Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 24
UOÐVIUINN Sunnudagur 23. september 1979 Aöalsimi Þióöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til fóstudaga. kl 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Kvöldsími l'tan þess tima er nægt aö ná i blaöamenn og aðra starfs- v er 81348 menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285. afgreiðsla 81482 og Blaöaprent 81348. nafn* Hross- hausinn Hrosshausinn, sem Samtök herstöbvarandstæðinga reistu á níöstöng i tilefni heimsóknar Natc-herskip- anna hefur tvfmælalaust veriö mest I fréttum siöustu viku. Erfitt var fyrir blaöa- mann Sunnudagsblaösins aö ná sambandi viö hrossið, sem ekki hefur veriö nafn- greint I blööum, en vegna þeirrar einskærru heppni aö hér á landi er staddur er- lendur milill, tókst aö ná tali af hrossinu handan móöunn- ar miklu. * Þú hefur veriö mikiö i fréttunum siöustu daga? (Hnegg) Já ekkier hægt aö neita þvi. Þetta er dálitiö óþægilegt aö þurfa aö valda svona deilum óspuröur. Formaöur Fáks hefur sagt I blaöaviötali, aö þetta sé voöaieg meöferö á skepnum aö setja höfuö þeirra á niö- stöng? Ég er honum eindregiö sammála Og ég vil taka undir þau orö Morgunblaös- ins aö þaö sé óskaplegt aö hinir hestarnir þurfi aö horfa upp á þetta. Enda greip sá góöi hestamaöur Siguröur Ölafsson i taumana og kvartaöi undan meöferöinni á mér. Leiöarahöfundur Morgun- blaösins telur aö misnotkun á höföi þinu geti leitt af sér neikvæöar verkanir, m.a. geti risiö flotastöö hérlendis fyrir bragöiö? Þetta er óskaplegt. Skrifaöi hann þaö? Ja, hugsa sér aö maöur komi öllu þessu af staö! En ef þetta stendur 1 Mogganum hlýtur þaö aö vera satt. Herstöövarandstæöingum tókst meö niöstönginni aö vekja athygli á þeirri svi- viröingu sem landinu var sýnd meö þessari heim- sókn? Já, sá hlær hest sem sföast hlær. Mér finnst samt aö þaö heföi veriö betri hugmynd aö nota þorskhausa á stöng eins og siöar var gert. Enda hæfir þaö betur á Nató-hermenn. Ertu á móti hernum sjálfur? Ég er óháöur, frjáls og ópólitiskur. Mér leiöast stjórnmál. Hvaö varö um þig aö lokum? Lögreglan kom og tók mig af stönginni. Guölaun sé þeim fyrir þaö. Hins vegar brutu þeir nokkur plagöt og svoleiöis. Þaö versta fannst mér þó, aö þeir skyldu henda mér I rusliö. Þaö fannst mér ósanngjarn endir á þessu máli Viltu skila nokkrum kvcöjum aö lokum? Já, ég vil endilega skila góöum kveöjum til vina minna I hesthúsi Fáks og svo einni góöri kveöju til Skjóna og segöu aö pabbi hans sé kominn hinum megin til mln. 1 pylsupökkum. j Nú fara jólabækumar j svokölluðu að streyma á markað og okkur hefur þegar verið tilkynnt að verð meðalbókar i ár verði um 10 þús. krónur. Það kann mörgum að þykja nokkuð hátt verð og vissulega trúi ég þvi að á mörgum heimilum verði fáar krónur af- gangs til bókakaupa þegar matur og annað nauðsynlegt hefur verið keypt til jólanna. En þó verð bókanna sé hátt munu ekki ailir, sem leggja af mörkum vinnu við gerð þeirra, bera Það forréttindi að mikið úr býtum. Og þó að undarlegt sé kemur minnst i hlut rithöfund- anna sjálfra, en á þeirra vinnu hlýtur þó allt að byggjast. Asa Sólveig á sæti I stjórn Rit- höfundasambandsinsog hún varö fúslega viö þeirri beiöni okkar aö segja lesendum blaösins litillega frá starfi og kjörum Islenskra rit- höfunda. — Aöalviösemjendur okkar eru þrir, bókaútgefendur, rlkisút- varpiö og leikhúsin, Þjóöleikhúsiö og Iönó. Siöast var samiö viö Rlkisútvarpiö s.l. vor og gilda þeir samningar um sjónvarps-og útvarpsefni. Nú eru lausir samn- ingar okkar viö bókaútgefendur og ég vonasteftiraö fariöveröi aö tala saman um næstu mánaða- mót. Um áramótin 1975-1976 var fyrsti samningur geröur milli Rithöfúndasambands íslands og bókaútgefenda og þess vegna er kominn timi til aö endurskoöa hann. Þaö var rammasamningur og samkvæmt honum fá rit- höfundar 15% af forlagsveröi bókar, en þaö er verö hennar fyrir utan söluskatt og þóknun til bók- sala. Niöur fyrir þessa prósentu- tölu má ekki fara. Ég skal sýna þér útreikninga frá I fýrra hvern- ig kostnaöurinn viö framleiöslu einnar bókar skiptist. Framleiöslukostn. bókar....... Kr. 1.014,- 17,25% Hlutur útgefanda .. Kr. 1.901,- 32,33% Höfundarlaun Kr. 515,- 8,75% Sölulaun bóksala..... Kr. 1.470,- 25,00% Söluskattur Kr. 980,- 16,67% Kr. 5.880,- 100,00% Hlutur rithöfunda er lftill og auk þess fáum viö greitt eftirá. Þar erum viö á sama báti og bændur. Ég held viö séum einu stéttirnar I landinu sem veröum þannig aö bföa eftir greiöslu fýrir vinnu okkar. Bændur eru þó örlitiö betur settir en viö, þeir geta tekiö út vörur fyrir væntan- legt kaup. Lág árslaun — Hver eru þá árslaun rit- höfunda? — Þaö er best að ég taki persónulgt dæmi. Min fyrsta bók, Einkamál Stefaniu, kom út í mega vetja sér _ starf fyrra. í þeim samningi sem ég geröi viö minn útgefanda er gert ráö fyrir 5000eintaka fjölda, sem prenta megi I tvennu lagi. 3000 eintök hafa selst og höfundar- launin, þessi 15% af forlagsveröi, voru 1632 þús. kr. Þaö eruekki há árslaun og þess má geta aö af þessari einu bók fær rlkiö yfir 3 milj. I söluskatt. Nú þykir gott aö höfundur skrifi eina bók á ári en raunarheldur enginnþeim vinnu- hraöa til langframa. — Sama gildir um leikverk. Þaö telst ársvinna aö semja leik- rit og sé þaö flutt I rikisútvarpi fáum viö706þús.kr. fyrir klukku- tlma langt verk. Fyrir klukku- tima langt sjónvarp6leikrit er greiöslan 1,2 milj. — Varðandi sjónvarpiö þá þykir okkur höfundum dálitiö langur tlmi aö þaö liöi tvö ár frá þvt viö skilum handriti og þangaö til verkiö er sýnt, en þaö er algengt. Hluta af greiöslunni fáum viö eftir aö ákveöiö hefur veriö aö taka verkiö til flutnings, en uppgjör fáum viö ekki fyrr en leikritiö ertilbúiö til útsendingar. — Fyrir leikrit flutt á sviöi fáum viö lágmarkstryggingu 1,5 milj. og sú greiösla miöast viö 20 sýningar I Þjóöleikhúsinu og veröi þær fleiri, fáum viö 78 þús. fyrir hverja sýningu. Segir Ása Sólveig Að fá greitt strax — Hvaöa kröfur munuö þiö setja fram I væntanlegri samningagerö viö bókaút- gefendur? — Þaö þarf aö hækka verulega þessa prósentutölu sem höfúndarlaunin miöast viö. En þaö sem skiptir þó mestu máli er aö fá greiösluna strax. Fyrir handrit aö bók sem tilbúiö er aö hausti þarf útgefandi ekki aö borga neitt. Þaö er samkomu- lagsatriöi hvort og hvaö mikiö höfundur fær greitt þegar bókin kemur út. Lokagreiösla kemur ekki fyrr en i júni næsta ár. Vissulega er algengt aö útgef- endur greiöi höfundum eitthvaö fyrirfram, en samkvæmt samn- ingnum eruþeir ekki skyldugir til þess. Og samt eru þaö rithöfund- arnir sem skila vinnu sinni fyrstir allra þeirra sem koma viö sögu I framleiöslu bókar. Þannig getur liðiö frá því aö handrití er skilaö þar til fyrsta greiðslan kemur. Þaö sjá allir aö 1 veröbólguþjóð- félagi getur þetta ekki gengiö. — Dæmin um lélegar greiöslur eru óteljandi en dæmin um góöar greiöslur eru llka til en þau eru færri. Salan á minni bók er t.d. langt yfir meðallagi. Meöalsala er um 1500 eintök af skáldsögum en miklu færri af ljóðabókum. Þaö þykir gott aö 300 eintök af ljóðabók seljist. — Eiga rithöfundar kost á ein- hverjum tekjum meðan þeir vinna aö verkum sinum? — Jú, til er Launasjóöur rit- höfúnda og hann fær fjár- veitingu frá Alþingi og viö getum sótt um starfelaun úr þessum sjóöi. Viösækjum um tilákveöins tima og gerum grein fyrir verk- efninu. Samkvæmt reglugerö sjóösins er hægt aö sækja um starfslaun minnst þrjámánuöi og mest 9 mánuöi á hverju ári. Söluskattur 600 milj. — Þaö sýnist vera sann- girnismál aö rithöfundar fái ekki minnst I sinn hlut. Og þvi má heldur ekki gleyma aö fjölmargir hafa atvinnu af bókagerö og sölu- skatturinn af islenskum bókum nam I fyrra 600 miljónum. I launasjóð rithöfunda fóru hins vear 80milj. svo aö þaö er ljóst aö viö erum engar afætur á þjóö- félaginu þrátt fyrir þennan sjóö. Viö eigum fullkomlega rétt á þessum peningum og fjárveit- ingin til sjóösins þarf aö hækka verulga, svo aö hægt sé aö sinna öllum þeim umsóknum sem berast. — Og fleira veldur okkur erfiö- leikum I sambandi viö fjár- veitingar úr sjóönum. Viö vitum ekki meö neinum fyrirvara um þaö hvort viö fáum nokkuö eöa ekki og heldur ekki til hve langs tima. Núna er ég t.d. aö leita mér aö hálfsdags vinnu. Ég þori hvergi aö fastráöa mig þvi aö ég hef líka sótt um laun úr sjóönum og fái ég þau vil ég auövitaö ekki sleppa þvi tækifæri. — Af hverju skrifar fólk? — Þú veröur aö spyrja ein- hvern annan en mig aö þvl, ef þú vilt fá eitthvert almennt svar. Ég skrifa af þvl aö mér þykir gaman aö þvl. Mér finnst þaö skipta mestu i li'finu aö fá að vinna þá vinnusem manni likar, finnst þaö raunar forréttindi aö eiga þess kost. Ég hef aldrei oröiö vöri viö neina svokallaöa köllun til rit- starfa og ég minnist þess ekki aö þaö hafi verið neitt sérstakt sem kom mér til aö skrifa fyrsta leik- ritiö mitt. Mig langaöi bara aö skrifa þaö og mér lá mikið á. Ég haföi þá aldrei lesiö leikrit skrifað á bók og vissi ekki almennilega hvaö áttí aö skrifa mikið niöur umfram þaö sem fólkiö sagöi. — Ég hef alltaf haft áhuga á fólki og ég man aö þegar ég var krakki hugsaöi ég framhalds- sögur áöur en ég fór aö sofa, og þessar sögur voru mestan part i samtalsformi. Þetta var oröin heilmikil iþrótthjámér og þannig held ég aö ég hafi veriö búin aö fá ágæta þjálfun I aö skrifa leikrit þó að ég hafi ekki gert mér það Ijóst fyrr en löngu seinna. Þaö var því ekki tilviljun aö ég valdi leikritsformiö i byrjun. — Ertu ekki aö koma með bók á markaöinn núna? — Jú, þaö kemur út bók fyrir jólin. Hún heitir Treg I taumiog aðalpersónaner miöaldra kona — Guöný heitir hún — og á hálf- uppkomin börn. Auk þess á ég efni I aöra bók en ég er ekki viss um aö ég vilji skrifa hana alveg strax, þarf aö hugsa efni hennar lengur. Kvenimyndin úr karlabókmenntum — Þú skrifar fremur um konur en karla, af hverju? — Konur standa mér nær. Ég held samt aö ekki sé svo ýkjamik- ill munur á körlum og konum og ég gæti vel hugsaö mér aö gllma viö karlpersónur og reynt aö setja mig I þeirra spor og sjá málin frá þeirra sjónarhorni. En þegar maöur hefur lesið alla þá endemisþvælu sem karlar hafa gert konum I bókmenntunum, þá langarmigalls ekkertaðeiga þaö á hættu að fara aö skrifa annaö eins um karlmenn. Þaö er ábyrgöarstarf aö skrifa og viö megum ekki gleyma þvi aö kven- imyndin sem viö höfum er afskaplega mikiö til oröin i karla- bókmenntum. —hs eru Asa Sólveig: — Rithöfundar eru á sama báti og bændur. Þeir eru þó örlitiö betur settir en við, þeir geta tekið út vörur fyrir væntaniegt kaup. Laun fyrir hverja bók: 15% af for- lagsverðinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.