Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hraðfrystihús Sjöstjörnunnar hfi í Njarðvík: Næg vinna alltárið segir Einar Kristinsson forstjóri Hraöfrystihús Sjöstjörnunnar hf. I Njarövík. (Mynd: — eik) „Hér I Hraöfrystihúsi Sjö- stjörnunnar hefur veriö full at- vinna þaö sem af er þessu ári. Viö höfum veriö meö 70-80 manns starfandi og nú vinna hér 80 manns.” Þetta sagöi Einar Krist- insson, framkvæmdastjóri Hraö- frystihúss Sjöstjörnunnar hf. i Njarövik, er Þjóöviljinn ræddi viö hann i gær. Eins og fram kom i forsiöufrétt i blaöinu i gær, vill Kjartan Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra láta sameina Sjöstjörnuna og Hraðfrystihús Ólafs Lárussonar i Keflavik. 160 miljónir hafa veriö lagðar til úr gengismunarsjóði i þessu skyni. I fréttinni var jafn- framt sagt að ekki heföi verið unnið I Sjöstjörnunni nú .I haust, en það er ekki rétt, og vildi Einar Kristinsson ieiörétta þaö. „Við sjáum ekki annað en að viö munum hafa næg verkefni út árið,” sagði Einar. Hann vildi ekki tjá sig um sameingingar- áform ráðherrans að sinni. Það sem af er þessu ári hefur Sjöstjarnan greitt um 140 miljónir i laun til starfsmanna. — eös. Sjöstjarnan hfi: Miðstöð togaralöndunar? Rœður greiðasemi við flokksbrœður hinum mikla sameiningaráhuga Kjartans Jóhannssonar? Oddbergur Eiriksson, bæjar- fulltrúi Alþýöubandalagsins i Njarövik, sagöi i samtali við Þjóöviljann i gær aö forráöamenn Sjöstjörnunnar hf. hefðu ekki gef- iö sameiningarhugmynd sjávar- útvegsráöherra undir fótinn á nokkurn hátt. Telja þeir Hraö- frystihús Ólafs Lárussonar I Keflavik svo illa statt fjárhags- lega, aö sameining viö þaö sé ekki vænlegur kostur. Sú hugmynd kom upp fyrir meira en ári, aö togaralöndun á Suðurnesjum yröi sett undir eina stjórn, þannig aö togararnir kæmu til löndunar eftir ákveðinni áætlun. Landað yrði á einum staö og þar færi jafnframt fram flokk- un. Hver vinnslustöð fengi siöan eina tegund og flokk fisks, i stað þess að stöðvarnar taki eins og nú tiökast allan þann fisk sem úr skipinu kemur og þurfa etv. að skipta um umbúðir 5-6 sinnum. Ætlunin var þá að löndunarað- staöa og miðstöð dreifingarinnar yrði I Sjöstjörnunni hf., sam- kvæmt þessari hugmynd. Oddbergur taldi þessa hug- mynd góða, en hún hefur legið I láginni um nokkurt skeið. Aform- in um sameiningu frystihúsanna tveggja virðast enn sem komið er vera hið eina, sem komiö hefur út úr öllum þeim tillögum og athug- unum sem gerðar hafa verið i sambandi við sjávarútveginn á Suðurnesjum af hálfu sjávarút- vegsráðuneytisins. Almennt er talið aö ráðherrann sé með þessum mikla sameining- aráhuga fyrst og fremst að hygla stórri krataf jölskyldu, sem stendur á bak við Hraðfrystihús Ólafs Lárussonar i Keflavlk. Vilji Kjartan fyrir alla muni bjarga fyrirtækinu úr miklum fjárhags- erfiðleikum og setji þannig flokkshagsmuni ofar brýnni hagsmunamálum byggöarlae- anna á Suðurnesjum. — eös. Fatlaðir krefja stjórnmálaflokka svara: Kj ósa 10 þingmenn af 60 Samtök fatlaöra á tslandi hafa ákveöiö aö taka virkan þátt i þeirri kosningabaráttu sem framundan er og leita eftir skýrri afstööu allra frambjóöenda til þeirra vandamála sem torvelda jafnrétti fatlaöra. Hafa þeir beint spurningum til stjórnmálaflokk- anna og óska eftir svörum fyrir 10. nóvember n.k. Þetta kom fram á blaöamannafundi sem Sjálfsbjörg og Blindrafélagiö héldu I gær. Á fundinum voru þeir Magnús Kjartansson, Sigursveinn D. Kristinsson, Gisli Helgason, Rafn Benediktsson og Halldór Rafnar og kynntu baráttumál fatlaðra fyrir blaðamönnum. Sögðu þeir að ákaflega litiö væri um að flokkarnir hafi mótaða stefnu i málefnum fatlaðra þó aö þeir væru milli 30 og 40 þúsund hér á landi og kysu þvi sem svarar 10 þingmenn af 60. Fatlaðir berðust aðeins á við jafnrétti á viö aðra og það hlyti að borga sig fyrir þjóöfélagið aö nýta starfsorku þeirra. Spurningarnar sem nú hafa veriö sendar til stjórnmálaflokk- anna og óskað er eftir að svör berist við fyrir 10. nóvember eru þessar: 1. Telur flokkurinn að fatlaöir eigi að njóta sama réttar og aörir til þátttöku I almennri stjórn- málastarfsemi? Hér er m.a. átt við val fólks á framboðslista og tilhögun á stjórnmálafundum, að þeir séu haldnir i húsakynnum sem eru jafn aðgengileg fötluöu fólki og öörum. 2. Eiga fatlaðir að hafa sama rétt og aðrir til setu á Alþingi tslendinga og til annarra starfa á vegum þingsins? Mun flokkurinn beita sér fyrir þvi að þinghúsinu og öörum húsakynnum alþingis verði breytt þannig án tafar að jafnrétti verði framkvæmanlegt? 3. Eiga fatlaðir að hafa sama rétt og aðrir til þess að gegna forsetastarfi, ráðherrastörfum og annarri vinnu á vegum æðstu stofnana islenska rikisins? Mun Leggja spurningar fyrir stjórnmálamenn. Frá vinstri Magnús Kjartansson, Sigursveinn D. Kristinsson, Ilalldór Rafnar og GIsli Helgason. — Ljósm. Jdn. flokkurinn beita sér fyrir þvi að þeim verði tryggð nauðsynleg starfsaðstaöa og þegar i stað verði geröar breytingar á öllum húsakynnum ríkisins, þar á meöal hverskyns stjórnarstofn- unum og fyrirtækjum, til þess að tryggja fullkomið aðgengi fatl- aðra? Framhald á bls. 13 Ný aðferð við fiskverðsákvörðun: Þyngd í stað lengdar Frá og meö 1. nóvember n.k. veröur tekin upp ný aöferö viö veröákvöröun á þorski og ýsu hér á landi. Þá veröur hætt að verð- leggja þessar fisktegundir eftir lengd en i staöinn veröur verölagt eftir þyngd. Breytingin er við þaö miöuö að meöal-verö þessara fisktegunda haldist óbreytt þegar litiö er á ársafla. Þegar fiskverð var ákveðið fyrir timabilið 1. október til 31. desember 1979, var sá fyrirvari geröur, aö Verðlagsráð sjávarút- vegsins gæti ákveðið að taka upp aðra stærðarflokkun en gilt hefur, þannig að fiskur væri verðlagður j eftir þyngd i stað lengdar. Askiliö j var, að slik breyting á veröflokk- un gæti tekiö gildi frá og með 1. | nóvember 1979, enda fæli hún ekki j i sér verðbreytingu, þegar á tekur gildi hér á landi 1. nóvember nk. heildina er litiö, miðað við árs- afla. A vegum Verðlagsráðsins hefur verið unnið að undirbúningi þessarar breytingar frá þvi um siöastliöin áramót. Á fundi sinum 25. október 1979 ákvað Verölags- ráðið að taka upp nýtt verðlagn- ingarkerfi fyrir þorsk og ýsu frá og með 1. nóvember 1979 i sam- ræmi við þennan fyrirvara. 1 stað þess aö taka sýnishorn úr afla og flokka eftir lengd skal nú fundin með sýnatöku meðalþyngd fisks I farmi fyrir hvora tegund um sig, og ræöst verðmæti farms- ins af þessari meöalþyngd og gæðaflokkun. Framleiðslueftirlit sjávarafurða mun annast þessa sýnatöku og útreikning á meðal- þyngd. Hæsta verö pr. kg af þorski miöað við slægðan fisk næst, þeg- ar meðalþyngd þorsks i farmi er 4 kg eða meiri, þ.e. 25 eöa færri fiskar eru i hverjum 100 kg. Hæsta verð pr. kg af ýsu næst þegar meðalþyngd ýsu I farmi er 2kg eöa meiri miðaö við slægðan fisk, þ.e. 50 eða færri fiskar eru i hverjum 100 kg. Veröiö fer siðan lækkandi með lækkandi meðal- þyngd, þannig að frá hæsta verði dregst ákveðin auratala fyrir hvern fisk, sem þarf umfram 25 i 100 kg af þorski, en umfram 50 I 100 kg af ýsu. Úr þjóðar- djúpinu Linan frá Moskvu Nú gengur þetta ekki lengur. Ongull neyðist til >ess að gripa i taumana og koma sálufélögum sinum I pressunni á rétt spor. A svona röngu spori er Björn Vignir I Helgarpóstinum. „Eftir öllum sólarmerkj- um að dæma virðast Alþýöu- bandalagsmenn ætla aö leysa framboðsmál sin friðsamlega að þessu sinni oghvergi verulegra átaka að vænta. Helst er þaö forvaliö i Reykjavik sem vekur forvitni, en siöari umferð þess fer fram nú um helgina þar sem raðað veröur á listanum þeim 12 kandidöt- um eða þar um bil sem besta útkomu fengu I fyrri umferö- inni. Reyndar hefur hinn hreina skipting eftir kynj- um I fyrri umferö — 6 karla og 6 konur — auk þess hversu vel mennt var úr verkalýðshreyfing- unni meðal hinna 12 útvöldu, vakið grunsemdir jafnvel hörðustu stuðningsmanna Alþýðubandalagsins um fyrirfram þaulhugsaða áætl- un og manúreringar foryst- unnar I Reykjavik i fyrri um- ferðinni en þaö breytir ekki þvi að mannavalið er hið á- litlegasta.” Við fengum ekki linuna frá forystunni, Björn minn Vignir. Hún kom frá Moskvu. Það hefðirðu getað sagt þér sjálfur við nánari umhugsun. Sváfu yfir sig Morgunpósturinn veitti Guðmundi H. Garöarssyni auglýsingu daginn fyrir prófkjörsstriðið i Sjálf- stæðisflokknum i Reykjavik og eru mótframbjóöendur æfir af reiði. En þeir geta sjálfum sér um kennt að vera ekki vaknaðir I gærmorgun áður en Guðmundur upphófst með frjálsa útvarpiö i rikisút- varpinu. Samkvæmt starfs- reglum hefðu þeir getaö stöðvað Guðmund af með þvi að mótmæla framkomu hans með tilliti til yfirstandandi prófkjörsbaráttu. Frjáls fisksala? Annars er það ein spurning sem Guðmundur H. Garðarsson getur aldrei svarað þegar hann er aö reka áróður fyrir frjálsu út- varpi, sjálfur blaðafulltrúi einokunarfyrirtækisins Sölu- miðstöövar hraöfrysti- húsanna. „Hversvegna ekki frjálsa fisksölu?”, spurði Pétur Pétursson útvarpsþul- ur á Loftleiðafundinum. Hversvegna ekki Guðmundur? AA eða AA Agúst Geirsson segir I Mogganum að hann hafi ekki veriðsettur i prófkjör Ihalds- ins til þess að rugla stafrófs röð: „Fyrir mér er það aukaatriði hvort ég er i fyrsta eða öðru sæti á prófkjörslistanum, enda þótt færa megi rök fyrir þvi aö ég hafi átt aö vera I 1. sæti sbr. Þjóðskrána, oröabækur og félagaskrá Sjálfstæðis flokksins.” En það stendur ekki lengi, Agúst minn. öngull hefur flugufót fyrir þvi að Albert sé nú að láta færa sig framfyrir bæði i simaskránni og þjóöskránni. Orðabók háskólans er með i samsænnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.