Þjóðviljinn - 02.09.1979, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979.
Sœtkenndar
óravíddir
háloftanna
Ég skundaði hröðum skrefum i
gegnum sýningarsvæði alþjóð-
legu vörusýningarinnar i Laugar-
dalshöll. A báða vegu blöstu við
yndisfögur auglýsingabros sem
komu köldu vatni milli skinns og
hörunds.
Úti var ævintýralega milt
laugardagskvöld og ég var að
koma af Esjubergi ásamt minni
heittelskuðu eftir að hafa torgað
mjúkum kjúklingi með góðri sósu
út á og fersku grænmeti og rennt
þessu öllu niður með volgu rauð-
víni. Skapiö var þvi i besta lagi og
ég flýtti mér eins og ég gat i gegn-
um sýningarhöllina til að spilla
nú engu.
Erindið var að taka sér far til
Nýju Jórvíkur um borð i nýjasta
islenska flugfarkostinum, stóru
kúlulaga tjaldi fyrir utan höllina.
í hálfrökkvuðu siðsumarhúm-
inu biðu væntanlegir farþegar
þess að vera hleypt um borð og
þarna rikti létt stemning og
gamansamur hálfkæringur eins
og oft vill verða þegar kveldúlfur
er á næstu grösum. Einhver var
með flösku á sér og lét hana
ganga.
Fréttastríð
viröist hafa brotist út milli Vis-
is og Þjóðviljans. Sá meinlegi
dálkahöfundur öngull benti um
daginn á tvær fréttir sem Visir
heföi beinlinis stoliö úr blaði hans
Þjóðviljanum: t fyrsta lagi frétt-
in um 57 miljón króna áhafnar-
laun sem rikissjóöur greiddi
skipsverjum Hafnþórs og i öðru
Það
gleður
mig...
... að ríkisstjórnin skuli
alla vega vera orðin
eins árs.
Svo kom Tóta Sig flugfreyja i
skörina á fjólubláum nærklæðum
einum fata og bauð farþegum að
ganga inn. Lét enginn segja sér
það tvisvar og þarna geystust
„týpiskir” islenskir flugfarþegar
inn með sköllum og rassaköstum.
Hófst nú hin herlegasta flugferð.
Þotan var sett i gang, gestir
boðnir velkomnir með málm-
kenndum drafanda og flugstjór-
inn mælti nokkur róandi orð til
farþeganna. íturvaxnar flug-
freyjurnar hlupu meðfram sætun-
um og köstuðu glösum og teppum
framan i farþega með söng og
glens og gamni. Alls konar kynja-
hljóð heyrðust.
Þetta var ógurlega gaman og
spennandi og smám saman leið
maður inn i sætkenndar óraviddir
háloftanna. Mig dauðlangaði til
að klípa i rassinn á einhverri flug-
freyjunni en stillti mig af þvi að
konan min sat við hliðina á mér.
Fremst i vélinni sátu þrir góð-
glaðir: leikstjóri,blaðamaður og
leikritaskáld. I næstu röð kom ég
og galgopalegt skáld fyrir aftan
og á skakk þar aftan við sat gagn-
rýnandi nokkur sem hvorki datt
né draup af.
Nú fóru flugfreyjurnar að tala
lagi frétt um sama skip, sem ekk-
ert væri unnið við, meöan beðiö
væri eftir tillögum verkfræði- og
raunvísindadeildar Háskólans.
Sæmundur Guðvinsson Sand-
kornsritstjóri i Visi brást illur
við og tók upphanskann fyrir blaö
sitt og benti á aö Þjóðviljinn hafi
stoliB frétt úr Visium Fiskiðjuna i
Njarövik sem ekki fengi fram-
lengtstarfsleyfi. En að sjálfsögðu
varaði Sæmundur sig ekki á þvi
að á baksiðu Visis þennan dag var
frétt um að framkvæmdir væru
hafnar við húsgrunn Fram-
kvæmdastofnunarinnar. Þessi
frétt birtist daginn áður i Þjóð-
viljanum...
Skráargatið stingur upp á þvi,
að þar sem verkföll og samdrátt-
ur I dagblaðaheiminum virðist
yfirvofandi væri sennilega mest
hagræði I þvi, að fækka á ritstjórn
Vísis og Þjóðviljans til helminga
og slðan gætu þeir sem eftir sætu
skipst á fréttum....
r
Omar
Ragnarsson kom brunandi upp
á blað 1 vikunni á nýja Renault 5
Alpine-bilnum slnum og fleygöi
eftirfarandi yfirlýsingu á borð
ritstjóra Skráargatsins, en I síð-
asta blaði var þvi haldið fram, að
Renault-umboöið hefði gefið
Ómari nýja rallýbilinn:
„Leyfist mér að upplýsa eftir-
farandi, oggeta blaðamenn Þjóö-
viljans kynnt sér gögn málsins
nánar hjá aðilum þess, ef þeir
óska:
I vor seldi ég tveggja ára gaml-
an fjölskyldubil af gerðinni Simca
1508 S og keypti i staðinn bil af
gerðinni Renault 5 Alpine.
Bróðir minn keypti á hliðstæð-
an hátt sams konar bH, sem viö
kepptum á I ralli á dögunum.
Astæða: senn er liöin tlð, að
hægt sé að vænta topp-árangurs i
ralli á bilum, án aukabúnaðar,
sem verksmiöjurnar tramleiða til
að auka kraft og styrkja bila til
rall-keppni. Slíkur búnaður er
ekki framleiddur fyrir Simca 1100
en hins vegar fyrir Renault 5.
Með framtiðina I huga var
Simcan þvi kvödd með söknuöi og
Renaultinum fagnað.”
Ómar Ragnarsson
Þá vitum við það.
við farþegana og við reyndum
náttúrlega að halda uppi samræð-
um. Ég bað um koniak af þvi að
ég sagðist vera flugveikur en þá
svaraði hún i kross og spurði
hvort ég væri skyldur einhverj-
um. Ég sagðist vera þremenning-
ur við hann og þá sló hún I aðra
sálma og fór að tala um eitthvað
allt annað. Eins fór fyrir hinum
sem reyndu að ræða við þessar
þröngklæddu geimskvisur. Út
yfir tók þó þegar ein þeirra
ásakaði gagnrýnandann — gjör-
samlega án tilefnis — fyrir að
hafa klipið sig i lærið og marg-
endurtók það að öllum áheyrandi
og hótaði m.a.s. að sækja kaftein-
inn. Tveimur dögum slðar las ég
hroðalegan leikdóm eftir þennan
gagnrýnanda i einhverju blaðinu.
Þannig voru samskipti áhafnar
og farþega vægast sagt út i hött
og ekki eins og búast hefði mátt
við undir venjulegum kringum-
stæðum. Leikstjórinn á fremsta
bekk varð t.d. skyndilega ofurölvi
og lak niður á gólf og i stað þess
að hjálpa honum upp var hann að
gjöra svo vel — eftir langa mæðu
— aö drösla sér upp sjálfur. Þó að
flugfreyjurnar sæju þetta vel létu
þær sem ekkert væri og hefði
hann þess vegna getað dáið úr
kulda á gólfinu.
Út yfir tók þó þegar raddir tóku
að heyrast aö utan. T.d.: „Hvaöa
helvltis hávaði er þetta úr tjald-
inu?” og fleira i þeim dúr. Hvort
átti maður þá heldur að halda að
þar væru sovéskir geimfarar
ellegar vængjaðir englar?
En þrátt fyrir þessa vankanta
voru flugfreyjurnar ósköp sætar
og sexý og flugstjórinn fjall-
myndarlegur og við fórum öll
með þakklæti út úr vélinni þegar
hreyflarnir þögnuðu og þökkuð-
um guði eins og venjulega fyrir að
hafa ekki farist á leiðinni.
Svo hlupum við fram hjá diskó
diskó 1 Höllinni og gáfum okkur
ágústnóttinni heilshugar á hönd.
Guðjón
Benedikt
Ómar ásamt bfl og þremur börnum af sjö.
Gröndal hélt fund með erlend-
um blaðamönnum fyrr I vikunni.
Aö sjálfsögöu var islensku press-
unniekki boðið ogvar þaðeflaust
til þess að Benedikt talaöi frjáls-
legar en ella. Eftirfarandi
klausa birtist i norska Dagbladet
og segir ef til vill sina sögu „Það
er alkunna að ólafur Ragnar
Grimsson hefur verið skorinorður
i tali og staðhæft að Island krefj-
ist grásvæðis og réttar til
helmingaskipta fiskstofna og haf-
grunns við Jan Mayen, ef Noreg-
ur fái rétt á hinum helmingnum.
Grímsson er álitinnganga langt
og Gröndal neitaöi þessum staö-
hæfingum með þessum orðum:
„Grimsson segir svo mikið. Og
hann og ég erum aldrei sammála
um neitt.”
Ónefndur
þingmaður var nýlega á ferð um
kjördæmi sitt fyrir norðan. Kom
hann viða á bæi og tók bændur tali
um allt milli himins og jarðar.
Þegar yfirreiðinni lauk þótti hon-
um tvennt athyglisvert. I fyrsta
lagi kalla bændur hið nyrðra
harðindavorið mikla I ár, sem
nær hefur gengið af landbúnaðin-
um dauðum Steingrlmsvor. 1
ööru lagi voru honum minnisstæð
orð bónda er varð á leið hans
vestar i kjördæminu, en talið
hafði borist að reynslunni af
fyrsta ári Steingrims sem land-
búnaðarráðherra. Þau voru á
þessa leiö: „Ég heföi nú aldrei
trúað þvi aö ég óskaði mér Gylfa
sem landbúnaöarráðherra.”
Benedikt:
mikið.
Grimsson segir svo
Steingrímur. Reynslan af land-
búnaðarráöherra aö koma I ljds
fyrir norðan.
Nýjustu
fréttir úr leikhúsheiminum
herma, að Vigdis Finnbogadóttir
sé ákveðin að hætta næsta vor. Að
sjálfsögöu velta menn nú mikið
fyrir sér hver hljóti leikhússtjóra-
starfið I Iðnó. Margir hafa verið
nefndir, bæði innan leikhússins og
utan. Ein skærasta stjarnan i
starfið þessa stundina er Maria
Kristjánsdóttir leikstjóri...