Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1979 AF KJÖRHITASTIGI Það er eins og mér f innist að í erli undanfar- inna daga hafi eitt af ,,málum málanna" eins og hálf dottið uppfyrir og gleymst. Síðasta vika var ,,vika vímugjafanna", og er auðvitað ekkert nema gott eitt um það að segja, hvort sem menn hafa notað hana til að vera fullir, dópaðir eða edrú. Þá hafa undanfarnir dagar ekki síður farið í það, hjá almenningi í iand- inu, að reyna að geta sér þess til, hverjir f ari í framboð og hvar, að ekki sé nú talað um þau ósköp sem gengið hafa á útaf þvi, að einn af okkar mætustu þingmönnum hefur verið í símavinnu í hjáverkum í þrjú ár. Þegar ég var unglingur var ég í simavinnu í nokkur sumur, og það er ég viss um að aldrei hefði það verið notað til að koma mér á kné, nema ef til hefðu komið „vondir menn með vél og þras". Nei, það,sem mér finnst að íslenska þjóðin hafi gleymt í öllu málþrasinu að undanförnu, er sú staðreynd að nú stendur yf ir orkusparn- aðarherferð. Þessi herferð fór svo prýðilega af stað, eins og svo margar aðrar í mannkyns- sögunni, en nú vona ég bara að hún endi ekki eins og sumar þeirra. Þess vegna langar mig til að leggja þessari herför lið með því að rif ja upp það helsta sem komið hefur fram í skýrslu raforkudeildar Orkustofnunar um orkusparnað í hitun húsa, sumt að visu eftir gloppóttu minni mínu. Ef minnka á orkutap í íbúðum, með litlum tilkostnaði, þá er mjög hagkvæmt að skipta um gólf og veggi. En þó er eftilvill mest áríð- andi að skipta um þak, því eins og allir vita þá leitar hitinn upp og f er í gegnum þök, sem ekki er búið að skipta um, öfugt við vatnið. Þá er afar áríðandi að hafa ávallt svokallað kjörhitastig í híbýlum manna. Þetta kjörhita- stig fer mjög eftir herbergjum, allt f rá tiltölu- lega lágu kjörhitastigi í frystigeymslum og kjöllurum húsa upp í mun hærra kjörhitastig í gufu eða sánaböðum, sem margir hafa líka í kjöllurunum hjá sér. Munurinn á kjörhitastig- um þessara tveggja vistarvera er að jafnaði um 150 stig á selsíus. Annars hefur kjörhitastigið í betristofum verið sérstaklega rannsakað í Svíþjóð, og komust vísindamennirnir (kjörhitastigsfræð- ingarnir) að þeirri niðurstöðu að það væri 20- 21 gráða á selsíus, einkum og sérílagi vegna slímhúðarinnar. Eitt er það í skýrslu Orkustofnunar, sem vert er fyrir allan almenning að gefa gaum, en það er það, að ef maður fer í sturtu í f jórar mínútur í staðinn fyrir að fara i baðkarið, þá sparast hvorki meira né minna en fimm kíló- vött af orku. Og hugsum okkur þá hver hag- kvæmni er að því að horfa á þau f imm kílóvött í sjónvarpinu, ég tala nú ekki um ef maður hef ur bara látið buna á sig í tvær mínútur. Og úr því að sjónvarpið er á dagskrá þá kemur líka fram í skýrslunni að það sé orkusóun að hafa sjónvarpið á, þegar enginn sé að horfa á það, enginn heima, eða utan dagskrár sjón- varpsins. Sama gildir um eldavélar, ísskápa, hrærivélar og önnur rafmagnstæki og tól. Þá kem ég að því sem ef til vill er veigamest í skýrslunni, en það er um röðunina á innbú- inu. Röðun húsgagna hefur veruleg áhrif á orkuþörf við hitun húsa. Bókahilla eða vegg- teppi á útvegg minnkar orkutap. Þar sem giuggar eru óþéttir er því hægt að koma í veg fyrir verulegt orkutap með því að setja bóka- hillu eða veggteppi fyrir glugga. Hins vegar telur Orkustof nun ekki rétt að haf a bókaskápa og veggteppi fyrir miðstöðvarofnum og frá- leitt að byrgja með þeim opin eldstæði (kam- Inur), sérstaklega ef þær eru notaðar að stað- aldri til húshitunar. Þá segir í skýrslunni að víða séu rúllugardínur, sem draga megi niður á næturnar — og þá veit maður það. Þá er mönnum ráðlagt að setja þref alt gler í öll hús og opna glugga sem sjaldnast, f jórar minútur í senn, en skrúfa um leið fyrir alla ofna og að lokum, „að skipta beri um spiss ár- lega, en í sumum tilvikum skynsamlegt að hafa annan spíss á vetrum en sumrum.". Ég reyndi að nema öll þessi fræði í sjón- varpinu fyrir alllöngu, og síðan las ég um mál- ið talsvert á prenti. Þá fannst mér öll þessi orkusparnaðarumsvif svo flókin — sérstak- lega manípúlasjónirnar með ofnana — að ég sá ekki annað en hvert venjulegt heimili yrði að ráða til starfa fyrsta vélstjóra og kyndara til að annast húshitunina, svo ég gleymdi þessu bara í tvo mánuði. Nú rifjast þetta allt upp fyrir mér.kannski af því að f arið er að kólna í veðri. En af einu hef ég þyngstar áhyggjur, og það er að ef allir fara að spara heita vatnið og raf- magnið, þá rýrni tekjur Orkustofnunar svo, að hækka verði iðngjöldin um 100% og er þá ekki öll fyrirhöfnin unnin fyrir gýg? Annars hafa vangaveltur um hollustu kjör- hitastigsins lengi verið á dagskrá meðal ís- lensku þjóðarinnar, eða hvað sagði ekki Pétur Sveinsson, sérfræðingur um þetta þjóðþrifa- mál, rétt fyrir síðustu aldamót? Eitt er þaö sem þykir mér þegar ég er inni hollast vera — að hita sér meö heimaleikfiminni. — Flosi. Alþýðubandalagið í Reykjavík: F orvalsreglur Síðari umferð forvals isgötu 3 í dag, iaugardag, Alþýðubandalagsins í frá kl. 14 til 19, og' Reykjavík fer fram nú um á morgun (sunnudag) helgina. Kosið er að Grett- frá kl. 14 til 23. A fundi t Tökum að okkur við^erðir og nýsmiði á fasteignuin. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum.‘Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simi 41070. V— ■ .... / SINE Haustfundur Reykjavikurdeildar Sam- bands islenskra námsmanna erlendis (SÍNE) verður haldinn laugardaginn 27. okt. kl. 14.00 i Félagsstofnun stúdenta. Dagskrá: 1. Venjuleg haustfundarstörf. 2. Alvarlegt ástand i lánamálum. 3. Annað. Allir félagar i SÍNE eru eindregið hvattir til að koma á fundinn. Minnt er á, að félag- ar i SÍNE geta menn verið i fimm ár eftir að námi erlendis lýkur. Stjórnin. i fulltrúaráðs Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík 17. þessa mánaðar voru sam- þykktar eftirfarandi for- valsreglur vegna alþingis- kosninga og fara þær hér á eftir félagsmönnum til glöggvunar. Forvaliö fari fram í tveimur umferöum á sérstökum forvals- fundum. Hvor umferö standi í tvo daga ef kostur er'. Kjörnefnd kosin af fulltrúaráöi ABR annast framkvæmd forvals- ins i samráöi viö stjórn félagsins. Félagsmönnum skulu kynntar forvalsreglur i tæka tiö fyrir for- valiö. Fyrri áfangi forvalsins gegnir þvi hlutverki aö rita nöfn 6 manna á sérstakan kjörseöil og skiptir röö nafna i þeirri umferö ekki máli viö úrvinnslu og undirbúning siöari umferöar. Heimilt er aö til- nefna utanfélagsmenn og þá sem búsettir eru utan Reykjavikur. Kjörnefnd vinnur úr gögnum fyrri áfanga. Tilnefningu félagsins til siöari umferöar hljóta þeir 12 menn sem nefndir eru á flestum kjörseölum. Veröi tveir eöa fleiri meö jafn margar tilnefningar i 12. sæti hljóta þeir allir tilnefningu til slö- ari áfanga. Auk þeirra tólf sem þannig eru tilnefndir hefur kjör- nefnd og stjórn ABR heimild til aö tilnefna 3 menn á listann til siöari áfanga. Sföari áfangi miðar aö þvi aö velja 6 menn til framboös af þeim mönnum sem tilnefningu hlutu i fyrri áfanga. Kjörnefnd raöar nöfnum þeirra sem kjósa á um i siöari áfanga á sérstakan kjörseöil aö fengnu Forval Alþýöubandalagsins i Reykjavlk fer fram aö Grettisgötu 3 I dag og á morgun. Myndin er tekin I fyr*"i umferöinni um siöustu heigi. samþykki þeirra til þátttöku I sið- ari áfanga. Nöfnum veröi raöaö I stafrófsröö. Atkvæöagreiösla fer þannig fram aö kjósandi ritar tölurnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, viö sex nöfn á listanum eins og hann óskar aö mönnum veröi raöaö á framboös- lista. Kjörnefnd telur atkvæöi i siðari umferö og birtir félagsmönnum niöurstööur. Niðurstööur eru ekki bindandi fyrir kjörnefnd, sem heldur áfram störfum aö loknu forvali og raöar á framboöslista til alþingiskosninga. Niöurstaöa kjörnefndar um skipan fram- boöslista skal lögö fyrir fulltrúa- ráöiö. Ef viö veröur komiö, skal gefa þeim, sem ekki veröa i Reykjavik forvalsdagana, kost á aö kjósa ut- an forvalsfundar i sérstakri for- kosningu. Rétt til aö greiöa atkvæöi 1 for- vali hefur hver sá félagi ABR sem fullgildur er samkvæmt flokks- og félagslögum og nánari skilgreiningu félagsstjórnar,sem kynnt veröur meö forvalsreglum, eöa gengur i félagiö I slðasta lagi á forvalsdegi. í I. sæti er sá kjörinn sem flest atkvæöi fær i þaö sæti. Nú fá tveir eöa fleiri sömu tölu atkvæöa I þaö sæti og ræöur þá úrslitum saman- lagöur fjöldi atkvæöa, án vogar, sem viökomandi færi i neöri sæti frá 2. til 6. sætis. I 2. til 6. sæti er kjörinn sá sem flest atkvæöi fær i hvert sæti. Viö talningu atkvæða I hvert sæti fyrir sig, skulu talin meö án vægis þau atkvæöi sem frambjóöandi hefur hlotiö i efri sætum. áskrift... ~og blacficf i hendurnar! UOOVIUINN simi 81333 Ljósm eik.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.