Þjóðviljinn - 17.08.1979, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. ágúst 1979
Kosningarnar i Nígeriu:
Shagari forseti
(Jtvarpið i Lagos höfuöborg
Nigeriu tilkynnti i gær að Shehu
Shagari hefði farið með sigur af
hóimi i forsetakosningunum i
landinu á laugardaginn var.
Shagari uppfyllti það ákvæði
kosningalaganna frá 1977 um að
forseti yrði að fá a.m.k. 25% at-
kvæða i 2/3 hinna 19 fylkja
Nigeriu til að ná kjöri i fyrstu um-
ferð.
(Jtvarpið sagði i gær að hann
hefði hlotið meira en fjórðung at-
kvæða i 10 fylkjum. Þá voru enn
ókomin endanleg úrslit úr tveim-
ur fylkjum en skömmu siðar til-
kynnti kjörstjórn að hann hefði
uppfyllt ákvæði laganna.
Shagari mun taka formlega við
völdum úr hendi herforingja-
stjórnarinnar 1. október næst-
komandi. Samkvæmt stjórnar-
skránni nýju hefur forseti Nigeriu
ekki ósvipað valdsvið og forseti
Bandarikjanna.
Shagari var frambjóðandi
Þjóðarflokks Nigeriu (NPN)
sem öflugastur er meðal þjóð-
flokka i norðurhluta landsins.
Flokkurinn hafði unnið umtals-
verða sigra i þingkosningunum i
siðasta mánuði.
I öðru sæti i kosningunum varð
Obafemi Awolowo sem hlaut
fjórðung atkvæða i 6 fylkjum.
Framhald á 14. siðu
Stuðningsmenn Mujahedin samtakanna mynda keðjur fyrir framan aðalstöövar þeirra til að verjast
árásum herskárra fylgismanna Khomeinis.
Gróði Shell fyrstu 6 mánuöiþessa árs:
1100 miljarðar
Fjölþjóöaoliufélagiö Skeljung-
ur (Royai Dutch Sheii Oii
Company) tilkynnti í gær að gróði
þess á öörum ársfjórðungi þessa
árs hefði numið 710 miijónum
sterlingspunda, sem er 80% aukn-
ing miðað við sama timabil i
fyrra. Þetta eru um 586 miljarðar
isienskra króna.
Gróða sinn þakkaði Shell hækk-
un olíuverðs og aukinni oliufram-
leiðslu í Norðursjó. Ekki kváðu
gengissveiflur hafa spillt fyrir.
Athafnasemi þessa holl-
ensk/enska auðhrings um allan
heim hefur þá skilað eigendum
hans 1328 miljónum sterlings-
punda gróða á fyrri helmingi
þessa árs, eða nær 1100 miljörð-
um islenskra króna.
A fyrri árshelmingi 1978 nam
gróði Shell ekki „nema” 394 mil-
jónum sterlingspunda. Svo virðist
sem oliukreppur hafi einstaklega
örvandi áhrif á gróða oliuhringa.
Sú var einnig raunin 1973/4.
Kúrdar fara sínu fram
Khomeini þrumar
gegn vinstrimönnum
Khomeini trúarieiðtogi i tran
hélt ræðu i gær þar sem hann
þrumaöi mjög gegn vinstrimönn-
um og hótaði þeim ásamt
menntamönnum sem hcfðu tengsl
við Ameriku tortimingu.
Ræðu sina hélt Khomeini i kjöl-
far harðrar atlögu sem fylgis-
Þar fór Young
Andrew Young hefur sagt af
sér og Jimmy Carter tekið af-
sögnina til greina. Ekki veröur
betur séð en að þessi gangur
mála komi Bandarikjastjórn
illa og forsetanum sjálfum i enn
meira klandur i baráttunni fyrir
endurkjöri á næsta ári.
Klaufaskapur stjórnarinnar
hefur átt stóran þátt i að svona
fór. Astæður afsagnarinnar geta
varla virst gildar. Young átti
fund með áheyrnarfulltrúa
Frelsissamtaka Palestinu
(PLO) i sendiráöi Kuwait þann
26. júli. Sá fundur hefði ekki
þurft að draga neinn dilk á eftir
sér ef ekkert sem máli skipti
hefði verið rætt á honum.
Bandarikjastjórn heldur enn i
þá stefnu sina að viðurkenna
ekki PLO og eiga engar form-
legar viðræöur við fulltrúa
þeirra samtaka fyrr en þau hafa
lýst þvi yfir að þau viðurkenni
tilverurétt Israelsrikis.
Flestum bandariskum stjórn-
málamönnum sem ekki eru
þvi flæktari i net kalda striðs-
ins ber saman um að þessi af-
staða, sem mótuð var meö sér-
stakri samþykkt 1975, sé
þrjóskufull og úrelt. Þeir telja
að margt bendi til þess að senn
veröi hægt að sveigja PLOinn á
„viðráðanlegri” brautir og þvi
sé nauðsynlégt að eiga viðræður
við samtökin. Slikt er fulltrúum
Bandarikjastjórnar meinað
nema í samkvæmum („on soci-
al occasions”) þar sem ekkert
sem máli skiptir berst i tal.
Young hélt þvi fram i fyrstu
aö hann hefði ekki rætt nein
stefnumótunaratriði við fulltrúa
PLO, Terzi að nafni, og hafi
Palestinumaöurinn staðfest
það. Hefði þá fundur þeirra
verið i engu frábrugðinn þeim
fundi sem sendiherra Banda-
rikjanna i Austurriki átti nýlega
með sendimanni PLO.
En siðar hvarf hann frá þvi og
játaði að umræöur Sameinuðu
Þjóðanna um Palestinumálið
heföu borist i tal. Þá hafði Isra-
elsstjórn harðlega mótmælt
fundinum sem bandariskt blað
heldur fram að israelska
leyniþjónustan hafi hlerað.
Andrew Young kunni allra
manna best að fóta sig á hálu
dansgólfi Sameinuðu þjóðanna.
Carter og Vance brugöust æfir
við vegna þess að Young hafði
ekki gefið rétta skýrslu um
fundinn. Young lýsti þvi yfir að
hann liti ekki svo á að sér hefði
orðið neitt á en taldi hins vegar
stefnu Bandarikjastjórnar
gagnvart PLO fáránlega.
Þegar svo var komiö þótti
stjórnvöldum sem hann heföi
hlaupið nægilega útundan sér og
hann varð að láta af embætti.
Sendi forsetinn honum mærðar-
legt kveðjubréf og þakkaði hon-
um starf hans.
Það veldur sjálfsagt miklu i
þessu sambandi að samskipti
Bandarikjanna og ísreels eru
með stiröasta móti um þessar
mundir einsog fram hefur kom-
ið i fréttum. En sjálfir lýstu
Israelsmenn þvi yfir i gær að af-
sögn Youngs breytti litlu um
það viðhorf þeirra að
Bandarikjastjórn væri i vaxandi
mæli að snúast á sveif með
Aöbum.
Andrew Young var af riku
foreldri og snemma vildi hann
gerast trúboði. En hann sneri
sér i vaxandi mæli að stjórn-
málum og tók þátt i mannrétt-
indabaráttu svertingja. Hann
flutti til Georgiu-fylkis og varð
FRETTASKYRING
fulltrúadeildarþingmaður þar
fyrir demókrata. Um það leyti
munu hann og Jimmy Carter
hafa tengst vináttuböndum.
Og vist er um það að hann
vann Carter mikið gagn i bar-
áttunni fyrir forsetatigninni. Þá
var Young auðvitað löngu orð-
inn talsmaður bandarisks kapi-
talisma og frjáls framtaks. En
fortið hans i mannréttindabar-
áttu og ýmsar frjálslyndar yfir-
lýsingar höfðu gert hann vin-
sælan mjög af svertingjum.
SvofóraðCarterhlaut 90% af
atkvæðum bandariskra svert-
ingja og ber ekki að vanmeta
hlut Youngs i þeim sigri. Carter
lofaði auðvitað ýmsum endur-
bótum og félagslegum fram-
kvæmdum i þágu svertingja i
kosningabaráttunni en við fæst
þeirra loforða hefur hann stað-
ið. Og þó Young hafi lofað þvi i
gær að hann muni hjálpa Carter
að ná endurkjöri er vist að af-
sögn hans mun enn draga úr þvi
trausti sem forsetinn nýtur
meðal svertingja.
Og afsögn Youngs mun lika
gera Carter- stjórninni erfitt
fyrir á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna. Þó kjaftforar yfir-
lýsingar Youngs hafi jafnóðum
verið bornar til baka af stjórn-
inni gekk honum mjög vel að
vinna með fulltrúum kapital-
iskra rikja þriðja heimsins.
Enda mun Carter hafa verið vel
ljóst að Young vann hagsmun-
um bandarisks auðvalds meira
gagn hjá Sameinuðu Þjóðunum
með skeleggri framgöngu sinni
og samningalagni en flestir
hvitir starfsbræður hans hefðu
getað gert. Það tókst að binda
endi á stööuga ósigra Banda-
rikjanna i atkvæðagreiðslum á
allsherjarþingi Sameinuðu
Þjóðanna og ugglaust lagði
Young fram sinn diplómatiska
skerf til þess.
Viðbrögð i þriðja heiminum
við afsögn Youngs staðfesta
þetta, reiði og vonbrigði með
„undanlátssemi Bandarikja-
stjórnar gagnvart Isrealsmönn-
um” eru viðkvæðið.
Halda mætti aö Carter ætti
þegar við ærin vandamál aö
striða og hefði sist efni á aö
missa „vinstra” andlitið nú.
hg
menn hans gerðu um helgina að
bækistöðvum vinstri afla i Teher-
an. Hún var helguð „degi Jerú-
salem”, en dagurinn i dag er
helgaður baráttu Palestinu-
manna skv. ákvörðun trúarleið-
togans.
Þessi dagur er jafnframt sið-
asti dagur ramadan, hins heilaga
mánaðar múhameðstrúarmanna.
Sérstök ganga verður farin i dag
til stuðnings baráttunni fyrir
frelsun Jerúsalem. Meðal þeirra
sem boðað hafa þátttöku eru
Mujahedin skæruliðarnir, isl-
amskur hópur sem þó hefur mátt
þola ýmsar kárinur af hálfu harð-
skeyttra stuðningsmanna Kho-
meinis vegna samstarfs sins við
vinstri menn.
1 ræðu sinni fordæmdi Kho-
meini Bandarikin og Israel sér-
staklega sem óvini Islams en um
leið bannaði hann vinstri mönn-
um að hafa sig nokkuð i frammi
og sagði að þeim yrði tortimt
skjótlega ef þeir létu að sér
kveða.
Það virðist þvi ljóst að vinstri
mönnum verður meinað að starfa
áfram opinberlega i Iran, a.m.k. i
höfuðborginni. Aðalstöðvar
Fedayeen skæruliðanna sem eru
stærstu vinstrisamtök landsins
eru enn hersetnar af byltingar-
varðmönnum.
1 gær skýrði blaðið Kayhan,
sem kemst næst þvi að vera mál
pipa stjórnvalda i Teheran, frá
Framhald á 14. slöu
Indland:
Kommúnistar
stydja Singh
Næst komandi mánudag verða
greidd atkvæði um traustsyfir-
lýsingu á rikisstjórn Charan
Singh i neðri deild indverska
þingsins. Horfur stjórnarinnar
bötnuöu i gær þegar
Kommúnistaflokkur Indlands
(marxiskur), CPlm, tilkynnti að
hann myndi styðja stjórnina.
Flokkurinn, sem hefur forystu
fyrir fylkisstjórn Vestur-Bengal,
hefur 22 þingmenn. Kommúnista-
flokkur Indlands, sem er moskvu-
sinnaður, hefur einnig tilkynnt að
hann muni styðja Singh, en sá
flokkur hefur helmingj færri
þingmenn.
CPIm lýsti þvi jafnframt yfir
að hann yrði áfram i stjórnarand-
stöðu. Stjórn Singh sem mynduð
var eftir afsögn Desai og klofning
Janatabandalagsins, stendur
mjög tæpt. Allt veltur á afstöðu
þess hluta indverska þjóðar-
flokksins sem lýtur forystu Indiru
Gandhi.
Hún hafði áður lofað Singh
stuðningi gegn ýmsum skilyrðum
en ekki liggur ljóst fyrir hvernig
þingmenn þessa flokksbrots (71
að tölu) munu greiða atkvæði á
mánudaginn. Mikil upplausn
hefur veriö i indverskum stjórn-
málum að undanförnu og flokka-
kerfið allt hefur riðlast.
Til skýringar má geta þess að
Kommúnistaflokkur Indlands
klofnaði 1964 og fór meirihluti
hans yfir i CPIm, sem tók gagn-
rýna afstöðu til Sovétrikjanna.
Siðar klofnuðu úr honum hinir
svonefndu naxalitar sem sterk-
astir urðu i Bengal.
CPIm stefnir að samstjórn með
lýðræðislegum borgaralegum öfl-
um og studdi á sinum tima Janata-
bandalagið gegn Indiru Gandhi.
I skoðanakönnun sem birt var i
gær kom fram að Indira nyti nú
meira fylgis en Charan Singh.
Utför
Karlinnu
gerö í dag
1 dag kl. 14.00 verður gerð
frá Hveragerðiskirkju útför
Karlinnu G. Jóhannesdóttur
frá ísafirði. Eftirlifandi
maður hennar er Jón Jóns-
son, klæðskeri, og stóð heim-
ili þeirra um áratuga skeið
að Fjarðarstræti 29 á ísa-
firöi.
Þessarar merku konu
verður minnst nánar hér i
blaðinu síðar.