að neita að sumum hefur stundum fundist trúboð Há- konar meir mótast af vinnu- brögðum sr. Þangbrands en Þor- valdar frá Giljá. Það hygg eg þó, að hann hafi reynst skemmtileg og heillavænleg blanda af þessum mönnum báðum. Og þegar Hákon litur yfir farinn veg má hann vera ánægður með lifsstarfið. Sjálf- sagt hefur hann ekki séð alla sina drauma rætast fremur en aðrir menn. En hann hefur mun oftar unnið sigur en beðið ósigur. Hann hefúr sýnt og sannað trú sina i verki. Og þegar saga islenskrar skógræktar verður rituð, viðskul- um segja eftir svona 100 ár, mun nafn hans skipa þar mikið rúm og verðugt. Þótt Hákon Bjarnason hafi nú látið af störfum sem skógræktar- stjóri fer þvi fjarri að hann sitji auðum höndum. Nýlega er t.d. komin út eftir hann bók, sem nefhist „Ræktaðu garðinn þinn”, leiðbeiningar um trjárækt. Ann- ast Iðunn útgáfuna. Höfundur tekur það fram i formála fyrir bókinni, að henni sé ætlað að fjalla um trjárækt en ekki skóg- rækt. Er þar einhver munur á? kann einhver að spyrja. Hakon svarar þvi sjálfur þannig að trjá- rækt ,,er stunduð til skrauts og skjóls á takmörkuðu landsvæði. Henni er ætlað að vera hýbýla- prýði og til hvildar og afþreying- ar þeim, sem hana stunda”. Með skógrækt aftur á móti er „stefnt að framleiðslu viðar, vatnsmiðl- un, gróður- og jarðvegsvernd, svo að nokkuð sé nefnt”. Bókin fjallar, i stuttu en ljósu máli, um öll þau meginatriði sem þeim, er stunda trjárækt, er nauðsynlegt að kunna skil á. Upp- hafskaflinn greinir frá sögu trjá- ræktar á íslandi. Siðan er lýst 28 tegundum lauftrjáa, 17 tegundum barrviðar og 24 runnategundum, sem unnt er að rækta i islenskum görðum. Skýrt er frá þeirri reynslu, sem fengin er af inn- flutningi ýmissa erlendra trjáa- og runnategunda og bent á nauð- syn þess að velja þær tegundir til ræktunar i görðum, sem best hæfa islenskum aðstæðum. Leið- beint er um gróðursetningu trjá- plantna, grisjun, hirðingu og upp- eldi, næringarþörf, gerð þeirra og lifi. I lokin koma svo skýringar á nöfnum trjáa og bókaskrá. Hér er ekki rúm til að rekja efni bókarinnar svo, sem þó væri vert en fullyrða má, að á betri hand- bókeiga þeirekki völ, sem stunda trjárækt á Islandi. Nokkrar teikningar prýða bók- ina, gerðar af Atla Má. Oddi h.f. sá um prentun. — mhg Island er um miðbik Evrópumótið Frá þvi að við skildum við landsliðið okkar i siðasta þætti, hefur þetta gengið svona upp og ofan hjá liðinu. Við skulum lita á úrslit leikja: tsland-Sviþjóð: 10-10 Island-Austurriki: 1-19 Island-Tyrkland: 20-0 Ísland-Frakkland: 16-4 Island-Spánn: 18-2 Island-Danmörk: 2-18 yfirseta: 12 stig ísland-ttalia: 6-14 tsland Irland 3-20 ísland-Bretland: 8-12 Og eftir 18 umferðir hefur lið- ið 178 1/2 stig og er i 13. sæti (föstudag). Heldur missa okkar menn flugið undir lokin, en við sterka er að eiga. Tap á móti Dönum er nokkur nýlunda á Evrópu- mótum, þvi yfirleitt höfum við borið sigur úr býtum. Sex stigin á móti Italiu er ágætur árangur, þvi þeir eru með mjög gott lið. En stórtapið á móti Irlandi er slæmt, þó þeir hafi oftast unnið okkur. Irar virðast hafa á að skipa mjög góðu liði á mótinu, enda komið langmest á óvart. Naumt tap á móti Bretum er á- gætis árangur, og ætti að ylja Dönum og Norðmönnum, sem keppa hatrammri baráttu við þá um 2. — 3. sætið i mótinu. Frakkar og ítalir virðast ein- göngu ætla sér 1. —■ 2. ætið, en Pólverjar virðast heillum horfnir, t.d. töpuðu þeir 0-20 fyrir Finnum i 18. umferð og hafa 213 stig eftir 18 umferðir. 1 efstu sætum eru: 1. Frakkland 253 stig 2. ítalia 241 stig 3. Danmörk 237 stig 4. Noregur 235stig 5. Bretland 231 stig 6. Irland 230 stig. Aðrar þjóðir blanda sér ekki i baráttuna um verðlaunasæti, og kemur það mikið á óvart, hve slaklega Sviar, Svisslendingar og Pólverjar, auk Israela, standa sig. Allt eru þetta þjóðir sem hafa verið að gista þetta 1,- 6. sæti undanfarin ár. 1 heild sinni er árangur islenska liösins sá, sem við var búist, er það fór héðan. Þáttur- inn spáði þeim 12.-14. sæti, áður en keppni hófst, og þeir eru ein- mitt i 13. sæti nú, er 3 umferöir eru eftir á mótinu. 1 gær kepptu Islendingar við Finna og Júgó- slava, en i dag ljúka þeir keppni, við sjálfa gestgjafána, Svisslendinga. Ekki amalegur endir það. Liðið er væntanlegt heim á morgun eða mánudag. Bikarkeppni Bridgesam- bandsins Þættinum er kunnugt um úr- slit I tveimur leikjum sem spil- aðir voru fyrir skemmstu: Sveit Sævars Þorbjörnssonar Rvk.,sigraði sveit Jóhanns Kiesels Akranesi nokkið örugg- lega. Sveit Páls Askelssonar Isa- firði, sigraði sveit Georgs Sverrissonar Kópavogi einnig nokkuð örugglega. 1 gær fór fram leikur milli sveita Ingólfs Böðvarssonar Rvk. og Ingimundar Árnasonar Akureyri. A mánudaginn fer fram leikur milli sveita Sigfúsar Árnasonar og Vigfúsar Palssonar, beggja úr Reykjavik. Um aðra leiki er ekki vitað, en fyrirliðar eru beðnir um að hafa samband við þáttinn, er leikjum er lokið, svo hægt sé að birta úrslit. Gey siskemmti lega r keppnir hjá Ásunum... Mitchell-fyrirkomulagið hjá Ásunum nýtur mikilla vinsælda, enda ákaflega hagkvæmt i eins kvölds keppnum. Keppend- um hefur likað mjög vel, enda mikið til sami hópurinn sem sækir keppnir, þetta 24-30 pör. Sl. mánudag mættu 25 pör til leiks, og voru þessi efst: N-S: stig 1. Guðmundur Páll Arnarson - Þorgeir Eyjólfss. 325 2. Guðm. Pétursson — Sævar Þorbjörnss. 319 3. Guðbrandur Sigurbergs. — Oddur Hjaltason 310 4. Kristján Blöndal — Vaigarð Blöndal 285 5. Sigurður Sverrisson — Steinberg Rikharðss. 272 A-V: 1-2. Jón Þorvarðarson — Ómar Jónsson 292 3. Stefán Palsson — Ægir Magnússon 291 4. Jón Þ. Björnsson — Guðjón Ingi Stefánss. 285 5. Halla Bergþórsd. — Esther Jakobsd. 282 Keppnisstjóri er Jón Baldurs- son. Spilað er næsta mánudag. Væntanlegir keppendur eru minntir á, að keppni hefst reglu- lega kl. 19.30. Spilað er i Félags- heimili Kópavogs, efri sal. Allir velkomnir. Góð þátttaka í Hreyfils húsinu Að venju er góð þátttaka i Hreyfils-húsinu, I sumarkeppni bridgefélaganna i Reykjavik. Að þessu sinni mættu „aðeins” 32 pör til leiks, en þar á undan mættu 48 pör til leiks. Dulítið sveiflukennt, að visu. Orslit sl fimmtudag urðu þessi: A-riðill: stig 1. Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 274 2. Ingibjörg Haildórsd. — Sigvaldi Þorsteinss. 265 3. Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexanderss. 240 4. Guðjón Kristjánss. — Magnús Halldórss. 228 5. Anton Gunnarsson — SvavarBjörnss. 220 6. Sigriður Pálsd. — Sigrún ólafsd. 218 B-riðill: 1. Magnús Oddsson — Þorsteinn Laufdal 262 2. Haukur Ingason — Runólfur Pálsson 245 3. Cýrus Hjartarson — Hjörtur Cýrusson 236 4 Hannes Jónsson — Steingrimur Jónass. 233 5. Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 231 6. Jón Stefánsson — Ólafur Gislason 223 Keppnisstjóri er hinn siungi Guðmundur Kr. Sigurðsson. Keppni hefst reglulega kl. 19.30. Spilaðer i Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Allir velkomnir. Sendið inn efni Þátturinn skorar á bridgeá- hugafólk að senda inn allskyns efni, er snertir bridge, til þátt- arins eða til birtingar i: Spil dagsins. Ég trúi ekki öðru en að skemmtileg spil komi fyrir, svona annað slagið. Eða smá- frettirum eitthvað tengt bridge. Allt þegið. 1-2. Lárus Hermannss. Sigurður Karlsson bridge Umsjón: Ólafur Lárusson 292

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.