Þjóðviljinn - 22.07.1979, Page 16

Þjóðviljinn - 22.07.1979, Page 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júll 1979. The Deer Hunter: Kvikmyndin The Deer Hunter (Hjartarbaninn) hefur að vonum vakið talsverða athygli og miklar umræður hafa spunnistaf henni þar sem sitt sýnist hverjum. Ýmist hafa menn lofað hana eða last- að. Þeir sem f jallað hafa um hana virðast annað (Christopher Walken) og Steve (John Savage), eru innritaöir i herinn og sendir til Vietnam. En áöur en til þess kemur kvænist Steve og haldin er heljarmikil brúökaups- veisla. Eftir aö kvikmynda- vélin hefur dvaliö drjúga stund viö aö sýna okkur glaöværan söng og f jörlegan dans er fylgst meö hjartaveiöum þeirra félaga daginn eftir. Þaöan er svo snögglega skipt yfir á annaö sviö: Vietnam. „Þjóniö guöi og fööurlandi af heilum hug.” Brúökaupsveisla er haldin, áöur en lagt er af staö til Vietnam. Hermaöurinn frá N-Vietnam neyöir Nick (Christopher Walken) til aö taka þátt i rússnesku rúllettunni. Kynt undir kynþáttahatur hvort skiptast í einlæga aðdáendur eða hat- ramma andstæðinga myndarinnar. • Þaö sem einkum hefur valdiö þessum deilum er sá þáttur kvikmyndarinnar, sem greinir frá örlögum nokkurra banda- riskra hermanna i Vletnam á meöan striöiö stóö sem hæst. Þaö er vissulega ærin ástæöa til aö gefa þessum kapitula nánari gaum, þvi vissulega er þar margt gagnrýnisvert og þegar betur er aö gáö, reynist umfjöllunin á Vietnamstriöinu vatn á myllu þeirra, sem aöhylltust heims- veldabrölt Bandarikjanna i þessum heimshiuta. Aöur en lengra er haldiö er rétt aö vikja fáeinum oröum aö atburðarásinni. Nokkrir ungir verkamenn, sem vinna I stáliöjuveru i Pennsylvaniu, eiga sér eitt sameiginlegt áhugamál: aö veiöa hirti. Þrir þeirra, þeir Michael (Robert De Niro), Nick Þorp stendur i ljósum loga. Vietnamskur hermaöur læöist aö byrgi þar sem þorps- búar hafa falið sig og hendir niður til þeirra hand- sprengju. Michael liggur i leyni og aðhefst ekkert. Allt I einu eru þremenn- ingarnir orönir fangar her- manna frá noröurhluta lands- ins. Þar veröa þeir aö þola hinar hræöilegustu pynt- ingar. Fangaveröirnirnir neyöa þá til aö fara i leik þann, sem gjarnan hefur veriö nefndur rússneska rúlettan, og hafa mjög gaman af. Neiti fangarnir að taka þátt i þessum leik eru þeir sendir i vatnsbúr, sem krökkt er af rottum og öörum viðlika skepnum. Þeim tekst þó aö sleppa úr fangabúðavistinni viö illan leik. Næst er sýnt frá dvöi þeirra I Saigon. Og enn á ný kemur rússneska rúlettan viö sögu — aö þessu sinni viröist sá leikur vera eitt helsta tómstunda- gaman fjárglæframanna og undirheimalýös þar i borg. Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega aö vakna, hvers konar mynd er dregin upp af kvikmynda kompa Umsjón: Sigurður Jón Ólafsson striöinu i Vietnam. Þvi veröur ekki neitað, aö sú mynd er fremur hliðholl Bandarikjunum og áhangendum þeirra. Þaö er gefiö i skyn, aö Bandarikja- menn hafi litinn sem engan þátt átt I þeim hörmungum og þeirri spillingu, sem þetta strlö leiddi af sér. Þvert á móti hafi þeir veriö einskonar leiksoppar illra örlaga. Þaö sem meira er: Myndin kyndir undir kynþátta- hatur. Vietnamarnir eru sýndir sem fantar og illmenni, fjár- glæframenn og bófar. Banda- risku hermennrirnir eru hins vegar meö hjartaö á réttum stað, sakleysiö uppmálaö: sumir láta engan bilbug á sér finna og standast allar freist- ingar, aðrir gugna taka þátt i siðspillingunni og gefa sig á vald örlögunum. Meöferöin á bandarisku hermönnunum i fangabúöum noröur-vietnamskra hermanna er heldur ekki sannleikanum samkvæm. Þvert á móti hefur oftar en einu sinni veriö bent á það aö meðferð á föngum Þjóðfrelsisfylkingarinnar og hermanna N-Vietnams hafi verið aö mörgu leyti góö. Annaö mál er svo þaö, hvernig þessum föngum hefur tekist aö aðlagast slikum aöstæöum og aöbún- aöi. Hins vegar er þaö vitaö mál, aö fangar Bandarikja- manna og leppa þeirra hafi sætt illri meöferö og nægir aö minna á hin alræmdu tigrisbúr I þvi sambandi. Þá er og látiö að þvi liggja I þessari mynd, aö rússneska rúllettan sé eins- konar þjóðarsport Vietnama og einkennandi fyrir hugsunarhátt þeirra, hvaö svo sem höfundur myndarinnar hefur fyrir sér i þvi. Nú er það svo, aö Vietnam- striöiö er ekki þungamiöja þessarar kvikmyndar og á það hefur veriö bent, að hún fjalli fyrst og fremst um samband þessara þriggja hermanna og hver áhrif striðið hefur á lif þeirra. Vissulega má þetta til sanns vegar færa. En þá vaknar sú spurning, hvort leik- stjóranum, Michael Cimino, hafi tekist að skapa trúveröuga mynd af hugsunarhætti banda- riskra hermanna þar sem forsendurnar fyrir breyttri skapgerð þeirri er lygasaga úr Vietnamstriöinu? Meö öörum oröum: Er hægt aö hafa samúö meÖ persónum sem veröa fyrir sliku áfalli, þegar hver sæmi- lega skynsamur maður ætti aö sjá, aö sú mynd, sem dregin er upp af striöinu i Vietnam er ekki meir en svo áreiöanleg? Þetta tvennt, atburðirnir i Víetnam og hugarfar persónanna i mynd- inni, veröur nefnilega ekki i sundur skiliö. Hópurinn sem vann viö kvikmyndina Ar hérans. Risto Jarva er lengst tii hægri. Um þessar mundir gefst kvikmyndaunnendum kostur á aö skoöa þrjár nýiegar finnskar myndir, en tilefniö mun vera hingaökoma nokkurra kvikmyndageröarmanna frá Finnlandi. Þessar myndir voru sýndar i Háskólabiói s.I. mánu- dag og veröa aftur sýndar þar á mánudaginn kemur. Mannlif (Aika hyva ihmis- eksi) er leikstýrð af Ruani Moll- berberg en hann var kominn á fimmtugsaldur, þegar hann geröi sina fyrstu kvikmynd. Sú hét Jöröin er syndugur söngur og vakti mikla athygli. Var hún sýnd á norrænni kvikmynda- hátiö, sem haldin var hér á landi fyrir tveimur árum. Mannlif gerist á þriöja tug aldarinnar i finnsku þorpi, Þriöja myndin heitir Ar hérans (Janiksen vuosi). Leik- stjóri hennar, Risto Jarva, fórst i bflslysi, er hann var á leið heim frá frumsýningu hennar, i desember 1977. Ar héranser af mörgum talin besta mynd Jarvas. Þetta er lofsöngur til náttúrunnar og einstaklingsfrelsisins. Sagan fjallar um auglýsingateiknara, þegar afleiðingar borgara- styrjaldarinnar 1918 voru ibúunum enn i fersku minni. Þetta er kómedia meö alvarlegum undirtón. Jaakko Pakkasvirta er leik- stjóri kvikmyndarinnar Skáldiö og lýsir hún fimm árum i lifi rithöfundarins Eino Leino (1878- 1927), innri baráttu hans og sambandi viö eiginkonu og hjá- konu. sem orðinn er leiöur á vinnunni og eiginkonunni. Svo er það dag nokkurn, að hann ekur fram á héra, sem næstum þvi hafði oröið undir bilnum. Atvik þetta leiðir til þess, að auglýsinga- teiknarinn ákveöur að segja skilið viö streitu borgarlifsins og búa einn með héranum úti i hinni óspilltu náttúru. Hérinn hænist aö honum og þeir verða upp frá þessu eins og óaöskiljanlegir vinir. Risto Jarva teflir fram skemmtilegum andstæð- um. Lögreglan botnar ekkert i hátterni hans, éiginkonan sýnir honum vænan stafla af ógreidd- um reikningum, þegar hann kemur heim eftir nokkurra daga útiveru, pempiulegir túr- istar birtast óvænt hjá fjallkof- anum þar sem hann dvelur. Þó sumum kunni að finnast þessi mynd ihaldssöm að þvi leyti, aö hún boði afturhvarf til náttúrunnar, þá er hún, samt sem áöur, i samanburði viö þann aragrúa engilsaxneskra kvikmynda þar sem ofbeldi og annar skepnuskapur rikir og sýndar eru dags daglega i kvikmyndahúsum borgarinnar, eins og vorboði aö loknum frost- hörðum vetri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.