Þjóðviljinn - 22.07.1979, Side 24
D/OÐVIUINN
Sunnudagur 22. júli 1979.
Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
C 81333
Kvöldsími
er 81348
nafn*
Kjartan
Jóhannsson
Kjartan. Jóhanivsson sjáv-
arútvegsmálaráðherra gaf
sl. þriðjudag út nýja reglu-
gerö fyrir Fiskveiðisjóð þar
sem Fiskveiöisjóði er bann-
aöaöveita lán eða lánsloforð
til smiöa eða kaupa á fiski-
skipum frá útlöndum nema
með samþykki sjávarút-
vegsrá ðuneytisins.
Þessi ákvörðun Kjartans
sem meöal annars hefur leitt
til stöðvunar á áðurgefnum
leyfum til togarakaupa til
Akraness og Neskaupstaðar
hefur hrundið af stað mikl-
um blaðaskrifum þar sem
menn eru ekki á eitt sáttir
við ráðagerð Kjartans.
Þar sem ekki fer lengur á
milli mála aö Kjartan er
nafn vikunnar sló Þjóðviljinn
á þráðinn til hans og ræddi
við hann um þá gagnrýni
sem borin hefur verið upp á
hann i blöðum siöustu daga.
Nú hefur þú sætt mikilli
gagnrýni vegna nýútgefinn-
ar reglugerðar fyrir Fisk-
veiðisjóð og verið skaaður
um að brjóta lög með þessari
ákvörðun þinni, hvað vilt þú
segja um þessa framkomnu
gagnrýni?
,,Ég tel að meginatriðið i
þessu sé það að ekki er hægt
að bæta viö fiskiskipastólinn,
þar sem viö verðum að tak-
marka fiskveiðar okkar.
Varðandi aögerðirnar sjálf-
ar þá tel ég þær fullkomlega
löglega framkvæmdar.”
Verður þessi ákvörðun þin
ekki þess valdandi að fiski-
skipaflotinn fslenski kemur
til með að drabbast niður?
„Éghefengatrúá þvi. Hér
er um það að ræöa hvort við
tökum tillit til hagsmuna
heildarinnar eða einkaaöila
sem bersýnilega fer ekki
saman i þessu tilfelli.”
Ert þú ekki að hygla eigin
kjördæmi meðþvi að heimila
kaup á tveimur togurum
þangað þe. Ými og Júliusi
Geir mundssyni skömmu
áöur en reglugerðin nýjatók
gildi?
„Mér hefur oröið það æ
ljósara eftir þvi sem á hefur
liðiB að brýna nauðsyn ber til
að takmarka sóknina i fisk-
stofnana. Nýjustu skýrslur
sem ég hef fengið frá Haf-
rannsóknarstofnun siðustu
vikur sýna æ betur þörfina á
þvi að takmarka sóknina
eins og framast er kostur.”
Finnst þér ekki réttlætan-
legt að td. Slldarvinnslan á
Neskaupstað fái aö endur-
nýja 12 ára gamalt skip sem
þeir hafa fengiö gott kauptil-
boð I og fá nýtt I staöinn?
„Það er nú bara þannig að
þegar margar umsóknir um
togarakaup liggja fyrir alls
staöar frá þá getum viö ekki
farið að gera upp á milli
staöa. ”
- lg
Börn-
um er
ekki
sinnt
sem
skyldi
Börnin eru i sviösljósinu þetta
áriöog veitir vist ekki af að beina
athyglinni að lifi þeirra og að-
búnaði á öllum sviðum. Dagana
15.— 17. júni sl. boðuðu samtökin
Svenska kvinnors vSnsterforbund
til ráðstefnu i Kungðlv i Sviþjóð
um barna m enningu . Samtök
þessi eru I alþjóðasamtökum lýð-
ræðissinnaöra kvenna, sem hafa
að markmiði að berjast fyrir
friði, réttindum og verndun
barna, jafnrétti kvenna og vernd-
un menningar. Hér á landi eru
það Menningar- og friöarsamtök
fslenskra kvenna sem hafa sömu
markmiö og var þeim boðið að
senda tvo fulltrúa og einn fyrir-
lesara til ráöstefnunnar. Ragna
Freyja Karlsdóttir og Sigriður
Eyþórsdóttirfóruá vegum MFIK
en Jakob S. Jónsson flutti erindi'
um ábyrgð fjölmiðla á barna-
menningu.
A ráðstefnunni voruflutt erindi
um börn i þriðja heiminum og líf
þeirra, um leiki ogsköpunbarna,
um það sem börnum er boðið upp
á af hinum fullorðnu, vandamál
barna sem flytja milli landa,
barnaefni i fjölmiðlum o.fl. Einn-
ig fóru fram umræður og álykt-
anir voru samþykktar.
Þjóöviljinn fékk Rögnu Freyju
og Jakob til að segja frá þvi
helsta sem fram kom, en plássins
vegna veröur að skipta frásögn-
inni i tvennt og verður fjallað um
innflytjendavandamálin i seinni
hlutanum.
Börn í þriöja
heiminum
Ráöstefnan var haldin með
styrk frá Norræna menningar-
málasjóönum ogsænska mennta-
málaráöuneytinu. 1 hópi ráö-
stefnugesta voru kennarar, bóka-
safnsfræðingar, rithöfundar og
fólk sem vinnur viö fjölmiðla og
útgáfu barnaefnis.
Dagskráin var stif, margir
fyrirlestrar fluttir, frjóar umræð-
ur og þarna kom margtfram sem
okkur þótti verulega upplýsandi
og sláandi.
Sérstaklega ber aö nefna fyrir-
lestur þeirra Erni og Ola Friholt
um börn i þriðja heiminum. Þar
opnaðíst ný sýn inn i heim sem
við þekkjum litið. Þau fluttu er-
indið mjög skemmtilega, sýndu
skuggamyndir og töluðu til skipt-
is. Fyrst voru myndirnar sýndar
og texti með sem var likur þvi
sem venjulegast gerist i frásögn-
um úr þessum heimshluta. Fras-
ar um hið erfiða b'f, flóö, þurrka
hungur og neyö, en i annarri um-
ferö voru myndirnar sýndar aftur
og nú settar i samhengi við trúar-
brögö, menningu, stjórnmál og
fleira, þannig að við skildum
hvers vegna ástandið er eins og
þaö er.
Við getum nefnt sem dæmi
kýrnar á Indlandi. Við lærum i
skólabókunum aö þær séu heil-
agar og viö hneykslumst á þvi að
þær skuli ekki vera étnar 'i þess-
Það er mikilvægt að segja börnum rétt frá öllu og það á ekki að fela staöreyndir, þó að þær séu óþægi-
legar eöa ljótar. Börn eiga að fá rétta mynd af heiminum.
Ragna
Freyja
Karlsdóttir
ogJakobS.
Jónsson
segja frá
um hungurlöndum, en skýringin
er auðvitað sú, að þær gefa af sér
mikinn áburð, sem er þessum
þjóðum miklu mikilvægari en
kjötið og þær fæöa af sér kálfa
sem halda hringrásinni við.
Þessi fyrirlestur var eins og
skvetta fram i andlitið, þar
voru rifnir niöur fordómar sem
eru gegnumgangandi i allri um-
fjöliun um þriöja heiminn. Þessi
hjón hafa ferðast mikið um ognú
miðla þau þekkingu sinni til
sænskra skóla.
Hvað er
barnamenning
t framhaldi af þessari tvenns
konar framsetningu á staðreynd-
um varrættummikilvægiþess að
túlka hlutina rétt fyrir börnum og
að ekki megi fela staðreyndir, þó
að þær séuóþægilegar eða ljótar.
Það er t.d. ógnvekjandi hvernig
ákveðnir hópar eins og kirkjan,
skátar, bindindishreyfmgar og
alls konar samtök, komast upp
meðaö mata fólk á alls konar á-
róðri og komast alls staöar aö
vegna þess að þau eru viður-
kennd af rikjandi öflum (saman-
ber islenska rikisútvarpið—ká).
Svo er það spurningin hvernig
við skilgreinum barnamenningu.
Ýmist er talað um þá menningu
sem þróast meðal barna eða það
sem þeim er boðið upp á af hinum
fullorðnu.
Það var töluvert rætt um siðari
þáttinn, það sem framleitt er
handa börnum og er á almennum
markaði. Rætt var um peninga-
sjónarmiðinsem erualls ráðandi,
i framleiðslu barnaefnis. Þar má
nefna bókaútgáfuna sem æ meir
hneigist i átt til myndasagna sem
gefnar eru út af alþjóölegum
markaði.
Myndasögur eru að ná yfirhendinni á bókamarkaðnum.
Heimur skrýplanna
Sögurnar um skrýplana sem nú
ganga eins og eldur i sinu yfir
Evrópu voru teknar sem dæmi
um slikar sögur. Spurt var: til
hverra höfða sögurnar og hvaða
boðskap er verið aö koma á fram-
færi? tkringum þessar figúrur er
mikið af auglýsingum og auglýs-
ingaskrumi, en sögurnar eru ekki
siður merkilegt umhugsunarefni.
I heimi þeirra er allt svo gott,
kerfið er svo gott, þeir geta allt og
engra breytinga er þörf. Þar fyrir
utan eru engar kvenkyns verur I
þeirra veröld, engar konur, engin
vandamál.
Kona að nafni Luise Waldén
sagði eina sögu. Hún spurði litinn
Framhald á 21. siðu