Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1979 Kópavogur Kirkjuvörð og meðhjálpara vantar til starfa við Kópavogskirkju. Um- sóknir sendist fyrir 8. nóv. til Salómons Einarssonar, Löngubrekku 10, Kópavogi. Laus staða 1 félagsmálaráðuneytinu er laus til um- sóknar staða deildarstjóra, sem veita skal forstöðu deild er annist málefni þroska- heftra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf skulu hafa borist félags- málaráðuneytinu fyrir 20. nóvember n.k. Félagsmálaráðuneytið 26. október 1979. Aðalfundur íbúasamtaka Þingholtanna verður haldinn að Frikirkjuvegi 11 sunnu- daginn 28. október kl. 14. íbúar Þingholtanna eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin 24 ára rafvfrkjanemi óskar að taka á leigu 3 -4 herb. ibúð i gamla bænum eða á Iðnskólasvæðinu. íbúðin má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar i síma 81693* VINSTRIMENN EININGARSAMTÖK KOMMtlNISTA KOMM(JNISTAFLOKKUR ÍSLANDS OG FYLKINGIN boða til fundar um framboðsmál sunnu- daginn 28.10. kl. 14.00 i Þjóðleikhúskjallar- anum. Tilkynning frá Borgarfógetaembættinu í Reykjavík Frá og með 1. nóvember 1979 verður af- greiðslutimi allra deilda embættisins frá kl. 10 - 15 alla virka daga nema laugar- daga. Borgarfógetaembættið i Reykjavik Benedikt Friðriksson frá Broddanesi lést aö heimili sínu Engjaseli 83 aöfararnótt 25. þ.m. Jaröarförin veröur auglýst siöar. Ingibjörg Benediktsdóttir Torfi Benediktsson Tryggvi Benediktsson Svala Norðberg. Framsókn og Dagsbrún saman m Verkakvennafélagiö Framsókn og Verkalýösfélagiö Dagsbrdn f Reykjavik hafa nú sameinast — aö vfsu ekki skipulagslega, en fyrst um sinn f fræösiustarfinu, sem hófst meö sameiginlegu námskeiöi fyrir trúnaöarmenn f sföustu viku. —Ljósm.Jón. Landbúnaðarhœkkunin L desember nk.: Við höfum enga ákvörðun tekið segir landbúnaðarráðherra Þaö veröur ekki ég einn sem landbúnaöarráöherra, sem tek ákvöröun um búvöruverðs- hækkunina 1. desember nk.hefdur rikisstjórnin i heild og viö höfum ekkert rætt þetta mál og þvi hefur engin ákvöröun veriö tekin enn, sagöi Bragi Sigurjónsson iand- búnaðarráðherra er hann var spuröur um afstööu Alþýöu- flokksins til þeirrar 10% hækkun- ar á landbúnaöarvöru sem koma Eins og fólk eflaust rekur minni til, þá neituðu ráðherrar Alþýðu- flokksins i fyrrverandi rikisstjórn algerlega að leyfa hækkun land- búnaðarvara 1. sept. s.l. en þá hækkuðu landbúnaðarvörur um 25-32%. Nú situr aftur á móti einlit kratastjórn og hún kemst ekki hjá að fjalla um þetta mál. Það verð- ur þvi æði fróðlegt að sjá hvað hún tekur til bragðs. „Dagur dýranna” á 1. desember n.k. —S.dór Utanríkisráðherra um dómana í Prag: Vekja óhug og von- brigði um allan hinn frjálsa heim Utanrlkisráðherra hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna dómanna I Prag: Dómarnir yfir hinum 6 tals- mönnum mannréttinda i Prag hafa vakiö óhug og vonbrigöi um allan hinn frjálsa heim. 1 lokaskjalinu, sem undirritað var i Helsinki 1975 fékkst viður- kenning á grundvallarmannrétt- indum eins og skoðana- og tján- ingarfrelsi. Réttarhöldin, sem staðið hafa yfir í Tékkóslóvakiu Vika gegn vímuefnum: Fjölskyldu- skemmtun t lok Viku gegn vimuefnum veröur I dag kl. 13.30-18 efnt til fjölbreyttrar fjölskylduskemmt- unar isýningarhöllinni Ársölum á Ártúnshöföa. Aö skemmtuninni standa samstarfsaöilar um vik- una, en Samtök Junior Chamber félaganna i Reykjavfk sjá um framkvæmdina. Æskulýösfulltnli þjóðkirkjunn- ar Ingólfur Guðmundsson mun flytja ávarp, diskótek og kvik- myndasýningar veröa allan tim- ann og fram koma fjölmargir skemmtikraftar, tam.: Hljóm- sveit Birgis Marlnóssonar, Jass- ballettskóli Báru, Dansskóli Heiöars Astvaldssonar, Baldur Brjánsson, Finnbogi og Guögeir, Páll Jóhannesson, Hornaflokkur Kópavogs, Tóti trúöur og Fimm fræknu. Sérstakar ferðir verða frá ná- grannabyggðum og með Strætis- vögnum Reykjavikur. að undanförnu og dómarnir, sem nú hafa verið kveðnir upp, sýna okkur að viðurkenningin var þar aðeins I oröi en ekki i verki. Félagarnir 6 úr mannréttinda- hreyfingunni Charta 77 hafa nú hlotið margra ára fangelsisdóma fyrir það eitt aö vilja notfæra sér þau réttindi, sem æöstu stjórn- völd I riki þeirra staöestu með undirritun sinni I lokaskjal Helsinkiráöstefnunnar fyrir 4 ár- um. Niðurstöður réttarhaldanna i Prag hljóta að vekja hvern frjálsanmanntilumhugsunar um mikilvægi þess frelsis, sem við Islendingar teljum jafn sjálfsagt og loftiö, sem við öndum aö okk- ur. Dómarnir minna okkur enn á þá staðreynd, aö viða um heim eru mannréttindi fótum troðin. Þess vegna er það ein af okkar veigamestu skyldum á alþjóða vettvangi að vinna að framgangi mannréttinda, virðingar fyrir manninum hvar og hvenær sem við getum lagt lóð okkar á meta- skálina. Afhending prófskfrteina til kandidata fer fram við athöfn i hátiöaasl háskólans laugardaginn 27. október 1979 kl. 15.00. Rektor háskólans, prófessor Guðmundur Magnússon ávarpar kandldata, en siðan syngur Háskólakórinn nokkur lög, stjórnandi er frú Rut Magnússon. Deildarforsetar af- henda prófskirteini. Aö lokum les Óskar Halldórsson nokkur kvæði. Að þessu sinni verða braut- a morgun ,,Dagur dýranna” er á sunnu- daginn kemur, en þá fer fram ár- leg merkjasala Sambands dýra- verndunarfélaga Islands og veröa merkin seld á Stór-Reykjavlkur- svæöinu og rúmlega 30 öörum stööum á landinu. SDI var stofnað 1958 og tók þá viö af Dýraverndunarfélagi Is- iands og er hlutverk sambandsins tviþætt, að þvi er fram kemur i kynningu: Annarsvegar aö koma fram gagnvart opinberum aðilum vegna mála er varða dýravernd og þar i er innifalin þátttaka i op- inberum nefndum og öðrum fé- lagsskap tengdum dýra- eða nátt- úruvernd. Hins vegar þau störf er snúa að félagsstarfinu sjálfu, t.d. útgáfa Dýraverndarans.sem gef- inn hefur verið út i 65 ár, móttaka á ábendingum um slæma meðferð á dýrum og upplýsingamiðlun um meðferð dýra. Fæð félaga innan SDI og gifur- leg vinna við öflun rekstrarfjár veldur erfiðleikum i starfsem- inni. Nú hefur verið komið á fót trúnaöarmannakerfi um allt land sem hlekk á milli sambandsins og almennings og hefur gefist vel. SDÍ hefur verið styrkt á f járlög- um með 250 þús. kr. og hefur ekki reynst mögulegt að fá styrkinn hækkaðan þannig að gagn yrði að honum. I fjáraflaskyni hóf stjórn SDI rekstur flóamarkaðs i Reykjavik fyrir rúmu ári og hefur hann ver- ið sambandinu fjárhagsleg Iyfti- stöng og gert kleift að ráöa starfs- mann I hálfsdagsvinnu. skráðir 62 kandidatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf i lög- fræöi 1, kandidatspróf i viöskipta- fræði 12, kandidatspróf I islensku 1, kandidatspróf i sagnfræöi 2, kandidatspróf i ensku 2, B .A.-próf i heimspekideild 17, próf i Is- lensku fyrir erlenda stúdenta 1, lokapróf i rafmagnsverkfræði 3. B.S.-próf i raungreinum 10, að- stoðarlyf jafræðingspróf 1, B.A.-próf i félagsvisindadeild 12. Háskólinn: 62 brautskrást í dag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.