Þjóðviljinn - 02.09.1979, Side 23

Þjóðviljinn - 02.09.1979, Side 23
Sunnudagur 2. september 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Blönduós. Akureyri höfuðstaOur Norðurlands. Vinningar voru ekki sólarlandaferðir heldur Hvammstangaostur og Sigló- síld Laugardaginn 28. júlí vaknaði ég við að það var glaða sólskín." Hv'a'ð skyldi verða gert í dag? hugsaði ég með mér. Allt í einu komu mamma og pabbi og sögðu mér að fara á fætur. Þá mundi ég eftir að AB-ferðin var \ dag. Það var hið besta ferðaveður, sól og blæja- logn. Við gengum frá dótinu og sjálfum okkur og fengum okkur svo að borða. Er við vorum til- búin kom rútan og þá var ferðin í Leyningshóla í Eyjafirði hafin. Fyrst var keyrt til Blönduóss. Þar tókum við einn mann. Svo var keyrt i Varmahlíð í Skagafirði,' enn áttum við að taka fólk þar. Á leiðinni var margt að sjá, allt frá stórum og fallegum bændabýlum, niður í kofarústir. Er komið var framhjá samkomuhúsinu Húnaveri var keyrt á Vatnsskarð. Það er 441 metra yfir sjávarmáli. í norðanverðu Vatnsskarði er minnisvarði um Steph- an G. Stephanson skáld. Þarna á skarðinu var bær 1 er Brekka hét, þar bjó Bólu-Hjálmar. Þegar við komum að Varmahlíð var keyrt að bústað Ragnars Arnalds og þar kom fólk í rútuna. Fóru Húnvetningarnir í veitingaskálann á meðan. Var svo keyrt af stað til Akureyrar. [ Skagafirði er bærinn Bóla. Þar bjó Bólu- Hjálmar um langt skeið. Skammt frá Bólu eru Silfrastaðir. Á Silfrastöð- um er stór steinn með tveim götum á. Sagt er að smali á Silfrastöðum hafi Bólu-Hjálmar dó á Brekku. Þaö er fallegt I Lystigaröinum á Akureyri. bundið draug við steininn og síðan séu þessi göt. Kirkjan sem nú er í Ár- bæjarsafni í Reykjavik var eitt sinn á Silfrastöð- um. Er keyrt hafði verið yf- ir öxnadalsheiði og niður i öxnadal, þá sáum við heim að Hrauni, Jónas Hallgrimsson fæddist á Hrauni I öxnadal. fæðingarstað Jónasar Hallgrímssonar. Þar er svonefndur Staðartungu- háls og liggur hann á milli öxnadals og Hörgárdals. Ekki var keyrt lengi áður en Akureyri sást og innan stundar vorum við á Akureyri. Var keyrt að Hótel K.E.A. og drukku flestir þar, en sumir fóru á Bautann sem er þar rétt hjá. Þegar allir voru orðnir mettir var keyrt í Leyningshóla. í Eyjafirði er mikil skógrækt, en þarna í Leyningshólum eru einu skógarleifarnar frá fyrri tímum í Eyja- f irði. Þegar við komum í Leyningshóla voru þar komnir Siglfirðingar og Sauðkræklingar, en þeir voru á einkabílum, því það er svo stutt fyrir þá að fara, og tíndist fólk úr kjördæminu fram eftir kvöldinu á einkabílum, en það var bara ein rúta. Meðal þeirra síðustu sem komu voru Ragnar Arn- alds og Stefán Jónsson, en þeir höfðu verið á fundi á Raufarhöfn. Að lokum komu svo Skag- strendingarnir. Þegar allir voru búnir að koma sér fyrir fór fólk að hugsa til kvöldvöku. Sprek voru týnd þarna í kring og sett í stafla á grjóthól þarna. Svo yar bálið kveikt. Ragnar og Stefán sáu um skemmt- un til að byrja með. Svo var spilað og sungið dálitla stund. Las nú Hallveig kona Ragnars formála að bók um f jall- göngur og var formálinn eftir Halldór Laxness. Eftir það var farið í leiki. Það var hlaupið i skarðið, farið í kíló, þrífótar- keppni, kött og mús og einhverja fleiri leiki. Á meðan á leikjunum stóð voru seldir happdrættis- miðar. Þegar kvöldvök- unni lauk fór fólkið að tínast í svefn, en samt vöktu sumir bó yfir bál- inu svo ekki kviknaði í skóginum. Sunnudagurinn 29. júlí var líkur fyrri deginum, nema hvað niðabrælu- þoka var um morguninn. Þótti mörgum það slæmt því áætlað hafði verið að fara í fjallgöngu. Þegar fólkið hafði klæðst, mat- ast og tekið dótið saman, var dregið í happdrætt- inu. Vinningarnir voru nú ekki sólarlandaferðir eða svoleiðis, heldur Hvammstangaostur, peysur, húfur, vettlingar, treflar og siglósíld. Er allir vinningarnir voru gengnir út var lagt af stað heim. Við stoppuðum á Laug- um og í Saurbæjarkirkju á leiðinni frá Leynings- hólum til Akureyrar. Ætluðu sumir í sund á Laugum, en það átti að f ara að loka svo það var ekki hægt. Urðu sumir fyrir vonbrigðum. Á Akureyri fórum við í Lystigarðinn að skoða. Það er ofsalega fallegt þar,tré af öllum stærðum og gerðum, falleg blóm, gosbrunnur og margt fleira fallegt. Svo var farið á Hótel K. E.A. og í Bautann og drukkið, en er því var lokið var haldið heim á leið. Var ekkert stoppað fyrr en í Varma- hlíð, því þar þurfti að skila fólkinu sem við tók- um daginn áður. Þegar allt þeirra dót og það sjálft var komið af var ekið á Blönduós og svo á Hvammstanga, en okkur var skilað heim í leiðinni. Mér fannst þessi ferð prýðisgóð og hugsa að öll- um sem i henni voru hafi fundist það líka. Þórhildur Jónsdóttir, 13ára, Bjarghúsum, Vesturhópi. í hjartanu stóð Laufey og Karl Stelpurnar eru dugleg- ar að ráða myndagátur. Allar lausnirnar í þessari viku eru f rá stelpum. Þær senda lika með gott efni í blaðið. Kompan þakkar þeim kærlega fyrir. Þess- ar stelpur skrifuðu í vik- unni: Þórhildur Jónsdóttir (13 ára) Bjarghúsum Vesturhópi, Bára D. Guð mundsdóttir (10 ára) Vallargerði 31, Kópavog og Sigríður Kristín Kleppsvegi 26, Reykja vík. Þær fá allar kort frá Kompunni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.