Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 19
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 19 Kurt Russell i hlutverki Elvis Háskólabíó (mánudagsmynd); Forstjórinn Nýja bió: Fyrirboöinn II Næsta mánudagsmynd Háskólabíós veröur franska myndin FORSJÓNIN (Providence) sem Alain Resnais geröi 1977. Hún fjallar um aldurs- hniginn rithöfund aö nafni Clive Langham sem þjáist af sársaukafullum sjúkdómi og á í haröri bar- 1 áttu viö dauöann. Til aö flýja frá sársaukanum og drepa timann sviösetur hann ihuga sér ýmis atvik þar sem börn hans skipa stórt hlutverk. Sem dæmi um uppbyggingu myndarinnar þá Imyndar rithöf- undurinn sér I einu atriöanna son sinn Claud, sem er lögfræöingur aö mennt, flytja mál á hendur her- manni semáttiaö hafa drepiö gamlan mann. Siöar kemur þessi sami hermaöur I heimsókn til konu Claud,sem reynir aö notfæra sér heimsóknina til aö ögra eiginmanni sinum. Allir draumar eöa Imynd- anir rithöfundarins eru I þessum dtlr og þaö er ekki fyrr en i lok myndarinnar aö greiöast fer úr flækj- unni. Þá á Langham 78 ára afmæli og býöur öllum vinum og kunningjum til veishi á landareign sinni. Þar leysast málin og þegar gestirnir hverfa á brott erhanneinneftir, umvafinn hugsunum sfnum en þó búinn aö öölast sálarró. Leikstjórinn Alain Resnais er 57 ára gamall frakki og hefur veriö talinn I hóp virtustu leikstjóra heims. A sinum yngri árum geröi hann mikinn fjölda stuttra mynda og heimildarmynda en þaö var ekki fyrren 1959 aö hann kom meö sina fyrstu mynd Ifullrilengd.Þaö varHiroshima Mon Amour og afl- aöi hún honum alþjóölegrar viöurkenningar og er enn i dag talinn þekktasta mynd hans. Siöan komu myndir ein og Last Year At Marienbad (1961), Muriel (1963) og Je T’Aime, Je T’Aime (1968). Resanis er vandvirkur leikstjóri og yfirlleitt liöur langur timi milli mynda hans. Þvi var beöiö meö ó- þreyju eftir FORSJÓNINNI og er almennt mál manna aö sú biö hafi borgaö sig. Margt þekktra leikara fer meö stór hlutverk I myndinni. Má þar nefna John Gielgud I hlutverki rithöfundarins og Dirk Bogarde og Ellen Burstyn I hlutverki sonar hans og tengdadóttur. David Warn- er leikur hermanninn. Tónlistin er samin og stjórn- aö af Miklos Rózsa og flutt af National Phil- harmonic Orchestra. Austurbæjarbíó: Bandarisk frá 1978 Leikstjóri Don Taylor Sonur Kölska heldur áfram djöflalátum sinum I beinu áframhaldi af fyrri Fyrirboöa. Ekki leggur hann þó miklar nýjungar til málanna enda flest af óþokkapörum piltsins upptaliö i fyrri mynd. Menn deyja þó I myndinni á hugvitlegan hátt, enda greind myrkrahöföingjans aö baki. Fyrir þá sem enn hafa gaman af djöfladýrkun og satanisma gæti þessi mynd eflaust kiltaö taugar þeirra. En hún er ekkert nýtt innlegg i sinni grein... Regnboginn: Hjartarbaninn Rokkkóngurinn Eins og viö mátti búast hefur ævi rokksöngvarans sáluga, Elvis Presleys, oröiö Kvikmyndaframleiö- endum i Hollywood kærkomiö efni I kvikmynd. Sjálfsagt hefur veriö erfitt aö velja og hafna hvaö taka ætti fyrir i ævi þessa vinsæla söngvara, en framleiöendur hafa tekiö þaö ráö' ’aö einbeita sér aö tveimur þáttum I lifi hans, þ.e. samksiptum hans viö móöur slna annars vegar og eiginkonuna hins vegar. Þetta er aö vísu á kostnaö bess aö fræeöar- ferlinum sjálfum eru gerö takmörkuö skil og þeirri spurningu er aldrei svaraö hvers vegna Elvis varö svo vinsæll, sem raun bar vitni. Samskiptum hans viö þessar konur sem skiptu svo miklu máli I lifi hans er lýst á svo tilfinninga- næman hátt aö þaö minnir á hinar „gömlu góöu” tilfinningavellur sem bárust frá Hollywood i tuga- tali. Og þó reynt sé aö skyggnast á bak viö goösögnina um rokksöngvarann, sem skók sig og baöaöi út öll- um öngum á sviöinu, og tilraun gerö til aö lýsa til- finningum hans og einmanaleik, þá veröur útkom- an þvi miöur aldrei annaö en væmin og yfirborösleg frásögn. (The Deer Hunter) Leikstjóri: Michael Cimino. Þessi viöfræga og umdeilda óskarsverölauna- mynd er að mörgu leyti mjög vel gerö og leikurinn er frábær. En sú mynd, sem hún dregur upp af striöinu i Vietnam, er ekkert annaö en lvmskulegur áróöur, þvi aö Vietnamarnir eru sýndir sem fantar og illmenni, en aftur á móti er látið að þvi liggja. að Bandarikjamenn hafi litinn sem engan þátt átt i þeim hrottaskap og þeirri spillingu. sem þar viö- gekkst á þeim tima, — heldur hafi þeir aðeins verið leiksoppar örlaganna. Tónabíó: Litla stúlkan við endann á trjágöngunum Bandarisk-kanadisk frá árinu 1977 Leikstjóri Nicholas Gessner Þetta er dálitið undarlegur samruni ljóörænnar kvikmyndar og hreinnar hrollvekju. Jody Foster, sem menn muna eftir sem ungu vændisstúlkunni i Taxi Driver, leikur af ótrúlegu öryggi og kunáttu af ekki eldri ungling aö vera. Einungis leikur hennar er nóg aö til þess aö mæla meö myndinni. Sjálf sögurásin er dálltiö ójöfn en þróast þó I jafna spennu. ógnvekjandi ástarsaga ungmenna væri kannski heppilegasta samantektin. Laugarásbíó: Skipakóngurinn Bandarlsk frá 1978 Leikstjóri J. Lee Thompson Anthony Quinn er aö veröa sérfræöingur I aö leika fræga Grikki. Aður hefur hann gert Zorba aö ó- geymanlegri persónu (reyndar aldrei komist al- mennilega úr þvi hlutverki) og nú reynir hann aö gera hiö sama viö Onassis sáluga. Hinsvegar er Ari gamli kannski ekki fulleins merkilegur, alla vega veröur útkoman slæm. Jacquline Bisset sem er ágætis leikkona veröur ekki heldur sannfærandi sem nafna hennar Kennedy — siöar Onassis. Sllkar tilraunir til aö gera samtlöarpersónur aö "kvik- myndapersónum eru yfirleitt dæmdar til aö mis- lukkast — sérstaklega þegar f jallaö er um samruna efstu nafna yfirstéttarinnar eins og ofangetnar persónur. 1 hæsta lagi veröur útkoman flugelda- sýning á borö viö daður vikupressunnar. ■ ■■■■"■*ÉmÉmmm------émmmmmmIIÉmmmmHÉm-- í rösa Umfagnsmikið verkefni Viöurkenndi nauögunartilraun á Spáni Fyrirsögn i Morgunblaöinu A jafnréttistímum Halló dömur. Stórglæsileg nýtlsku pils til sölu. Þröng pils meö klauf. Vlsir Eignarnám? Sonja Diego á Iceland Review Fyrirsögn I Timanum Góður félagsskapur Stefania og Kölski i keppnina Fyrirsögn i Þjóöviljanum Sænsk kosningavaka Kratarnir éta þjóöarréttinn „pytt i panna”, ihaldiö er meö kvöld- veröarhátlö I sparifötum á Strand-hótel og kommarnir éta sjómannabuff á Hótel Malmen á Söder. Þjóöviljinn Valið í umræðuþátt Haukur sagðist ekki vera búinn aö velja viöræöendur þegar þetta var ritaö, en kvaöst vona aö til þess veldust menn sem vildu upp- lýsa fólk i staö þess að halda uppi pólitisku þrasi. Visir Rúmfrekt þýfi Sundlaugarþjófurinn fundinn Morgunblaöiö Með kveðju frá ritstjórn Nú ætlum viö starfsfólk Islend- ings aö bregöa okkur I stutt sumarfri og kemur blaöiö ekki út tvær næstu vikur af þeim sökum. Okkur þykir þaö miöur, en hjá þvi verbur ekki komist. Næsta blað kemur þvi út þribjudaginn 31. júli. Bless á meðan. lslendingur, Akureyri Maður með bíl óskast til aðstoðar við dreifingu á blaðinu fyrir hádegi eftir þörfum (timavinna). Upplýsingar hjá afgreiðslustjóra. V erkamenn óskast i byggingarvinnu. Upplýsingar á vinnustað við Suðurhóla- /Austurberg. Stjóm Verkamannabústaða Framtiðarstarf Iðnaðardeild Sambandsins á Akureyri óskar að ráða starfsmann við vinnurann- sóknir o.fl. Tæknimenntun æskileg. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri i sima 96-21900. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA lónaóardeild-Akureyri WmI BORGARSPÍTALINN W Lausar stöður Staða deildarstjóra á lyflækningadeild er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. október 1979. Staða deildarstjóra á geðdeild að Arnar- holti er laus til umsóknar. Geðhjúkrun- armenntun er æskileg. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 1979. Hjúkrunarfræðingar óskast sem allra fyrst á skurðdeild (skurðstofu) spltalans. Staða aðstoðarræstingarstjóra er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. október 1979. Umsóknir um stöðumar ásamt upplýsing- um um nám og fyrri störf sendist til skrif- stofu hjúkrunarforstjóra, simi 81200 (207). Reykjavik, 23. september 1979. BORGARSPÍTALINN. Dr. med. Ole Bentzen yfirlæknir við Statens Hörecentral I Árós- um flytur fyrirlestur um NtJTÍMA ENDURHÆFINGU ÞROSKAHEFTRA BARNA í Norræna Húsinu mánudaginn 24. sept. kl. 20.30. Erindið verður túlkað á islensku. Allir velkomnir. Styrktarfélag vangefinna i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.