Þjóðviljinn - 22.07.1979, Qupperneq 11
Sunnudagur 22. júll 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
hefur bannað eru: Frimúrarar,
Oddfellows, og Good-Templars.
Varastu þvi að gjörast meðlim-
ur í nokkru sliku fjelagi, þvi að
þá ert þú ekki lengur kaþólskur,
og getur ekki, á meðan þú ert
meðlimur sliks fjelags fengið
hin heilögu sakramenti á dauða-
stundu þinni, nje heldur getur
þú eftir dauðann fengið kirkju-
lega greftrun...” Þetta leizt mér
nú rétt svona og svona á, þvi aö
ág var siálfur starfandi i
gútemplarastúku á þessum ár-
um. —
Sömuleiðis tók pastorinn okk-
ur vara fyrir að lesa vondar
bækur, að sjálfsögðu. Við leidd-
um talið að Halldóri Kiljan.
Hann vildi meina að Kiljan væri
bráðvelgefinn maður, en skrif-
aði ekki góðar bækur. Mér
heyrðist hann segja „ógurlegur
höfundur”, en þegar ég hváði:
„óguðlegur höfundur”. Sérstak-
íega mæltisthann til þess, að við
læsum ekki eina af bókum þessa
höfundar, Alþýðubókina. Ég
þarf varla aö taka þaö fram, að
ég fór strax upp á Landsbóka-
safn daginn eftir og las. hana
spjaldanna á milli, sumt marg-
sinnis.
Siðast frétti ég það af pastor
Boots þar sem ég var staddur i
millilandaflugvél i fyrravor, að
hann sæti nú i hárri elli suður i
Hollandi, og til viðbótar að það
hefði glatt hans gamla hjarta
fyrir rúmu ári eða svo að fá
sent litið ljóðakver eftir mig —
þar sem birt er gamalt kvæöi
um hann sjálfan. Hann hafði
vist haldið, að allir á hinu fjar-
læga Islandi væru búnir að
gleyma sér. En þvi fer auðvitað
fjarri. Þeir eru enn margir sem
muna séra Gerhard Boots og
kunna að meta starf hans hér,
m.a. þær ágætu tungumála-
kennslubækur sem hann samdi.
Hann var hámenntaður maður
og vel lesinn; það má mikiö
vera, ef hann hefur sloppið viö
það um ævina að opna eina og
eina synduga bók.
Aður en ég hvarf af þessum
slóðum á göngu minni sl. sunnu-
dag leit ég að sjálfsögðu inn i
kirkjuna. Hún stendur alltaf öll-
um opin, tákn náöarfaðmsins.
En í timans rás hafa orðið
nokkrar breytingar á þessari
kirkju, sem orka kunna tvi-
mælis og ekki verða raktar hér,
þvi að þetta sundurlausa mál er
þegar orðið miklu lengra en þvi
var ætlað, og bezt að nema stað-
ar að sinni.
Þann dag sem þessi grein
kemur fyrir almenningssjónir
eru liðin fimmtiu ár frá vigslu-
degi Dómkirkju Krists konungs,
eins og hún heitir réttu nafni.
Ekkert man ég frá þeim degi,
og þó var það sá merkisdagur i
minu eigin lifi að ég var búinn
að afplána réttan hálfan áratug
af minni jarðvist; hinsvegar
man ég mætavel eftir jarð-
skjálftanum daginn eftir, lik-
lega þeim fyrsta sem ég lifði,
einkum óttasvipnum á fólki og
viðbrögðum þess.
En þó svo að mánudaginn
22. júli 1929 stæði Rómarkirkja
mjög i sviösljósi hér á suð-
vesturhorni landsins, þá sá
Almættiö jafnframt fyrir þvi,
að Lúter fengi sitt — og jafnveí
heiðindómurinn. Hjónum norð-
ur i Skagafirði fæddist sonur,
sem var vatni ausinn og látinn
heita eftir hinum hvita ás. I fyll-
ingu timans gerðist sveinninn
prestur. Og nú hefur góðkunn-
ingi minn séra Baldur Vilhelms-
son setið Vatnsfjarðarpresta-
kall með sóma og sann um ára-
tugi, og ekki nema viðeigandi að
ég sendi honum heillakveöju i
tilefni dagsins svona i framhjá-
leiðinni.
18/7 1979.
Reið-
hjól
seljast
eins
Qg.
heitar
fW
JyÉ
m SœB - ;:JS%
m
lummur
Nú er mikið að gera i reiðhjóla-
verslunum eftir tollaafnámiö,
sem lækkar verð á reiðhjólum um
amk. 30%. Það er margs að gæta
þegar reiðhjól eru keypt, en það
sem þó skiptir kannski mestu
máli er að hjóliö sé hvorki of stórt
né of lítið. Til dæmis er mjög
hættulegt aö láta börn fá of stór
hjól, sem þau ráða ekki vel við.
Fjölskylduhjólin svokölluðu hafa
ýmsa kosti, m.a. þann að hægt er
að taka þau i sundur og setja t.d. i
bflskott. t Fálkanum fengum við
þær upplýsingar að góð full-
orðinshjól kostuðu frá tæpum 90
þúsund krónum, en barnahjólin
kosta 33.900, 46.800, 82,500 og
114.350 eftir stærðum. örninn átti
von á hjólasendingu þegar við
höfðum samband við verslunina,
en endanlegt verö var ekki komiö
á hjólin.
Worchersterhire-
sósa á 137 krónur
Þessi eöla sósa hefur tilheyrt
matartilbúningi breta um langan
aldur, og þykir ómissandi með
ýmsum réttum't.d.fleski, eggjum,
bökuðum baunum o.fl. Hún er
lika mjög góö i kryddlegi á kjöt
sem á aö steikja, i sósur, súpur,
kjötrétti og með hrisgrjónarétt-
um. Sú ódýrasta sem ég hef rekist
á fæst i KRON við Stakkahlíð,
kostar 137 krónur og er frá Hol-
brooks.
Bœtiefni í
sólarleysinu
Enda þótt menn greini nokkuö á
um nauðsyn vitamina i töflu-
formi, er flestir sammála um að
það getur veriö nauðsynlegt að
bæta sér upp sólarleysi og litla
útiveru með þvi að taka vita-
mintöflur. Alhliða næringarrik
fæða er auðvitað skilyrði fyrir
likamlegri hreysti, en þegar
Þeir voru margir sem komu að lita á nýju hjólin I Fáikanum. örninn átti von á
s.l. viku, og var megnið af þeim upppantað.
rigningin heldur fólki inni vikum
og jafnvel mánuðum saman, veit-
ir ekki af að hressa sig við með
t.d. lýsi og C vitamini. Heilsufar
bæjarbúa ku vera heldur bágbor-
ið i sumar og margir sem kvarta
undan sleni, svefni og þreytu.
Lýsið er eitt ódýrasta og besta
bætiefnið sem við eigum völ á en
Ufsalýsið kostar 400 krónur og
• Þorskalýsið 393. (Frá Rekord)
Hvort tveggja inniheldur mikið
magn af A og D vitaminum, en
Ufsalýsið þó meira, og þvi þarf
minna af þvi.
Margir hafa tröllatrú á stórum
skömmtum af C vltamini. Hægt
er að fá stórar bragðgóðar
hjólum á nýja veröinu I
„tyggitöflur” frá Dansk Droge
Import á 833 krónur, en hver tafla
inniheldur 500 mg. af
ascorbinsýru. Þessar töflur eru
einkum góðar fyrir börn þar sem
þær eru svo bragögóðar, en þær
innihalda 1. g af sykri hver. Þær
fást viða, t.d. i mörgum KRON
verslunum.
ÞAÐER
VISSPASSI!
Ný bók um
Morgan Kane
Prenthúsiö hefur gefiö út fimm-
tándu bókina i fiokknum um
Morgan Kane. Bókin ber nafniö
„MiIIi heims og helju" og fjallar
um það, er hetjan Morgan Kane
er aö ná sér eftir skotbardaga, og
lætur hugann reika til „þeirra
æsilegu atburða, sem leiddu til
þess aö hánn varö aö velja milli
gálgans eöa stjörnunnar” eins og
segir I fréttatilkynningu frá út-
gefanda.
1 fréttatilkynningunni segir aö
flokkurinn um Morgan Kane hafi
náð vinsældum lesenda, enda
greina „bækurnar frá viðureign
hans við harösvirustu glæpa-
flokka vestursins,” og „meö
snarræði sinu og hörku sýndi
hann og sannaði að hann væri of-
jarl þeirra á öllum sviöum”. Svo
mörg voru þau orð.
Bókin er 128 bls. og kostar 1475 i
krónur með söluskatti. —ÖS i
í
l
I
í
Vísir er smekkiegt og lifandi blað sem er í
takt við ólíkustu strauma hvunndagsins svo ekki sé talað
um helgarblaðið.
Pólitík, kvikmyndir, myndlist, leiklist, umhverfi,
bókmenntir o.m.fl. fá öll sína umfjöllun.
Með áskrift að Vísi losnar þú við óþarfa hlaup og vesen en færð
blaðið borið inn á gafl til þín stundvíslega dag
hvern. Það er viss passi.Sendu seðilinn til Vísis Síðumúla 8
eða hringdu í síma 86611 og við sjáum um framhaldið.
/ Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Vísi \
vlsm
...og segir rétt íiá!