Þjóðviljinn - 06.10.1979, Page 6
6 StDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1979
KJÖR SVEITAKVENNA
t þessum mánuði eru liðin fjögur ár frá þvi islenskar konur
komust i heimspressuna með kvennafrideginum og einhverjuni
fjölmennasta útifundi sem haldinn hefur veriö fyrr og siðar hér á
landi. bá var hugur i konum og margt sem átti aö gera og breyta. A
þessum fjórum árum hefur lika ýmislegt gerst, en þó ekki nema
litiö brot af þvi sem við vonuðumst eftir 24. október 1975. Þær konur
á tslandi sem sennilega hafa fundið einna minnst fyrir breytingum
til batnaðar á stööu sinni og kjörum, eru sveitakonur. A jafnréttis-
siöunni i dag er fjallað um kjör sveitakvenna i tveimur greinum.
önnur er ræða, sem norðlensk sveitakonahélt á Akureyri þennan
margfræga dag fyrir fjórum árum. Hin greinin er unnin upp úr
nýlegri könnun á stöðu sveitakvenna.
Berglind
Gunnarsdóttir
Guðmundur
Hallvarðsson
Sigrún
Hjartardóttir
Hildur
Jónsdóttir
Ingibjörg
Haraldsóttir
Umsjón
af hálfu
Þjóðviljans:
Ingibjörg
Haralds-
dóf+ir
Eirlkur
Guðjónsson
Ræðuna.sem hér fer á eftir lit-
ið eitt stytt, flutti eyfirsk bónda-
kona á fundi sem haldinn var á
Akureyri á kvennafridaginn
1975. i upphafi ræddi hún um
sérstöðu sveitakvenna, sem tor-
veldaði þeim að taka þátt f að-
gerðum einsog kvennaverkfalli:
Þvi er nefnilega þannig hátt-
að að við erum flestar okkar
hluti af ofurlitlum hóp, sem
starfar saman að rekstri litils
fyrirtækis sem kallast bú. Þessi
hópur er i flestum tilfellum að-
eins maður og kona kannski að
viðbættum öðrum fjölskyldu-
meölimum, oftast börnum eða
unglingum. Af þessu leiðir að ef
við sveitakonurnar leggjum nið-
„Ég
missi hana bara
ur vinnu þá bitnar það á mönn-
um okkar og börnum, þvi mörg
sveitastörf eru þess eðlis, að
þau verður aö vinna á hverjum
degi hvað sem tautar og raular.
En nú er þessum verkfallsdegi
alls ekki beint gegn mönnum
okkar eða öðrum fjölskyldu-
meðlimum, heldur er honum
stefnt gegn hinu hefðbundna
karlaþjóðfélagi, venjum þess og
óvenjum. Og við sveitakonur
getum sannarlega tint fram
fjölmörg dæmi til að sýna fram
á ástæðulausar, óréttlátar og
jafnvel niðurlægjandi venjur
þessa karlmannarikis sem við
fæddust til og búum enn i, litið
breyttu.
Félagsstarf
Ég mun nú leitast við að til-
færa nokkur dæmi til að sýna
hve iangt viö eigum i land til að
öðlast jafnrétti, sérstaklega
fjárhagslegt og félagslegt jafn-
rétti á við meðbræður okkar af
kalrkyninu.
Eyfirðingar eru rómaðir um
ailt land fyrir þaö hve miklir
félagshyggjumenn þeir séu, og
það er alls ekki að ófyrirsynju.
En hver er hlutur okkar
kvenna i félagsstarfinu?
Ég skal nú taka nokkur dæmi.
Hér í Eyjafirði starfar stórt
samvinnufélag, sem i daglegu
tali er kallað KEA. Það hefir
bráöum starfaö i 100 ár og óum-
deilanlega unniö héraðinu
geysilega mikiö gagn. Það
starfar i deildum út um allar
sveitir sýslunnar, þar eru
deildarstjórnir og árlegir
deildarfundir. Siöan heldur
samvinnufélagið aöalfund. Þar
er fjölmennasti fulltrúafundur
sem haldinn er við Eyjafjörð,
meira en 200 fulltrúar. Þar er
fjallaö um hagsmunamál sem
snerta flest heimili i héraðinu
meira eða minna og þar eru
teknar þýðingarmiklar ákvarð-
anir. En i öllu þessu mikla og
merkilega félagsstarfi á kven-
þjóðin nálega engan þátt og hef-
ir aldrei átt. Þaö þykir bara
ljómandi gott ef á þessum mikla
aðalfundi sjást 3-4 konur svona
upp á punt og þær eru þá helst
héðan frá Akureyri. Getur þetta
verið eðlilegt? mér er spurn.
Tekjuráðstöfun
Annað dæmi vil ég nefna, ná-
skylt Jjessu, en sem snertir
sveitirnar einar og er reyndar
ennþá fráleitara. Eins og ég
sagði áðan vinna flestar sveita-
konur landbúnaðarstörf auk
þess sem þær eru húsmæður á
heimilum sínum. Þær vinna viö
heyskap á sumrum við hliö
manna sinna, eins og timi og
orka leyfir, til að afla vetrar-
forða fyrir búféð. Þær vinna
meira og minna við gegningar,
við mjaltir, við þvott og hirö-
ingu tækja o.s.frv.
Svo kemur að þvi að taka við
uppskeru erfiðisins, ráðstafa
tekjum búsins og þá veröur nú
hlutur konunnar heldur smærri.
f mjóklursamlagi okkar hefur
nýlega verið samin ný reglu-
gerð, og þá var ætlunin að færa
stjórn þess sem mest i lýðræöis
átt. Það var gert með þvi að af-
nema fulltrúakjör til aðalfund-
arins.
Nú eru allir mjólkurfram-
leiðendur jafn réttháir til að
taka ákvörðun um ráðstöfun
tekjuafgangs samlagsins og um
hvaöeina sem efst er á baugi i
þessu langmikilvægasta fyrir-
tæki eyfirskra bænda. Allir hafa
jafnan rétt, hvort sem þeir selja
samlaginu meira eöa minna, og
þaö er vissulega lýðræðislegt og
i réttum samvinnuanda.
En konurnar sem lögðu fram
vinnu sina til að framleiða þessa
mjólk, stundum rétt eins mikið
og maðurinn, þær koma þarna
hvergi nærri. Reyndar mundi
vist enginn bannna konum að
koma með mönnum sinum á
mjólkursamlagsfund og hlusta
á mál manna, jafnvel leggja orð
i belg. En þegar að þvi kæmi aö
taka ákvaröanir meö atkvæöa-
greiðslu þá kæmi babb i bátinn.
ReglugerÖin gerir nefnilega
ekki ráð fyrir þvi að konan geti
greitt atkvæði um leið og bóndi
hennar gerir það. Svo langt nær
lýöræðið ekki. Tveir karlmenn
hinsvegar, bræður, feðgar eða
tveir óskyldir einstaklingar sem
reka saman bú hafa báöir fullan
rétt. En giftur maöur sem rekur
samskonar bú hefur bara hálfan
rétt, af þvi að persónan sem
hann giftist og vinnur með, er
bara kona.
A öðrum sviðum er þetta
alveg eins, til dæmis i búnaðar-
Goð-
sögnin
Ekki voru allar konurnar
sammála, sem spurðar voru.
Ein sagði t.d.: „Sveitakonan er
hlédræg að eðlisfari, en er fær
um aö koma viðar fram á opin-
berum vettvangi en hún gerir.
Ræður þar margt um. Fátt er
meira þroskandi en þetta starf.
Náin tengsl við móður náttúru
og mállausu vinina lyfta
huganum yfir þaö smáa og gefa
lifinu gildi. Allt hugarvíl viðs-
fjarri, hún vex viö hverja raun.
Kaupstaðakonan á við vanda-
mál að etja i uppeldi, sem viö
þekkjum ekki. Sveitakonan
trúir á tilgang lifsins, trygg við
skyldustörf. Fús að fórna”.
á flæking”
félagsskapnum, sem er aðal
stéttasamtök sveitafólksins og
elstu stéttarsamtök í landinu,
þar getur venjuleg kona ekki
verið fullgildur félagi og greitt
atkvæði á fundum nema með
þvi að taka um leið kosninga-
réttinn af bónda sinum.
Jón geymir peningana
Kannski segja einhverjir svo
að allt þetta skipti nú litlu máli.
Aðalatriðið sé það að þegar allt
kemur til alls og upp er staðið,
mjólkin orðin að peningum og
peningarnir komnir i reikning-
inn þá ráði konan yfir þessu til
jafns við bónda sinn. Að konan
sé þá ekkert háðari bóndanum
heldur en hann er háður henni.
En ég er ansi hrædd um að
þannig sé það ekki i reyndinni,
a.m.k. ekki i sveitunum. Ég
held að ótrúlega viða telji bónd-
inn eðlilegt og sjálfsagt að hann
ráöi þvi hvernig fjölskyldu-
tekjunum er varið, a.m.k. öllu
sem hann vill ráða. Og það sem
meira er, mörgum konum finnst
þetta lika alveg sjálfsagt fyrir-
komulag, næstum þvi náttúru-
lögmál.
Dæmi um þetta viðhorf: Ný-
lega gekk maður milli bæja i
sveit einni til að selja ljósaperur
fyrir vissan félagsskap karla.
Það vildi svo til að bændur voru
flestir i smalamennsku, svo
konur urðu fyrir svörum.
1. kona: Ég get vist ekki keypt
neitt af ykkur þvi ég veit ekki
hvar hann Jón geymir pening-
ana. 2. kona: Jón er vanur aö
kaupa eitthvað af ykkur á
hverju ári, svo mér er sjálfsagt
óhætt að fá einn pakka. 3. kona:
Jón er nú ekkert hrifinn af svona
sölumennsku; ætli ég geti nokk-
uð átt við að kaupa þetta. Eða
þá bóndinn sem ég átti tal við
fyrir nokkrum árum. Ég var að
kvarta yfir þvi hve fáar konur
hefðu bilpróf og þyrftu að láta
menn sina keyra sig á kven-
félagsfundi eða ef þær þyrftu að
skreppa i kaupstað. Bóndinn
svaraði þá: Ég ætla nú ekki að
láta mina konu taka bílpróf, ég
missi hana bara á flæking.
Þarna höfum við dæmi um
kvenlega undirgefni og auð-
sveipni. Þetta kalla sumir lik-
lega fagrar dyggðir, en þroska-
vænlegt er það að minnsta kosti
ekki, né vel fallið til að efla
sjálfsvirðingu og þroska per-
sónuleika konunnar.
Undirmálsstaða
Þessum hugsunarhætti þarf
að breyta ef viö konur eigum
einhverntíma að verða
myndungar manneskjur og full-
gildir borgarar i þjóðfélagi þar
sem við erum þó helmingur að
fjöldanum til.
Það er þó alveg vist að sú
breyting verður ekki ör, þvi
undirmálsstaða konunnar er
grundvölluð af ævafornum og
afarsterkum venjum og hefö.
Og ekki er léttara um vik að
koma á breytingum fyrir þaö að
viðhorf okkar sjálfra er mótað
og rigbundið af þessum hefð-
um.
En ég vil segja það og leggja á
það áherslu, að ef við viljum i
raun og veru félagslegt jafnrétti
við karlþjóðina, þá verðum við
að vinna nokkuö til þess. Svo að
ég snúi aftur aö þeim dæmum,
sem ég hef hér veriö að draga
fram og snerta einkum okkur
sveitakonur, þá verðum við að
byrja á byrjuninni. Við verðum
að vinna það til að fara aö taka
þátt I félagsmálastarfinu hver á
sinum stað viö hlið karlmann-
anna. Við verðum að mæta á
fundum þar sem mál eru rædd,
kynnast þvi sem er að gerast, og
læra að tala og gera grein fyrir
skoðunum okkar.
Að krefjast félagslegs jafn-
réttis er létt verk, en krafan ein
ber einatt litinn árangur. Að
taka virkan þátt i félagsstarfinu
krefst tima og erfiðis, en með
timanum ber það ávöxt i aukn-
um þroska og auknum styrk og i
framhaldi af þvi i þeim aukna
rétti og jafnrétti sem við sækj-
umst eftir.