Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 27. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Kosið 1 dag og Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins i Reykjavík hefst í dag kl. 14. Kjörf undur er að Grettis- götu 3, og stendur f rá kl. 14 til kl. 19. í dag og f rá kl. 14 til 23 á morgun, sunnudag. í forvalinu eru þessir i kjöri: Adda Bára Sigfúsdótt- ir borgarfulltrúi, Álfheiður Ingadót+ir blaðamaður, Esther Jónsdóttir varaformaður Starfsmannafélags- ins Sóknar, Guðjón Jónsson formaður Félags járniðn- aðarmanna, Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands (slands, Guðrún Ágústsdóttir ritari, Guðrún Hallgrimsdóttir matvælaverkfræðing- ur, Guðrún Helgadóttir borgarfulltrúi, Olafur Ragnar Grímsson fyrrv. alþingismaður, Sigurður Magnússon rafvélavirki, Svavar Gestsson fyrrver- andi alþingismaður. Forval Alþýðu- banda- lagsins í Reykjavík á morgun Forvalið nú um helgina miðar að því að vel ja 6 menn til f ramboðs af þeim 12 sem hér hafa verið taldir. At- kvæðagreiðslan fer þannig fram að kjósandi ritar töl- urnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, við sex nöfn á kjörseðlinum, eins og hann óskar að mönnum verði raðað á framboðs- lista félagsins. Atkvæði sem f rambjóðandi fær til sæt- is þar sem hann nær ekki kosningu eru reiknuð með við talningu í sæti neðar á listanum. Hafi f rambjóð- andi til dæmis fengið atkvæði til 3. sætis,en ekki náð kosningu í það,reiknast þau honum til góða í 4. eða 5. eða 6. sæti. Rétttil að greiða atkvæði i forvalinu hafa félagar í Alþýðubandalaginu í Reykjavík og er hægt að ganga í félagiðvið kjörborðiðað Grettisgötu 3, forvalsdagana í dag og á morgun. • Leiðin til þess að hafa áhrif á skipan framboðslista er að gerast félagi f Alþýðubandalaginu •Hægt er að ganga f flokkinn og taka þátt f forvalinu nú um helgina • Kosið er að Grettisgötu 3. laugardag 14 til 19 og sunnudag 14 til 23 Adda Bára Sigfdsdtíttir Álfheiöur lngadóttir Guöm.J. Guömundsson Guönin Ágústsdóttir Guörún Hallgrimsdóttir Guörún Helgadóttir ólafur Ragnar Grfmsson Siguröur Magnússon Svavar Gestsson Þröstur ólafsson Adda Bára Sigfúsdóttir veö- urfræðingur, f. 30.12. ’26. Hefur starfað hjá Veöurstofu íslands frá 1953 aö frátöldum árunum 1971 til ’74 þegar hún var aðstoð- armaður Magnúsar Kjartans- sonar heilbrigöisráðherra. Adda Bára hefur verið borgar- fulltrúi í Reykjavik á fjórða kjörtlmabil, ’62—’66, ’70—’74, ’74—’78, og starfar nú um sinn alfarið sem borgarfulltrúi. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðar- starfa fyrir Alþýðubandalagið. Álfheiöur Ingadóttirf. 1.5. ’51. Blaðamaður á Þjóðviljanum frá 1977. Lauk liffræðiprófi i H.l. 1975 og kenndi að þvi loknu einn vetur liffræði við MR. Hefur verið framkvæmdastjóri borg- armálaráðs Alþýöubandalags- ins frá siðustu konsingum og sit- ur i umhverfismálanefnd borg- arinnar. Esther Jónsdóttirf. 30.9. 1930. Hefur stundaö almenn verka- mannastörf frá 14 ára aldri og vann lengi sem starfsstúlka á Elliheimilinu Grund. Esther hefur verið varaformaður Starfsmannafélagsins Sóknar frá 1975 og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Alþýöu- bandalagið. Guöjón Jónsson f. 17.11. ’24. Form. Málm- og skipasmiða- sambands Islands frá 1976 og varaform. frá ’64. Rennismiður frá Vélsmiðjunni Héðni frá 1947 til 1960. Starfsmaður Félags járniðnaðarmanna frá 1960 og i stjórn frá ’56. Formaður félags- ins frá 1965. Guðjón hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum innan Alþýðubandalagsins. Guömundur J. Guömundsson f. 22.1. ’27. Formaður Verka- mannasambands Islands. Guð- mundur hefur setið i stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar og verið varaformaður félagsins frá 1961. Hann tók viö formennsku Verkamannasam- bandsins 1976. Guörún Ágústsdóttirf. 1.1. ’47. Ritari viö Hjúkrunarskóla Is- lands á fimmta ár, áður starfaö við flugfreyju- banka> og skrif- stofustörf. Guðrún gegndi ýms- um trúnaöarstööum hjá Starfs- mannafélagi rikisstofnana og hefur ennfremur starfað með Rauðsokkahreyfingunni I mörg ár. Guörún er nú formaður stjórnar Strætisvagna Reykja- vikur og situr i borgarstjórn i veikindaforfölium Þórs Vigfús- sonar. Guörún Hallgrlmsdóttir f. 5.11. '41. Matvælaverkfræðingur aö mennt og starfar nú i iðnað- arráðuneytinu. Er nýkomin heim frá ráðgjafarstörfum hjá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna i Genf, Unido. Starfaði áður við matvælaeftirlit hjá af- urðasölu Sambandsins og var stjórnarformaður Sölustofnun- ar lagmetis ’72 til ’75. Guðrún er ritari Alþýðubandalagsins i Reykjavik og hefur gegnt mörg- um trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Guörún Helgadóttirf. 7.9. ’35. Deildarstjóri i Tryggingastofn- un rikisins frá ’73. Rektorsritari MR ’57 til ’67. Stjórnarmaður i BSRB og situr i rithöfundaráöi Guðrún er ritari Alþýðubanda- lagsins. Barnabækur hennar eru að góðu kunnar. Ólafur Ragnar Grimsson f. 14.5. ’43. Doktor I stjórnmála- fræðum i Manchester 1970. Pró- fessor við Háskólann. Formað- ur framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins. ólafur Ragnar var kjörinn á þing ’78. Siguröur Magnússonf. 1.7 ’48. Rafvélavirki 1969. Formaður Iðnnemasambandsins árin 1967—1969. Sigurður er formað- ur Framleiðslusamvinnufélags Iðnaöarmanna, sem rekur sam- vinnufyrirtækin Rafafl svf. og Stálafl svf. Hann hefur verið varaþingmaður Alþýðubanda- lagsins frá 1971. Svavar Gestsson f. 26.6. ’44. Svavar var við verkamanna- vinnu og nám ’60 til '64, er hann lauk stúdentsprófi. Starfsmaður Alþýðubandalagsins og Sam- taka herstöðvaandstæðinga ’64 til ’68. Varaborgarfulltrúi i Reykjavik ’66 til ’74. Starfaði við Þjóöviljann frá ’68, sem ritstjóri frá '71, þar til hann var kjörinn á þing '78 og varö ráðherra við- skiptamála. Þröstur ólafsson f. 4.10. ’39. Lauk hagfræðiprófi frá V - Þýskalandi áriö 1968. Formaður SINE ’69 til ’71. Þröstur starfaði hjá BSRB 1969 til ’71 og i Iðnað- arráðuneytinu ’72 til ’74. Þröst- ur hefur verið framkvæmda- stjóri Máls og menningar siðan 1974. Formaður stjórnar Fé- lagsstofnunar stúdenta ’74 til ’75 og '77. Formaöur Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik frá ’74 til ’77. Stórsigur landans r gegn Irum tslendingar unnu stórsigur gegn slöku irsku körfuboltalands- liöi i Njarövik i gærkvöldi. Þegar upp var staöiö haföi landinn sigr- aö meö 28 stiga mun, 108-80 Simon Ólafsson skoraði fyrstu körfu leiksins, en Irar voru fljótir að jafna, 8-8 og jafnræði hélst næstu min, 29-26. I leikhléi hafði tsland 8 stig yfir 43-35. I seinni hálfleik tóku tslend- ingarnir öll völd á vellinum og þegar upp var staöið var sigurinn þeirra 108-80. Gunnar Þorvarðarson skoraði 22 stig, Simon 19 og Þorvaldur 18. Þessir 3 leikmenn báru nokkuð af i islenska liðinu i gærkvöldi. — IngH ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Körfuknattleikur Einu stórviðburðirnir á íþróttasviðinu þessa helgi eru landsleikir Islands og (rlands í körfuknattleik. í dag leika liðin í Höllinni og hefst sá leikur ki. 14. Á morgun verður haldið upp í Borgarnes og leikið þar kl. 14 i hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi þeirra Borg- nesinga. Handknattleikur „Við stefnum að þvi aö vinna Þjóöverjana og munum leggja allt I sölurnar til þess að pað tak- ist,” sagði Jóhann Ingi landsliðs- þjálfari i handknattleik I fyrra- kvöld, en i dag mun unglinga- landsliðið leika gegn Vestur- Þjóðverjum á heimsmeistara- mótinu I Danmörku. Sá leikur sker væntanlega úr um það hvort liðið leikur um 1. til 8. sæti eða 9. til 12. sæti. Það hefur heyrst að Vlados Stenzel, þjálfari Þjóðverjanna ætli sér að vera með sinum mönn- um i leiknum gegn tslandi, en hann var rekinn heim fyrr i vikunni eftir rimmu við Júlla Hafstein þeirra þýsku. A morgun leikur Islands sinn siöasta leik I forkeppninni og er hann gegn Saudi-Arabiu. Blak Afmælismót Þróttar i blaki fer fram um helgina og eru öll bestu lið landsins meðal þátttakenda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.