Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. september 1979 Oddur Jónsson: „Blessaóur vertu, þetta var auóvitaA hömlulaus þrældómur. Stundum staðiö samfleytt i 70 klukkutima ef veður var sæmilegt og nægur fiskur. Menn sofnuöu standandi, gersamlega úrvinda. Þetta var ekki vinna heldur þrælahaid. Og ef einhver gafst upp þá var hann látinn hætta þvl alltaf biöu nógir menn á hafnarbakkanum.’’. „Fjandakorniö ég hafi frá neinu að segfa, nírœður og steinblindur Leiðir manna liggja saman meö ýmsum hætti og stundum æöi tilviljanakenndum. Eitt sinn sem oftar hringdi siminn i kompunni minni. Sigriöur á skiptiboröinu sagöi mann vera i simanum, sem óskaöi eftir sambandi viö blaöa- mann, gæti ég sinnt þvi? „Skal reyna”, svaraði ég. Viömælandi minn kynnti sig: „Oddur Jónsson heiti ég og er vistmaður á Hrafnistu. Við hvern tala ég?” Ég sagði til nafns mins en auö- vitað var Oddur á Hrafnistu engu nær. „Geturðu skroppið hingað og fundið mig, já, strax i dag ef mögulegt er, ég er óþolinmóðurv hef alltaf verið það og ekki batna ég vist meö aldrinum. Ef þú ekki lofar að koma þá verð ég aö leita annað.” Ég reyndi að skýra þaö fyrir Oddi að ég ætti óhægt með aö lofa þvi að koma i dag, fyrr en ég sæi hvernig landiö lægi eftir hádegis- fundinn, en ég mundi þá reyna á morgun. „Á morgun, á morgun, segir sá lati. Nei, i dag, þú verður að koma i dag, á morgun get ég verið dauður.” Og ég fór i dag. Hér verður ekki skýrt frá hvert erindi Oddur á Hrafnistú átti viö blaöamann. En er við höföum spjallaö saman um hriö þóttist ég heyra, aö hann væri margfróöur og á daga hans heföi ýmislegt drifiö, sem vel væri þess virði að festa á blað. „Andskotakorniö”, sagöi Oddur;>,fjandakorniö að ég hafi 1 frá neinu aö segja, niræöur og steinblindur”. Kominn af Kjalarnesinu — Hvenær og hvar ertu fæddur, Oddur? (Og þar meö var samtaliö hafiö). — Já, fæddur, ég er fæddur aö Króki á Kjalarnesi 6. júni, 1889. Foreldrar minir voru þar i húsmennsku hjá foreldrum móður minnar. A meöan þau voru þarna i húsmennskunni eignuöust þau 5 börn. Frá Króki fluttu þau svo aö Bakkakoti, sem er þarna skammt frá. Þar fæddist 6. barn- ið. Nokkru seinna fluttu þau i kot i Brautarholtstorfunni, Austurvöll- ur hét það. Þetta var sifelldur flækingur. Sturlubræður áttu þá Brautarholtstorfuna. Á kotunum þarna i kring voru tómir leigu- liðar, sem hokruðu með 2—4 kýr og nokkrar kindur. Eftir að viö höfðum verið þarna i 3 eða 4 ár var öllum leiguliöun- um sagt upp. Sturlubræður ætl- uðu aö setja upp stórt bú og hafa alla torfuna undir. Þaö var skylda, að vera búinn að segja öllum upp þrem vikum fyrir nótt- ina he!gu,og svo varð. En svo gerist það i janúar 1902 að faðir minn drukknar af báti á Kollafirði, ásamt öðrum manni. Syrti nú i álinn. Margir af leigu- liðunum fíuttu til Reykjavikur en móðir min gat fengið kot frammi á Kjalarnesi, kaliað að Nesi. Mamma átti eina kú og eina kvigu. Kúnni varð að skila i kvigildi en kvigunni var lógaö. Svo átti hún 10 eöa 11 ær og heyj- aöi um sumariö handa þessum kindum. Bróðir minn, Guðbjartur, 5 ár- um eldri en ég, hafði sumarið áður farið á skútu með föður okk- ar. Hann fékk nú skútuplássiö aftur hjá Geir Zoega. Þetta bjargaðist Nú er frá þvi að segja, að faöir minn var frá Klofa á Landi, þótt ekki væri hann nú sýslumaöur, eins og Torfi karlinn. Afi minn bjó þar einnig og fleiri minir for- feöur. Og þar sem móðir min þurfti á hjálp sveitarinnar að halda til þess að sjá okkur farborða, þá var nú skrifaö austur á Land. Svar kom en var á þá leið, aö hún fengi enga hjálp. nema hún kæmi meö allan hópinn austur. Það leist henni ekki á og ákvaö að reyna að basla áfram. Hún var vikings manneskja, það held ég nú, og kjarkmikil. Bróðir hennar bjó á Króki á Kjalarnesi. Fátækur. Hann hjálpaði henni samt. Annar bróðir hennar bjó í Reykjavik, einhleypur, en átti einn strák, svona aö gamni sinu, Stefán, seinna garöyrkjubóndi og merki- legur athafnamaöur i Reykjahliö i Mosfellssveit. Hann hljóp einnig undir bagga. Þaö var svo sem margur góöur maðurinn til þá og þetta bjargaðist. Viö krakkarnir reyndum aö hjálpa til. Ég fór að sitja yfir ám á næsta bæ þegar ég var 9 ára. Og i tvö sumur var ég i Saurbæ á Kjalarnesi. Eyjólfur vildi hafa mig áfram en ég vildi ekki i bili. Fór þangað hinsvegar aftur eftir að hafa veriö tvo vetrarparta i skóla. Móðir min var á hálfgeröum hrakningi meö okkur. Hún komst aftur aö Bakkakoti og eitt ár var hún i Holti á Kjalarnesi. Þar voru nægar slægjur fyrir kindurnar. Bróöir minn var alltaf á sjónum og lagði til heimilisins eins og hann gat. Og svo kom bróðir hennar til skjalanna með grá- sieppuna á vorin. Þetta gekk furöanlega. Kindurnar voru orön- ar 20 en engin kýrin. í vinnumennsku Sextán ára gamall réðist ég i vinnumennsku aö Móum á Kjalarnesi. Þar var ég i tvö ár og átti að fá 100 kr. i kaup yfir áriö og fjórar flikur. Ég var ekki ódug- legur og var sendur i vegavinnu á Mosfellsheiði. Mig minnir aö ég hafi fært bónda 18 kr, eftir hverja viku. Mér likaöi hálf illa á Móum. Húsbóndinn drakk brennivin en það geröu auðvitað margir. En húsmóðirin var góð, ágæt manneskja. Veturinn eftir fékk ég einhverja bölvun i mjöðmina. Var nærri dauöur. Aldrei var sóttur læknir. Guðmundur Magnússon læknir lét einhver meöul til þess aö hressa upp á mjöðmina en hann vissi ekkert hvað þetta var. Ég hresstist en var lengi haltur. Vor- ið eftir ætlaði ég að fá vegavinnu á eigin spýtur en var neitað „af þvi að ég væri lausamaður”. Brautryðjandinn á Reykjum Þegar svona fór með vegavinn- una benti einhver mér á að e.t.v. gæti ég fengið vinnu hjá Stefáni á Reykjum. Hann var þá nýkominn frá Ameriku. Jú, Stefán var til með að taka mig og ég fór þangað á krossmessunni. Stefán var langt á undan sinni samtiö um margt. Hann var fyrsti maöurinn, sem leiddi heitt vatn i hús á íslandi. Hann skrifaöi um það að leiöa heitt vatn ofan úr Hengli til þess að hita upp húsin i Reykjavik. En þaö var bara hleg- iö að honum og verður það oft hiutskipti þeirra, sem sjá lengra en aðrir. Stefán var búinn að vera 12 ár i Amerfku og hafði kynnst þar mörgu. Hann átti lystikerru, sem hann beitti hvitum hesti fyrir þegar hann ók i bæinn. Ég hafði einhvernveginn vanist á það aö ganga hokinn. Stefáni likaði það ekki. Hann sagði að ég ætti að vera beinn. Og stundum kom hann aftan að mér, sló á herðar mér og sagði: „Stattu beinn”. Og til þess að gefa orðum sinum meiri áherslu sprettur Oddur á fætur og stendur þráöbeinn á gólfinu rétt eins og hermaður i lif- verði. Stefán var fyrsti maðurinn, sem mér fannst lita á mig sem mann. Gamli maöurinn lét okkur slá teigaslátt'sem svo var nefndur. Svo kom hann á kvöldin og mældi teigana. Þetta hleypti töluveröu kappi i sláttumennina og ég held að ég hafi ekkert gefið þar eftir. Ég var hjá Stefáni i f jögur ár og likaði þar ákaflega vel. Þegar ég fór þaðan hætti hann að búa og var þá búinn að byggja hús á Hlemmi. Það hét Lundur. Hann sagöist hafa hætt búskapnum af þvi að ég fór frá honum. Og viö höfum kannski báöir haft verra af þvi, bætti hann við. Ojæja, kannski, en ég hef fáum slikum kynnst. Og þá tók sjórinn við Oddur situr hugsi um hrið. Kannski er hann að horfa sinum blindu sjónum á Stefán á Reykj- um. Og ég spyr: — Hvaö tók svo viö, er þú fórst frá Stefáni? — Og það var nú sjórinn, karl minn. Ég fór á skútu, Isabellu frá Hafnarfirði. Agúst Flygenring átti hana. Hann átti allt I Hafnar- firöi. Mér likaöi vel vistin á skútunni. En ég þráöi alltaf græna landiö þegar fór að vora. Þá var ég viðþolslaus. Næst réðist ég á togara frá Fleetwood. Ahöfnin var að meiri hluta til Englendingar. Maður komst dálitiö niöur i málinu. Þeir voru hálfgeröir skálkar, þessir Englendingar. Jafnvel drullu- sokkar innan um einkum þó einn. Hann haföi verið i Búastriðinu og það hefur vist ekki allt veriö fallegt, sem hann lærði þar. En það þurfti bara að berja þá annað slagið, þá skánuðu þeir. Næst fór ég á togara hjá Þór- arni Olgeirssyni, Great Admiral. Vildi svo til að hann vantaði einn mann. Togarinn var enskur en skráöur i Reykjavik. Þaö hefur verið einhver bölvaður kliku- skapur. Mér líkaði mjög vel aö vinna hjá Þórarni. Ég varö einu sinni fyrir þvi óhappi, aö meiða mig mikið á hendi. Ég reyndi fyrst að vinna meö heilu hendinni en haföi hina i fatla undir stakknum. En mér fannst þetta ekki hægt, ég gat alls ekki unnið svo aö verulegt gagn væri aö og ætlaöi aö hætta. „Þú ferö ekki fet”, sagöi Þórarinn. Fyrri heimsstyrjöldin skildi okkur að. Þórarinn haföi látiö smiða togarann Belgaum i Englandi og ég ætlaði að fara á hann. En minna varð úr þvi. Englendingar tóku Belgaum i striðiö. 70 tíma skorpur — Hvernig var svo vinnan og hvert var kaupið? Blessaður vertu, þetta var auðvitað hömluiaus þrældómur. Stundum staðiö samfleytt i 70 klukkutima ef veður var sæmilegt og nægur fiskur. Menn sofnuðu standandi, gersamlega úrvinda. Þetta var ekki vinna heldur þrælahald. Og ef einhver gafst upp þá var hann látinn hætta þvi alltaf biðu nógir menn á hafnar- bakkanum. Þá voru engin vökulög komin og engin sjómannasamtök fyrr en 1915, ef ég man rétt, en þau voru nú heldur máttlitil framanaf. Kjörin, segirðu, já. Við höföum 75 kr. i kaup á mánuöi. En á þess- um árum var lifrinni hent þar til norsku bræðslumennirnir fóru aö kaupa hana. Við máttum hins- vegar hirða lifrina. Fengum held ég 7 kr. fyrir tunnuna, Svo tók lifrin að hækka i verði. Tunnan komst upp i 14 krónur og gott ef hún rauk ekki upp i 50 kr. 1916. Þá segja útgerðarmenn: „Viö borgum ykkur 7 kr. fyrir tunnuna”. Viö svöruöum: „Þiö hafiö aldrei borgaö neitt. Þið hentuð iifrinni.”. Þá kom isjómannaverkfallið. Við töpuöum þvi auövitaö fyrir samtaka- og skipulagsleysi. Stéttvisin reyndist ekki til staðar og þess var sjálfsagt ekki aö vænta á þeim árum. En við, sem mest höfðum okkur i frammi i verkfallinu, vorum reknir i land. Það átti að k'enna okkur manna- siði. Við vorum kallaðir bolshevikar og það var miklu verra en að vera kommúnisti. Þar kom svo aö lifrin hriöféll !• verði og þá var helt úr heilu lifr- arfötunum ofan i kolaboxin. Ríkur í mér bóndinn — Já, ég var rekinn i land eins og hver annar uppreisnarmaður. Og þá hætti ég á togurunum yfir sumarið en fór i heyskap. Það hefur alltaf veriö rikur i mér bóndinn. Jóhann Eyjólfsson frá Sveina- tungu mun, ef ég man rétt, hafa keypt Brautarholt á Kjalarnesi 1914. Ég réðist nú til hans og sá um heyskapinn. Stjórnaöi þarna yfir 20 manns, skemmtilegu fólki og duglegu. Jóhann fór að selja mjólk til Reykjavikur og flutti hana á bát yfir fjörðinn. Þegar ég fór greiddi hann mér Framhald á bis. 21. mhg spjallar við Odd Jónsson um upp- vaxtarár hans á Kjalarnesinu, kynni hans af Stefáni á Reykjum, vist hans á skútum og togurum, slagsmál, slysfarir o.fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.