Þjóðviljinn - 23.09.1979, Page 17

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Page 17
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 17 *fingrarím *fingrarím |& Ymislegt á döfmni hjá: John McNeal. J azz vakningu Vetrarstarf Jazzvakningar er nú um þaö bil aö hefjast. Þann 29. september n.k. veröa liöin fjögur ár frá stofnun félagsins og mun þaö ætlunin aö minnast afmælisins meö tón- leikum trompetleikarans John McNeai. Tónleikar þessir munu veröa haldnir fimmtudaginn 4. októ- ber, en enn er ekki ákveöiö hvar tónleikunum veröur valinn staö- ur. John McNeal er ungur og upp- rennandi trompetleikari sem oftlega hefur veriö nefndur sem einn af arftökum Miles Davis. JohnMcNeal er 31 árs aö aldri og á aö baki sér tvær sóló- plötur fyrir danska jazzmerkíö Steeple Chase. A þessum plötum nýtur hann m.a. ‘aöstobar bassaleikarans Rufus Reid sem kom hingaö til lands ásamt Dexter Gordon og trommarans Billy Hart sem lék i triói Niels Henning Orsted Pedersen sem kom hingaö. Auk þeirra hefur John McNeal notiö aöstoðar Bob Berg, Joanne Bracken, Dave Liebman, Bust- er Williams og Kenny Barron svo einhverjir séu nefndir. John McNeal hefur starfaö meö pianistanum Horace Silver en er nú nýlega búinn aö stofna eiginn kvartett. I þessum kvart- etti eru þrlr kornungir og upp- rennandi tónlistarmenn. Bassa- leikari kvartettsins er Tom Warrington, 28 ára gamall. Hann hefur starfaö sl. 2. ár i stór- hljómsveit trommuleikarans Buddy Rich.Trommuleikari kvartettsins er Mike Hyman tvitugur piltur sem á aö baki 4 ára atvinnuferil meö ýmsum góöum listamönnum. Mike Hyrtian hefur starfaö meö Joe Henderson og saxófónleikaran- um Gerry Mulligan Nýjasti meölimur kvartetts- ins er gítarleikarinn Bill Bick- ford. Hann er aöeins 23 ára gamall. Auk tónleika kvartetts John McNealfyrirhugar Jazzvakning aöra erlenda tónleika fyrir ára- mót og tónleika stórhljómsveit- ar trompetleikarans Clark Terry I febrúar a næsta ári. Aö sögn forráöamanna Jazz- vakningar er mjög mikilvægt aö tónleikar John McNeall veröi vel sóttir þvl aö grundvöllur starfseminnar byggir mikiö á þessum erlendu tónleikum. Tónleikar erlendra lista- manna eru mjög kostnaöarsam- ir fyrir svo fjárvana félag sem Jazzvakning er og má þvi ekk- ert út af bera til aö grundvell- imum sé kippt undan stafsemi félagsins. Góöur vilji og örugg aösókn aö tónleikunum tryggja best starfsemi Jazzvakninngar aö sögn forráöamanna félags- ins. Jazzvakning hefur nú þegar hafiö heimildasöfnun um is- lenskt jazzlíf fyrr og nú. Mikill hluti þeirra heimilda sem til eru frá fyrri tlö, upptökur og ýmiss- konar upplýsingar liggja undir skemmdum ef ekki er aö þeim hugaö I tlma. Meö þessari heimildarsöfnun er ætlun Jazzvakningar aö leggja grunninn aö varöveislu jazzsögu tslands og minja um hana. Allir þeir sem veitt eætu upp- lýsingar um muni aöa minja sem koma viö sögu jazzins á tslandi eru hvattir til aö hafa samband viö forráöamenn Jazzvakningar. — jg Umsjón: Jónatan Garðarsson S.A.T.T. Ný samtök alþýöutónskálda og tónlistarmanna tslenskir popptónlistarmenn eru nú aö undirbúa stofnun samtaka til aö berjast fyrir hagsmunamálum sinum. Fyrsti stofnfundur hefur þegar veriö haldinn og á þeim fundi kom glögglega i ljós aö mikill hugur er I mönnum. A þessum fundi var skipaö I ýms- ar nefndir til aö undirbúa starf- semina. Samtökunum voru valin nafn- iö „Samtök alþýöutónskálda og tónlistarmanna ”, Enn er ekki búiö aö stofna félagiö formlega en framhalds- stofnfundur veröur trúlega haldinn I vikunni. Liklegur formaöur félagsins er talinn veröa Egill Olafsson yfirþurs, en hann er nú staddur ásamt þursum slnum i Hollandi viö hljómleikahald. Helstu hvatamenn aö stofnun þessara samtaka eru Egill Ólafsson, Jóhann G. Jóhanns- son, Finnur Torfi Stefánsson, alþingismaöur, og Sigurjón Sig- hvatsson auk annarra. Islenskir popptónlistarmenn hafa I rauninni aldrei átt neina talsmenn sem sett hafa sérmál þeirra á oddinn. Skipaö hefur veriö i nokkrar undirbúningsnefndir til aö leggja fram tillögur aö lögum samtakanna, stefnu og mark- miö og til aö afla félaginu tekna. 1 ráöi er aö þeir tónlistarmenn sem aö samtökunum standa hefji fjáröflun fyrir þau meö hálfsmánaöarlegum dansleikj- um. Sú hugmynd er uppi aö þessir dansleikir veröi haldnir I veitingahúsinu Klúbbnum, og aö aðgangseyririnn renni ó- skiptur til Samtaka alþýöutón- skálda og tónlistarmanna. Reyndar nema gjöld þau sem tónlistarmenn greiöa af skemmtunum sinum helmingi af aögangseyri, svo aö keisarinn fær sitt. I ályktun sem samþykkt var á stofnfundi Samtakanna segir m.a.: „Hlutur alþýöutónskálda er með eindæmum lakur, þar sem þau hafa frá upphafi veriö sviftstærstum hluta tekna sinna af höfunda- og flutningsrétti (svo nefndum STEF.gjöldum). Megin hluti tekna ST.EFs er sprottinn af verkum alþýöu- tónskálda sem njóta þeirra ekki nema að smávægileguleyti, enda eru alþýöutónskáld nánast réttindalaus I STEE”. — jg % & \ & ^ % \ t\ Lærið % \ dansa Eðlilegur þáttur i almennri mennt- un hvers einstaklings ætti að vera að læra að dansa. Ath.: Afsláttur ef 3 systkini eða fleiri eru i dansinum. Aukaafslátt- ur ef foreldrar eru lika. Innritun stendur yfir. Ballettskóli Eddu Scheving Reykjavik simi 76350 Ballettskóli Sigriðar Ármann Reykjavik simi 72154. Dansskóli Sigvaida Reykjavik, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Mosfellssveit, simar 84750—53158—66469. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Reykjavik, Kópavogur, Hafnar- fjörður, Simi 41557. Dansskóli Heiðars / Astvaldssonar Reykjavik, • Seltjarnarnes, Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellssveit. Simar 20345— 24959—38126— —74444—76624. % %\ % 1t 1t DANSKENNARASAMBANO ÍSLANDS TRYGGING fyrir réttri tilsögn í dansi Verksmiðjur vorar, skrifstofur og vöruaf- greiðslur verða lokaðar þriðjudaginn 25. september vegna jarðarfarar Hauks Gröndal framkvæmdastjóra. Smjörllki h.f. Sól h.f. Blikkiðjan Asgaröi 1, Garðabæ ónnumst þakrennusmiöi og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboö SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.