Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 27. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 jigrún Eirikur Hjartardóttir Guöjónsson Hildur Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsóttir Berglind Gunnarsdóttir Guömundur Hallvarösson Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Ingibjörg Haralds- dóttir Svefnpokagalsi í bónusvinnu Rætt við þrjár verkakonur í Vestmannaeyjum I dag spjallar Jafnréttisslöan viö Jóhönnu Friöriksdóttur, formann verkakvennafélagsins Snótar I Vestmannaeyjum, Sigrlöi óskarsdóttur.ritara félagsins, og Stellu Hauksdóttur, sem er trún- aöarmaöur félagsins I Vinnslustööinni. 1 þessum samreöum bar margt á góma: félagsleg virkni verkakvenna I Eyjum, félagsstarfiö og vandamál þess, störf trúnaöarmanna og virkni verkakvenna I menningarmálum á staönum. Viöspjöllum viö þer um bónuskerfiö, kosti þess og galla, o.m.fl. Félagsstarfið Jafnr.s.: Til aö byrja meö langar mig til aö forvitnast um starfsemina i verkakvenna- félaginu. Hvernig gengur félagsstarfiö, hvernig er fundarsókn, og helstu verkefni? JóhannaiEg held aö fundar- sóknin hjá okkur veröi aö teljast allsæmileg miöaö viö þaö sem gengur og gerist, og félagsstarf- ið í heild nokkuð blómlegt, þótt auðvitað mætti þaö vera betra. Við reynum aö hafa fundi nokk- uö reglulega og halda tengslum við okkar fólk. Við leggjum áherslu á að hafa gott samband og virk tengsl við okkar fólk á vinnustööunum og trúnaöar- menn okkar, en trúnaðar- mannakerfiö hjá okkur i Verka- kvennafélaginu teljum viö mjög gott, og hefur veriö þaö i langan tima. Við höfum verið alveg sérlega heppnar meö konur i slikar trúnaöarstööur. Þær hafa veriö mjög virkar og hafa oft bjargað smærri málum, sem upp hafa komið á vinnustööun- um, án þess aö nokkuö hafi þurft að leita til félagsins, nema til aö láta vita af þvi, þannig aö við teljum okkur standa vel aö vigi i þeim efnum. Jafnr.s.: Hvernig eru skilyrðin til trúnaöarmanna- starfa hér i Eyjum? Hafa þeir fólkiö meö sér? Jóhanna:Ég held að i flestum tilfellum standi fólkiö meö þeim, og betur núna en áöur var. Ég held að fólk sé fariö aö átta sig meira á þýöingu trún- aðarmannsins fyrir þaö og þess hagsmunamál, og eins held ég aö fólk sé farið aö átta sig á þvi hvað félagsstarfiö og félagiö hefur að segja fyrir hinn vinn- andi mann. Viö héldum trúnaðarmanna- námskeiö ásamt Verkalýös- félaginu nú fyrir skömmu, sem ég held aö hafi tekist sérlega vel, og svona námskeiö held ég aö séu alveg nauösynleg. Þaö er gert ráð fyrir þvi i samningum frá 1977 aö einn trúnaöarmaöur frá hverju fyrirtæki geti sótt $likt námskeiö einu sinni á ári, en viö höföum ekki notað þetta ákvæöi fyrr en núna 1979, svo aö viö fengum alla starfandi trún- aðarmenn okkar inn á þetta námskeiö. Menningin Jafnr.s.: Verkakvennafélagiö Snót hefur gert sig gildandi á fleiri sviöum en sem snerta hin beinu faglegu hagsmunamál verkakvenna. T.d. tók félagið virkan þátt i menningardögun- um sumariö 1977 og var mótandi aöili i þeirri dagskrá, sem þar var boöiö uppá. Lesendur Jafn- réttissiöu brenna örugglega i skinninu eftir aö fá meira aö vita um hlut Snótar i Menn- ingardögunum. Sigrlöur: Snót var meö samfellda dagskrá I söng og upplestri, sem tók 2 tima og fjallaöi efnislega um baráttu verkakvenna hér i Eyjum i sögulegu ljósi, kjör þeirra og hagsmunasamtök. Það var einhverntima um þaö rætt aö þessi dagskrá ætti aö koma i útvarpiö 1. mai, en siðan hefur ekki frést meira um þaö. Hvort sem hún hefur verið of pólitisk eöa ekki, þá hefur ekki veriö meira um hana rætt og ekki heyrst neitt frá þeim háu herr- um á útvarpinu. Jafnr.s.: Hafiö þiö ekki veriö lika meö öflugt söngstarf á veg- um Snótar? Maöur hefur heyrt talaö um aö þiö væruö meö heil- Stella: Talsvert stór hluti kvenna I bónusvinnu haldinn miklu vinnu’’stressi”. an kór, hvorki meira né minna? Stella: Þaö er nú ekki alls- kostar rétt. Þaö hefur verið tal- að um Söngsveit Snótar, en þaö er i rauninni nafn sem festist viö okkur upp úr menningardag- skránni, þó aö viö höfum aldrei skirt okkur þvi nafni. Þaö hefur ekki verið um neitt samfellt starf aö ræöa á þessu sviöi. Viö höfum hinsvegar komiö fram af og til á skemmtunum, 1. mai, árshátiöum osfrv, og eins þegar félagiö hefur tekiö á móti gest- um, þá höfum viö veriö kallaðar til.T.a.m. höfum viö veriö beön- ar um aö koma fram á hátiðinni, sem haldin veröur um mánaöa- mótin nóv-des. Afmælisráðstefna Jafnr.s.: Nú stendur til aö halda hér heilmikla ráöstefnu og hátiö einmitt um þessi mán- aðamót. Vilduö þiö ekki skýra okkur eitthvaö frá þvi? Jóhanna: Nú, þaö eru tvö af þremur verkalýösfélögunum hér, sem eiga stórafmæli i haust og svo Alþýðuhúsiö sem veröur 50 ára. Sjó- mannafélagiö veröur 45 ára og Verkalýösfélagiö 4ö ára, þannig aö ákveöiö var aö halda veglega upp á þetta og sérstak- lega tökum viö þátt i þessu fyrir hönd Alþýðuhússins, þvi að viö eigum okkar hlut þar. Þaö er búið að gera heilmikiö fyrir Alþýöuhúsið núna á þessu ári. Með þessu erum við aö reyna aö sýna húsinu viröingu okkar og þvi fólki, sem sá um að koma þvi upp i sjálfboöavinnu-, þaö á þaö fyllilega skiliö aö viö sýnum húsinu ræktarsemi. Jafnr.s.: Varöandi ráöstefn- una sjálfa, hvernig er hún hugsuð? Jóhanna: Hún er hugsuö þannig, að þarna veröur aöal- lega rætt um bónusmálin. Um þau veröur ein framsaga. Hlutaskipti sjómanna veröur Jóhanna: Ég held einmitt ekki og mér finnst t.d. áberandi aö verkstjórarnir hér i Eyjum kvarta oft undan þvi hve kon- urnar taki sér miklar „pásur”, sem ætti varla aö ske ef fólk væri mikiö „stressaö” yfir þessu. Jafnr.s. Nú er ekkert afkastaþak á bónuskerfinu hér i Þær Jóhanna (tv) og Sigrlöur sátu 9. þing Verkamannasambands- ins fyrir hönd Snótar, og þá var þessi mynd tekin. einnig stór máíaflokkur á ráö- stefnunni. Um vinnutima, vinnuálag og aöbúnaö veröur einnig fjallaö, og svo veröur fulltrúi farandverkafólks meö framsögu á ráöstefnunni. Siöan verður þetta unniö og rætt i hópum og reynt að fá fram einhverjar niöurstööur. Bónusinn Jnr.s.: Bónusmáliö er náttúr- lega þaö mál, sem snertir fyrst og fremst verkakonurnar hér. Hver er afstaða verkakvenna hér i Eyjum svona almennt til þessa launakerfis? Jóhanna: Ég hugsa aö þær væru fáar, sem mundu fást til að vinna i fiski ef bónusinn væri ekki fyrir hendi, þvi aö hann gefur mikinn kaupauka. Þaö er ekki hægt aö neita þvi. Hinsveg- ar veröur fólk aö gera sér grein fyrir þegar það fer aö vinna i bónus, að það má ekki láta bónusinn ná yfirtökunum. Bónusinn má ekki ráöa yfir fólkinu. Jafnr.s.: En skapar ekki bónusinn óæskilegt „stress” og samkeppni milli fólks? Jóhanna: Ég held aö þaö séu ekki nema tiltölulega fáar konur sem séu virkilega „stressaöar” vegna þessa launakerfis, örfáar i hverri stöö. Hvaö haldiö þiö? Stella: Ég held þvert á móti, að þaö sé talsvert stór hlut verkakvenna, sem vinnur eftir bónuskerfi hér i Eyjum a.m.k. innan mins fyrirtækis, sem sé virkilega haldinn miklu vinnu,,stressi” og innbyrðis togstreitu. Eyjum og fólk má vinna i bónus i boröavinnu til kl. 10 á kvöldiö. Skilar kerfið einhverjum raunverulegum afköstum þegar vinnutiminn er svona langur? Sigriöur: Hann gerir þaö örugglega. Jóhanna: Þaö er alveg ótrú- legt hvað það eru oft mikil afköst eftir kvöldmat. Þaö er einsog þaö skapist einhver ann- ar „mórall”, einhver galsi. Hvort þaö stafar af þvi aö þá eru konurnar komnar á hærra kaup, — næturvinnukaup, skal ég ekki segja um. Stella: Ætli þaö sé ekki einhverskonar svefnpokagalsi, semeinkennir „móralinn”. (!) Sigrlður: Það er léttara yfir þeim, sem stafar liklega af þvi aö þær vita aö vinnutima lýkur senn. Þessi seinasta skorpa eftir kvöldmat er einn og hálfur timi og það eru lygilega mikil afköst á þessum tima. Liklega áberandi mest miöað viö tíma- fjölda. Eins má skjóta þvi hér inn i, aö aldrei eru betur sóttir fundir i verkakvennafélaginu, en þegar bónusmálin eru á dagskrá. Jafnr.s.: Eitt sem einkennt hefur varöandi bónuskerfiö er áberandi skortur á fræðslu um eöli þessa kerfis. Fólk hefur með miklum afköstum sprengt upp staölana æ ofan i æ og kerfiö hefur ekki veriö notaö til aö stytta vinnutimann. Hvaö viljiö þið segja um þetta? Jóhanna: Ég held aö þaö hafi verið mikil mistök hér aö setja ekki þak á þetta kerfi, þvi að ef fólk finnur inn á þaö, að þaö getur haft meira út úr þessari tegundinni en hinni, þá er bara bætt viö sig afköstum og þá hugsar atvinnurekandinn sem svo: „hverskonar ofboösleg af- köst eru i þessari tegund? Þetta þurfum viö að endurskoða”. Þetta er eins og hjá iðnabar- mönnunum. Þegar einhver ákveöinn hluti er farinn að gefa eitthvað óeölilega mikiö, þá er þaö tekið til endurskoðunar. Að bjarga verðmætum Sigriöur: Hinn langi vinnu- timi hér hjá okkur liggur lika i þvi, aö viö erum alltaf að bjarga verðmætum, bjarga þjóðar- búinu. Eins er fólk fariö aö „rútinerast” i þessum langa vinnutima. Ef fólk fer allt i einu að vinna til kl. fimm, þá finnst þvi þaö ekki nokkur vinnutimi. Jafnr.s.: Nú hafa verið vissar raddir innan verkalýðshreyf- ingarinnar gegn þessu launa- kerfi. Hvaö haldiö þiö aö gæti komið i stabinn? Sigriöur: Þaö er náttúrlega númer eitt stórhækkaö tima- kaup og stytting vinnutimans, sem reyndar ættu að vera sjálf- sögö mannréttindi. Hinsvegar er ég ekki komin til meb aö sjá það, að. konur hér i Vestmanna- eyjum vilji sleppa bónusnum og taka upp ákveðiö timakaup. Þó aö fast timakaup hafi sina kosti, þá hefur þaö lika sina ókosti. Maöur hefur ekkert til að keppa aö og timinn er svo lengi að liöa og þaö er þetta sem konur horfa mikiö i varbandi bónusinn. Þar hafa þær eitthvaö til aö keppa að og timinn er fljótur aö iiöa. Jafnr.s.Nú hefur oft veriö tal- aö um það að störf verkakvenna væru oftast neöst i launatöxtum verkalýösfélaganna. Hvernig standa þessi mál hjá ykkur? Jóhanna: Hvaö fiskiönaðinn varöar þá held ég, aö um nokkurt jafnrétti sé aö ræöa, aö allir séu á sama kaupi. Ég veit ekki til þess aö karlmennirnir séu neitt yfirborgaðir i fiskin- um. Sigriður: Þaö er a.m.k. ekki haft i hávegum. Það gæti þá verið einn og einn. Þaö sem ójafnréttið hefur e.t.v. meira falist i er, aö karlmönnunum var alltaf tryggð 10 tima vinna, þó aökvenfólkiö væri sent heim. Stella: Aöur en fastráöningin kom til sögunnar þá var þetta svona. Ef skortur var á vinnu, þá vorum viö konurnar alltaf sendar heim kauplausar og látnar vera heima, en karl- mönnunum sköffuö vinna og þetta er svona ennþá, þvi að viö sem ekki erum fastráönar t.d. I minu tilfelli, þá er ég send heim kauplaus. Þannig aö þarna eru þeir nokkub rétthærri en viö. Ég sjálf hef staðið frammi fyrir þessu nú undanfarið. Ath. Þegar þessar samræður áttu sér staö haföi verið um litla vinnu að ræöa þá i nokkrar vik- ur, en von var á sildinni þá og þegar. GH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.