Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1979 iííííííí IDAGMA. .:WV>.W.-.K‘ Skúli borgar- læknir i hressi- legu viötali Skúli Johnsen, borgarlæknir, rifjar upp kynni sin af mönnum, sem hann hefur átt samleib meö og segir umbúöalaust álit sitt á heil- brigöiskerfinu og fleiru I viötali viö Katrinu Pálsdóttur. Margrét Trudeau á hippaslóóum Kafli úr bók Margrétar Trudeau, eiginkonu Trudeaus fyrrum forsæt- isráöherra Kanada, sem kemur út hér á landi um næstu mánaöamót. Þar segir frá veru hennar I Mar- Loftárás á konung Noregs Hitler vildi ryöja Hákoni Noregs- konungi úr vegi eftir aö hann haföi neitaö aö gera Quisling aö forsæt- isráöherra 1940. t nýútkominni norskri bók segir frá tilraun hans til þess meö loftárás á Nybergsund I april þetta ár, og frásögn af beim atburöum er I Helgarblaöinu. Cary Grant alltaf jafn unglegur Myndasyrpa af ieikaranum góökunna Gary Grant, sem oröinn er 75 ára, en heldur enn áfram aö bræöa hjörtu kvenna.... Og svo allt hitt efnid Meöai annars efnis má nefna Sælkera- scmdKassinn siöu Sigmars B. Haukssonar, Fréttaljós '"■"m um prófkjonn sem og prófkjorsbaráttuna nœkicúúcca! um helgina, Helgarpopp um tvær góöar frá Bretlandi, Sandkassann ómissandi, erkomln! ^ Umsjón: Ólafur Lárusson r. Boðsmót hjá Ásunum Frá Bridgefélagi Vest- mannaeyja Staöa efstu para I tvlmenn- ingskeppni félagsins, eftir 2 umferðir, er nú þessi: 1. Guðlaugur Gislason — Jóhannes Gislason 360 stig 2. Anton Bjarnason — Gunnar Kristinsson 359 stig 3. Hilmar Rósmundsson — Jakobina Guðlaugsdóttir 354 stig 4. Baldur Sigurlásson — Jónatan Aðalsteinsson. 330 stig 5. Benedikt Ragnarsson — Sveinn Magnússon 328 stig 6. Bjarnhéðinn Eliasson — Leifur Arsælsson 327 stig 7. Bergvin Oddsson — Hrafn Oddsson 315 stig 8. GIsli Sighvatsson — Oddur Sigurjónsson 313 stig Meðalskor er 312 stig. S.J. Frá Barðstrendingafé- laginu Rvk. Nú er aðeins einni umferð ólokið i tvimenningskeppni fé- lagsins, og spennan I algleym- ingi. Staða efstu para er þessi: 1. Þórarinn Arnason — Ragnar Björnsson 490 stig 2. Viðar Guðmundsson — Birgir Magnússon 478 stig 3. tsak Sigurösson — Arni Bjarnason 471 stig 4. Viðar Guðmundsson — Haukur Zóphoniasson 462 stig 5. Jón Karlsson — Pétur Karlsson 451 stig 6. Sigurður Kristjánsson — Hermann ólafsson 449 stig 7. Baldur Guðmundsson — Óli Valdimarsson 447 stig 8. Kristinn Óskarsson — Einar Bjarnason 447 stig Að þessarikeppni lokinni, er á dagskrá HRAÐSVEITAKEPPNI, 5 kvölda. Hefst hún mánudaginn 5. nóv., kl. 19.30., stundvíslega. Þátttöku þarf að tilkynna sem fyrst, og i siðasta lagi föstudag- inn 2. nóv., til Ragnars s: 41806. Frá Bridgefélagi Selfoss Staða efstu para eftir 1. um- Framhald á 13. siðu Suðurnesjamenn efstir hjá Ásunum. Lokið er 2 kvölda hraðkeppni sveita, er kennd er við Þorstein Jónsson. Sveit Magnúsar Torfa- sonar sigraði I keppninni, en með honum voru: Einar Jóns- son, GIsli Torfason, Guðmundur Ingólfsson og Alfreð G. Alfreðs- son. Röð sveita varð annars þessi: 1. sv. Magnúsar Torfas. 113 st. 2. Sv. Sverris Ármannss. 106 st. 3. Sv. tsaks ólafss. 96 st. 4. Sv. Jóns Þorvarðars. 87 st. 5. Sveit Guðmundar Baldurss. 79 st. ' Næsta keppni Asanna er hið I þráöa Boðsmót. Þegar eru 25 pör skráð til keppni, en tak- I markið er að ná 30 pörum , minnst. Peningaverðlaun eru i • boöi, auk silfurstiga. Mótið er 3 kvölda keppni, með „Mitchell”- fyrirkomulagi. Þetta er fjórða , árið I röð, sem mótið er haldið, en sigurvegarar hafa verið til , þessa: Hörður Arnþórsson og I Þórarinn Sigþórsson 1. áriö Guðmundur Sv. Hermannsson og Sævar Þorbjörnsson 2. árið , og Steinberg Rikarðsson og ■ Tryggvi Bjarnason I fyrra. Hver I sigrar i ár? Væntanlegir keppendur, sem , enn eru óskráðir, geta snúið sér ■ til Jóns Páls (81013) Jóns Bald. I (77223) eða Ólafs Lár. (41507) til | skráningar. Hámarksþátttaka • er miðuð við 36 pör, en tak- ■ markið semsagt 30 pör. Hver hefur efni á þvi að vera I EKKI með? 16 sveitir í aðalsveita- keppni B.R. 16 sveitir taka þátt i aöal- sveitakeppni B.R., sem hófst sl. miövikudag. 2 leikir eru spilaðir á kvöldi, allir við alla. Eftir 2 umferðir, er staða efstu sveita þessi: 1. Sv. Hjalta Eliass. 40 st. (fullt hús) 2. Sv. Þórarins Sigþórss. 35 stig 3. Sveit Georgs Sverriss. 30 stig 4. Sv. Sævars Þorbjörnss. 29 st. 5. Sv. Jóns Páls Sigurjónss. 27 l!.. 6. Sv. Sigurðar B. Þorsteinss. 26 st. Keppni verður framhaldið næsta miðvikudag. Frá Bridgefélagi Kópa- vogs S.l. fimmtudag lauk þriggja kvölda tvimenningskeppni hjá félaginu. Sigurvegarar urðu Þórir Sveinsson og Jón Kristinn Jónsson, með 357 stig. Bestum árangri kvöldsins náðu: Þórir-Jón Kristinn 127 stig Armann-Sverrir 115 stig Aðalsteinn-Ægir 115 stig Oddur-Guðbrandur 126 stig Óli M.-Guðmundur 123 stig Bjarni-Sævin 117 stig Efstu pör: 1. Þórir Sveinsson — Jón Kristinn Jónsson 357 stig 2. Hrolfur Hjaltason — Jón Páll Sigurjónsson 350 stig 3. Sigurður Sigurjónsson — Jóhannes Arnason 348 stig 4. Ásgeir Asbjörnsson — Stefán Pálsson 347 stig 5. Aðalsteinn Jörgensen — Ægir Magnússon 343 stig Næsta fimmtudag hefst hrað- sveitakeppni hjá félaginu. Skráning sveita er hafin. Stjórn- in mun freista þess að mynda sveitir ef einstök pör vantar meðsDÍlara. Þátttaka tilkynnist til Kristmundar s: 41794, Þóris Hamraborg 11 (Þinghól) og Spilað er á fimmtudögum að Hamraborg 11 (Þinghól) og hefst spilamennska kl. 20.00. MINNINGARORÐ: Þórdur Einarsson frá BlönduhUð En þú gafst öllu líf og lit, svo leikið var þitt smiðavit. Af starfsþrá rik var höndin hög og hugsýn glögg á eðlislög. Svoorti Stefánfrá Hvitadal um fóstbróður sinn, Jón Samúels- son. Þann 19. október slöastliðinn andaöist sveitungi Stefáns, Þórö- ur Einarsson frá Blönduhlið á heimili sínu I Keflavik, áttræöur að aldri. Hann afi var ekki orðinn svona gamall, allavega ekki I anda. Það er sárt að þurfa aö kveöja hann svona snöggt. Hann af a, sem meö fádæma skörungskap var við fullaatorku.búandibll sinn undir veturinn svo eitthvað sé nefnt. Hvers vegna núna? Hefur hann fengið annað hlutverk? Þórður Einarssonfæddist 3. júli 1899. Hann var sonur hjónanna Einars Guðmundssonar bónda I Blönduhlið I Dölum og Bjargar Þorvarðardóttur. Hann ólst upp i Blönduhlið og aðstoðaði viö bú- störfin þar til hann hélt til Reykjavlkur tvitugur að aldri. Þar lærði hann trésmlði hjá Kristjáni Hanssyni. A næstu ár- um nam hann smiðar og byggöi mörg hús í Reykjavik. Dvaldi hann um skeiö i Dölum, byggði þar veglegt bæjarhús og smíöaði utanum marga sveitunga. Handbragð Þórðar þótti gróft, en umfram allt traust og til að standa. Það má vera að forsjónin hafi gert honum að vanda þann grunn er á skyldi byggt það sem eftir átti aö koma. Arið 1930 giftist Þórður Sigurlaugu Guðmunds- dóttur frá Núpi i Haukadal. A Núpi dvelja þau hjónin eitt ár I kaupamennsku og siðan I Blöndu hllð. Þaðan liggur leið þeirra að Hllðartúni, þar sem þau reisa bú. A þessum árum verður þeim tveggja barna auöið, þeim Guð- mundi Hauki og öldu. Haustið 1935 bregður fjölskyldan búi og flyst til Keflavikur þar sem hún fær samastaö að Hafnargötu 66. Þórður stundar einkum húsa- smlðar þar I bæ og tekur stóran þátt I örum uppvexti Keflavikur á þeim árum. Enn er forsjónin að verki. A þessum gróskuárum I Keflavik fjölgar i fjölskyldunni þvi þau hjónin eignast aðra dótt- ur, Sólveigu Sigurbjörgu og siðan annan son, Einar Hörö. Þórður var dugmikill maður og hugði stórt, enda þannig skapi farinn að hann lét allt ganga I kringum sig. Hugsýn hans var næm, enda rann skáldblóð i æð- um. Af þessu spratt förumanns- eðlið. Hugur hans reikar i faöm sveitarinnar og hann flytur með fjölskylduslna vestur að Leiðólfs- stöðum I Laxárdal. Þar auðnast honum að aidurbyggja bæinn og gera jöröina að góðri bújörð. En forsjónin segir honum aö flytjast aftur til Keflavlkur, þvi þar eigi hann verk ólokið. Þar reisir hann myndarhús með Hauki syni sin- um, og stofnar þar heimili. Heimili, sem átti siöar eftir að verða sá miðpunktur I lífi okkar barnabarnanna sem raun varð. Honum afa okkar var umhugað að öllum liði vel. Einkum þó ung- viði ættar sinnar. Þegar við vöxum úr grasi, þá er það á þeim grunni sem hann hafði svo mjög vandað til. Hjá afa og ömmu máttioft hitta fyrir góða gesti þvi margir höfðu yndi af að sækja þau hjónin heim. Orðfimi Þórðar og ljúfmennska Laugu yljuðu mörgum um hjartarætur á út- mánuöum er norðankulið lék um Suöurnesin. Ef menn týndu áttum I stjórnmálum, þá var helst að ræða við Þórð. 1 nærveru hans var ekki um annað aö gera en að taka afstööu. Óhætt erað fullyröa að verslun sú, sem hann rak siö- ari ár og kennd var við hann hafi verið miöstöö mælskusnillinga bæjarins. Þau hjónin voru mikið fyrir ferðalög. Lá leið þeirra oftast á æskuslóðir I Dölum, þar sem þau dvöldu mikiö á sumrum. Þar var litli bústaöurinn þeirra miðstöð fyrirvini og vandamenn. Við höf- um oft notið þess að geta dvalið með þeim þar sólrika sumar- daga. Nú þegar við kveðjum þennan leiösögumann okkar, þá er það vissa okkar að forsjónin hafi búið honum mikið og vanda- samt ævistarf, sem hann hefur unnið giftusamlega. Þar hefur hann notið samfylgdar sinnar bjargföstu eiginkonu. Enginn hef- ur verið honum meiri stoð en hún amma okkar. A þessari sorgar- stundu hugsum við til hennar og vottum henni dýpstu samúö. Blessuð séminnig góðs manns. Barnabörnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.