Þjóðviljinn - 22.07.1979, Síða 21
Sunnudagur 22. júli 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
Börnum
Framhald af bls. 24.
son sinn sem sat og skoðaði
Andrésblaö hvort hann langaöi
ekki að læra að lesa. Hann svar-
aði afdráttarlaust Nei. Af því að
þá mundi hann ekki vita hvort
hann ætti að trúa textanum eða
því sem myndin sýndi. Þannig er
myndin aðfáofurvaldyfir orðinu.
Þörfum barna
ekki sinnt
Töluvert var rætt um skólann
og einn fyrirlesarinn hélt þvi
fram að hann hefði brugðist að
mörgu leyti. Hann hefur nánast
eingöngueinbeittsér að lestri, en
hvað varðar túlkun mynda, tal og
lifandi sköpun hefur hann ekki
sinnt sinu hlutverki. Það kom
fram sú gagnrýni að föndriö og
sköpunarstarfiðsemnúfer fram i
skölunum sé i raun aðeins fram-
hald á þvi sem áður var, börnun-
um sé afhent ákveöið verkefni og
sagði að búa til þetta eða hitt,
alveg eins og okkur var sagt að
teikna sveitabæ hér áður fyrr.
| Sköpunargáfan og imyndunarafl-
ið fá ekki að njóta sin.
I einu erindanna kom fram að
15% bóka sem gefnar eru út i' Svi-
þjóð eru barnabækur, en 50% af
útlánum bókasafna fer til barna.
Þarna er mikið misræmi og þörf-
um þeirra er ekki sinnt sem
skyldi.
I framhaldi af þessu vaknar
spurningin um framlag opinberra
stofnana eins og leikhúsa, út-
varps og sjónvarps til barna-
menningar hér á landi. Viö verð-
um að viðurkenna að þaö er harla
litið miðað við mikilvægi þess að
bjóða börnum upp á gott efni.
i Þess má geta að hjá fjölmiðlum
hér er aðeins einn fastráöinn
starfsmaður sem sér um barna-
efni. Það sýnir kannski betur en
flest annað hvern hug ráöamenn
bera til barna og þarfa þeirra.
Kanasjónvarpið
sáluga
Jakob fjallaði i erindi sinu um
aðstæður á tslandi. Hann sagði
I ma. frá könnun þeirri sem Simon
Jóh. Agústsson gerði um miðjan
siðasta áratug á börnum og bók-
I um. Þar kannaði hann m.a. börn
sem horfðu á Kanasjónvarpið og
kom fram að þá höfðu 38% barna
á höfuðborgarsvæöinu aðgang að
sjónvarpi, meðan ekki var starf-
rækt islenskt sjónvarp. Þessi frá-
sögn vakti mikla athygli ráð-
stefnugesta sem undruðust að
islensk stjórnvöld skyldu leyfa
hermannasjónvarp inni á heimil-
um landsmanna og innflutning á
tækjum.
Jakob fjallaði einnig um fjöl-
miðlamenningu hér og benti á
þann átrúnað sem tónlistarmenn
njóta meðal barna og könnuðust
! margir við þaö fyrirbæri.
A Norðurlöndum reyna opin-
berir aðilar að skapa mótvægi við
auglýsingaskrumsmenninguna
með þvi að bjóða upp á annars
konar efni. Það er eitthv aö annað
en hér, þar sem t.d. sjónvarpið
gengst upp i að auglýsa hljóm-
plötur og ýta undir halla-ladda -
menninguna.
Ein ágæt kona á ráöstefnunni
sagði að það væri alveg óhætt að
auka kröfur til barna. Þau þurfa
að finna að þeirra sé þörf i' sam-
félaginu i stað þess að þau séu
alltaf fyrir eins og þau fá hvar-
vetna að finna nú.
—ká
Þegar ég varð
Framhald af bls. 3.
Róðrar byrja
Eftir aö ég hafði dvaliö þarna I
viku byrjuöu róðrar. A þvi tíma-
bili kom þarna annar maöur, sem
átti að róa með okkur, Þorsteinn
Sigurjónsson að nafni. Eftir þvi
sem ég best veit mun hann nú
vera vistmaöur á Sólvangi i
Hafnarfiröi.
Svo kom áð þvi að farið var 1
fyrsta róðurinn. Báturinn hét
Sörli, 13 tonna mótórbátur. Viö
vorum 8 um borð: Sigurjón, sem
var skipstjóri, Guöjón bróöir
hans, viö Þorsteinn og svo frá
Minni-Vogum: Sæmundur
Klemensson, vélstjóri, Halldór
bróðir hans, Jón, sem ég man nú
ekki lengur frekari deili á og Ingi-
mundur roskinn maður, tengda-
faðir Sæmundar.
Við fiskuðum sæmilega og var
aflinn mest megnis vænn þorsk-
ur. Veiðarfærin voru net. Ekkert
spil var i bátnum og varð þvi
handaflið að duga viö netadrátt-
inn. Dálitið erfitt aö sjálfsögðu en
aðferðin var sú, að við drógum
sem ákafast er aldan lyfti bátnum
en settum svo fast er hann seig
niður i öldudalinn.
Ég hafði aldrei komið á sjó áður
og kveið þvi nokkuö fyrir sjóveiki,
— (tel ekki ferðina á milli
Borgarness og Reykjavikur), —
en er til kom varð ég hennar
aldrei var. Raunar voru gæftir að
jafnaði góðar, við fengum lang-
oftast gott veöur, enda rérum við
frekar grunnt, út á Leirur eða i
Garðssjó.
Allur fiskur var verkaöur I salt,
þannig vildi Sigurjón hafa það.
Unglingspiltur var hjá Sigurjóni.
Sá hann um að þurrka þorsk-
hausana og munu þeir hafa veriö
seldir til skepnufóðurs. Auk þess
sá hann um skepnuhirðingu en
Sigurjón hafði um 200 fjár og 4
kýr og seldi mjólk.
Gripið til segla
Mótorinn I Sörla gamla var
bölvaöur skrjóöur og alveg furðu-
legt að hann skyldi þó ekki bila
nema einu sinni. Þá vorum við
náttúrlega i róðri. Segl voru um
borð og var nú ekki um annaö að
gera en aö reyna að kóklast I land
á þeim. Þetta voru helviti góðir
sjómenn um borð, þótt ég undan-
skilji mig nú þar. Við „krusuð-
um” þarna fram og aftur, komust
jafnvel upp undir Keflavik og hélt
ég á timabili aö við myndum
lenda þar. Svo varö þó ekki og
heim náðum við.
Við vorum á útleiö þegar vélin
gerði verkfall sem var auövitaö
fullkomið ábyrgöarleysi af henni,
mundi Sigurður Lindal segja og
er náttúrlega hárrétt. Við áttum
net i sjó og þeim varö að bjarga.
Fangaráöið var, aö ýta á flot
áttæringi og á honum dömluðum
við útað netunum. En nú vildi svo
til að við fengum i fyrsta og eigin-
lega eina skiptiö andskoti vont
veður og var hörkubarningur að
komast heim.
Ingimundur gamli I Minni-
Vogum þoldi ekki þennan hrakn-
ing og fór ekki á sjóinn meir,
þessa vertiöina a.m.k. I hans rúm
kom Grimur Pálsson frá Hjálms-
stöðum i Laugadal.
Aöeins einu sinni fórum við á
færi og þá suöur I svokallaöar
Rennur. Fengum þar aöeins
fáein steinbitskvikindi og var
þetta ekki reynt aftur.
í lokin var fiskurinn rifinn
upp úr stöflunum, settur um borð
I mótórbát og lagöur inn i Hafnar-
firði hjá Þórarni Egilssyni eöa
a.mk. tók hann á móti honum.
Urðu þetta tveir bátsfarmar.
Ekki tók fæðið
framförum
En það varð biö á nýja fiskin-
um, þótt farið væri að róa.
Framanaf fengum við ekki að
bragöa á honum en þaö kom þó
fyrir er frá leið. Hinsvegar feng-
um við kjöt tvisvar i viku til aö
byrja meö en aðeins einu sinni 1
viku er á vertföina leiö. Mér þótti
þetta þunnur þréttándiog eittsinn
að kvöldi til sá ég súrt slátur á
eldhúsborðinu, Hafði ég þá engin
umsvif en reif það I mig I snatri.
Var ekki um það fengist en það
fann ég samt, að gömlu konunni
þótti alveg nóg um frekjuna i
þessum norðanstrák.
Fyrir kom, aö ég tók heim meö
mér þorskhausa og lifrarbrodda
og bað hana að sjóða þetta handa
okkur. Það gerði hún en kvartaði
þó undan þvi hvað mikil vinna
væri við að verka þorskhausana.
Sigurjón lét þessa sjálfsbjargar-
viðleitni mina óátalda. Ef fiskur
maröist eöa morknaöi þá fengum
viö hann ævinlega. Stundum
fengum við ekkert annað á kvöld-
in en hafragraut og svona pela af
mjólk. Mjólkin var af svo skorn-
um skammti að hún vildi endast
illa með grautnum en mér féll
bölvanlega að borða mjólkur-
lausan graut. Fór ég þvi fram á
aö fá meiri mjólk. Hana vildi sú
aldraða með engu móti láta af
hendi. Þá sótti ég budduna mlna
og baö hana aö selja mér mjólk,
það þyrfti þá ekki að flytja þann
dropann til Hafnarfjarðar eða
Reykjavikur. Ekki vildi hún
versla við mig en tók við bollan-
um kom með slatta neðan I hon-
um, fékk mér og sagði: „Hana
þá”. Eftir þetta hafði ég alltaf
þennan háttinn á og meö þvi móti
tókst mér aö verða pakksaddur af
graut og mjólk.
Blandaða mjólkin
A sjóinn höfðum við alltaf með
okkur rúgbrauö og margarin-
stykki, vafið innan i strigapoka.
Auövitað gegnblotnaöi þetta i
ágjöf og varð ekki beint kræsi-
legur matur. Og svo hafði hver
okkar þriggja pela flösku af
mjólk.
Mér þótti þetta nokkuð ein-
kennileg mjólk og æriö þynnkuleg
miöað við þaö, sem ég átti að
venjast. Ég fór að tala um þetta
viö Grim frá Hjálmsstöðum og
hann bað um að fá að smakka.
„Nú hver andskotinn”,, segir
Grimur, er hann hafði sopið á
flöskunni. „þetta er hér um bil
tómt vatn”. Réttir mér síöan sina
flösku, ég sýp á henni og það var
sko aldeilis mjólk. Ég hafði eigin-
lega ekkert gert mér almennilega
grein fyrir hvað að mjólkinni var
þótt mér fyndist hún óeölilega
þunn. Ég tala um þetta viö Sigur-
jón, segi honum aö mér þyki litiö
variö i þessa mjólk, sem við fáum
með okkur á sjóinn, hún sé vatns-
blönduð. Ég skal játa það, segir
hann, að ég hef látiö setja vatn
saman við mjólkina, þvi mér
finnst mig þyrsta af óblandaðri
mjólk. Ég segi það ekki vera svo
með mig og ég vilji fá almenni-
lega mjólk.
En ekkert breyttist svo ég tala
um þetta við þá gömlu. Hún þræt-
ir fyrir að hafa blandað mjólkina
og hefur sterk orð um sakargiftir.
Ég segi henni þá að Sigurjón hafi
viöurkennt að mjólkin væri
blönduð og þýddi ekkert aö þræta
fyrir þaö. En þá setti kerla hnef-
ann i borðiö og segir: Þetta getið
þið fengiö og annað ekki. Og við
þaö sat. Ég nennti þá ekki að
standa I freskari þrætum um
þetta, enda farið að liöa á
ráðningartlmann.
RÍKISSPÍTALARNIR
Lausar stöður
LANDSPÍTALINN
AÐSTOÐARLÆKNIR óskast sem fyrst til
afleysinga i 6 vikur á göngudeild geisla-
deildar Landspitalans. Starfið er einkum
fólgið i lyfjagjöf og göngudeildareftirliti.
Upplýsingar veitir forstöðumaður geisla-
deildar Landspitala i sima 29000 (438).
KÓPAVOGSHÆLI
LÆKNIR óskast i 1/2 starf til afleysinga á
Kópavogshæli sem fyrst. Upplýsingar
veitir yfirlæknir i sima
41500.
KLEPPSSPÍTALINN
Staða LÆKNAFULLTROA við Klepps-
spitalann er laus til umsóknar frá 1. ágúst.
Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskil-
in, ásamt góðri vélritunarkunnáttu.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 28. júli. Nánari upplýsingar
gefur læknafulltrúi spitalans i sima 38160.
Reykjavik, 22. júli 1979.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,
Simi 29000
P Hjúkrunarfræðingar
Staða aðstoðardeildarstjóra við Grensás-
deild, Endurhæfinga- og hjúkrunardeild
Borgarspitalans er laus til umsóknar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf sendist til hjúkrunarfor-
stjóra Borgarspitalans.
Nánari upplýsingar um stöðuna eru veitt-
ar i sima 81200 (202 eða 207)
Umsóknarfrestur er til 30. júli 1979.
Reykjavík, 22. júli 1979.
BORGARSPÍTALINN
ifl Fóstrur
Barnaleikvellir Reykjavikurborgar vilja
ráða tvær umsjónarfóstrur við gæsluvelli
borgarinnar.
Upplýsingar um störfin veitir Bjarnhéð-
inn Hallgrimsson, Skúlatúni 2, simi 18000.
Leikvallanefnd Reykjavikur.
Jón i Minni-Vogum mun hafa
haft einhvern grun um hvernig
háttað mundi verða meö fæöið,
þvi hann sagöi eitt sinn við mig
skömmu eftir að ég kom þarna
suöureftir: „Þú munt fá nóg aö
dútla viö en það er ekki vist að þú
veröir alltaf með fullan kvið.
Hins vegar er svo sjálfsagt að
geta, að þjónustubrögö voru ágæt
hjá gömlu konunni og hugsaði hún
vel um það að hafa fatnað okkar i
lagi.
Fábreytt
skemmtanalíf
Litið fór nú fyrir skemmtanalif-
inu þarna suöurfrá þessar vikur.
Helsta tilbreytingin i þvi fólgin að
taka lagið með Þorsteini, en hann
var ágætur raddmaöur. Að visu
hafði hann bassarödd eins og ég
en þó sungum viö stundum tvi-
raddaö. Og á sumardaginn fyrsta
kom piltur I heimsókn til Þor-
steins, Þorlákur að nafni. Hann
haföí háa og fallega rödd og gát-
um við nú sungiö þriraddaö. Var
þá heldur betur tekið lagiö þarna I
Vogunum á sumardaginn fyrsta.
Eitt sinn kom islenskur linu-
veiðari inn á leguna. Tve:*- menn
af honum réru i land. Annar
þeirra var Þorvaldur bróðir
minn, sem nú er látinn en hinn
var kallaöur Gvendur Kortsson.
Var hann að heimsækja einhvern
þarna á ströndinni. Bróðir minn
kom I Stóru-Voga. Mig lang-
aði um borö og fór út meö
þeim á skekktunni. En þá
var komiö hifandi rok og mátti
ekki tæpara standa meö að
viö næöum skipinu. Og þarna
fékk ég þá heldur betur að borða
að þvl er mér fannst eiginlega i
fyrsta og eina skiptiö þessar vik-
ur. Ég held, aö ég hafi næstum þvi
lokiö viö heilan lambsbóg. Mér
fannst ég ver botnlaus og sann-
leikurinn var sá, aö ég var orðinn
langsoltinn.
Mig minnir að þessi línuveiöari
hafi heitiö Golan og skipstjóri var
Kristófer Eggertsson, frændi
minn. Eftir matinnn var fariö að
spila „l’hombre og spiluöum viö
lengi dags. Siðan tók við kaffi
meö brauöi og loks kvöldmatur.
Taldi ég mig mundi töluvert búa
að öllu þessu áti hjá þeim Ilnu-
veiöaramönnum.
Þegar ég kom I land sagöi ég
gömlu konunni að ég hefði fengiö
heldur betur veislu um borð.
„Það hefur nú bara veriö af þvi
að þú varst gestur”, sagði sú
gamla og lét sér hvergi bregöa
við þessar fréttir. Þá sagði ég
henni aö ég hefði grætt I spilun-
um. Þaö þóttu henni góö tiöindi.
Afleiðing
Vogavistarinnar
„Jæja, nú skulum við koma
fram I eldhús og fá okkur kaffi,
mjólk eða kók eftir þvl sem þú
vilt, ég er einn heima, konan brá
sér norður I land með Hólmgeiri
syni okkar.
Nú er ástæðan til þess að ég hef
gerst svona fjöloröur um þessi
matarmál er sú, aö þau uröu til
þess að gerbreyta samfélags-
viðhorfum mlnum. Ég vil alls
ekki gera að þvl skóna aö að-
búnaöur okkar hafi veriö lakari
en sumsstaðar hefur gerst
annarsstaðar á þessum árum.
Atvinnurekendur reyndu þá, eins
og jafnan fyrr og siöar, að ná sem
mestu út úr vinnu sjómanna og
verkafólks fyrir sem minnst. Einn
liðurinn I þvi var aö halda fæðis-
kostnaðinum i lágmarki. Nú er
talað um að laklega sé búið að
farandverkafólki, þrátt fyrir okk-
ar dugmiklu verkalýðsfélög. Ég
var einskonar farandverkamaöur
á þessum árum. Svo slaklega sem
búið er að sliku fólki nú var það þó
enn verr þá. Maður varð bara aö
beita kjafti og klóm ef þvi var að
skipta, á annað var ekki að
treysta, — og dugði þó sjálfsagt
sjaldnast til.
Síðan ég var á vertiðinni i
Stóru-Vogum veturinn 1925 hef ég
viljaö leggja lið baráttumálum
verkalýðshreyfingarinnar og það
engu siður þau ár, sem ég stund-
aöi búskap. Bændur eru nú hvort
sem er ekkert annað en verka-
menn hjá sjálfum sér.
„Blessaöur fáðu þér meira
kaffi. Er það kannski kalt,?, það
getur svo sem verið þegar konan
er á ferðalagi”.
-mhg