Þjóðviljinn - 06.10.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.10.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 6. október 1979 vinna og verkafóik Þegar kjarasamningar standa fyrir dyrum, reyna bæði atvinnurekendur og samningamenn verkalýðs- hreyfingarinnar að viða að sér sem mestum upp- lýsingum um kjaramál. Því betur gengur fyrir verka- lýðshreyf inguna að rökstyðja kröfur sínar sem meiri upplýsingar eru fyrir hendi. Þessvegna náðíst sam- komulag sumarið 1963 milli ASI og samtaka atvinnu- rekenda um stof nun „kjararannsóknarnefndar", sem skyldi vinna að öf lun gagna um efnahagskerf ið og at- vínnulífið sem gæti með einhverju móti auðvéldað kjarasamninga. Nefndin var skipuð sex mönnum og tók til starfa strax í ágúst sama ár og hef ur síðan unn- ið sleitulaust að rannsóknum á ástandinu á vinnu- markaðnum. Niðurstöður sínar sendir nef ndin f rá sér með reglubundnu millibili í Fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar. Til að kynna okkur starfshætti nefndarinnar fengum við Björn Björnsson viðskiptafræðing, sem starfar hjá Kjararann- sóknarnefnd til aö stikla á stóru um starfsemina. Hlutleysi gætt „Nefndin er þannig upp- byggð,” sagði Björn, ,,aö i henni sitja sex menn og þrir þeirra eru fulltrúar Alþýöusam- bands fslands, tveir eru frá Vinnuveitendasambandinu og einn frá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna. Það gildir þvi jafnræði i nefndinni, þrir frá atvinnurekendum og þrir frá verkalýðshreyfingunni. Nefndin hefur svo fjóra starfsmenn á launum, sem sjá um hið daglega starf og af þeim erum við tveir viðskiptafræðingar. Það má hersla lögð á aö kanna kjör ó- faglærðs verkafólks annars vegar og hins vegar iðnaðar- manna. Nú erum við farnir að taka verslunarmenn inn i dæm- iö, og stefnum að þvi að fá sem stærst úrtak hjá verslunar- mönnum og skrifstofufólki.” — Yfirborganir eru nokkur mælikvarði á eftirspurn eftir vinnuafli. Getið þið séð af gögn- um ykkar hversu mikið er um yfirborganir hverju sinni, og þarmeð gefið visbendingu um hlutfallið milli framboðs og eftirspurnar á vinnuafli? „Ekki nákvæmlega. Við reyn- um fyrst og fremst að afla upp- lýsinga um heildarlaunagreiðsl- ur til manna sem tilheyra ein- stökum starfsstéttum, svo og hversu vinnudagur þeirra er langur. Af þeim upplýsingum er afar erfitt aö sjá hversu yfir- Björn Björnsson á skrifstofu Kjararannsoknarnefndar. Kjarabætur koma ekki alltaf fram í auknum kaupmætti segja, að við séum frá sitt hvor- um aðilanum, til að alls hlut- leysis sé gætt, enda er starf Kjararannsóknarnefndar þess eðlis, að bæði atvinnurekendur og verkalýðshreyfingin verður að geta tekið trúanlegar niður- stöður þeirra kannana, sem nefndin vinnur að. Ella væri til- gangslítið að halda i henni lifi. Aðalstarfið hjá nefndinni er fólgiö i að gera úrtakskannanir á launum og vinnutima launa- fólks. Lengst af var það nokkur galli á starfseminni, aö upp- lýsingarnar voru fyrst og fremst af höfuðborgarsvæöinu, en sl. tvö ár hefur verið innið að þvi að víkka úrtakiö og áþessuári fáum við væntanlega upp- lýsingar frá Akureyri, og nokkr- um fleiri þéttbýliskjörnum. Frá næstu áramótum vonumst við að fá inn staði eins og Húsavik, Eyjar, Isafjörð o.fl. Upplýsingar fyrirtœkja yfirleitt réttar — Hvernig eru úrtakskannan- irriar geröar? „Við reynum að fá fyrirtæki til samvinnu.'Þau gefa okkur upplýsingar um launagreiðslur og vinnutima starfsmanna sinna. Það er ekki erfitt að sjá hvort þær upplýsingar eru rétt- ar eða rangar, sést til að mynda á þvi hvernig heildarlauna- greiðslur þróast milli timabila, og fram að þessu er mér ekki kunnugt um að neitt fyrirtæki hafi visvitandi gefið rangar upplýsingar. Við reynum að hafa úrtakiö sem yfirgripsmest. Tökum eins mörg fyrirtæki inn i myndina og helst er m ögulegt, og reynum að taka sem flestar starfsstéttir fyrir. Lengi vel var mesta á- borganireru stór hluti launa. Ef þær eru miklar getum við hins vegar merkt þær. Hins vegar getur svo farið að i framtiðinni æski aðilar Kjararannsóknar- nefmdarþess, að upplýsingar um yfirborganir verði tiltækar i þeim gögnum sem við sendum frá okkur og þá munum við reyna að sinna þvi. I þessu sambandi má hins vegar minna á, að munur á launum sem einstaklingur á að fá samkvæmt taxta og svo þeim launum sem hann i rauninni fær, getur stafað af öðru en beinum yfirborgunum. Þar koma inn i hlutir einsog bónusá- lag, fæöispeningar, verkfæra- peningar og þess háttar.” — Oft er talað um kaupmátt án þess að skilgreina hann neitt nánar. Við kaupmátt hvaöa starfsstétta er fyrst og fremst miðaö i umræðum um kjara- breytingar? „Þaö er hægt að reikna út kaupmátt fyir hvern sem er. Fyrir einstaklinga, starfstéttir eða heil þjóðfélög. Þegar við sendum út fréttabréf okkar, þar sem rætt er um breytingar á kaupmætti, þá miðum við eink- um við kaupmátt iðnaðar- raanna, verkakvenna og verka- manna. Breytingar á kaup- mætti þessara stétta finnum við með þvi að bera launa- breytingar þeirra saman viö Kjararannsóknarnefnd fylgist með ýmsum öðrum breytingum á vinnumarkaði heldur en hreyfingu kaupmáttar t.a.m. vinnutima. Hér er linurit um ársfjórðungsmeðaltöl fyrir vikulegan fjölda vinnu- stunda verkafólks og iðnaðarmanna 1975 - 1978 og eru upplýsingar um þetta og fjölmörg fleiri kjaraat- riði birt reglulega f fréttabréfi kjararannsóknarnefndar. rætt við Björn Björnsson hjá Kjararannsókn- arnefnd breytingar á visitölu fram- færslukostnaðar. Hækki launin meir en framfærslukostnaður- inn, þá vex kaupmátturinn. Visitalan mœlir ekki allt — Er þá visitala framfærslu- kostnaðar óyggjandi mæli- kvarði á kaupmáttinn? „Nei, ekki er nú hægt að segja það. Hún mælir ekki allt. Sem dæmi má nefna, að þegar félagsmálapakkinn var samþykktur á Alþingi, og bætti óneitanlega kjör fólks, þá mæld- ist það að sjálfsögðu ekki inni visitölunni. Þannig að ýmsar aðgerðir sem hafa vissulega á- hrif á velferð þegnanna, koma ekki inn i visitöluna. Það má nefna fleira, einsog það að hækkun á olíustyrk til þeirra sem hita húsnæði sitt með oliu, mælist ekki á visitölu framfærslukostnaðar. Ef vextir hækka, þá kemur það náttúrlega óbeint inn i visi- töluna gegnum verðlagið, en breyting á beinum vaxtaút- gjöldum einstaklinga kemur ekki fram. Loks er þess að geta að beinir skattar mælast ekki i visitölunni og breytingar á þeim segja ekki til sin i breyttum kaupmætti sé hann mældur með framfærsluvisitölunni. A þessu má sjá að visitalan er ekki algerlega einhlitur mæli- kvarði á kaupmáttinn. Velferöarvísitala I þessu sambandi má geta þess að erlendis hafa verið gerðar tilraunir með að gera sérstaka velferðarvisitölu þar sem nánast allir hlutir eru tekn- ir inni. Ekki einungis bætur á félagslegum réttindum sem myndu vart mælast beint i kaupmætti heldur lika hlutir eins og mengun i umhverfi, samgöngu- og menningarum- hverfi og fl. Ef til vill er þetta framtiðin. En þó sú visitala framfæslu- kostnaðar sem við notum til að fylgjast með kaupmáttarþróun- inni sé ekki fuilkomin, þá eru menn ásáttir um að hún er nauðsynleg ef unnt á að vera að fylgjast með þróun á vinnu- markaðinum. Þær tölur sem við reiknum út fyrir kaupmátt verkafólks og iðnaðarmanna ættu að vera sameiginleg undir- staða við samningaborðið, þvi þær eiga að sýna tiltölulega ná- kvæmlega hvernig raunveru- legum launagreiðslum er háttað, og hvaða vinnustunda- fjöldi liggur þar á bak við.” Kaupmáttaraukning — Geturöu þá sagt okkur frá þvi, hvort hafi orðiö aukning eða rýrnun á kaupmættinum f tið þessarar stjórnar, sem vill kenna sig við vinstri stefnu? „Ef við gerum samanburð á kaupmætti taxtakaups fyrstu átta mánuði þessa árs, og svo hins vegar fyrstu átta mánuði siðasta árs, þá kemur I ljós, að hjá verkamönnum er hann 1,4% hærri i ár en i fyrra. Hjá verka- konum er hann einnig hærri um 0,8%, miðað við visitölu fram- færslukostnaðar.” — Er þá tekið tillit til þeirra á- vinninga sem felast I félags- málapakkanum? „Nei, þeir bætast ofan á þessa kaupmáttaraukningu sem hefur orðið hjá verkafólki.” (Áthuga ber að viðtalið var tekið i byrjun september meðan á vinnustöðvun Grafiska sveinafélagsins stóð.) —ö.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.