Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 23. september 1979 Ðöðvar Guðmundsson: Einn andvökusálmur um dagskrárdeilur Ljóða er ekkí listin töm, loðmælt er tunga, sein og stöm, þó vil ég yrkja um atgang þann sem enginn vann er bóklært vinstrafólk barðist á prenti við beljakann. Runninn á kratans röngu braut rak sig á véstein einn og hnaut beljakinn fyrst en brátt upp sté með brákað hné, friðarbönd leysti af Fótbít og Sköfnung og flugbrýnde. Rennur á ný í ranga átt, reka þá úlfar gól upp hátt, ýlfrið í vinstra eyrað sker því úlfarner hafa þann siðinn að setja þar klóna hvar sárast er. Beljakinn hratt á hæli snýst, — hann trúi ég óhljóð bíti síst, — strýkur um kinn og stendur kyr, í storkan spyr: „Kastið þér grjóti, eða kveðið þér nokkuð, þér kynvilltir?" Suður í kóngsins Kaupinhafn kyndugt fyrirfinnst gestasafn, sagt er að ekkert sé þar f jall en sósíall þjórfé auki hjá þurfandi gestum um þúsundkall. Sat þar að drykk með sveitta kinn sjálfur vágestahöfðinginn. Beljakans niðran nam hans hlust í norðangust komnum af fslands höfum að hádanskri húsaburst. AAörg er vor sjón og sögurfk, sáust þó aldrei þessum lík handtök er gestahöfðinginn tók hamarinn og sigðina dengdi svo dunaði undir við doðrantinn. Hristi þá fiðrið erla ein, eiturþyrst brýndi gogg við stein, lögðu svo bæði á langveginn með lærdóm sinn, hann með sigðina, hún með langsoltinn hassgogginn. Skýra vart hægt með orðum er atgangi frá er bóklærðer kyntu fáryrðabál er brann um beljakann. Þeytti logbröndum þar hver að öðrum i Þjóðviljann. „Líti nú allir lærdóm þann! Ljót er verkalýðsforystan, lýðræði iðkar öngva hrfð en yfirtíð auðvaldið biður, af fordómum fyllist um frjálsan lýð, menningu öngva á sér tíl, álítur kynlíf laumuspil, hvort sem að þar fer hún á hann eða hann á mann, viljalaus alveg um Vallarmálin og verndarann." Svarar að bragði seima bur seinn í rómi en fastmæltur: „Sjáið nú þennan þrútna haus og þungan daus, gesti Danakóngs drýgjandi kynsvall og drykkjuraus, sjúga blóðpening svöngum frá sem f Danmörku finna má, hatandi Stalín hrista sax og hampa AAarx, hylla AAaó og heróínsprautuna heimta strax." Lýst skal ei meir þeim langa elg, lagt var fúkyrði margt í belg. AAat þar hver góðan málstað sinn en miður hinn. Rifust svo móðir um rauða fánann og rækallinn. Loðinn á haus með loðna kinn loks kom til móts við nafna sinn róttækur, markvfss menntakall í máli snjall, sanngjarn og víðsýnn og sætti deilurnar sósíall. Honum sem loks þar hafði frið og hrunda vésteina reisti við líkja víð Guðmund góða má sem gesti smá, beljaka, erlur og úlfana soltnu lét athvarf fá. Verndi oss helgir véstéinar, vaskir úlfar og beljakar auðvalds nær kreppist krumlan löng um klípitöng, auðgi sál vora auðf úsugestir með erlusöng. Amen Orðskýringar fyrir þá sem ekki kunna islensku: stöm (kvk lo, kk: stamur): sem rennur treg- lega á friðarbönd: bönd sem héldu sverðum f slfðr- um Fótbítur og Sköfnungur: nafngreind sverð í fornsögum • sósíall (no): danskur ríkisstyrkur til atvfnnu- leysingja sósíall (lo): félagslega þenkjandi gestur: sá sem hefur hálf hirðmannslaun gestahöfðingi: fyrirliði konungsgesta, þe. manna með hálf hirðmannslaun doðrantur: oftast biblían, einnig um mikil fræðirit, td. Das Kapital, þykk bók. rækallinn: fjandinn erla: smáfugl, td. maríuerla vésteinn: heilagur steinn notaður til fórnfær- inga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.