Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
Offsetprentari
óskast sem fyrst. Góð laun i boði fyrir
réttan mann. Farið verður með fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál. Upplýsingar i
sima 86115 á daginn og i sima 66295 eftir
kl. 7.
PRENTRLN hF
Laugavegi 178 ^J86-115
| |R | BORGARSPÍTALINN
W Lausar stöður
Sérfræðingur
í smitsjúkdómum
Staða sérf ræðings i smitsjúkdómum innan
lyflæknisfræði (hluta staða) við lyf-
lækningadeild Borgarspitalans er laus til
umsóknar. Væntanlegir umsækjendur
skulu gera rækilega grein fyrir læknis-
störfum þeim, sem þeir hafa unnið,
visindavinnu og ritstörfum.
Umsóknir skal senda til stjórnar sjúkra-
stofnana Reykjavikurborgar fyrir 31.
október 1979.
Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir
deildarinnar.
Sérfræðingur
í nýrnasjúkdómum
Staða sérfræðings i nýrnasjúkdómum
innan lyflæknisfræði við lyflækningadeild
Borgarspitalans er laus til umsóknar.
Væntanlegir umsækjendur skulu gera
rækilega grein fyrir læknisstörfum þeim,
sem þeir hafa unnið, visindavinnu og rit-
störfum.
Umsóknir skal senda til stjórnar sjúkra-
stofnana Reykjavikurborgar fyrir 31.
október 1979.
Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir
deildarinnar.
Frá Strætisvögnum
Reykjavíkur
óskum að ráða konu eða karl á yfir-
byggingadeild.
Aðalverkefni: Sniðing og saumur á sæta-
áklæði.
Upplýsingar hjá yfirverkstjóra að
Borgartúni 35 eða i sima 82533 kl. 13.00 til
14.00 mánudag til föstudags.
Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins
Véltæknifræðingur eða maður með hlið-
stæða menntun, óskast til starfa á tækni-
deild stofnunarinnar.
Umsóknir sendist stofnuninni fyrir 1.
október n.k.
Oddur Jónsson
Framhald af bls 8.
tvöfalt kaup gegn þvi aö ég kæmi
til hans aftur. Ég var hjá Jóhanni
i þrjú sumur og þriöja haustiö
kvæntist ég einni kaupakonunni,
Brynhildi Ingimundardóttur úr
Vestmannaeyjum. Þá var ég
þritugur. A veturna var ég á tog-
urum, aöallega Kveldúlfstogur-
unum.
Orrustan endaði
með gráti
—Varstu aldrei á sildveiöum,
Oddur?
— Jú, ekki get ég alveg svariö
fyrir þaö. Ég réöi mig eitt sinn á
slldarbátinn Gissur hvita og viö
vorum ,,á sild” fyrir noröan um
sumariö. Lögöum upp á Siglu-
firöi. Þá var' nú stundum glatt á
hjalla I sildarbænum. Eiginlega
furöulegt aö enginn skyldi vera
drepinn i þeim ólátum, sem þar
voru stundum. Einu sinni lenti ég
i ryskingum. Svii og Norömaöur
réöust á mig og félaga minn.
Sviinn gaf honum skalla, hann féll
og ég hélt aö hann væri dauöur.
Ég flaugst um stund á viö þá
báöa, um annaö var ekki aö gera,
en stelpurnar lágu úti i bragga-
gluggunum og hrópuöu: „Oddur,
stattu þig, Oddur”. Ég ætlaöi aö
reyna aö hrekja þá i sjóinn en þá
kom lögregluþjónn aövifandi og
Sviinn flúöi en Norömaöurinn fór
aö gráta. Mér gekkst hugur viö
þetta og varö úr aö ég réri honum
út I skip hans. Fyrir þaö var hann
mér ákaflega þakklátur. Þannig
endaöi nú þessi slagur.
Viö öfluöum vel i meöallagi á
sildinni. Ég held, aö hásetahlut-
urinn hafi veriö 700 kr.
Ég hélt áfram á þessum bát.
Viö fórum til Isafjarðar og rérum
þar um haustiö og fram i febrúar.
Þá fórum viö suður i Garö en
lögöum upp i Reykjavik. Þessi
bátur fórst svo seinna meö manni
og mús.
ÍJtgeröarmaöurinn hét
Metúsalem Jóhannsson, Hann lét
smiða tvo báta, Gissur og Geir og
voru þeir báöir á sild. Seinna fór
Metúsalem til Sviþjóöar og dó
þar.
Þessi bátur var gott sjóskip þó
aö svona færi fyrir honum aö lok-
um. Þaö kom fyrir, aö viö fengj-
um vond veöur en báturinn dugöi
vel. Ég man sérstaklega eftir ein-
um garði en þá vorum viö aö
koma aö vestan og ætluöum til
Reykjavikur. Fengum stjórnvit-
laust veöur, vorum t.d. 16 tima aö
komast yfir Breiöabugt og þrjá
sólarhringa tók þaö okkur að
komast til Reykjavtkur. Ég stóö
lengst af meö hausinn út um
glugga á stýrishúsinu til þess aö
reyna aö sjá skaflana.
Steinasteypa hjá
Jóni Þorlákssyni
Ég hætti á sjónum þegar ég
gifti mig. Fékk leigt i Króki hjá
frænda minum. Þá var Jón
Þorláksson búinn aö setja upp
verksmiöju á Kjalarnesinu til
þess aö framleiöa bygginga-
holstein.
Ég fékk vinnu viö steinagerö-
ina. Var þar einskonar verkstjóri
meö 300 kr. kaup á mánuöi. Þetta
var mjög þægilegt fyrir mig þvi
ég var sama sem heima. Þaö
voru töluverö umsvif viö þessa
steinasteypu hjá Jóni. Hann lét
byggja þarna bryggju og
steinarnir voru fluttir á báti til
Reykjavikur. tJr þessum steinum
munu nokkur hús I Reykjavik
hafa verið byggö, aöallega i
Vesturbænum, held ég. Ég hef
liklega verið viö þessa steinagerö
i þrjú ár og heföi unniö þar lengur
ef annaö heföi ekki komið til.
Konan min veiktist nefnilega og
þá varð ég aö hætta þessari ann-
ars ágætu vinnu.
Vildi að ég hefði
aldrei séð það
— Teluröu þig aldrei hafa veriö
hætt kominn á sjónum, Oddur?
— Hætt kominn? Nei, ekki man
ég nú eftir þvi. Það var fariö aö
óttast um okkur þarna I þriggja
sólarhringa túrnum aö vestan,
sem ég minntist á viö þig áöan og
hann var náttúrlega hálf erfiöur.
Þaö var ekkert sældarbrauö aö
standa klukkutimum saman viö
stýriö meö hausinn út um
gluggann, en hætt komnir, þaö
held ég nú ekki, ég ar a.m.k. allt-
af innan viö lunninguna.
Hinsvegar var ég vottur aö
slysi. Þá var ég fluttur til
Vestmannaeyja. Þetta var i
austan roki. Ég var, af tilviljun,
að vinna hjá Edinborg. Var að
flytja gærur á nótabát út i Esju.
Er viö komum á bátnum inn á
höfnina mætum við Gullfossi i
Faxasundi. Hann kom fyrir Eiöiö
þvi ófært var austar. Gullfoss var
aö koma frá útlöndum en þaö var
ætiö svo er skip kom þaöan aö
læknir fór um borö i þaö áður en
þaö lagðist aö bryggju. Nú, svo
kemur báturinn, sem á aö flytja
lækninn og eru þeir 7 meö honum,
4 ræöarar og 3 aðrir, sem ætla að
skreppa út i Gullfoss. Þetta var á
bannárunum. Nokkru seinna
koma svo læknirinn og sonur
Gunnars Olafssonar. Ég man, að
læknirinn var i vatnsfötum og
vaðstigvélum meö ólar spenntar
fyrir neöan hné. Fara þeir nú allir
9 i bátinn, sjö eru i skutnum en 2
miðskips. Við vorum þrir þarna I
fjörunni og ýttum frá. Þá kemur
kvika og báturinn sigur niður á
endann. Mennirnir henda sér úr
bátnum og ætla aö gripa landið
nema einn, sem rak frá með bátn-
um. Við óöum út eins og fært var
og ætluöum aö reyna aö gripa
mennina en tókst ekki aö ná taki á
þeim I þessum hamförum.
Læknirinn reyndi aö synda þvi
hann var selsyndur, en lenti i
bakfallinu. Þá snéri hann frá og
ætlaði aö reyna aö ná bátnum. Viö
gerðum þegar aövart um slysiö
og bátur kom á vettvang, en allt
kom fyrir ekki. Þeir fóru þarna
fyrir augunum á okkur átta af
niu. Likin rak öll nema eitt.
Þetta er eina slysið, sem ég hef
oröiö vottur aö og ég vildi aö ég
heföi aldrei séö þaö.
— mhg
Fjalakötturinn
Framhald af 5. siöu.
myndin og er eftir Wolfgang
Biild. Auk þess veröa væntan-
lega aukasýningar á ýmsum
tónlistarmyndum, og veröa þær
auglýstar I Tjarnarbiói þegar
þar aö kemur.
Kvennamyndir
Tvær myndir eru eftir konur:
Niu mánuöir eftir Mörtu
Mezáros hina ungversku, sem
gert hefur athyglisveröar
kvennamyndir einsog Ættleiö-
ingin, sem sýnd var hér á kvik-
myndahátiöinni i fyrra, og
Milli linanna eftir Joan Micklin
Silver, höfund myndarinnar
Hester Street, sem var mánu-
dagsmynd I Háskólabiói I fyrra.
Enn eru ótaldar myndirnar
l-ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
LEIGUHJALLUR
eftir Tennessee Williams
i þýöingu Indriöa G. Þor-
steinssonar.
Leikmynd: Sigurjón Jóhanns-
son.
Leikstjóri: Benedikt Arnason
Frumsýning fimmtudag kl. 20
2. sýning föstudag kl. 20
3. sýning laugardag kl. 20
Litla sviöiö:
Fröken Margrét
I kvöld kl. 20.30
Miöasala 13.15 — 20. Simi 1-
1200
Blómarósir
i Lindarbæ
Sýning i kvöld kl. 20.30, upp-
selt.
Næsta sýning
mánudagskvöld kl. 20.30
þriðjudagskvöld kl. 20.30
Miöasala daglega milli kl. 17
og 19 sýningardaga til kl. 20.30
simi 21971.
Allegro non troppo eftir Bruno
Bozzetto, Utangarösmennirnir
eftir Mrinal Sen, Nærmynd af
iistamanninum á yngri árum
eftir Joseph Strick, og trafár
vegna mynda Georgie og Bonn-
ie eftir James Ivory.
Þessi upptalning ætti aö
nægja til þess aö sannfæra
menn um aö 8000 krónur er ekki
ósanngjarnt verö á félagsskir-
teini Fjalakattarins. Skirteinin
eru til sölu i Tjarnarbiói, Bók-
sölu stúdenta, Bókabúö Máls og
menningar og i skólunum, sem
aöild eiga að Fjalakettinum.
Húsnæði óskast
Þýskur kennari óskar að leigja ibúð strax.
Uppl. á auglýsingadeild Þjóðviljans, simi
81333.
II deild ABR
Munið fundinn hjá II. deild ABR. annað
kvöld, mánudag kl. 20.30 að Grettisgötu 3.
Sjá nánar i flokksdálki, laugardag.
Þórarinn L. Bjarnason
er látinn. Bálför hefur fariö fram.
Vandamenn.
Eiginmaöur minn og faöir okkar
Haraldur S. Guðmundsson
stórkaupmaöur
Spitalastig 8
lést aö heimili sínu aöfaranótt 20. þ.m.
Sigurbjörg Bjarnadóttlr
og börn