Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Allt stiku-liðib við stærri skálann við Alftavatn. LAUGAVEGURINN Obyggðirnar milli Land- mannaleiðar og Fjalla- baksvegar hafa löngum þótt verðar skoðunar ásamt Emstrum og Almenningum og hefur talsvert verið um að fólk gengi um þessi svæði, þótt aldrei hafi umferðin verið slik sem í sumar, enda hefur umtal, og framtak F.l. ýtt þar undir. Göngu- leið sem þessi hlýtur með tímanum að hljóta nafn og i sumar hefur nafngiftinni Laugavegur skotið upp. Lengi hefur það verið draumur Ferðafélags- manna að gera þessa leið aðgengilega hinum al- menna náttúruskoðara með því að gefa honum kost á því að fara hana í hæfilegum áföngum ój gista í skálum. Nú er þessi draumur orð- inn veruleiki því að með tilkomu tveggja skála sem í haust voru settir upp við Álftavatn á Fjallabaks- vegi, er keðjan orðin sam- felld.. Ferðafélagið opnar sína fyrstu gönguleið á öræfum uppi Hlaupararnir: Arni Sigurösson (8.40 min), Vignir Jónsson, Geir Sigurbsson, Vigfús Pálsson. opnaöi gönguleiöina formlega meö góöri ræöu, en Arni Reynis- son slð á léttari strengi. Siöan var sungiö. Þessir tveir skálar viö Alfta- vatn sem samtals rúma 56manns I kojur taka nú viö af kofanum i Hvanngili sem F.I. hefur oröiö aö notast viö til þessa og aldrei gat talist vistlegur, enda ætlaö aö þjóna gangnamönnum og hross- um þeirra. Alftavatniö sjálft er fagurt. Góöir útsýnisstaöir eru innan seilingar, Bratthálsinn og Torfa- tindar. Héöan eru leiöir til allra átta og fárra tíma gangur á Há- skeröing sem er f jalla hæstur hér um slóöir og frábær sjónarhóll. Feröafélag Islands fer ööruvisi aö heldur en t.d. iþróttafélögin sem hlúa fyrst aö keppnisfólki en láta þarfir almennings sitja á hakanum. Undanfarin ár og ára- tugi hefur F1 komiö sér upp stór- um fjallaskálum á vinsælum' stööum i óbyggö, þar sem fólk getur dvaliö í rð eöa viö náttúru- skoöun. Þessir skálar hafa veriö miöstöövar helgarferöanna og á þeim byggir félagiö afkomu sina. Nú er svo komiö einmitt vegna þessarar aöstööu, aö félagiö hefur yfir aö ráöa umtalsveröu fjár- magni, sem þaö getur notaö til annarra hluta. Og þaö er greini- legt aö forráöamenn Ft skilja sinn vitjunartima og gefa gaum aö þörfum þeirra sem gönguferö- um unna. Þaö hef ég skiliö á um- mælum forseta félagsins, fram- kvæmdastjóra og annarra stólpa, að ekki veröi látið sitja viö þessa einu gönguleiö, heldur fljótlega fariö aö horfa annaö og hefur Kjalvegssvæðið heyrst nefnt i þvi sambandi. Einn atburöur varö um þessa helgi sem ég tel rétt aö segja frá. Fjórir piltar úr Reykjavik og Sel- tjarnarnesi gengu i einum áfanga úr Laugum I Þórsmörk. Sá sem fyrstur kom I mark hljóp á átta klst. og fjörutiu min. Hann heitir Arni Sigurösson. Hinir hlupu á um ellefu timum. Piltarnir fóru þetta léttklæddir og matar- naumir. Þess skal getið, aö fimmti pilturinn linaöist á sprett- inum á Torfajökli og varö Vigfús Pálsson eftir og fylgdi honum niörundir Emstru-skálann á vit Feröafélagsfólksins, en hinir pilt- arnir héldu sinu striki. Þarna hef- ur Vigfús tafist nokkuö, svo aö kannski hefur I raun ekki munaö svo miklu á þeim Arna. Skýringin á þessari Torfajökulsgöngu þeirra er sú, aö þeir fóru Jökul- giliö, sem er nokkuö styttra held- ur en hin stikaða leiö um Brenni- steinsöldu og Hrafntinnusker. Svona gönuhlaup uppá guö og lukkuna eru fyrir utan mitt á- hugasvið, en tilheyra kannski ein- hverjum Iþróttum, og ungum strákum er sjálfsagt ekki láandi aö vilja reyna sig. Hins vegar hef- ur reynslan kennt mér eins og öörum sem vanist hafa feröa- lögum á fjöllum aö best er aö eiga sem minnst undir veörum og skera búnaö eldii viö nögl. Ég tel þess vegna sem feröamaöur þetta feröalag strákanna hálfgert glap- ræöi, en dáistþó aö þeim I laumi. Laugardaginn 1. september s.l. árla lögöu upp hópar göngu- manna frá skálum feröafélagsins i Landmannalaugum og Emstr- um. Hér var á ferö einvalalið sem haföi fengiö þaö verkefni aö setja niður stikur á þessarri leiö. Aö þessu verki loknu er leiöin orö- in svo örugg sem veröa má. Umsjónarmaöur þessa þáttar var I hópi með þeim sem báru stikur á bakinu frá Landmanna- laugum i Hrafntinnusker og settu þær siöan niöur meöfram Reykjafjöllum, um Jökultungur og Grashaga aö Alftavatni. Gamall kinverskur málsháttur hljóðar eitthvaö á þessa leiö: Flýttu þer hægt svo þér miöi eitt- hvaö áfram. Þennan málshátt, hina kin- versku speki, sannaöi Daviö Ólafsson Seðlabankastjóri og for- seti F.I., sem gekk meö okkur yngri mönnunum alla þessa leiö, sem er venjulega farin á tveimur dögum. Daviö hefur þróaö meö sér þannig göngustil, aö svo virö- ist sem hann fari mjög hægt. Viö hinir yngri gengum hins vegar af miklum krafti, aö visumeö byrö- ar, en vorum aöeins rúma þrjá tima uppi Sker og i miöjum hópn- um var Daviö og blés ekki úr nös. Um kvöldið aö verki taknu mættust allir hóparnir i stærri skálanum viö Alftavatn. Forseti Feröafélagsins Daviö ólafsson Aö viöbættum greinarhöfundi er þetta liöið sem gekk úr Landmannaiaugum aö Alftavatni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.