Þjóðviljinn - 20.10.1979, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. október 1979
KOSNINGABARÁTTAN í DANMÖRKU
2. GREIN
Þeir 11 stjórnmálaflokk-
ar, sem eiga fulltrúa á
danska þinginu, eru nú
smám saman aö mynda
tvær flokkasamsteypur,
sem gætu orðið grund-
völlur stjórnarmyndunar
að loknum kosningum. En
hvort sem miðað er við nú-
verandi samsetningu
þingsins eða nýjustu skoð-
anakannanir, virðist hvor-
ug samsteypan likleg til að
ná meirihluta. Þó virðist sú
samsteypan líklegri, sem
byggst hefur upp í kring-
um sósía Idemókrata,
þannig að minnihlutastjórn
krata virðist einna helst
koma til álita að loknum
kosningum.
1 næstu grein veröur sagt frá
hægri armi danskra stjórnmála
og þeim vinstri, en aB þessu sinni
skulum við halda okkur „vinstra
megin viö miBju”, en þannig lýsir
Anker Jörgensen stöBu flokks
sins, sósialdemókrata, i dönskum
stjórnmálum.
Umbótastefnan
missir grundvöll
sinn
Allt frá striBslokum hafa sósial-
demókratar veriB forystuafl
Bæöi kratar og
borgaraflokkarnir vilja
gera „félagslegan samning"
verkalýös og rikisvalds. Þeir
eru einungis ósammála um
þaB, hversu mikil kjara-
skerOing á aB felast í
samningnum.
Þar sem sambúöarörðugleikar
Thomasar og Ankers Hafa áBur
veriB reifaBir i ÞjóBviljanum,
verBur sú átakasaga ekki sögB
hér. Þess ber þó aB geta, aB i
sumar tókst Thomasi og félögum
i Alþýðusambandinu loks aB fá
þingflokkinn til að taka upp helsta
baráttumál verkalýBshreyfingar-
innar, efnahagslýBræBið, og gera
þaB aB úrslitaatriBi i samninga-
viBræBum við Venstre. Þar meB
lauk stjórnarsamstarfinu, en
heimilisfriöurinn var aftur
tryggBur hjá krötum.
Kosningastefna
Krata
Þótt Anker sitji fast viB sinn
keip, aB kratar og borgaraflokk-
arnir verBi aB taka höndum sam-
an til aö sigrast á kreppunni, er
ekkert slikt á dagskrá aB loknum
kosningum. Borgaraflokkarnir
hafa bundist samtökum um aö
tefla fram valkosti viB rikisstjórn
krata, svo að þeir siðarnefndu
geta einungis leitaö eftir sam-
starfi viö sósialisku flokkana og
miðflokkana.
Þaö sem skilur á milli borgara-
samsteypunnar og krata er I
grundvallaratriöum hiö sama og
olli stjórnarslitunum. Borgara-
flokkarnir krefjast algerrar
launastöBvunar, sem myndi þýöa
ca. 10% kjaraskerðingu á ári
miöað við núverandi veöbólgu.
Kratar vilja skerða kaupmáttinn
nokkru minna og gera umbæt-
ur á samfélaginu. Þar ber
hæst efnahagslýöræBi þaö, sem
Umbótastefna án umbóta
Sósíaldemókratar
líklegastir til
stjórnarmyndunar
Eftir eins árs sambóBarerflBIelka ganga sósfatdemókratar og AlþýBu
sambandiö einhuga til kosninga.Thomas Nielsen formaBur Alþ. samb.
og Anker Jörgensen formaöur krata lýsa yfir samkomulagi á blaöa
mannafundi I september.
danskra stjórnmála. 1 þrjátiu ár
bjó danska auBvaldssamfélagiö
við nær óslitiö vaxtarskeiö, svo aö
kratar höföu svigrúm til vIBtækr-
ar umbótastarfsemi.
Stefna sóslaldemókrata hefur
byggst á eftirfarandi grundvall-
aratriðum: 1) aö tryggja mikinn
vöxt i efnahagslifinu, 2) aö
tryggja fulla atvinnu, 3) aö kaup-
máttur launa vaxi hægt en örugg-
lega, 4) aö félagsleg aöstoö og
þjónusta vaxi stööugt, 5) tryggt
veröi jafnrétti til náms og á þann
hátt dregiö úr félagslegu misrétti.
I þrjátiu ár var hægt aö fylgja
þessari stefnu hnökralitiB, og
kratar töldu þetta timabil vera
óslitna sigurgöngu verkalýös-
hreyfingarinnar. Hitt er þó ljóst,
aö þessar framfarir höföu
ótviræöar skuggahliöar, — t.d. er
gengiö mun haröar aö vinnuafli i
framleiöslunni. Þá má minna á
þá gagnrýni, sem kom fram
á velf erBarsamf élagiö
á siBasta áratug, gagn-
rýni sem beitti mjög oröunum
„firring” og „skrifræöi”. Um
Gestur
Guömundsson
skrifar frá
Kaupmannahöfn
1970 kom einnig i ljós aB verka-
lýöurinn varö æ óánægBari meö
llkams- og sálardrepandi vinnu
og vinnuumhverfi, — verkföll
færöust aftur I aukana.
1973-4 gerBist svo þaö, sem
menn höföu haldiö úr sögunni:
auömagnskreppan skall á. Um
þær mundir voru miklar hrær-
ingar I dönsku samfélagi, sem
m.a. komu fram I stórfelldum
breytingum á fylgi stjórnmála-
flokka. Um 15 ára skeiö höföu 5-6
flokkar veriö á þingi og allir tekiö
þátt i sköpun velferöarsam-
félagsins. 1 kosningunum 1973
töpuöu allir þessir flokkar veru-
lega, Glistrup skaust upp á
stjörnuhimin stjórnmálanna,
Erhard Jacobsen fylgdi fast eftir,
og frá vinstri komu tveir fiokkar
á nýjan leik inn i þjóöþingið,
Kommúnistaflokkurinn og
Vinstrisósialistar. Kratar biöu
eina tilfinnanlegastan kosninga
ósigur allra flokkanna bæöi 1973
og 1975. Umbótastefnan virtist
hafa gengiö sér til húöar.
Fögur oröy raun
sœjar aðgerðir
Danskir sósialdemókratar hafa
lengi tamiö sér aö veifa fögrum
hugsjónum um jafnrétti og fagurt
mannlif, en pólitlskar aögeröir
þeirra hafa hins vegar markast af
kapitaiisku raunsæi. Þannig hef-
ur veriö ákveöið spennusviö milli
oröa þeirra og æöis. ÞaB hafa þeir
sjálfir útskýrt meö þvi aö þeir
hafa aldrei haft hreinan meiri-
hluta og nær alltaf þurft aö eiga
samstarf viö borgaraöflin. Jafn-
framt hafa þeir getaö bent á, aö
pólitiskar aögeröir þeirra hafa ó-
neitanlega veriö umbætur, sem
stefna i sömu átt og stefnuskráin,
þótt þær hafi náð stutt.
I auömagnskreppunni teygist
hins vegar veruiega á þessu
spennusviði. Kreppuráöstafanir
krata og annarra flokka er á eng-
an hátt hægt aö túlka sem umbæt-
ur, þvi aö hvarvetna blasir viö
kjaraskeröing og samdráttur i
opinberri þjónustu á sviði félags-
mála, heilbrigöismála, mennt-
unar o.fl.
Kratar hafa þvi breytt nokkuö
um tón I skýjaborgasmiöi sinni.
Þeir eru hættir aö lofa fólki aukn-
um efnislegum gæöum, heldur er
talaö um „ný lifsverömæti”, s.s.
fegurra umhverfi og aukiö lýö-
ræöi I stjórnmálum og atvinnulifi.
Jafnframt er fólki sagt, aö vegna
ýtri aðstæöna, oliuhækkana o.fl.,
veröi þaö aö herBa ólina enn um
sinn. Þá hefur krataforystan lagt
kapp á þaB, aö borgaraöflin og
kratar veröi aö standa saman aö
stjórnun landsins.
Þessi málflutningur hefur náö
eyrum fólks. I kosningunum 1977
endurheimtu kratar að mestu sitt
fyrra fylgi, fengu um 37% at-
kvæöa, og sföan hefur flestum
virst óhugsandi aö Danmörku
veröi stjórnaö án þátttöku krata.
Deilur með
krötum
Ekki er þó um þaB að ræöa, aö
einhugur hafi oröiö meöal krata
um þessa kreppustefnu. Einkum
hefur þaB fariö fyrir brjóstiö á
flokksmönnum, aö Anker Jörgen-
sen krefst „samstarfs yfir miöj-
una i dönskum stjórnmálum”,
þ.e. viö borgaraflokkana og þá
aöallega hinn forna höfuðand-
stæöing sinn, Venstre. Verkalýös-
broddar flokksins hafa haft hæst
um þessa gagnrýni, og upp úr
sauö, þegar Anker myndaöi
stjórn meö Venstre fyrir rúmu
ári. Meö hinni „sögulegu mála-
miölun” sinni lagöi Anker allar
umbótatillögur krata á hilluna,
þvi aö „lausn efnahagsvandans”
átti aö hafa allan forgang.Thomas
Nielsen, formaður Alþýöusam-
bandsins, barðist hatrammlega
gegn stjórnarmynduninni og
spáöi stjórninni stuttri ævi.
áöur var vikiö aö. Til skamms
tima geröu kratar tillögu um sjóö
alþýöusamtakanna, sem yrði
tryggt verulegt fjármagn, t.d.
meginþorri verBbóta á laun. Nú
hafa þeir hins vegar útvatnað til-
lögurnar, þannig aB sjóöurinn á
einungis aö hljðta hluta af gróða
einkafyrirtækjanna. Aö ööru leyti
er fátt um beinar umbótatillögur
hjá krötum, en einungis lauslegt
hjal um nauðsyn umbóta.
Minnihlutastjórn
krata?
Anker Jörgensen hefur þegar
þreifaö fyrir sér um möguleika á
stjórnarsamstarfi eöa hlutleysi
viö minnihlutastjórn eftir kosn-
ingar. Eins og áöur er sagt fara
helstu borgaraflokkarnir sinar
eigin leiðir, en hins vegar hafa
miöflokkarnir Radikale Venstre
og Retsforbundet gefið vilyröi
fyrir stuöningi viö minnihluta-
stjórn krata. Hið sama á viB um
Sósialiska þjóöarflokkinn, og ver-
iö getur aö Kommúnistaflokkur-
inn fljóti meö, en Vinstrisósial-
istar alls ekki. Með þessu móti
gæti Anker safnaö um sig 84 þing-
mönnum af 178, miöaö við núver-
andi skiptingu þingmanna. Það
er þvi ljóst aö þessi samsteypa
þarf aö bæta töluvert viö sig, ef
minnihlutastjórn krata á aö verBa
aö veruleika.
Samsteypa þeirra fjögurra
borgaraflokka, sem hyggst keppa
viö Anker hefur hins vegar mun
færri þingmenn, aöeins 53 á með-
an kratar einir hafa 65. Borgara-
flokkarnir hafa þvi enn minni von
en Anker um aö geta myndaö
starfhæfan meirihluta, og sú litla
von sem þeir hafa, byggist öll á
þvi aö haft veröi samstarf viö
hægriöfgamanninn Glistrup, sem
nú hefur 26 þingmenn.
í næstu grein verður sagt nánar
frá borgaraflokkunum, kosninga-
málum þeirra og samstarfs-
möguieikum.
Kaupmannahöfn, 15. október
1979,
Gestur GuBmundsson.