Þjóðviljinn - 17.08.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 17. ágúst 1979
Orðsending frá Getraunum
Getraunir hefja starfsemi sina á ný eftir
sumarhlé með leikjum ensku deilda-
keppninnar hinn 25. ágúst. Seðill nr 1 hef-
ur verið sendur aðilum utan Reykjavikur
og nágrennis. Félög i Reykjavik og ná-
grenni sæki seðilinn á skrifstofu Getrauna
i íþróttamiðstöðinni.
Lögtök
Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h, Gjald-
heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fó-
getaúrskurði, uppkveðnum 16. þ.m., verða
lögtök látin fara fram fyrir vangreiddum,
opinberum gjöldum, skv. gjaldheimtu-
seðli 1979, er féllu i eindaga þ. 15. þ.m.
Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignar-
skattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald,
slysatryggingargjald, vegna heimilis-
starfa, iðnaðargjald, slysatryggingar-
gjald atvinnurekenda skv. 36. gr. 1. nr.
67/1971 um almannatryggingar, lifeyris-
tryggingargjald skv. 25. gr. sömu laga, at-
vinnuleysistryggingargjald, launaskatt-
ur, útsvar, aðstöðugjald, iðlánasjóðsgjald,
iðnaðarmálagjald, sjúkratryggingargjald
og sérstakur skattur á skrifstofu- og versl-
unarhúsnæði.
Ennfremur nær úrskurðurinn til gjald-
hækkana og skattsekta, sem ákveðnar
hafa verið til rikissjóðs og borgarsjóðs,svo
og til skatta, sem innheimta ber skv.
Norðurlandasamningi sbr. 1. nr.l 11/1972.
Lögtök fyrir framangreindum sköttum og
gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn-
aði, verða látin fram fara að 8 dögum liðn-
um frá birtingu þessarar auglýsingar,
verði þau eigi að fullu greidd innan þess
tima.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík,
16. ágúst 1979.
Blaðberar
óskast
ÞINGHOLTSSTR. —
MIÐSTRÆTI
(25. ág.-l. sept.)
EFRI-LAUGAVEGUR
(21. ágúst)
EFRI-SKtrLAGATA
(21. ágúst)
DJOtMU/NN
Simi 81333
Áskriftarsími
Þjóðviljans 8-13-33
Afmæliskyeðja
Ágúst Vigfússoin
70 ára
Litt hef ég lagt það i vana minn
að skrifa afmælisgreinar i dag-
blöðin. Hins vegar hef ég alloft
minnst fólks sem horfið er af
sjónarsviði mannlifsins.
í dag á sá maður afmæli, er ég
tel mér skylt að minnast .i dag-
blöðum með nokkrum orðum.
Hann er þjóðkunnur orðinn af Ut-
varpserindum, blaðagreinum og
bókum, sem hann hefur skrifað.
Fyrir réttum áratug fluttist ég
með börn min til Reykjavikur
og settist að i ibiið, sem ég hafði
keypt nokkru áður. íbUðin er i
fjölbýlishUsi. Fljótlega komst ég i
kynni við mann einn vel mið-
aldra. Við áttum eitthvað sam
eiginlegt. Það var lóðið. Má segja
að siðan höfum við hist svo að
segja daglega, þegar ég hef verið
i bænum.
Hver er maðurinn?
AgUst Vigfússon fyrrum barna-
kennari, sem er sjötugur i dag, er
fæddur vestur i Dölum, að Hörða-
bóli. Voru foreldrar hans Vigfús
íkaboðsson bóndi á Hörðabóli og
kona hans Margrét Sigurðar-
dóttir. Frá uppvexti sinum segir
Agúst gjörla í bókum sínum, sem
bera heitin Mörg eru geð guma
(1976) og Dalamaður segir frá
(1978). Æska AgUsts var sannar-
lega enginn dans á rósum. Föður
sinn missti hann á fyrsta árinu. I
barnaskóla var hann lítið sem
ekkert. Var á hrakhólum sem
barn og i vinnumennsku sem ung-
lingur. En þrátt fyrir allt baslið
komst Agúst í framhaldsnám, að
visu búinn að losa tvitugsaldur
þegar það var. Lá þá leiðin i
héraðsskóla — að Laugarvatni.
Þaðan er haldið i Kennaraskól-
ann viðLaufásveg. Skóladvöl þar
var þrautalending margra, sem á
þessum árum gátu ekki klofið
langt nám i menntaskóla og há-
skóla sökum fjárskorts.
Eftir kennaraprófið hélt Agúst
vestur i Bolungarvik. Þar
kvæntist hann konu sinni, Aðal-
heiði Haraldsdóttur, og þar
fæðast og vaxa upp tvö börn
þeirra, Sveinn og Dóra. Agúst
tafði heldur betur i Vikinni — eða
i 23 ár. Hann þótti góður kennari,
en einkum við sögukennslu. Olli
þvi að sjálfsögðu meðfædd frá-
sagnakunnátta hans og minni. Þá
var Agúst góður skriftarkennari,
hann skrifar listavel.
1 Bolungarvik kom Agúst
nokkuð við sögu opinberra mála
og sat i hreppsnefnd eitt kjör-
timabil. Ekki sóttist hann eftir
lengri setu I þeirri virðulegu sam-
kundu.
Frá Bolungarvik fluttist Agúst
með fjölskyldu sina til Reykja-
vikur sumarið 1957. En kennara-
stöðu fékk hann i Kópavogi og
kenndi i Kársnesskóla þar til
hann var orðinn riflega hálfsjö-
tugur. Þá hafði hann kennt sam-
fleytt I rúma fjóra áratugi, og að-
eins skipt einu sinni um kennslu-
stað. Sýnir það ekki glöggt, að
Agústhefur notiö trausts I starfi?
Ég hef dvalið fram að þessu i
grein minni við ævistarf Agústs,
kennsluna. Þar hefur hann skilað
góðu og drjúgu ævistarfi, en mér
er til efs, að það varðveiti nafn
hans og minningu lengur en rit-
störfin, sem hann leggur á rika
stund nú þegar um hægist og ald-
urinn færist yfir. Bækur tvær eru
út komnar frá hans hendi og ein
bók mun enn koma út undir hans
nafni. Þá hefur Agúst skrifað
fjöldann allan af blaðagreinum ,
aðallega minningaþætti, í Lesbók
Morgunblaðsins og viðar. Hannn
er tiðurgestur i Utvarpinu í seinni
tið. Allt sem Agúst semur er á
góðu máli sem allir skilja. Það er
engin stofnanaislenska á greinun-
um hans Ágústs Vigfússonar
heldur þróttmikið tungumál, eðli-
legt og óþvingað. 1 útvarpinu er
Agúst skýrmæltur. Hvert orð
kemst til skila sem hann segir.
Það að Agúst hefur ekki fyrr sent
frá sér efni mun aöallega stafa
af þvi að lifsönnin hefur setið
dottandi i dyrum hans fram undir
þetta. Ég hef lesið flest það i
handriti, sem Agúst hefur látið
frá sér fara. Mun ég upphaflega
hafa hvatthann til að koma þvl á
framfæri, bæði i blöðum og út-
varpi. Agúst hefur oftast lesið
fyrir mig það, sem hann hefur
verið að semja hverju sinni, til að
leita álits mins á þvi. Stundum
hefur hann beðið mig að lesa það
yfir, ef vera kynni að ég fyndi ein-
hverja agnúa á máli, sem honum
hefði sést yfir. Allt þetta vil ég
þakka, vegna þess trausts sem
hann hefur sýnt mér.
Auk þess að vera vel ritfær I ó-
bundnu máli er AgUsthagyrðingur
góður.Hann yrkir að sönnu ekki
mikið af visum, en vandar gerð
þeirra þvi meir. Nokkrar af vis-
um Agústs eru i Vlsnasafni
Sigurðar frá Haukagili.
Oft höfum við AgUst ræðst við.
Við fórum gjarnan i stuttar
gönguferðir, þegar við höfum
tima og vel liggur á okkur. Aðal-
umræðuefnin eru þá gjarna
stjórnmál, bókmenntir eða stór-
menni sögunnar, einnig persónu-
legir hagir. Ágúst er jafnlyndur
maður. Honum gekk vel að um-
gangast nemendur sina. Jafnvel
verstu óróaseggir róuðust i návist
hans. Ein visa lýsir vel lundarfari
AgUsts — hann er höfundur
hennar:
Gott er að hafa létta lund,
— ljúfur eðlisþáttur.
Geta’ að lokum Guðs á fund
gengið alveg sáttur.
Ef þú, lesari góður, skyldir eiga
erindi I Háskólabió um helgi, þá
sérðu væntanlega mann einn
nokkuð við aldur, þéttvaxinn,
meðalháan og hæruskotinn, sem
rifur af miðanum hjá þér um leið
og þU gengur inn i anddyri kvik-
myndahUssins. Þetta er hann
Agúst, sem er sjötugur I dag.
Hann ber aldurinn vel. Og nU
sinnir hann áhugamálum sinum,
laus við fjárhagsáhyggjur og
daglegt streð. Hann er gæfumaö •
ur.
Mig langar til aö ljUka þessari
afmælisgrein með tveimur erind-
um, sem ég sendi Agústi sex
tugum, rétt i þann mund er kynni
okkar hófust:
Eru okkar kynni
ekki löng — en greið.
Mestu skiptir máli
manns á ævileið
hitta þá sem hafa
hjartaþelið gott.
Býst ég við að beri
báðir þessa vott.
Þessa taug sem tengir
tvo, fær enginn séð.
Hún er innst i hjarta
hitar mannsins geð.
Lengst um ieið ófarna
lifðu I trú og von,
er það ósk mins hjarta,
Agúst Vigfússon.
Auðunn BragiSveinssoi
Það var einhvern tima á við-
reisnarárunum að lög voru herfi-
lega brotin á opinberum starfs-
mönnum. Stjórn BSRB boðaði til
mótmæla- og baráttufundar i
Háskólabiói. Félagar BSRB létu
ekki standa á sér og troðfyUtíT
bióið. Hins vegar varð bið á þvi að
fundurinn hæfist. Biósýning var
nýafstaðin og það þurfti að koma
fyrir á sviðinu mikrófónum,
ræðupúlti, stólum og drykkjar-
föngum fyrir leiðtoga BSRB.
Fyrir þessum framkvæmdum
stóð dyravörður hússins, gild-
vaxinn maður og svipmikill með
augabrúnir eins og Brésnef.
Loksins hófst fundurinn, en
þvilikar barátturæður, Jesús
minn! Þær einkenndust af linku,
eftirgjöf og meiningarlausu
gaspri. Talsmaður Starfsmanna-
félags Reykjavikur mælti óbeint
lagabrotunum bót.
Þá var það, að dyravörðurinn
gekk enn á ný upp á sviðið og
virtist ætla að hagræða mikra-
fóninum en hann fór þá að halda
ræðu, sannkallaða barátturæðu
og það blaðalaust. Marg-oft var
hann að gera hlé á máli sinu
vegna dynjandi lófaklapps og
þegar hann lauk ræðunni var
klappið slikt að halda mátti að
Stefán, Islandi hefði verið að
ljúka við að syngja ökuljóð.
Þegar lófaklappinu linnti sögðu
menn hver við annan: Hver er
þessi dyravörður? Hver er þetta
sem talar eins og sá sem valdið
hefur?
Það gátu ekki allir svarað
þessum spurningum, þvi ræðu-
maðurinn hafði ekki verið
kynntur. Þessi dyravörður sem
fór að flytja barátturæðu, þegar
honum ofbauð uppgjöfin og lág-
kUran,er70ára I dag og nafn hans
er Agúst Vigfússon.
1 tuttugu ár störfuðum við
Agúst saman við Kársnesskólann
i Kópavogi og i mörg ár vorum
við nábúar. Þó aldursmunur
væri nokkur, kom það ekki að
sök. AgUst er miklu yngri i anda
en aldurinn segir til um. Kennslu-
stofur okkar lágu oft saman. Við
vorum fyrstu kennararnir á
Islandi sem komum á opnum
skóla og kenndum nemendum
sjálfstæð vinnubrögð. Við
opnuðum stofurnar upp á gátt og
af göngunum fylgdumst við með
vinnubrögðum nemenda milli
þess sem við spjölluðum um
pólitik, veðrið eða nýjustu
kennsluaðferðir. Ekki minnist ég
þess, að við höfum fengið þakkir
fyrir að hafa verið frumkvöðlar
opins skóla hérlendis.
1 þessum linum verða ekki
rakin æviatriði Agústs enda
hefur hann skrifaö tvær bækur
um ævi sina og uppvaxtarár.
ÁgUst hefur ætið verið áhuga-
maður um pólitík og er mikill
verkalýðssinni. Þó ég hafi ekki
hitt hann nýlega segir mér svo
hugur, að hann sé ekkert
ofsahrifinn af þeirri vinstri
stjórn, er nU situr. Ég held það
væri ekki úr vegi að ráða nýjan
dyravörð við Stjórnarráðið .
Lifðu heill Agúst,
Þórir Hallgrimsson.
Kvedja frá
Þjóöviljanum
A þessum timamótum i' ævif
Agústs Vigfússonar sendir Þjóð-
viljinn honum árnaðaróskir með
þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á
liðnum árum. Ritstj.
Blaðberabíó
Doktor Goldhood og Bikinívélin.
Spennandi gamanmynd með
VINCENT PRICE og FRANKIE AVA-
LON i aðalhlutverkum.
Sýnd laugardaginn 18. ágúst kl. 13.00 i
Hafnarbiói.