Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.10.1979, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Hinrík fimmti Laugardagur sjónvarpsins að þessu sinni er Hinrik Sir Laurence Oliver. t kvöid fáum við að sjá hann i hlut- verki Hinriks fimmta. Sjónvarp kl. 21.30: fimmti, sem Laurence Oliver stjórnaði árið 1944, og leikur hann jafnframt aðalhlut- verkið. Myndin er byggð á leikriti Shakespeares, og i þýðingunni er stuðst við óbirta þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Laurence Oliver hlaut mikið lof fyrir þessa mynd á sinum tima (m.a. Oscarsverðlaun) eins og fyrir fleiri Shakespeare-myndir sem hann hefur gert. Myndin þótti nokkuð nýstárleg, einkum vegna þess að i henni var leikhúsi og raunveruleika blandað saman á meistara- legan hátt. Myndin hefst i hinu fræga Globe-leikhúsi, þaðan er farið út á „raunverulegan” vigvöll til að kvikmynda bar- dagana, og svo er snúið aftur inn á leiksviðið. Mary Larkin (tv) í hlutverki Mary Mulvane. Ferðin tilAstratíu Annað kvöld kemur á skjáinn annar þáttur fram- haldsmyndaflokksins And- streymi. 1 fyrsta þættinum, sem sýndur var á sunnu- daginn var, sagði frá kúgaðri alþýðu á trlandi og andspyrnu hennar gegn enskum stjórn- völdum. Ung stúlka, Mary Mulvane, kom þar mest við sögu. Unnusti hennar er i hópi „hvitu piltanna” sem gera yfirstéttinni margar skrá- veifur. Þættinum lauk á þvi að unnustinn var skotinn til bana og Mary dæmd til sjö ára refsivistar i Astraliu. Annað kvöld fáum við að sjá ferð fangaskipsins til Astraliu, sem er bæði löng og ströng. Ferðin tekur sex mánuöi, og fangarn- ir búa við illan aðbúnað á skipinu. Efni þessara þátta er vissu- lega áhugavert, og verður væntanlega fylgst með þvi af áhuga hvernig Mary reiðir af. Hinsvegar olli fyrsti þátturinn nokkrum vonbrigðum, einkum Sjónvarp kl. 21.00 vegna afspyrnulélegs leiks a.m.k. sumra leikaranna. Þetta getur þó staðiö til bóta, þvi að verstu leikararnir eru annaðhvort dauðir eða verða eftir á Irlandi. Aldrei skyldi maður voninni glata. ih Rósa Ingólfsdóttir hefur teiknaö myndirnar i þáttinn tslenskt mál. Uppruni málsins Sjónvarpið byrjar á morgun útsendingar á þáttum um is- lenskt mál, og er ætlunin að þeir verði á dagskrá næstu sunnudagskvöld. Fyrstu tveir þættirnir eru þegar tilbúnir, og er umsjónarmaður þeirra Eyvindur Eiriksson og stjórnandi upptöku Valdimar Leifsson. Síðan munu aðrir taka viö og sjá um fleiri þætti. Við náðum i Valdimar Leifs- son og spurðum hann um form þáttanna. — Þetta er eiginlega mynd- skreyttur texti. Eyvindur talar, en sést litiö sjálfur á skerminum, heldur notum við teikningar eftir Rósu Ingólfs- dóttur til að skýra textann. Fyrsti þátturinn er fræðilegur, þar er sagt frá uppruna málsins, indóevrópskum málum og upphafi fslensks máls. Annar þáttur er léttari. I honum er sagt frá áhrifum skálda á málið gegnum tfðina. — Þetta er tilraunastarf- semi hjá okkur — sagði Valdi- mar. — Upphaflega var ætlunin að reyna að hafa Sjónvarp kl, 20,35 myndirnar „animeraöar”, þ.e. gera teiknimynd, en það var of dýrt. —ih Hringið i sima 8 13 33 kl. 9—5 alla virka daga eða skrifið Þjóðviljanum, Siðumúla 6, 105 Reykjavík lesendum SIGLINGAVÍSUR Krataskútan er komin á skriö, í kjölfestu hefur hún hægra lið. Og Benedikt formaöur brosir svo blitt mót beinstyttu af Geirfugli er stefnið fær prýtt. A þann verndargrip setur hann hald sitt og traust þvi hér eru óstööug veður um haust. A hrafnana trúðu hrafnistumenn en hjátrú á Geirfuglinn bergmáiar enn. Um heilbrigði og hreinlæti hugsar með glans og hellir úr koppi hvers einasta manns. Flóaduft ber hann á bak þeirra og brjóst svo betur þeir sitji, það öllum er ljóst. i Bragatúnum á Bragi hrós, um borð er hann kominn óvanur til sjós. t barkanum hugsar um belju og sauö, hvort bændamenningin gamla sé dauð. Nú er aö kynna kappana þá á kútternum sigla þeir Benedikt hjá, I þjóöarsögunni þeir lifa það aö þéttskrifaö eiga þar minningablað. Og úr hverju skeifuskaftiö sé byggt og slógvatnsins finnur hann mengaða lyk't. I ökla veöur hann ýldu og slor, öfundar bændur af mykju og for. Vilmund stýrimann fyrstan ég tel, þar frábær máltólin ganga eins og vél. 1 háttvirtu toppstykki er hreint enginn stans hans hugsjónir skilja enginn er sjans. Kjartani siðast segi ég frá þótt sitji hann stjórnborða skútunnar á. Um krossfiska og kuðunga þenkir hann þar hvort þorska og ýsu þeir komi i stað. Sá dómsmáladraumur er dreymdi hann best er dómur fangans, nú krafturinn sést, og trúaöan gerir hann lýðinn vors lands og leiðir til mennta hvern bjána með glans. Og Sighvatur kostinn I karlana ber, sem kokkur á skútunni unir hann sér. Þar skipsmönnum færir hann bræðing og brauð, ef hann bruölar með smjör þá er útgeröin dauö. Mögluoarlitið fór Magnús um borð, sá maöur er prúður og fá hefur orð. Þar tryggir hann hverja tusku og grjón, tvfböku, skonrok, gaffal og prjón. Um litt veidda stofna vita það menn að marhnúta og blekfiska veiða má enn. Marglyttu, sandmaðki og marflónni með má matseöil prýöa, þaö gæti nú skeð. Nú hef ég áhöfn alla hér kynnt sem um borö i skútunni verkum fær sinnt. Bræðingur kútterinn kallaður er og kannski með réttu.það hver maður sér. Mistökum báturinn byggður er af, buslar um krappsjó og kosningahaf. Með ráðleysi i stórsegli, fokkunni flas, fljótfærni I reiöa og stafninum mas. SIGRON KONRAÐSDÓTTIR. (MÓÐVILIINM fyrir 40 árum „Við tslendingar nútimans erum með afbrigðum kjaftfor þjóð, og væri skemmtilegt ef dugurinn væri á öðrum sviðum eftlr þvi. Þó eru islenzk dagblöð snöggt um siölausari I oröbragði en almenningur. Ég hef verið að lesa brezk blöð undanfarið og það er athyglisvert, að jafnvel um höfuðóvin Bretlands nota þau hvergi oröbragð, sem kemst i hálfkvisti við hinn gifur- lega munnsöfnuð islenzku stjórnarblaðanna um annað voldugasta stórveldi heimsins, hin sósialistisku ráðstjórnariýð- veldi, her þess og forráða- menn.” Halldór Kiijan Laxness I Þjóðviljanum 3. okt. 1939. „Þaö er réttmætt og sjálfsagt, að sósialistar taki sér stööu i baráttunni til verndar hinu borgaralega lýðræði, gegn fasismanum, en það er þó ennþá sjálfsagöara að þeir taki sér stöðu I baráttunni fyrir sósialismanum, þvi hið borgaralega lýðræði auövalds- þjóðfélagsins er ekki mark- miðið, heldur sósialisminn.” Leiðari Þjóðviljans, 7. október 1939. „Ég var t.d. fyrsti Islend- ingurinn sem hafði móralskt þrek og stilhæfni til að greiöa vaxandi nazisma hér i landi svo vel úti látna eyrnaffkju, að hann beiö þess aldrei bætur siöan. Eru Timinn og Framsókn nú búin að gleyma þeim fyrir- heitum.sem nazistaforingjarnir gáfu Jónasi Jónssyni frá Hriflu, þegar þeir kæmust til maktar og valda? Er þeim nú úr minni liðinn múgfundurinn mikli við Arnarhólstún föstudagskvöldið 2. júni 1933?” Þórbergur Þórðarson I Þjóöviljanum 10. okt. 1939. I gær birtist mynd af Ingólfi Ingólfssyni, forseta Farmanna og fiski- mannasambandsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.