Þjóðviljinn - 11.08.1979, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 11.08.1979, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1979 Umsjón: Magnús H. Gíslason Árid 1978 var mjög Hagstætt bændum A árinu 1978 færðu 220 bændur búreikninga i samvinnu viö BUreikningaskrifstofu land- búnaðarins. Uppgjöri lauk I júli og bráðabirgöaskýrslu var skilað til sex-manna-nefndar I lok júli. 1 aðalvinnslu eru ekki talin með 68 býli, sem teljast á einhvern hátt afbrigðiieg, t.d. vegna tekna af öðru en landbúnaði, eða af öðrum búgreinum en sauðfé og naut- ggripum. Þeim 152 búum, sem þá eru eftir, er skipt i þrjá flokka, eftir samsetningu búanna, kúabú, sauðfjárbú og blönduö bú. Kúa- búin voru 66, sauðfjárbúin 42 og blönduðu búin 44. Stærð búanna er metin i ærgildum. Meðal- stærð búreikningabúanna árið 1977 reyndist vera 608 ærgildi eða 5% stærri en 1976. Kúabúin eru stærst eða 797 ær- gildi, blönduðu búin 531 og sauö- fjárbúin minnst, 403 ærgildi. Meðalfjölskyldulaun af land- búnaöiog vextir af eigin fé reynd- ust vera 5.280 þús. kr. þegar eignir hafa verið afskrifaðar um 990 þús. kr. Að krónutölu eru þetta mun hærri tekjur en árið 1977 eða 110% hækkun. Launa- tekjur fyrir aöra vinnu eru að auki 247 þús. kr. Kúabúin syndu hæstar fjöl- skyldutekjur eð kr. 5.888 þús. k, hækkun um 100%. Sauöfjárbúin sýndu að meðaltali 4.754 þús. kr., hækkun 113% og blönduðu búin 4.868 þús. kr. hækkun 110%. A undanförnum árum hafa orð- ið nokkrar sveiflur á tekjum eftir bútegundum. Arið 1976 eru svipaöar fjölskyldutekjur hjá þessum þremur bútegundum en árið 1977 og 1978 skipa sauöf jár- búin neðsta sæti. Ein aðalástæöan fyrir þessum breytingum eru sveiflur á afurða- magni eftir árskú og kind frá ári til árs. Meðalnyt hefur hækkað siðustu þrjú árin en afurðir eftir kind staðið I stað. Kjarnfóður hefur einnig hækkað minna en aörir liðir, en sá liður er lang stærstur á kúabúunum. eigin fé, er nemur þá kr. 5.280 þús., eins og að ofan greinir. Samsvarar það 1.254 kr. á klst. Nautgriparækt Meðalframleiðslumagn mjólk- ur á byii var 51.545 ltr., en var 47.040 itr. árið 1977. Arskýr voru 15.16 og meöal nyt þvi 3.400 ltr. og er það 2% hærri meðalnyt en 1977, sem var 3.332 ltr. Innlagt nautakjöt var 923 kg á býli. Framleiðslutekjur á árskú voru 461.772 kr. en breytilegur kostnaður 176.218 kr. og fram- legð þvi 285.554 kr. og er það 124% hækkun frá fyrra ári. Sjö bændur sýndu framlegð á árskú yfir 400 þús. kr., en 10 undir 200 þús. kr. Kjarnfóðurmagn á árs- kú var 1.020 kg. og hafði minnkað um 74 kg, en gras- kögglar voru 121 kg og höfðu aukist um 44 kg. Sauðfjárrækt Meðalinnlegg kindakjöts var 3.929 kg, en var 3.826 kg. árið 1977. Vetrarfóðraðar kindur voru 212 eða jafn margar og árið áður. Innlagðir voru 229 dilkar eða 1.08 dilkar eftir vetrarfóðr- aða kind. Meðal fallþungi var 14.68 kg, og reiknað dilkakjöt eftir vetrarfóðraða kind 18.1 kg, en var 18 kg árið áður. Reiknaður kjötþungi eftir á, (gemlingslömb meðtalin), var 22.19 kg, en 22.17 kg árið áður. Kjarnfóðurmagn á kind var 20.3 kg, og 5.3 kg graskögglar. Meðalframlegð á kind var 16.566 kg, en árið áður 8.822 kg og er það 88% hækkun. Framleiðslu- tekjur á kind voru 22.623 kg, en breytilegur kostnaður 6.057 kr. 25 býli sýndu framlegð á kind yfir 20þús. kr.en 8 neðan við 10 þús. kr. Eftir þessum niðurstöðum að dæma hefur afkoma i land- búnaði sjaldan verið betri en á árinu 1978, segir i Fréttabréfi Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, en þaðan eru Meðaltölur frá 152 búreikningum 1978 Framleiðslutekjur ... v Framleiðslukostnaður: 1. Áburður........... 2. Kjarnfóður......... 3. útihús ............ 4. Vélar ............. 5. Jörð .............. 6. Aðkeypt þjónusta--- 7. Launagreiðslur..... 8. Vextir, tryggingar o.fl 12.173.459 kr. 1.065.585 kr. 1.591.058 kr. 514.248kr. 983.673 kr. 402.604 kr. 790.782 kr. 586.015 kr. 959.953 kr. Framleiðsluk. 6.893.918 kr. Fjölskyldulaun og vextir af eigin fé.............. 5.279.541 kr. Vinnustundir fjölskyldu.............................. 4211 klst. Fjölskyldutekjur á vinnustund........................ 1.254 kr. Bústærð i ærgildum.................................... 608 Að jafnaði seldu bændur afurðir fyrir kr. 12.173 þús. en af þvi fara 6.894 þús. kr. I greiðslur fyrir áburð, kjarnfóður, þ.e.a.s. framleiðslukostnað annan en vinnu fjölskyldu og vexti af framangreindar upplysingar fengnar. Arið 1965 var bændum hagstætt og ekki er ólíklegt að árið 1978 sé nokkuö sambærilegt eða jafnvel enn betra. —mhg Gamli héraðsskóiinn að Laugarvatni er fögur bygging og stílhrein. Frá aðalfundi Mynd: —eik Norrænu bænda- samtakanna að Laugarvatni Dagana 1. og 2. ágúst var aðal- fundur Norrænu bændasamtak- anna haldinn að Laugarvatni. Aö- alfundirnir eru haldnir til skiptis á Norðurlöndunum. Fastir liðir á þessum fundum eru yfirlitserindi wm þróun landbúnaðarins I hverjulandi ogsagter fránýjum lögum, sem snerta landbúnaðinn og markaðsmálin. Höfum við þessar upplýsingar sem og þær, erhér fara á eftir, frá ritara sam- takanna, Agnari Guðnasyni, blaðafulltrúa Stéttarsambands bænda. Ávörp og erindi Eftir fundarsetningu Sveins Tryggvasonar, forseta „NBC” ávarpaöi landbúnaðarráðherra, Steingrímur Hermannsson, fund- argesti. 1 lok ávarpsins lagði landbúnaðarráðherra áherslu á aukin viðskipti milli landannaá landbúnaöarafurðum. Að við mættum aukasölu á kindakjöti, en I stað þess keyptum við af þeim korn- og trjávörur. Páll Lýðsson, bóndi i Litlu-Sandvik, fhitti erindi um fé- lagsmál bænda á Suðurlandi. Guðmundur Sigþórsson, deild- arstjóri i landbúnaðarráðuneyt- inu, flutti erindi um þróun land- búnaðar á Norðurlöndum á sfð- asta ári. Þá gaf forseti „NBC”, Sveinn Tryggvason, yfirlit um starfsemi „MBC” frá siðasta aöalfundi. Skipað var i 5 umræðuhópa á fundinum. Tóku þeir fyrir ákveðna málaflokka og skiluðu álitum, sem lögð voru fyrir fund- inn. Auk þess var ályktun frá orkunefnd NBC samþykkt á fund- inum, en sú nefnd hefur starfað I rúmt ár. Samvinnuhreyfingin Einn hópurinn lagði fýrir álit um samvinnuhreyfinguna. Bent var á að svipuðþróunhefði átt sér stað á öllum Noröurlöndunum, að minni afurðasölufélögin hefðu verið sameinuö, og sú þróun held- ur áfram. Það er aðeins í Noregi, sem lftil mjólkursamlög fá styrk frá rikinu til þess að geta haldið áfram rekstri. Lögð var áhersla á aukið sam- starf milli samvinnufélaganna á hinum ýmsu sviöum. Þá var bent á nauösyn þess að auka fræðslu um samvinnuhreyf- inguna i skólunum. NBC lýsti stuðningi við fyrirhugaö nám- skeið, sem halda á I Sviþjóð í okt. n.k., um „landbúnað, samvinnu- félög og skóla”. Boðið verður til þátttöku fulltrúum skóla og land- búnaðar frá öllum Norðurlöndun- um. Þá var lýst ánægju yfir þeirri þróun, sem átt hefur Ser staö á undanförnum árum með aukna þátttöku starfsmanna samvinnu- félaga i stjórnun þeirra. Agnar Guðnason. Þróunarhjálp 1 áliti umræðuhóps um þátttöku bændasamtakanna i hjálp við þróunarlöndin kom m.a. fram, að eðlilegt sé að samtökin beiti sér fyrir aukinni aðstoð þar sem um 80-90% af Cbúum þróunarland- anna búi i dreifbýli og stundi landbúnað. Dönsku bændasamtökin hafa skipulagt sérstaka aðstoð við þróunarlöndin, sem hlotið hefur heitið Danagro. A vegum sænsku bændasamtakanna eru rekin kennslu- og tilraunabú I þróunar- löndunum, „The Swed-Farm”. Ennfremur var lagt til að sam- vinnufélögin ættu að auðvelda starfsmönnum slnum að taka leyfi frá vinnu til starfa i þróun- arlöndunum. Þá var lögð áhersla á að aðstoðin viö þróunarlöndin ætti fyrst og fremst aö miða að því, að þau geti aukið eigin mat- vælaframleiðslu. Heilsugæsla i sveitum I áliti um heilsugæslu I sveitum varm.a. lögð áhersla á aðauknar værurannsóknir á orsökum slysa I landbúnaði og atvinnusjúkdóm- um. Komið verði á auknum upp- lýsingum milli landanna og að samstarf á þessu sviði verði meira. Markaðsmál Umræðuhópurinn, sem tók til meðferðar söluerfiðleika á bú- vöru og takmörkun framleiðsl- unnar miðað við markað benti á eftirfarandi: Danmörk hefur sérstöðu vegna þátttöku I EBE. Þar er það ekki innanríkismál þótt erfiðlega gangi að selja ákveðna tegund búvöru, þvl vandamálið er sam- eiginlegt öllum löndum innan EBE. Norskum bændum hefur tekist að mestu að miða mjólkurfram- leiðsluna viö innanlandsneyslu. Umframframleiðsla hefur skap- að vand^mál i Finnlandi, Islandi Sveinn Tryggvason og Sviþjoð. Bent var á leiöir, sem farnar hafa verið I ýmsum lönd- um til að draga úr framleiðslu bú- vara. Greiðslur ta bænda fyrir að breyta um framleiöslu hafa verið teknar upp hjá EBE. Bændum hefur verið borgað fyrir að hætta búskap, lækkað hefur verið ald- ursmark vegna lifeyrisgreiðslna. Settar hafa verið takmarkanir á stærð búa. Framleiðslukvóti hef- ur tlðkast I sumum löndum og fóðurbætisskattur. í nefndarálitinu kom fram, að ekki mætti lækka útborgun verðs til bænda, þar sem yfirleitt er miðað við að bændur skuli hafa sambærilegar tekjur og launþeg- ar. Þá var lögð áhersla á vöru- vöndun, aukna fjölbreyttni á full- unninnivöruogaukna kynningu á hollustu og gæðum afurðanna. Mjög mikið átak hefur verið gert ásíðastaogþessuáritil aðkynna mjólk og mjólkurafurðir. Hefur það leitt til aukinnar sölu á öllum Norðurlöndunum. 1 álitinu kom einnig fram, að fjölskyldubú- rekstur hentar bestá Norðurlönd- unum oghann eigi að njóta meiri stuðnings en stórbúskapur. Orkumál tályktuninni um orkumál segir m.a. að nauðsynlegt sé að tryggja ollu til rekstrar búvéla og sam- göngutækja. Ahersla verði lögð á aö nýta aðra orkugjafa og finna nýja. Unnið verði að þvi I samráði við fulltrúa annarra atvinnuvega ásamt stjórnvöldum, að nýta aðra orkugjafa en ollu. Orku- sparnaður og nýting innlendrar orku á að vera forgangsverkefni næstu ára. Auk þessaramála, sem hérhef- ur verið drepiö á, voru ýmis önn- ur mál rædd, svo sem samstarf afurðasölufélaga á hinum ýmsu sviðum. Samtals tóku þátt I fundinum 225 manns. Þar af voru kjörnir fulltrúar 130. Næsti aðalfundur NBC verður haldinn I Sviþjóð að ári. — mhg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.