Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 23.09.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 23. september 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 HELGI NAGLI Smásaga eftir Sigurbjörgu Jóhannesdóttur Þegar Helgi mætti í skólanum á mánudags- morguninn byrj uðu strákarnir strax að stríða honum. í fyrstu frímínút- unum henti Eiríkur fúl- eggi í hnakkann á honum svo lyktin var voðalega vond. Helgi reyndi að þvo það úr hárinu. En það var alveg sama hvernig hann reyndi, það tókst ekki. María sá að eitthvað var að þegar hringt var inn. Hún var allltaf jafn góð við Helga, og sagðist skyldi fara með hann heim til sín og mamma sín myndi þvo þetta úr hárinu á honum. Þau hlupu heim til Maríu, en hún átti heima rétt hjá skólanum. Mamma Maríu hreinsaði hárið úr sjampó. Og nú var góð lykt af honum. Þegar þau komu aftur í skölann spurði kennarinn hvcjr þau hefðu verið. Mahía sagði eins og var, og kennarinn skammaði Erijk fyrir þetta og lét hann sitja eftir í skólan- um um kvöldið. Eiríkur hét að hefna sín á Maríu fyrir að kjafta frá. Á Týshöfn var engin sundlaug, en heima á Fögrubrekku var hver og við afrennslið frá hvern- um var hlaðin tíu metra torflaug. En þar var Helgi vanur að busla og var vel syndur. Hann var sá eini sem kunni að synda í skólanum. Einn daginn þegar skólinn var búinn fór Helgi ekki heim heldur ætlaði hann að bíða eftir því að einhver bátúrinn kæmi að með f isk, svo hann gæti komið með eitthvað í soðið því það var enginn matur til heima, páskarnir fram- undan og afi lasinn. Hann var oft veikur fyrir hjart- anú. ^ Helgi hafði gengið'eftir fjörunni, en gekk síðan upp á bryggjuna, og sá hann þá hvar Eiríkur hleypur upp bryggjuna en einhver kallar: ,,Hjálp, hjálp!" Helgi tekur sprettinn fram á bryggj- una og sér þá hvar María er að sökkva 12 metra fyHr framan bryggjuna. Helgi hendir sér strax í sjóinn og syndir þangað sem María hafði verið. f því skýtur Maríu upp rétt hjá honum, hann nær taki á henni og syndir björg- unarsund með hana upp í fjöru. Nú er af Eiríki að segja að hann hafði komið að Maríu úti á bryggju og fannst þarna ágætt tæki- færi til að hefna sín og Seinni hluti hrinti henni út af bryggj- unni. Svo hljóp hann heim. En hann var allt í einu hræddur og fór að hugsa um hvað hann hefði gert mikið Ijótt. Hann fór inn til pabba síns og sagði honum hvað hann hafði gert. Pabbi hans f lýtti sér strax niður á bryggju en þá var Helgi kominn á land með Maríu en hún sást ekki anda. Hreppstjórinn gerði lífg- unartilraunir á Maríu og kom þá mikill sjór upp úr henni og rankaði hún þá við sér. Síðan var hún f lutt í næsta hús. En Helgi hljóp af stað heim. Hann nefndi ekkert heima hjá sér hvað hafði komið fyrir, en sagðist hafa dottið í sjóinn og væri svona blautur af því. En strax um kvöldið kallaði hreppst jórinn saman fund í skólanum, hreppsnefndina og kenn- ara. Þar var ákveðið að heiðra Helga fyrir björg- unina á Maríu. Þegar Helgi kom í skól- ann daginn eftir var ekki kennsla eins og venju- lega, heldur var sagt að heiðra ætti einn nemanda fyrir frækilegt björg- unarafrek. Og síðan var Helgi kallaður upp á senu og hengdur peningur í barm hans og honum gef- in ein miljón í peningum, að auki áritað skjal. Svo var gefið frí í skólanum. En skólastjórinn keyrði Helga heim að Fögru- brekku. Þá rétti hann mömmu sinni peningana og sagði: ,,Nú þurf um við ekki að svelta næstu daga." Upp f rá þessu var Helgi aldrei uppnefndur og Ei- ríkur varð góður vinur hans. Það lá svo fyrir Helga seinna í lífinu að giftast Maríu og verða frægur skipstjóri í Týs- höfn. Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Hvert smáræði kemur að gagni Það er dýrtaðala upp börn. I f lestum iðnvæddu löndunum sjá f ullorðnir fyrir þeim þangað til þau eru um sextán ára gömul. I þriðja heiminum þurfa börnin að fara að vinna f yrir sér miklu fyrr. Og síðar þurfa þau að f ramfæra foreldra sína, því almannatryggingar þekkjast ekki þar. Ef enga vinnu er að fá verður þú að finna upp á ein- hverju sem þú getur gert. Silvíó, sem á heima i Líma, höf uðborg Perú, ekur þungum innkaupapokum á hjól- María á heima í Mexíkó. Hún sel- börum að bílum sem bíða á stæðunum. ur innkaupanet. Ungir skóburstarar í Ghana á leið heimað loknu dagsverki. \Aercedes, sem á heima í Bólivíu, hallar sér örmagna upp að söluborðinu sínu. Hún fór á fætur klukkan f imm um morguninn. Hún á heima langt frá markað- inum, það er f jögra tíma gangur fyrir hana. Bara að hún geti selt grænmetið sitt núna! Hún vonast til að vera búin að selja það allt klukkan tvö. Þá leggur hún af stað heim og gengur aftur í f jóra tíma. I Iran vinna tólf ára gamlar stúlkur allt að 10 tíma á dag við vef stólana.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.