Þjóðviljinn - 06.10.1979, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1979
Hlíf, Hafnarfiröi:
M [( )t in iæli ir árásum
á alþýöuheimilin
Stjórn og trúnaöarráö Verka-
mannafélagsins Hlifar i Hafnar-
firöi samþykkti á fundi sinum 27.
sept. sl. ályktun þar sem hún
„mótmælir harölega árásum
rikisvaldsins á alþýöuheimilin i
landinu, sem felast I gegndar-
lausum hækkunum á land-
búnaöarvörum, söluskatti, vöru-
gjaldi, vöxtum, sköttum og allri
almennri þjónustu.”
Ennfremur segir í ályktuninni:
,,En allar þessar hækkanir
verður verkafólk aö bera bóta-
laust. Fundurinn hvetur öll
aöildarfélög innan Verkamanna-
sambands tslands og Alþýöusam-
bands tslands, til þess aö snúast
nú þegar til varnar og sóknar með
raunhæfum aögeröum sem geta
fært verkafólki varanlegar kjara-
bætur á komandi timum.”
Þingkratar
Framhald af bls. 1
flokkurinn hætti stjórnarþátttök-
unni á þingflokksfundi kratanna i
gær. A ársþingi Alþýðuflokks-
kvenna sem hófst á Hótel Loft-
leiöum í gær var sprengjan
sprengd af Benedikt Gröndal og
Kjartani Jóhannssyni. Þingið
sem átti aö fjalla um efniö „Hin
afskipta kona” fékk að heyra að á
fundum þingflokksins siðustu
vikur heföi veriö farið yfir
stööuna og þingmenn oröiö sam-
mála um aö viöræöur þeirra viö
flokksmenn i kjördæmunum i
sumar heföu sannfært þá um að
hætta bæri stjórnarsamstarfinu.
Benedikt Gröndal beindi
einkum spjótum sinum aö Fram-
sóknarflokknum á þingi
Alþýöuflokkskvennanna i gær og
kvaö forystumönnum hans
standa gjörsamlega á sama þótt
verðbólguholskeflan væri að ná
hámarki. Þá kvaö hann þjóðhags-
áætlun þá sem forsætisráðherra
hafi lagt fram vera þess eðlis aö
Alþýðubandalagið gæti aldrei
gengið að henni og i henni fælist
tekjuskattshækkun sem kratar
gætu aldrei fellt sig viö. Benedikt
spáði þvi aö ólgusjór væri fram-
undan i islenskum stjórnmálum
og hvatti krata til þess að halda
sér á floti.
Benedikt Gröndal sagði i
samtali við Þjóöviljann i gær að
það væru fyrst og fremst efna-
hagsmálin sem réðu afstöðu
Alþýðuflokksins. Alþýðu-
flokkurinn teldi sig ekki hafa
komið fram nema sáralitlu af
sinum málum i stjórnarsam-
starfinu, ekki einu sinni einum
þriðja, og veröbólgan æddi
áfram. Alþýöuflokksmenn vildu
ekki sitja þegjandi aö þessu
ástandi og ekki mæta nýjum vetri
án neinnar vonar um aö hann yrði
ööruvisi en sá siöasti. Benedikt
kvaö ómögulegt að segja hvaö nú
geröist. Alþýðuflokksmenn legöu
til þingrof og nýjar kosningar en
það færi eftir viöbrögöum ann-
arra flokka hvaöa möguleikar
kæmu upp.
Þjóðviljinn haföi samband við
ýmsa þingmenn Alþýðuflokksins
i gær en þeir vörðust allra frétta.
Varþeim mjög brugöiö Vilmundi,
Sighvati, Gunnlaugi og fl. þegar
þeir visuðu ákveöið á Benedikt
Gröndal og kváöust ekkert vilja
segja við fjölmiðla aldrei þessu
vant. Þjóðviljinn þykist þó hafa
það eftir áreiðanlegum
heimildum aö Magnús H.
Magnússon og Finnur Torfi Stef-
ánsson hafi greitt atkvæði gegn
stjórnarslitum og liklega að
Gunnlaugur Stefánsson hafi setið
hjá. —ekh
Engin vidbrögd
Framhald af 1
bandalagsins i uppbyggingu inn-
lends skipaiðnaöar. Þeir segðust
vera með henni en ynnu svo
„leynt og ljóst” að innflutningi
skipa. Mun ráðherrann hafa átt
við skip sem nefnt hefur verið
Lúðvik Barði Kjartan.
4. Fjöldasöngur: „Við erum
kratar með kátu sinni...” Að þvi
loknu var gengið til kaffidrykkju.
—AI
Ræða Hjörleifs
Framhald af bls. 9
vissari stjórn rikisins á eigin at-
vinnurekstri og auknar arðsemis-
kröfur til slikra fyrirtækja.
Blaðberar óskast
Austurborg:
Mávahlíð og nágr.
Neðri-Laugavegur
Vesturborg:
Skólavörðustígur —
Oðinsgata.
DJOÐVIUINN
Sími 81333
Óinnréttað húsnæði ca. 195 ferm. til leigu á
fyrstu hæð á horni Grensásvegar og Fells-
múla.
Tilboð óskast send i pósthólf 5076 fyrir 15.
október.
Upplýsingar i sima 83044.
f ■■■■■ 1 n—^
Við þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
Margrétar Stefánsdóttur
Bröttugötu 12 A Vestmannaeyjum.
Sigurgeir Sigurðsson Magnús Sigurðsson
Sigurbjörg Sigurðardóttir Geir Kristjánsson
Hávarður Sigurösson
og barnabörn
Efling lánasjóða
iðnaðarins
Eins og þegar hefur komið
fram telur ráðuneytið brýnt að
efla til muna lánasjóöi iðnaðarins
og tryggja jafnframt aukiö sam-
starf og verkaskiptingu þeirra i
milli með hliðsjón af markaðri
iðnaðarstefnu.
1 samræmi við þetta lét ráöu-
neytið við undirbúning tillagna til
fjárlagageröar og vegna lánsfjár-
áætlunar næsta árs gera ramma-
áætlun um heildarfjárþörf Iðn-
lánasjóðs fyrir næstu 3 ár miöaö
við ákveðin markmiö um útlána-
getu hans sem hlutfall af raun-
hæfum f járfestingaráformum,
einsog þau koma fram i umsókn-
um. Teldi ráðuneytið rétt að
stefna aö því aö núverandi hlut-
fall veröi hækkaö verulega eða úr
17% I um 50% að meðaltali á
næstu þremur árum.
Lánsf járáætlun er nú i mótun á
vegum rikisstjórnarinnar og
verður ekkert fullyrt á þessu stigi
um framlög samkvæmt henni og
ekki er heldur timabært aðgreina
frá undirtektum við tillögur ráðu-
neytisins við fjárlagagerð. Þær
munu koma I ljós innan skamms
viö framlagningu fjárlaga-
frumvarps á Alþingi innan
skamms.
Þótt Iðnlánasjóður sé nú lang-
þýðingamesti stofnlánasjóður
iönaðarins leggur ráðuneytið
áherslu á eflingu annarra sjóða er
varða iðnaðinn, svo sem
Iðnrekstrarsjóðs. Fyrirhugað er
að ætla þeim sjóði aukið hlutverk,
m.a. i tengslum við vörslu og ráð-
stöfun hluta af aðlögunargjaldi til
iðnþróunar, sem lögfest var( sl.
sumar eftir mikla vinnu af halfu
stjórnvalda, er einkum beindist
að þvi að fá stuðning við málið á
vettvangi EFTA og EBE.
Gjald þetta, 3% á innfluttan
iðnvarning hliðstætt jöfnunar-
gjaldi frá árinu 1978, er fyrir-
hugað að gildi út næsta ár
og verður þvi lögum sam-
kvæmt varið til sérstakra
iðnþróunaraðgerða. Er ráðu-
neytið nú að móta tillögur
um ráðstöfun þess i samráði við
Samstarfsnefnd um iönþróun og
verða þær kynntar áður en langt
um liður.
I tengslum við þetta mál og
vegna fyrirhugaðrar eflingar Iðn-
rekstrarsjóðs hefur stjórn Lands-
sambands iðnaðarmanna óskað
eftir að fá fulltrúa i stjórn sjóðs-
ins hliöstætt þvi sem lögfest var
um Félag Islenskra iönrekenda,
er sjóðurinn var stofnaöur árið
1973.
Eg hefi nú ákveðið að hlutast til
um endurskoöun á lögum sjóðsins
á komandi Alþingi, m.a. meö það
ihuga að sambandykkar fái aðild
að stjórn hans.
I framhaldi af þessu mun ég
vikja f stuttu máU aö nokkrum
iðngreinum, sem eru innan vé-
banda samtaka ykkar, þ.e.
byggingariðnaði, skipaiönaði og
húsgagna- og innréttingaiðnaði.
(Athugasemd: Framanskráður
texti er aðeins hinn almenni hluti
af ræðu iðnaðarráðherra, en i
seinni hlutanum vék hann að ein-
stökum greinum).
Bækur
Framhald af bls. 11.
Ólafur M. Óíafsson: Viöuriag
við tilvisunarfornafnl islenzku og
þýzku.
Sigurður Ragnarsson: Sagn-
fræðin og kaida striðiör
Sveinn Skorri Höskuldsson:
Sjálfsmoröog strand —Tvö dæmi
um endurtekin minni i sögu
Gunnars Gunnarssonar.
Vilmundur Gylfason: Frelsis-
hugtakið i öndveröri sögu Banda-
rikjanna.
Þórhallur Vilmundarson:
Bruninn mikli i Kaupmannahöfn
1728.
Askrifendur að Söguslóðum
geta vitjaö ritsins I afgreiðslu
Sögufélags að Garðastræti 13 B.
gengiö inn frá Fischersundi, opið
virka daga kl. 14-18, simi 14620
Minning
Framhald af bls. 12.
héöinsdóttur fyrir aö standa uppi
I hárinu á ráöamönnum þess.
Ailt til dauöadags var Jón Jóns-
son einlægur sósialisti og sótti
fundi hjá Alþýöubandalaginu.
Hann var þó siöur en svo ánægður
með vaxandi kratisma I þeim
flokki og lá ekki á þeirri skoöun
sinni.
Þau Karlinna og Jón giftust
áriö 1919 og eignuöust fjögur
börn. Siðustu 3 árin, sem þau lifðu
bjuggu þau hjá börnum sinum og
tengdabörnum I Hveragerði og
þar verður þeirra hinsta hvila.
Ég vissi til þess að þegar þau
fluttu búferlum frá tsafiröi var
mörgum Isfiröingi brugöið. Þau
hjón og þá ekki sist Jón höfðu sett
mikinn svip á bæinn. Mönnum
fannst sem einum af hornsteinun-
um hefði verið kippt undan
bæjarlifinu.
Megi þeirra minning og for-
dæmi lengi lifa.
Guðjón Friðrikssor
Grindavík
Framhald af bls. 20.
að visa honum á braut. 1 bókun-
inni, sem var staöfest á fundi
bæjarstjórnarinnar 12. septem-
ber s.l. kemur m.a. fram að Helgi
Jónsson fræðslustjóri hafði milli-
göngu um aö Friðbirni og konu
hans, sem einnig kenndi viö
skólann, var veitt orlof með þvi
skilyrði að þau kæmu ekki aftur
til starfa við skólann. Þar kemur
ennfremurfram að bæjarstjórnin
hafi fyrir þremur árum veitt
þeim „fjárhagslega fyrirgreiðslu
vegna ibúðarkaupa i Reykjavik
og til aö greiða fyrir þeirri lausn
sem i vændum var á högum
skólans.” Siðan segir: „Ári eftir
að orlofi lauk gerir skólastjóri nú
kröfu til að halda stöðunni áfram
og hafði þá aldrei sagt henni
lausri eins og gert hafði þó veriö
ráð fyrir. Verður að telja að hér
séu rofin grið.” Undir þessa
samþykkt bæjarráðsinsrita ölina
Ragnarsdóttir (S), Svavar
Arnason (A), og Guðni ölversson
(AB) auk bæjarstjórans.
Eirikur Alexandersson var
bæjarstjóri þegar þessir atburðir
gerðust og á þvi kjörtimabili var
bæjarstjórn Grindavikur þannig
skipuð að Framsóknarmenn og
Kratar höfðu tvo menn hvor en
íhaldið 3. Gegndu Bogi
Hallgrimsson og Svavar Arnason
störfum forseta bæjarstjórnar
sitt árið hver, en Alþýöuflokkur
og Framsókn mynduðu þá meiri-
hluta gegn Sjálfstæðisflokknum.
I siðustu kosningum gerðust
hins vegar þeir atburðir, sem
marga Grindvikinga sviöur enn,
að I fyrsta sinn sem Alþýöu-
bandalagið bauð fram, fékk
flokkurinn tvo bæjarfulltrúa
kjörna. Mynduðu vinstri flokk-
arnir meirihluta, en klofnaði þeg-
ar gamli meirihlutinn ásamt
ihaldinu réð Eirik Álexandersson
varaþingmann D-listans aftur i
stöðu bæjarstjóra. Þetta og
<i>
ÞJÓÐLEIKHÚSIfl
STUNDARFRIÐUR
i kvöld kl. 20
þriðjudag kl. 20
LEIGUHJALLUR
6. sýning sunnudag kl. 20
7. sýning miðvikudag kl. 20.
Litla sviðið:
FRÖKEN MARGRÉT
sunnudag kl. 20.30
Næst síðasta sinn
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200.
alþýdu-
leikhúsid
Biómarósir
i Lindarbæ
Sunnudag kl. 20.30.
miðvikudag kl. 20.30.
Miðasala kl. 17-19, sýningar-
daga til kl. 20.30. Simi 21971.
raunar margt annað skýrir vel
þær miklu heitingar sem eru i
Grindavikingum þessa dagana en
allir viðmælendur Þjóðviljans
aðrir en bæjarstjórinn neituðu aö
tjá sig um fjárgreiðslurnar til
Friðbjörns. Ljóst er að fjöldi
bæjarbúa hefur vitað af þessum
málalyktum, en þó ótrúlegt kunni
að viröast hafa þeir veriö sam-
mála um að láta þetta liggja i
þagnargildi.
Eirikur Alexendersson sagðist
ekki vilja kalla þetta mútu-
greiðsluij-máliðværilangt frá þvi
að vera svo einfalt. Friðbjörn
hefði óskað opinberrar rann-
sóknar og þá myndi allur sann-
ieikurinn koma i ljós. „Ekki
óttast ég hann,” sagði Eirikur.
Hann sagöist ennfremur ekki
vera i þeim hópi sem nú reynir aö
fá Hjálmar Arnason aftur til
starfa til skólans. „Hér er margt
hæfra manna i kennaraliðinu,
sagði hann ,,og hægt ætti að vera
að leysa þetta hér heima fyrir.”
-AI.
alþýöubandalagiö
Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Kópavogi
verður haldinn dagana 26. og 27. október nk. i Þing-
hól.
Venjuleg aðalfundarstörf. — A fundinum verða
kosnir fulltrúar i kjördæmisráð og flokksráð. —
Fundurinn hefst föstudaginn 26. okt. kl. 20.30 með
ávarpi formanns félagsins, Ingimars Jónssonar en
Gils Guðmundsson alþingismaður mun einnig
ávarpa fundinn.
Dagskrá verður auglyst nánar siöar. — Stjórn ABK
Alþýðubandalagið i Kópavogi —
Bæjarmálaráðsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 10.10 I Þinghól.
Fundarefni: Starfið framundan og kynning á þvi. Allir sem eigahsæti i
nefndum bæjarins á vegum Alþýðubandalagsins eru sérstaklega hvatt-
ir til að mæta.— Stjórnin.
Menntamálanefnd AB. og Alþýðubandalagið
i Reykjavik.
Umræðufundur Alþýöubandalagsfólks i Reykjavík og nágrenni um
skólamal verður haldinn laugardaginn 6. okt. n.k. I félagsheimili
Starfsmannafélagsins Sóknar, Freyjugötu 27.Dagskrá:
kl. 14-15.301. Kynnt yfirlitsrit um skóiamálaráðstefnu AB 1978 og fram-
hald þeirrar umræðu. Málshefjandi: Loftur Guttormsson lektor. 2.
Fyrirhuguð endurskoðun grunnskólalaganna. Málfhefjandi: Jónas
Pálsson skólastjóri.
kl. 15.30-16. Kaffihlé.
kl. 16-17.30. Umræðuhópar fjalla um efni framsöguerinda.
kl. 17-18.30. Niðurstöður umræðuhópa.
Alþýðubandalagið i Hveragerði
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins i Hveragerði verður haldinn
fimmtudaginn 11. okt. n.k. kl. 20.30 að Bláskógum 2.
DAGSKRA:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Kosning fulltrúa i flokksráðsfund.
4. Kosning fulltrúa i Kjördæmisráð.
5. Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson tala um stjórnmálaviöhorf-
ið.
6. Onnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin