Þjóðviljinn - 28.10.1979, Blaðsíða 3
Sunnudagur 28. október 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
tum helaina
Músagildran
á Selfossi
Leikfélag Selfoss frumsýndi I
gær Músagildruna eftir Agötu
Christie. ónnur sýning á þessu
heimsíræga leikriti veröur á
morgun, sunnudag, og sU þribja á
mánudaginn. Eru þessar sýning-
ar i Selfossbiói, en einnig er fyrir-
hugaö aö sýna ieikritiö i félags-
heimilum á Suöurlandi og á Sel-
tjarnarnesi.
Leikstjóri Músagildrunnar er
Þórir Steingrimsson, og honum til
aöstoöar er Katrin Karlsdóttir.
Hildigunnur Daviösdóttir hannaöi
leikmyndina og héfur hún einnig
umsjón meö búningum. Leikend-
ur eru: Ketill Högnason, Kristin
Steinþórsdóttir, Þóra Grétars-
dóttir, Gylfi Þ. Gislason oe Siu-
uröur Lúöviksson.
Músagildran er magnaö saka-
málaleikrit. Þaö hefur veriö sýnt
viöa um heim viö fádæma vin-
sældir, og t.d. gengiöi London i 30
ár samfleytt! Leikritiö gerist á
hóteli, þar sem átta manns er
innilokaö vegna fannfergis. Einn
af áttmenningunum er kaldrifj-
aöur moröingi sem drepur misk-
unnarlaust og skipulega. En hver
er hann? Þaö fær enginn aö vita
fyrr en á siöustu minútu leiks-
ins...
Leikfélag Selfoss er f örum
vexti, og gengu t.d. 30 nýir félag-
ar i þaö á árinu. Tvö leikrit veröa
sýnd á þessu nýbyr jaöa starfsári,
Músagildran og islenskt verk sem
sýnt veröur eftir áramót. Enn er
óákveöiö hvaöa leikrit þaö verö-
ur.
Einar Hákon-
arson sýnir
að Kjarvals-
stöðum
Einar Hákonarson opnar um
þessahelgi sjöundu einkasýningu
sina aö Kjarvalsstööum. Einar
þarf vart aö kynna, hann er f hópi
þekktustu málara okkar af þeirri
kynslóö sem nú fer aö náigast
miöjan aidur. Hann er skólastjóri
Myndlista- og handiöaskóla
tslands.
A sýningunni eru 67 málverk.
Nokkur þeirra eru fengin aö láni,
þ.ám. tvö frá Búnaöarbankanum,
eitt frá Samvinnubankanum og
nokkur úr einkasöfnum.
Sýninginstendur yfirfrá 27.okt
Einar Hákonarson hengir upp
eina myndsina á Kjarvalstööum.'
Ljósm. Jón.
til 11. nóv. og eropin alla daga kl.
14-22.
FÍM-salurinn:
Lifandi
málmur
Sverrir Ólafsson opnar f dag
sýningu i FÍM-salnum, Laugar-
nesvegi 112, sem hann nefnir
„Lifandi málmur”. Sýnir hann
þar margvisleg myndverk, gerö
úr málmi.
Sverrir ólafsson viö eitt verka
sinna á sýningunni I FlM-salnum.
Ljósm. Jón.
Tónleikar
Jónas Ingimundarson, pianó-
leikari, heldur tónleika n.k.
mánudagskvöid, 29. okt., aöKjar-
valsstööum. Veröa tónieikarnir
haldnir inni á sýningu Einars
Hákonarsonar, i vestursainum,
og hef jast kl. 21.00 Sérselt veröur
inn á tónleikana, og málverka-
sýningin lokuö öörum en tónleika-
gestum eftir kl. 20.30.
Á efnisskránni eru m.a. verk
sem ekki heyrast oft á tónleikum
hérlendis. Má þar nefna sónötu
eftir italska tónskáldiö Balta-
sarre Galuppi, sem uppi var á 18.
öld, og sónötu eftir grgentínska
tónskáldiö Alberto Ginastera,
Jónas Ingimundarson viö pianólö
á Kjarvalsstööum. Ljósm.: Jón.
sem fæddist 1916 og er í fremstu
röö s-ameriskra tónskálda. Auk
þess eru á efnisskránni verk eftir
Franz Schubert, Franz Liszt og
Rachmaninoff.
R4R4-nýjasta
raðskápa-
samstæðan
Einstök í útliti og nýtingu
PARA — eins og forverar hennar, er
samsett úr einingum og býður upp á
ótrúlega fjölbreytta samsetningu.
Undirskápar eru hærri en í öðrum
samstæðum og gefur það PARA al-
gerlega nýjan svip og nýtingu. PARA er
frábrugðin hinum samstæðunum, en
samræmist mjög vel INKA bókahillun-
um
PARA er hugvitssamlega hönnuð og í
takt við tímans rás. Geymslurými er
skemmtilega komið fyrir og hentar vel
til geymslu á hvers kyns heimilismun-
um. hljómplötum, kassettum, borð-
búnaði, bókum, blöðum o.fl. Hæð neðri
skápa gefur tilefni til að nota þá sjálf-
stæða í anddyri, borðstofu, eða á öðr-
um stöðum.
PARA er vönduð smíði. Hún er fram-
leidd úr eik og hægt er aö fá hana f
Ijós-, dökk- eða rauðbrúnum lit.
Tvenns konar hurðir standa til boða á
efri skápum, annað hvort viðarhurðir
eða reyklitar glerhurðir. Einnig viðar-
eða glerhillur.
Sért þú að leita að góðum hirslum
sem prýða heimilið, þá er lausnin
PARA — raðskápar.
Komdu og skoðaðu möguleikana.
/^KRISTJfifl
f^JSIGGEIRSSOfl Hfi
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870
stilltu klukkuna
ef tir komutíma skipanna
A hverjum mánudegi frá
Felixstowe og alla fimmtudaga frá Hamborg
Við höfum byggt og þróað okkar þjónustu af
sömu nákvæmni og úrsmiðurinn byggir gang-
verk klukkunnar. Það er því enain tilviljun að
þú getur reitt þig á vikulegar hraðferðir foss-
anna af jafnmiklu öryggi og þú reiðir þig á þína
eigin klukku.
Góð vörumeðferð og fljótvirk afgreiðsla eru
sjálfsagðir þættir í þeirri markvissu áætlun að
bæta viðskiptasambönd þín við umheiminn
og stuðla að traustum atvinnurekstri hér á
landi.
Hafóu samband
EIMSKIP
SIMI 27100
*