Þjóðviljinn - 06.10.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1979
AF ÚTREIKNiæU BÓKVITI
Það var á þriðjudagskvöldið var, að ég hætti
að trúa mínum eigin eyrum. Ég fór snemma í
háttinn, svaf vel um nóttina og tékkaði svo á
augunum morguninn eftir, en trúði þeim þá
ekki heldur.
Eyrun misstu tiltrú mína, þegar ég var að
hlusta á fréttirnar um kvöldið, en þar var
greint frá niðurstöðum rannsókna rekstrar-
ráðgjafafyrirtækisins Hagvangs á „umgengni
Islendinga við bækur". Augunum hætti ég svo
aðtrúa morguninn eftir, þegar ég sá útlistanir
blaðanna (Þjóðviljans) á sömu niðurstöðum.
I Þjóðviljanum miðvikud. 3. okt. stendur
orðrétt: „Tæpur helmingur landsmanna les
um tvær bækur á mánuði". Og ég hugsaði
strax með mér: „Nú, hvert í logandi!
Helmingur landsmanna er 100.000 manns,
tvær á mánuði, tólf mánuðir í árinu,sem sagt
24 bækur á ári. Eða með öðrum orðum, lesin
eru í landinu hvorki meira né minna en
2.400.000 eintaka á ári. Tvær komma fjórar
miljónir bóka".
Ef marka mátti Þjóðviljann, sem þóttist
hafa visku sina frá Hagvangi, þá var nær
þriðjungur þessara bóka fenginn að láni í
bókasöfnum, sem væru þá milli fimm og sex-
hundruðþúsund eintök, og restin hjá vinum og
kunningjum, sem fávísum lesanda Þjóðvilj-
ans virtist því vera milli fjögur og fimm
hundruð þúsund eintök. Samkvæmt túlkun
Þjóðviljans á niðurstöðum Hagvangs keyptu
íslendingar 26,6% til lestrar sjálfir eða tæp
700.000 eintök, „en til viðbótar við það",
hugsaði ég og beitti eigin hyggjuviti, „þarf
lika að kaupa bækur sem maður lánar", svo
mér f annst rétt að reikna þar með 300.000 ein-
tökum eða með öðrum orðum, ég fékk ekki
betur séð en að um ein miljón bókatitla væru
keyptir í landinu á ári.
I Þjóðviljanum stóð ennfremur að í
skýrslunni um umgengni (slendinga við bækur
hefði staðið að Ijóðin héldu vel velli eða
„39,7%".
Sem sagt að 39,7 prósent íslendinga hefðu
lesið að minnsta kosti eina Ijóðabók á árinu.
„Með öðrum orðum", hugsaði ég með mér,
„um 80.000 fslendingar lesa eina Ijóðabók á ári
og sumir auðvitað miklu meira".
Hvað um það. Nú hætti ég líka að trúa aug-
unum og hringdi í rekstrarráðgjafafyrirtækið
Hagvang til að reyna að fá úr því skorið hvort
skilningarvitin væru að bregðast mér. Þar var
mér tekið ósköp elskulega og sagt að einn
aðalvandi þeirra sem væru að reyna að gera
statistík værualhæfingarþeirra, sem ilia læsu
niðurstöður kannana, eða kannske ekki. Og
þegar ég las manninum hjá Hagvangi
f ramangreindar niðurstöður mínar byggðar á
nefndri Þjóðviljagrein, fór hann bara að hlæja
og sagði að dæmið liti alls ekki svona út; bað
mig raunar aðtaka það f ram ef ég dræpi niður
penna um málið. Það geri ég hér með, en birti
mitt dæmi samt þeim til viðvörunar, sem ætla
að draga eigin ályktanir af umsögnum blaða
um vísindalegar, samfélagslegar niðurstöður,
byggðar á skoðanakönnunum.
Ég er sem sagt aftur farinn að trúa augun-
um og eyrunum, en hættur að treysta um of á
eigin dómgreind.
Þó get ég ekki varist þeim grun að fólk sem
spurt er í skoðanakönnunum, eigi það til að
segja ekki eins og er, heldur eins og það á að
vera.
Tökum sem dæmi ef gerð væri skoðana-
könnun á skattsvikum og fjögurhundruð
manns spurðir að því hvort þeir svikju undan
skatti. Dettur nokkrum í hug í f ullri alvöru að
fást mundi trúverðug mynd af ástandinu?
Það skyldi þó aldrei vera að sama væri uppá
teningnum varðandi bækur. Það á að lesa
bækur. Þess vegna segjast. menn lesa bækur
þegar þeir eru spurðir. Að ekki sé nú talað um
Ijóðin. Ég hef spurt bókaverði að því hvað sé
lánað út af Ijóðum. Ég býst við að flestir
landsmenn geti getið sér til um svarið. „Um
Ijóðabækur er ekki spurt". Sama svarið fæst
raunar í bókabúðum.
Annars virðast skoðanakannanir orðnar æði
vinsælar. Á dögunum var gerð skoðanakönnun
á vinsældum Samvinnuhreyfingarinnar á (s-
landi. Könnunin var gerð á vegum Sambands
íslenskra samvinnufélaga,og er af kunnugum
talið, að þar hafi margt sannleikskornið litið
dagsins Ijós.
Niðurstöður skýrslunnar hafa hins vegar
mér vitandi ekki verið birtar. Hins vegar kom
fréttatilkynning frá Sambandinu í vikunni
þess efnis að könnunin hefði ekki verið nægi-
lega „viðtæk" til að vera „marktæk".
Vonandi gerir Samvinnuhreyfingin víðtæk-
ari könnun á vinsældum sínum hið fyrsta. Og
þá legg ég til að Hagvangi verði falið verkefn-
ið. Því, eins og segir í vísunni góðu:
Þegar áríðandi er
einhvern hlut að kanna,
Hagvangs klári kompjúfer
kemst að hinu sanna.
Flosi
Norrœn menningarvika:
Margt góðra gesta
Danska söngkonan Else Paaske og sænski söngvarinn Erland Hage-
gaard eru meöal gesta á norrænu menningarvikunni. Þau halda tón-
leika saman á fimmtudag og laugardag 1 næstu viku.
I dag hefst Norræna menn-
ingarvikan I Norræna húsinu.
Tvær stórar myndlistarsýningar
verfta opnaftar i húsinu og auk
þess verftur mikift um aft vera á
hverju kvöldi fram til 14. okt
nema á föstudagskvöldift.
í sýningarsölunum i kjallaran-
um verftur sýning á verkum
danska listmálarans Carl-Henn-
ing Pedersen (f. 1913).
Hann var einn þeirra lista-
manna sem stofnuftu COBRA-
hópinn árift 1948, en meftlimir
hans voru aöallega frá Kaup-
mannahöfn (CO), Brussel (BR)
og Amsterdam (A). Svavar
Guftnason listmálari var einnig
meftlimur COBRA-hópsins. Carl-
Henning Pedersen sýndi fyrst á
Haustsýningu listmálaranna
(Kunsterens Efterarsudstilling) i
Kaupmannahöfn árift 1936 og hef-
ur siftan tekift þátt i sýningum á
Norfturlöndum og viftar i Evrópu
og Ameriku. I Reykjavik sýndi
hann 1956. Hann heimsótti tsland
1948 og vann hér um sumarift.
Flest stærri söfn i heiminum eiga
myndir eftir hann, en 1973 gaf
hann allt safn sittjim 1000 mál-
verk, 2000 vatnslitamyndir, teikn-
ingar og 44 bronsskúlptúra,
Herning á Jótlandi. Bæjarfélagiö
þar reisti hús yfir safn hans og
var þaft opnaft 1976. Þaft hýsir
einnig listaverk eftir konu hans,
Else Alfelt (uþb. 900 myndir).
Listamafturinn gerfti veggskreyt-
ingar sem prýfta húsift aö utan.
Þess má geta aft Carl-Henning
Pedersen hefur einnig sent frá sér
nokkur ljóftasöfn.
A sýningunni i Norræna húsinu
verfta 40 oliumálverk, vatnslita-
myndir og steinprent auk 12
bronsskúlptúra.
1 anddýri hússins og bókasafni
verftur sett upp sýning á mynd-
skreytingum norrænna lista-
manna viö verk H.C. Andersens.
Dr. phil. Erik Dal, Danskur
Andersen-sérfræöingur sem hef-
ur samift bækurnar „Unden-
landske HCA-illustrationer”
(1969) og „Danske HCA-illu-
strationer 1835-1975” (1975) hef-
ursett saman þessa sýningu á
norrænum myndskreyttum útg-
'afum og hefur auk þess samift
sýningarskrána. Sýningin veröur
opin allan októbermánuft á venju-
legum opnunartima hússins.
Tónleikar
Tónleikahaldiö á þessari
norrænu viku veröur meft glæsi-
brag. t kvöld skemmtir Birgitte
Grimstadmeft visnasöng, og hún
kemur einnig fram á mánudags-
kvöldift og þá meft aftra dagskrá.
Annaö kvöld kl. 20.30 munu
finnski baritónsöngvarinn Jorma
Hynninen og pianóleikarinn Ralf
Gothoniflytja verk eftir Vaughan
Williams, Yrjö Kilpinen, Sibelius
og Hugo Wolf.
Jorma Hynninen (f. 1941)
stundafti nám i Helsinki, Róm og
Saizburg 1966-70. Hann kom fyrst
fram opinberlega sem ljóöa- og
óperusöngvari árift 1970 og hefur
siftan sungift viftsvegar i Evrópu,
m.a. á tslandi. Einnig hefur hann
sungiö inn á hljómplötur. Hynnin-
en er I dag talinn i hópi bestu
söngvara Finnlands. Ralf Got-
honi (f. 1946) hlaut menntun sina i
Helsinki, Stokkhólmi og viftar og
er nú(kennari vift Sibeliusaraka-
demiuna i Helsinki. Hann kom
fyrst fram sem einleikari árift
1963 og hefur siftan haldiö ein-
leikstónleika og kammertónleika
á Norfturlöndum, i Sovétrikjun-
um, Ameriku og mörgum löndum
Evrópu. Hann hefur leikift inn á
fjölmargar hljómplötur.
Miövikudaginn 10. okt. er svo
röftin komin aft tslendingum. Þá
leikur Halldór Haraldsson á
pianó svitu eftir Vagn Holmboe
og verk eftir Þorkel Sigurbjörns-
son, John Speight og Beethoven.
Danska söngkonán Else
Paaske, sænski söngvarinn
Erland Hagegaard og pianó-
leikarinn Friedrich Gii'rtler, sem
er þýskur aft þjófterni en búsettur
i Danmörku, halda tónleika
saman á fimmtudagskvöldiö og
aftur á laugardagskvöldiö.
Else Paaske (alt) stundafti
söngnám i Arósum, Vinarborg og
hjá Dóru Sigurftsson i Kaup-
mannahöfn. Hún söng fyrst opin-
berlega 1965 og komst þá strax i
röð fremstu söngvara Danmerk-
ur. Hagegaard kom fyrst fram i
Stokkhólmi 1965. Hann hefur
sungift i óperum i Vin og Frank-.
furt og frá 1973 hefur hann starfaft
vift óperuna I Hamborg, Friedrich
Gurtier hlaut menntun sina i
Kaupmannahöfn og lék þar fyrst
opinberlega 1958. Hann er dósenf
vift Tóniistarskólann i Kaup-
mannahöfn og var rektor sama
skóla 1976-79. Hann er þekktur
sem ienleikari, undirleikari og
flytjandi kammertónlistar.
A tónleikunum 11. okt. syngja
Else Paaske og Erland Hage-
gaard lög eftir Schumann, Lange-
MÍfller og Benjamin Britten én á
laugardaginn veröur önnur dag-.
skrá m.a. Schumann, Sibelius og
Gustav Mahler.
Siöasta tónlistaratriftift og jafn-
framt Iokatónleikar norrænu
menningarvikunnar sunnudags-
kvöldift 14. okt. verftur islenskt aft
öllu leyti. Tónleikarnis> verfta
helgaftir verkum Jóns Nordals.
Flytjendur eru Guftný Guft-
mundsdóttir, Halldór Haralds-
son, karlakór undir stjórn
Ragnars Björnssonar, Hamra-
hliftarkórinn undir stjórn Þor-
geröar Ingólfsdóttur og Kammer7
sveit Reykjavikur, stjórnandi
Páll P. Pálsson. A tónleikunum
verfta flutt eldri og yngri verk
eftir Jón Nordal allt frá fyrstu ár-
um hans sem tónskálds til dags-
ins i dag. Sum verkanna hafa ekki
verift flutt á tslandi (konsert f.
hörpu og strengjasveit).
Bókmenntir
Bókmenntir eru einnig á dag-
skrá norrænu menningarvikunn-
ar. A þriftjudagskvöldift mun
sænski rithöfundurinn P.C. Jer-
sild (f. 1935) kynna og lesa úr
nokkrum verka sinna, Jersild er
læknir að mennt en hefur getiö
sér góftan orftstir sem rithöfund-
ur. Hann gaf út fyrstu bók sina
1960. Meöal þekktustu bóka hans
frá seinni árum eru: Grisjakten
(1968), Barnens ö (1976) og
Babels hus (1978). Babels hus
gerist á risastóru nýtisku sjúkra-
húsi og olli miklu fjaörafoki i
Sviþjóft þegar hún kom út. Sú bók
veröur þýdd á islensku og gefin út
hér á næstunni.
Einsog sjá má af þessari upp-
talningu eru hér margir góftir
gestir á ferð, og full ástæða aft
gera sér ferð út i Vatnsmýri
næstu daga.
-ih
Tökum að okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum.
Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við-
gerðir á eldri innréttingum. Gerum við
leka vegna steypugalla.
Verslið við ábyrga aðila
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Bergstaðastræti 33,
simar 41070 og 24613