Þjóðviljinn - 15.08.1979, Síða 5

Þjóðviljinn - 15.08.1979, Síða 5
MiOvikudagur 15. ágúst 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Dagskrá Reykja- víkurvikunnar Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir I dag, miðvikudag 15. ágúst kl. 17-19 er kynnisferð frá Kjarvalsstöðum til Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Farið verður i strætisvögnum með leiðsögumanni og m.a. sýnd- ar nýjar og gamlar aðveitu- og dreifistöðvar Rafmagnsveitunn- ar. Ekið verður inn að gömlu Raf- stöðinni við Elliðaár og gestum gefið tækifæri til að skoða hana, en I Félagsheimili Rafveitu- starfsmanna er sýning á ýmsu þvi er Rafveitunni viðkemur. Þar er boðið upp á kaffisopa og félag- ar i Stangveiðiféiagi Reykjavikur sýna fluguköst og ýmsan veiðiút- búnað. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Fimmtudagur ló.ágúst/ kl. Kjarvalsstöðum, sbr. dagskrána I dag. Laugardaginn 18. ágúst á afmælisdegi Reykjavikur hefst dagskrá kl. 14 með tslands- meistaramóti I siglingum i Naut- hólsvik. Gefst fólki kostur á að fgra i bátsferð um Skerjafjörð að Alftanesi. kl. 15 verða afhent viðurkenn- ingarskjöl Umhverfismálaráðs borgarinnar á Kjarvalsstööum. Veittar verða viðurkenningar fyrir 1. Fegurstu götu Reykjavíkur 1979, 2. Best umhverfi á vinnustaðog 3. Bestan aðbúnað barna á ibúðarhúsalóð. Framhald á 14. siðu Meistari Kjarval og músíkin Sl. mánudagskvöld voru haldn- ir útitónleikar á Miklatúni i tengslum við Reykjavikurvikuna sem þar stendur nú yfir. Lék hljómsveitin Brunaliðið fyrir á- heyrendur sem flestir voru á táningaaldri og kunna vel að meta þessa tilbreytingu. Mættu áheyrendur timanlega, en hljómsveitin hóf hins vegar ekki tónleikana fyrr en um hálfri stundu eftir auglýstan tima. Það er venjulega ekkert vinsælt þegar slikt kemur fyrir, en að þessu sinni kom það ekki að sök þvi unglingarnir eyddu timanum 1 sölum og á göngum Kjarvals- staða og var augljóst að margir þeirra höfðu ekki áður barið aug- um listaverk Kjarvals né önnur þau verk sem þarna eru nú til sýnis. A göngum hússins eru verk félaga úr Galleri Langbrók og Myndhöggvarafélaginu en i vestursal sýnir Septem hópurinn. Mátti merkja af viðbrögðum krakkanna að þarna höfðu þau uppgötvað nýjan stað þar sem vel mætti eyða einni kvöldstund eða svo. _þ(S. Nýr fréttaþulur hjá sjónvarpinu 17-19.30 heldur Þróunarstofnun kynning- arfund að Kjarvalsstöðum um vinnu og framkvæmd deiliskipu- lags tilraunareita I Seljahverfi. Hér er um að ræða nystárlega skipulagsvinnu, þar sem væntan- legir ibúar hverfisins tóku þátt i að móta umhverfið i heild. A eftir fyrirlestrum verður far- ið i skoðunarferð i Seljahverfi. Föstudaginn 17. ágúst kl. 17-19 verður farið i kynnisferð á vegum Rafmagnsveitu Reykjavikur frá Guðmundur Ingi Kristjánsson hefur verið ráðinn fréttaþulur hjá Sjónvarpinu frá og með 1. sept- ember. Tekur hann við starfinu af Sigurjóni Fjeldsted sem lét af störfum sl. vor. Hefur siðan ekki verið karimaður við fréttalestur- inn. 89 sóttu um stöðuna og var Guðmundur valinn úr þeim hópi. Hann er kennari að starfi og mun halda þvi starfi áfram samhliða sjónvarpsstörfunum. Hann er sonur séra Kristjáns Róberts- sonar sem starfar sem fréttaþul- ur nja útvarpinu I sumar. Alþjóðlegur fundur um endurhæfíngu haldinn í Heidelherg í haust Dagana 29. okt. til 2. nóv. 1979 verður haldinn fundur i Alþjóða- nefndinni um upplýsingaþjónustu varðandi endurhæfingu. Fundur- inn verður haldinn I endur- hæfingarmiðstöðinni fyrir börn og fullorðna i Neckargemfind Heidelberg, og verður efni fundarins þetta: „Upplýsinga- þjónusta varðandi endurhæfingu' fyrir þá, sem hafa skerta getu.” Endurhæfingarráð Sambandslýð- veldisins Þýskalands og endur- hæfingarstofnunin i Heidelberg sjá um undirbúning og fram- kvæmd fundarins. A fundinum verður skipst á skoðunum og reynslu, á alþjóð- legum grundvelli, og leitað verð- ur nýrra leiða til að aðstoða þá, sem hafa skerta getu, til handa eða hugar, eða eiga við félagsleg vandamál að strlða. Einkum verður treyst á aðstoð blaða, út- varps og sjónvarps. Auk aðalefnis fundarins, sem þegar hefur verið sagt frá, veröur einnig rætt um þessi sérmál: Framhald á 14. siöu r,------ I stuttu máli V Þróunarlöndin: Þrefalt meira til vopna- kaupa en þróunaraðstoðar Frá þvi 1955 hefur hlutur landa þriðja heimsins I vig- búnaðareyðslu heimsins vaxið úr 3% I 14%, en svo hátt kom- ust þau á siðasta ári. Þetta kemur m.a. fram i árbók sænsku friðarrannsóknar- stofnunarinnar SIPRI. Um það bil 70% af vopnaút- flutningi I heiminum fer til rikja þriðja heimsins, sem eyða þrisvar sinnum meira fé til vopnakaupa en þau fá f þró- unaraðstoð. Þrjú helstu vopnainnflutn- ingssvæðin voru á sl. ári: Mið-austurlönd með 47% vopnakaupanna, Austur-Asia með 17% og Afrika sunnan Sahara með 12% af vopnainn- flutningi. Aðal vopnasölurikin voru Bandarikin með 47%, Sovét- rikin með 27%, Frakkland með 11%, Italia og Bretland með 4%. Olía hækkar enn í Svíþjóö Innflutningur Svia á oliu og oliuvörum verður á þessu ári um 20 miljarðar sænskra króna (eða nær 1800 miljaröa isl. króna). Þetta er 7 miljörðum eða rúmlega 50% meira en i fyrra. Að mati ráðamanna er reikn- að með enn hærri olíureikningi árið 1980. Nýlega hefur olia til húsa- hitunar verið hækkuð um meira en 20%. Diesel-olia hækkaði að sama skapi. Þess- ar hækkanir fylgdu i kjölfar annarra fyrr á sumrinu. Auk þess hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til orkusparnaðar, svo sem 90 km. hámarkshraði á hraðbrautum, til þess að auka eldsneytisforða Svia og draga úr þörfinni fyrir skömmtun á næsta vetri. Gengur olíuverð af Concorde dauðri? Eldsneytiskostnaður, en ekki hávaði og hljóðmúrbrot getur orðið sá þáttur sem endanlega gengur af hinu lán- lausa Concorde ævintýri dauðu. Sá aðili sem annaðist markaðsmálin varðandi hina hljóðfráu farþegaþotu, Gor- don Davidson hjá British Air- ways sagði fyrir skömmu að Concorde „yrði liklega tekin úr notkun innan fárra ára ef eldsneytiskostnaður heldur á- fram að hækka”. Ummæli hans koma i kjölfar frétta um alvarlegar áhyggjur Frakka út af gifurlegu tapi Air France á hljóðfráu flugi. British Airways spáir hins- vegar „verulega betri út- komu” heldur en i fyrra er tapið á Concorde var 2 miljón- irpunda, sem er hátt I tvo mil- jarða. En ef oliuverð heldur á- fram að hækka mun það koma mun þyngra niður á Concorde en öðrum sökum hinnar gifur- legu eldsneytiseyðslu vélar- innar. Gulrótarmenni framtíðarinnar? Visindamönnum i Lundi- hefur tekist að fá fram sam- runa fruma úr mönnum og plötnum. Tókst þeim að fá frumu úr manni til að renna saman við frumu úr gulrót. Frá þessu er sagt i timaritinu Flora och Fauna. Talið er að þetta varpi ljósi á eðli krabbameins, eða til þess munu viðkomandi visindamenn vonast. Visinda- mönnunum mun einnig hafa tekist að fá fram samruna mannsfruma og fjólufruma. Samkoma helguð Pétri Pálssyni í Féiagsstofnun stúdenta v Hringbraut fimmtudaginn 16. ágúst kl. 21 Flutt verða áður óbirt kvæði og sönglög eftir Pétur, m.a. við ljóð eftir Jónas Svafár, kaflar úr Sköpunarsögu og kafli úr revíu (flutt nú 1 fyrsta sinn) Sungið verður úr Herfjötri og Sóleyjarkvæði Ávarp frá miðnefnd SHA Nokkrir herstöðvaandstæðingar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.