Þjóðviljinn - 06.10.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.10.1979, Blaðsíða 1
Forysta Alþýðuflokksins sprengir ríkisstjórnina Ólafur: Segi ekkert heyrt ennþá en viö Alþýðu- bandalagsmenn erum við öllu búnir”. -ekb ■ Geir Hallgrimsson: Ekki í stjórn j án kosninga \ — Nei, það hefur ekki verið um neitt slikt að ræða, svaraði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, i gærkvöld þegar Þjóðviljinn spurði, hvort ákveðnar þreifingar hefðu verið um samstarf milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. En báðir flokkar hafa haldið þétta þing- flokksfundi að undanförnu. — Ég get sagt, að ég vildi fá * kosningar áður en til myndunar rikisstjórnar yröi gengið, þannig að vilji þjóðarinnar fái að koma i ljós, sagði Geir. ' — Og ég stend fast á þvi, sagði hann, að við göngum ekki I til neins stjórnarsamstarfs án þess. — Kemur til mála að aðrir i I flokknum myndi stjórn með sliku samstarfi án kosninga? — Viö Sjálfstæðismenn höfum verið sammála um þessa afstööu alla tið meöan á þessu stjórnarsamstarfi hefur staðið. _______________________r;j Benedikt tilkynnir ákvörðun þingflokksins við setningu þings Alþýðuflokkskvenna. Ljósm. -eik. Það var Benedikt Gröndal sem bar upp tiliöguna um að Alþýðu- Framhald á bls. 18. MOÐVIUINN Laugardagur 6. október 1979 — 221. tbl. 44. árg. Engin vidbrögd! Þegar Benedikt Gröndal hafði skýrt fulltrúum á þingi Alþýðu- flokkskvenna frá þeirri útreið og skömmum sem þingkratar fengu i yfirreiðum sinum um kjör- dæmin i sumar og ákvörðun þeirra um að gefast upp i stjórnarsamstarfinu voru viðbrögðin þessi: 1. Sendiherra Norðmanna tók til máls og fjallaði um samvinnu krata á heims- og Norðurlanda- mælikvarða. 2. Sunginn Internationalen sem tveir þingmenn kunnu. 3. Kjartan Jóhannesson kvart- aði undan tviskinnungi Alþýðu- FramhnlH á hlc 1K Ríkisstjórnin er svo gott sem fallin. Á fundi þing- flokks Alþýðuflokksins í gærdag var samþykkt með ellefu atkvæðum að beina því til flokksstjórnar að Alþýðuf lokkurinn sliti stjórnarsamstarfinu/ þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga. Fundur flokks- stjórnar sem tekur ákvörð- un um stjórnarþátttöku verður haldinn á mánudag. Astæðan er það mat þing- flokksins aö nú þegar þing er að hefjast sé engin samstaða um Þungt hugsi á þingi flokkssystra sinna: Til hægri eru þingmennirnir Vilmundur Gylfason og Sighvatur Björgvinsson. fjárlög, þjóðhagsáætlun eða aðgerðir i verðbólgumálum og ekkert útlit að hún náist. Alþýðu- flokksþingmenn sögðu i gær að allt gæti nú gerst, nýjar kosn- ingar, nýr meirihluti á Alþingi Ljósm. -eik. eöa stuðningur við minnihluta- stjórn, allt eftir þvi hvernig aðrir flokkar brygðust viö. Ólafur Jóhannesson: Læt segja mér þetta tvisvar ,,Ég hef ekki fengið neina formlega tilkynningu um að Alþýðuflokkurinn hyggist slita stjórnarsamstarfinu. Ég læt nú segja mér þetta tvisvar.” sagöi Ólafur Jóhannesson er Þjóðvilj- inn bar undir hann úrslit mála hjá þingflokki Alþýðuflokksins I gær. ólafur vildi alls ekki segja neitt um hvað gerðist næst I is- lenskum stjórnmálum. SVavar Gestsson: Dæmigert „Þessi ákvörðun Alþýðu- flokksins er dæmigerö og best að segja sem minnst þangað til flokksstjórnin hefur staðfest hana eða hafnað. En hún sýnir vel hvað þessi rikisstjórn hefur þurft að búa við frá þvl hún var mynduð”, sagði Svavar Gests- son viðskiptaráðherra er blaðiö hafði samband við hann i gær. Svavar: Enginn Hjörleifur: hetjubragur. Abyrgðarleysi „Hér er að finna skýringuna á þvi að ekki hefur tekist betur til en raun er. Innanflokksdeil- urnar i Alþýðuflokknum hafa verið svo hatrammar að þeir hafa loks allir saman þvi sem næst i þingflokknum gefist upp. Nú er um að ræða marghátt- aðan og erfiðan vanda i efna- hagsmálum og það er enginn hetjubragur yfir þvi að hlaupa burtu frá þeim verkefnum á þessari stundu þegar fyrst reyn- ir alvarlega á”, sagði Svavar Gestsson i samtalinu. Ragnar Arnalds: Ragnar: Taugarnar búnar Geir: Kosningar ur úr þeim. Kraftarnir þrotnir einfaldlega. Um framtiöina er erfitt aö spá, en Alþýðubanda- lagið stendur fast á þeim grund- velli sem það lagði i upphafi stjórnarsamstarfs og þorir óhikað að leggja starf sitt á liðnu ári i dóm kjósenda,” sagði Ragnar. -ekh Uppgjöf „Taugarnar hafa bilað hjá þeim”, sagði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra i gær er Þjóðviljinn bar undir hann úr- slit þingflokksfundar Alþýöu- flokksins. „Þaö hefur alltaf leg- iö fyrir að um helmingur af þingflokki þeirra var á móti þessari stjórnarmyndun. Þeir hafa svo i heild ekki haft það jafnvægi til aö bera sem þarf til þess aö standa af sér mótbyr og fást við verkefnið sem þeir tóku að sér I upphafi. Núna á eins árs afmæli rikis- stjórnarinnar eru þeir einfald- lega búnir að vera og allur vind- Hjörleifur Guttormsson: Laumast bakdyra- megin „Þetta úthlaup Alþýðuflokks- ins úr rikisstjórninni nú kemur okkur sem með honum hafa starfað kannski ekki mjög á óvart, þótt ég hafi ekki átt von á þvi að flokkurinn nánast laum- aðist út um bakdyrnar hljóð- laust og án þess að nokkur sér- stök átakamál hafi legiö fyrir innan stjórnarinnar venju frem- ur”, sagöi Hjörleifur Guttorms- son iönaöarráöherra I samtali viö Þjóðviljann I gærkvöldi. Einmitt siðustu vikur hafa menn rætt um nauðsyn þess að ná saman um viðbrögð viö þeim efnahagsvanda sem viö er að fást, og við höfum ekki heyrt annaö á ráðherrum Alþýðu- flokksins en að þeir vildu leita sameiginlegra leiða. Það hefur hinsvegar verið ljóst allt frá byrjun að drjúgum hluta flokksforystunnar hefur liðið illa i þessu stjórnarsam- starfi og hefði kosið að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum enda stutt þar á milli, og drjúg- ur hluti af fylgisaukningu flokksins i siðustu kosningum eflaust þaðan kominn. Nú hleypur forysta flokksins burt frá vandamálum nánast út i buskann þegar verulega blæs á móti vegna utanaðkomandi vanda, svo sem oliukreppu, og haröinda hér innanlands. Ein- mitt við þessar aðstæður þyrfti alþýða landsins á öflugri póli- tiskri brjóstvörn að halda til að verjast áföllum. Mér finnst þetta þvi furðulegt ábyrgðar- leysi af Alþýðuflokknum. Ég tel að með þessum siðustu atburðum skýrist það á afar ljósan hátt hvar meginbrestur- inn i þessu stjórnarsamstarfi hefur legið frá upphafi enda þótt okkur hafi einnig greint á við Framsóknarflokkinn i ýmsu. Um framhaldiö er best að segja sem minnst. Hinar formlegu ástæður eöa skýringar þeirra Alþýðuflokksmanna hef ég ekki Þingkratar gefast upp 11 þingmenn leggja til'að flokks- stjórnin ákveði á mánudag að Alþýðuflokkurinn slíti stjórnar- samstarfinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.