Þjóðviljinn - 02.09.1979, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1979.
Guðmundur Olafsson menntaskólakennari
Fordómafullt bréf
frá menntamanni
til Guðmundar J.
Kæri félagi.
Mikið hafði ég gaman af til-
skrifi þinu um brennivin og nafla-
skoðun á dögunum og þá ekki síð-
ur eftirköstunum. Best þótti mér,
að það skyldu vera til ekki ó-
merkari menn en þú, sem væru
jafn hryllilega fordómafullir og
ég sjálfur. Mér datt þvi i hug, að
e.t.v. væri fyllsta þörf á þvi að
auka viö safn „fágætra sýnis-
horna um borgaralega fordóma”.
Um þessa sameiginlegu fordóma
okkar langar mig til að fjalla litil-
lega, en þeir eru: notkun orðanna
kynlifssiða, kynvilla, vinnudýrk-
un, menntamannafæð og skortur
á félagslegum skilningi á áfengis-
böiinu.
Um orðið
kynlífssíða
Lengi hefur mér fundist
jafnréttissiöa Þjóðviljans hræra
saman líffræðilegum staðreynd-
um og félagslegum vandamálum
i einn óskiljanlegan hrærigraut.
Oft er illimögulegt að sjá, hvort
verið er að ræða þá þætti I
sambúð kynjanna, sem eru lif-
fræðilega skilyrtir og erfitt er að
breyta, eða þá sem eru háðir fé-
lagslegu ástandi og ætti að vera
mun auðveldara að eiga við. Þaö
er eins og jafnréttisslöan hafi
jafnvel engan áhuga á þvi að gera
þarna nokkurn mun. Sömuleiðis
tel ég, aö Soffia Guðmundsdóttir
hafi mikið til sins máls, þegar hún
skrifar i Þjóðviljann 16. júnl s.l.:
„Þess I stað er klifað á þvi, að
ekki sé til neins og engu breyti
það, þótt ein og ein kona slæðist
inn á sviö áhrifa og valds t.d. i
stjórnmálum. Það þurfi að
breyta þjóðfélaginu, sem vissu-
lega er satt og rétt, en helst á
einu bretti. Kynferðismálunum
er skipað I fyrirrúm, og
kvennakórinn rauður syngur
um sexið. A meðan ráða karl-
mennirnir þjóðfélaginu.”
Hér má þvi við bæta, sem ein-
um vina minna varð að orði,
þegar þessi mál bar á góma:
„Það er engu likara en þær haldi
að afbrýðisemin hverfi um leiö
og einkaeignarréttur á fram-
leiðslutækjum er afnuminn.”
Þó tekur nú steininn úr, þegar
maður fær þær fréttir I málgagn-
inu, að liklega hafi maður stund-
að kynlif sitt á rangan hátt frá
upphafi vegna þess að maður
„skilur ekki muninn á sáðláti og
fullnægingu” og aö ekki dugi
minna en að taka góða rispu i
kynlifsumræðuhópi áöur en mað-
ur krýpur að sinni heittelskuðu.
Já, það er vandlifað, lagsmaður.
Gott ef kynlifið er ekki orðið svo
löðrandi Ikapitaliskri spillingu og
kratisma, að maður sé nauð-
beygöur til þess að hætta þvi lika
— eins og vinnunni.
Mér þykir þvi vel til fundið hjá
þér að tala um kynlifssiðu. Fyrir
þá oröanotkun ert þú sakaöur um
að vilja viðhalda þögn um kynllfið
og þvi dróttað að þér, að þú viljir
„eftirláta Samúel og fræðslu-
starfsemi bak við öskutunnur um
að upplýsa unglinga og aöra um
kynlif”. Mér er til efs, að nokkur
hafi hugmyndaflug I slikar rang-
færslur nema sá, sem hefur höf-
uöið einlægt niöri I brókunum.
Um orðið kynvilla
Þá ert þú bendlaður við ótrú-
legasta mannhatur vegna þess
eins að nota Islensku. Orðið kyn-
villa er aö sönnu villandi, en engu
að slður eina islenska oröið sem
skilst. Varla er hægt að ætlast til
þess, að fólk sem ekki er lang-
skólagengið noti orðið „sprog-
skadet” vegna þess að orðið
„hljóðvilltur” sé niðrandi. Já,
félagi, menntamannahrokinn
getur stundum oröið fáránlegur.
Þegar þeir gefast upp við að
smiða heppilegt islenskt orö og
nota útlenskuna hráa, þá er nú
lágmark, að við sem kunnum lltið
annað en þetta gegnborgaralega
og kynlifsbælda mál — islenskuna
— fáum að vera i friöi, þótt við
snúum ekki fordómum okkar á
önnur mál.
Um vinnudýrkun
Ég er margfaldlega sammála
þér, þegar þú álítur að félagi
Olfar Þormóðsson sé ekki nafla-
skoðari og þess vegna svaraverð-
ur. Það starf, sem hann hefur á
sig lagt fyrir sameiginlegan mál-
' stað okkar, er ómetanlegt. Það er
einnig andstæða þess að leggjast
með ræfildóm upp á danskan
og/eða islenskan verkalýð, haf-
andi fengið uppáskrift hjá dálka-
fyllum Þjóðviljans um að slikt
megi sósialistar ekki fordæma.
Ég trúi þvi varla eigin augum,
þegar þetta tilefni er notaö til
þess að ljúga þvi upp, að þú sért
heillaður af vinnudýrkun. Ég gef
mér ekki tima til þess núna að
raða upp tilvitnunum i Karl
gamla Marx um vinnuna, þann
fordómafulla „orðarúnkara”, en
minni einfaldlega á þá skoðun
hans og fleiri, að öll verðmæti
skapist með tilkomu vinnunnar
og að sitt hvað er vinnan sjálf og
herfjötur kapitalismans um vinn-
una.
í þessu máli er ég svo fordóma-
fullur, aö ég fyrirlit þann lýð sem
flykkist til Danmerkur gagngert
til þess að misnota þar fátækra-
styrk og atvinnuleysisbætur,
glamrandi með einhvern
sósialisma sem hann hefur aldrei
nennt að kynna sér.
t þessu sambandi veröur mér
hugsaö til þeirra fjölmörgu, sem
hrakist hafa af landinu I atvinnu-
leysi eða af öörum ástæðum og
eiga e.t.v. ekki allt of gott með að
fá vinnu erlendis nú. Fólkinu er
tæplega þökk i þvl aö vandamál
þess, sem kapitalisminn skapar,
séu höfð að spotti af þvi dóti, sem
er atvinnulaust af hugsjón — hin-
um vinnufælnu.
Um fæð á
menntamönnum
Ég sé aö þú ert um þessar
mundir sakaöur um fæð á róttæk-
um menntamönnum, og hún jafn-
vel talin alkunn. Þar skaust þú
mér ref fyrir rass, þvl þessu hef
ég ekki tekið eftir hjá þér. En ef
þarna er átt við „stofu-
kommúnista með einkarétt á
rótttækni” þá er ég þér enn
hjartanlega sammáia. Þetta fólk
er tæplega svaravert og aldrei er
hægt að reiða sig á það, síst af
öllu á kjördag, þótt það hafi geð
i sér til að birta ritsmiðar sinar
I blaöi sem við og félagar okkar
gefum út og kostum.Þessir menn
hafa það fyrir plagsið og venju að
senda frá sér einskonar verkefna-
skrár handa okkur um það hvaö
við ættum að gera og hvað ekki —
fyrir nú utan allt þaö sem við átt-
um ekki að gera —, en koma hins
vegar aldrei nálægt neinu starfi
að öðru leyti, þvi við og okkar
flokkur er of kratlskur og spilltur
af borgaralegum fordómum,
hentistefnu og stéttasamvinnu
fyrir þeirra tandurhreinu róttæku
sál. Sumir segja, að skrif þeirra
þjóni þeim eina tilgangi að rétt-
læta fyrir sjálfum sér og öðrum,
að þeir geri aldrei neitt. Nýjasta
lykilorð þeirra er „forræðis-
hyggja”, sem við erum einhverra
híuta vegna sakaðir um. Þeir
vilja hins vegar samtimis, að
Alþýðubandalagið og verkalýðs-
hreyfingin sýni annars konar for-
ræði — „róttækt” forræði. Ot-
koman er að sjálfsögðu endileysa,
sem ég nenni ekki að taka mark
á. Þó er nú broslegast, þegar
þetta fólk fer að hæla sér af her-
stöðvabaráttunni, umbótum i
skólamálum og fleiru, sem annað
hvort hefur verið borið uppi af
okkar félögum eða er prump.
Sömuleiðis langar mig til að votta
það, félagi Guðmundur, að
félagslif i verkalýðshreyfingunni
er að minu mati mun lýðræðis-
legra og öflugra viðast hvar æn
félagslif róttækrar námsmanna-
hreyfingar.
Um skort á
félagslegum
skilningi
á áfengisbölinu
Ein af algengari tilraunum
drykkjusjúklinga til þess að rétt-
læta sjúklega drykkju sina er að
halda þvi fram, að þeir drekki
vegna þess hve þjóðfélagsástand-
ið sé vont. Kapitalisminn sé svo
djöfullegur, að útilokað sé að af-
bera hann ófullur og eina „lausn”
málsins sé að biða eftir breyttum
framleiösluháttum — þ.e. bylt-
ingunni. Augljóst er, aö drykkju-
sjúklingur,sem fær að vera i friði
með slika firru, hættir ekki. Það
er einmitt helsti styrkur SAA aö
lita á áfengið sjálft sem sjúk-
dómsvald og með útilokun þess
næst sá góði árangur, sem stofn-
anir á vegum rikisins og SÁA eru
farnar að ná. Hitt er svo annað
mál hvers vegna og hvernig þessi
sjúkdómsvaldur nær þvilikum
heljartökum á mörgum sam-
félögum. Fræðsla og upplýsingar
um þessi mál eru enn á mjög lágu
stigi og þess vegna er ekki hægt
að ætlast til þess að fólk hafi al-
mennt haft tök á aö kynnast þess-
um málum af skynsamlegu viti.
Þvl vil ég biðja þig þess lengstra
orða aö halda I þann fordóm, aö
áfengið sjálft sé forsenda
drykkjusýki. Þeir sem ekki gera
þaö hafa lent út I að telja kók
borgaralegt en heimabrugg
„heilbrigða lífsnautn”, eða áfengi
forsendu frelsunar konunnar, svo
nýleg dæmi séu tekin hér úr blaö-
inu.
Um alllangt skeið hef ég átt
þess kost aö fylgjast með þvi
hvernig hin ýmsu verkalýðsfélög
bregðast við þegar óskaö er eftir
sjúkradagpeningum vegna félaga
þeirra, sem hafa leitað sér lækn-
inga vegna drykkjusýki. 1 þessum
efnum ber Verkamannafélagið
Dagsbfún af öðrum. Þvi er og viö
brugðið, að ef vafi leikur á bóta-
rétti leysir varaformaöur félags-
ins jafnan úr þeim vanda sjúk-
lingnum i hag ef kostur er. Þá er
ekki spurt um flokkssklrteini eða
kynhegöan, þótt mannvitsbrekk-
urnar kalli það „mæröarleg um-
hyggja Guðmundar fyrir manns-
lifum og mannlegri hamingju”,
„yfirdrepskap og óheilindi”. Sllk-
ir menn eru vissulega ekki svara-
verðir.
Að slðustu vildi ég óska, að þú
hefðir jafnmikla fordóma gagn-
vart bönkum og sparisjóðum og
við úlfar. Það mætti kannski
spyrja hvort I ráöi sé að SAA setji
á stofn feröaskrifstofu og út-
gerðarfyrirtæki, eða hvar eru
takmörkin?
Þinn félagi,
Guötnundur ólafsson,
róttækur menntamaður.
^SSSSHSSS*
IE™ helgina
“r„"> I veikindu
Mér finnst út i hött að gera flokksforystuna eða
hluta hennar ábyrga fyrir þessu ObjOrgulega ástand.
Flokkurinn sem heild hefur nú hvork. hugmyndaflug
né skólun til þess aö starfa ööruvisi en ""r,r
raOum iij ö,,um
»0 bSrSAom*
EVS.?"™. MiÆ-
Pressan eftirsrnrfikheíur blaöa-
1 Nore*, varðanrf Jrr.a ,slands
IÓDVILJINN — StPA 7
Alþýðubandalagið
og þingræðið
é
dagskré
Og þá erum vift aftur komin
að spurningunni: hvernig
stendur á þvl að söslalisUr eru
aftur o9 aftur að gera sér vonir
um *■'
Hresslleg dagskrárgreiD
Oskars Gu6mutiJ»‘"-'_
bi6 tortáU * -^lkllp-
Óáncegja
web flokkinn
ur og rakti þa& ejtir borg '
“*?.,
ssssS&ssvasff.l
Ljósið
sem
hvarf
eflaUSt ótal margra, íkki
' afsakar Þaft ekki geröir hans aÁ notá
rifBvald S1„ tll aft hamra á borgaralegum fordómum I
málgagni verhalýftshreyfingar og sóslalisma.
°o«u™Vé»k'
Fordómar
Guðmundar J.
Ggtawto J Guðmundsson
ingjusama fólki. sem þarf afi
,ran>l*rslu af borgar-
yfirvöldum. segir h.nn melin-
orsokina vera dfengisneyslu og
hreinan a kóhólisma Hann leiL
2f?nVÆ engr- •^ákyfingum á
en 1 hrenniviniö
er v*8ast saK* yfir-
Skyrin« Sérhver
sóslalisti veit að menn eru ekki
si,mfJig*ÍU,Sm'ft'r 1 auövalds-
samfélaei. Þ » r
Þú veröur aö Ifta vföara á þessa hluti/ úlfar. Þú veröur aö vera
heill i þvi aö bjarga mannslifum og mannlegri hamingju, en ekki
kanna fyrst i hvaöa flokki eöa stétt maöurinn er I sem hjálpar
þarfnast. Slikt hugarfar er yfirdrepsskapur og óheilindi.
Brennivín og
naflaskoðun
•BllllCidVI. p, m .... 4,., ..
Flmmtudagar U. ágóst It7t >JÓPVILJINN — 8IDA
dagskré
Keri tllfar Þormóftsson!
. StúU„rn„r vnru
Eg hef afteins sagt hér laus-
lega af starfl samtakanna, en
verkefnín eru fjallhá og pen-
ingar litllr. Að nlu þúsund
manna samtttk stofni sparisjóft
virftist nú ekki vera stór hlutur
Sparisjófturinn kemur vissu-
lega til meft aft reka almennan
pcningamarkaft og ég hef trú á